Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1970, Blaðsíða 9
Í>riðjudai3u(r 7. júli 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 0 Bæjarverkfræðingur Bæjarráð Siglufjarðar auglýsir hér með éftir verkfræðingi eða tæknifræðingi til Starfa fyrir Siglufjarðarkaupstað. Um- sóknir, er greini ménntun, starfsreynslu og kaupkröfu sendist undirrituðum fyrir 1. ágúst 1970. Siglufirði, 2. júlí 1970. Bæjarstjórinn í Siglufirði. A UGLÝSING um afturköllun leyfis til síldveiða fyrir Suður- og Vesturlandi til niðursuðu og beitu samkvæmt auglýsingu nr. 57 20. marz 1970. Ráðuneytið afturkallar frá og með 7. júlí 1970 leyfi til síldveiða fyrir Suður- og Vesturlandi til niðursuðu og beitu, sem veitt var með auglýsingu nr. 57 20. marz 1970, sbr. reglugerð nr. 13 9. janúar 1970 um breyting á reglugerð nr. 7 22. febrúar 1966, um bann við veiði smásíldar. Sjávarútvegsráðuneytið, 6. júlí 1970. Eggert G. Þorsteinsson. -----— Jon L. Arnalds. AUCLÝSING um bann við veiðum með botnvörpu, flot- vörpu, dragnót og herpinót á hrygningar- svæðum síldar í fiskveiðilandhelgi íslands. 1. gr. Á tíVnabilinu frá og með 7. júlí til 7. ágúst 1970 er bannað að veiða með botnvörpu, flotvörpu, drag- nót og herpinót á eftirgreindum svæðum innan fiskveiðiland’helgi íslands: 1. í Faxaflóa á svæði, sem afmarkast af línum, er hugsast dregnar milli eftirfarandi punkta: 1) 64°12’ n.br., 23°18’ v.lgd. 2) 64°30’ n.br., 23°28’ v.lgd. 3) 64°30’ n.br., 22°48’ v.lgd. 4) 64°12’ n.br., 22°38’ v.lgd. 2. Fyrir suðurströnd landsins á svæði, sem tak- markast að vestan af 22°32’ v.lgd. og austan af 21°57’ v.lgd. og nær frá fjöruborði út að línu, sem hugsast dregin í beina stefnu milli punkta á ofangreindum lengdarbaugum 3 sjómílur frá landi. 2. gr. Brot gegn ákvæðum auglýsingar þessarar varða viðurlögum samkvæ’mt lögum nr. 44 5. apríl 1948, sbr. lög nr. 81 8. desember 1952. Með mál út af brotum á auglýsingu þessari skal farið að hætti opinberra rnála. Auglýsing þessi er sett samkvæmt 1. gr. laga nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega vemdun fiskimiða landgrunnsins, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið, 6. júlí 1970. Eggert G. Þorsteinsson. ------------------------- Jón L. Arnálds. Sagan af Jóni í Skoru Framhald af 7. síðu. — Það má fjandinn vita, ekki veit ég það, sagði vinur- inn. — Jú, það hlýtur vist að vera, ef hann hefu.r haft fram- tak í sér til að drepast. Og nú eru fjörutíu og fjögur ár siðan við röbbuðum eitt- hvað á þessa leið, tveir vinnu- félagar, sinn úr hvorri áttinni. En það eru ekki mörg ár síð- an ég átti þama leið um og gaf mér tíma til að labba af- leiðis dálítinn spöl til að koma við í Skoru, kannski af óljósri airtarsemi við gamlan kunn- ingja, en þó öllu heldur af þeirri áráttu minni, að koma við á gömlum eyðibýlum, ef ég á þess kost, og setjast þar á veggjarbrot, eins og meistari Þórbergur, til að hlusta á nið aldanna ofurlitla stund. En það var eins og vinur- inn hafði sagt: Þarna var ekki mikið að sjá, utan Skoruna sjálfa, þessa einkennilegu klettageil inn í sæbratta strönd- ina, víkina, sem höfðinn lok- aði meir en að hálfu frá haf- inu, og Pollinn innan höfðans, þar sem sjórinn lá kyrr eins og stöðuvatn í sólskininu. Þama var þó slangur af sauðfé á nöguðum haga, sem benti til þess að þarna hefði áður gró- ið túngresi, og nokkur tóffa- brot á víð og direif um þunnan grassvörð. Þar sem skoran dróst saman og Jokaðist í fjall- ÓDÝRT*ÓDÝRT*ÓDÝRT»ÓDÝRT*ÓDÝRT»ÓDÝRT oH Q O • EH Oí Q O Höfurn tékið upp mikiá úrval af kápum, peysum, pilsum og smávöru. Verzlunin Njálsgötu 23 (hornið). o> ö Kj, w • o> ö W • lL h a q o • JiHAap.iiHAap.iHAap.xHAap.iHAap inu sjálfu. gat ég huigsað mér að lengi hefðu varizt skógar- leifar; nú múndi þar ekkert að sjá nema í haesta lagi nokkra gamalsviðn,a fauska. En í jaðri þess litla túns, sem einu sinni var, sá ég fjórar stórar hlóðir undan lifrarbræðslupottum síns tíma, meira að segja kolryðg- uð brot úr einum slíkum gat- að líta, fallin niður á milli hlóðasteina. — Og þar sem niðurinn frægi lét mér í eyr- um á hálfpartinn draugalegan hátt, þá gekk ég mig þaðan og upp sneiðinginn, og sá til næsta bæjar, en þangað var ekki langt. Þar blasti við kirkja norðanvert við bæjarhólinn og ég vissi að hér var annexía frá prestssetrinu. Þama hitti ég bóndann úti við vinnu sína, roskinn mann og harðleitan. Hann gaf mér grunsemdarauiga þegar ég nálg- aðist, kannski var hann hissa að sjá mig koma enga venju- léga mannavegi. — Ég er að koma innan úr Skom, sagði ég, til að gefa honum upplýsingar. — Innan úr Skoru! hnussaði hann fyrirlitlega, en augnaráð- ið sagði: Þú hefur áreiðanlega drýgt glæp. — Ég þekkti einu sinni mann sem var ættaður þaðan.fi- — Ættaður úr Skorunni! sagðj bóndinn og rak upp hrossahlátur. en allur svipur- inn sagði: Þú lýgur heldur betur klaufalega laigsmaður. — Nú, og hvað hét þessi Skoirumaður? Ég sagði honum það. — Já. það er sama, ég kann- ast ekkert við hann, hef aldrei heyrt hann nefndan. — Móðir hans hét Matthild- ur, sagði ég, og var dóttir Jóns gamla í Skoru. — Matthildur? sagði bónd- inn og linaðist dálítið. — Já, eitthvað rám-ar mig í að ég heyrði föreldra mína minnast á einhverja kvensu með því nafni Hún var víst ein af þeim fjörugu hér í Skorunni þegar afi gamli var að braska þar með útgerð og lifrarbræðslu. En það er alveg sama, þetta ■-------<$> var allt fyrir mitt minnl og fór allt í bölvaðan rass þegar búið var að sleikja hér upp fiskinn. Og bóndinn tók til við vórkið eins og hann vildi gefa mér í skyn að frá sinnj hlið væri viðtalinu lokið. — En Jón gamli í Skoru er víst grafinn hér, sagði ég, og leit til kirkjunnar, eins og ég værj að mælast til að méga gráta við leiðið svolitla stund. — Það veit ég ekkert um, sagði bóndinn og þjösnaðist við vinnubrögðin. — Ég efast um að hann hafi nokkurntíma ver- ið grafinn. Og þetta eru þá lokin í sögu Jóns Bónda í Skoru. Af- komendur hans, fjarlægir og dreifðir, vissu ekki hvört hann væri ennþá tórandi eða löngu dauður. Aðrir, sem vissu að hann var dauður, efuðust um að hann hefði verið grafinn. Aldimar í sögu þjóðanna eru löngum færri en árin í sevi einstaklingsins. Og ekki veit ég af hverju það er, að mér verður nú á þessum síðustu dögum svo oft hugsað til hans Jóns gamla í Skoru. — Ef til vill gætuð þið sagt mér það. En nú vil ég þakka ykkur komuna í Borgarfjörð og óska ykkur góðrar ferðar það sém eftir er af leið. Viðvörun • Þetta er viðvðrun til allra kvikmyndaunnenda og allra þeirra er unna skáldskap og mannlífínu yfirleitt. # Bæjarbió hóf um stiðustu helgi sýningar á sænsku myndinni Hár har du ditt liv (Svona er lífið). Aðsóknin hefur verið svo fádæma lé- leg, að sýningum mun verða hætt hið bráðasta ef ekki verður bót bar á. 0 Þetta er störkostlegt kvik- myndaverk og einhver hin almerkasta mynd sem hér hefur veriS sýnd lengi, og er þá mikið sagt, því hér hafa ýmsir meistarar verið á ferð að undanförnu. Fjöi- margir þekktustu leikarar Svía koma fram í mynd- inni. O Nú verða menn að bregða fljótt við; ef ekki, þá þýðir ékki lengur að taia um lé- legt myndaval bióanna. Þ.S. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát Og jiarð- arför GtTÐMUNDAR SVEINBJÖRNSSONAR, Borgarnesi. Þórdis Guðmundsdóttir Húbert Ólafsson Guðrún Húbertsdóttir Óttar Guðmundsson. Móðir mín og tengdiamóðir, SIGRÍÐUR ÞCRKELSDÓTTIR andaðist sunnudaginn 5. júlí. Geir Jónasson. Kristín Jónasdóttir. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.