Þjóðviljinn - 20.11.1970, Blaðsíða 10
10 SÍÐÁ — ÞJOSVIUINN — res&utíagua* 20. nóvömlber 1970.
Harper Lee:
Að granda
söngfugli
v
22
Brunabíllinn frá Abbottsville
fór að dæla vatni á húsið okkar
og maður uppi á þáki benti á þá
staði þar sem þess gerðist mest
þörf. Ég sá hvemig snjókarlinn
okkar sortnaði og bráðnaði. Strá-
hatturinn hennar ungfrú Maudie
seig blíðlega niður í blauta mold-
ina. Ég gat ekki lengur séð garð-
skærin hennar. 1 ofsalegum hit-
anum milli hússins okkar og húss
ungfrú Rakelar og Maudies voru
karlmennimir fyrir löngiu búnir
að fleygja Ærá sér jökkum og
baðsloppum. Nú héldu þeir
áfram að bardúsa klæddir nátt-
fatajökkum og náttskyrtum sem
þeir höfðu troðið niður í bux-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslo- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
taugav. 188 HL hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68
2!^2sinnui
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eSlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsaia Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
umar, en ég fór smám saman
að finna fyrir því að mér var
kalt. Jemmi gerði það sem hann
gat til að halda á mér hita, en
handleggurinn á honum dugði
ekki til. Ég losaði mig af honum,
barði mér smástund og hoppaði
upp og niður þangað til ég fann
aftur fyrir fótunum á mér.
Nýr brunabíll kom á vettvang
og stanzaði fyrir utan hús ungfrú
Stefaníu Crawford. Það var eng-
inn brunahani fyrir nýju slöng-
una, mennimir reyndu að verja
húsið með handslökkvitækjum.
Blikkþaldð hjá ungfrú Maudie
kæfði eldinn. Skömmu seinna
hrundi húsið saman. Eldurinn
teygði sig í allar áttir og um
leið fóm mennimir á húsþök-
unum í kring að slá um sig með
gegnvættum teppum til að
slökkva neista og logandi spæni.
Það var kominn dagur áður
en karlmennimir fóm að hafa
sig á brott, fyrst einn og einn,
síðan í smáhópum. Þeir drógu
ag ýttu bmnabílnum í Maycomb
aftur inn í miðbæ. Bíllinn frá
Abbottsville ók af Stað. Hinn
þriðji var kyrr. Daginn eftir
komumst við að þvi, að hann
hafði komið alla leið frá Clarks
Ferry, í hundrað kílómetra fjar-
lægð.
Við Jemmi hlupum yfir göt-
una. Ungfrú Maudie stóð og
starði á kolbrenndar, rjúkandi
rústirnar og Atticus hristi höf-
uðið til að stöðva málæðið í
okkur. Svp för hann heimleiðls
með Dkkur og hélt handleggjun-
um um herðar okkar yfir íslagða
gangstéttina. Hann sagði að ung-
frú Maudie gæti fyrst um sinn
búið hjá ungfrú Stefaníu Craw-
ford.
Það fór hrollur um mig þegar
Atticus kveikti upp í eldavélinni.
Meðan við sátum á eftir og
drufckum kakó tók ég eftir því
að Atticus var að stara á mig.
Fyrst eins og forvitnislega og
síðan varð hann smám saman
hörkulegri. Loks sagði hann:
— Ég man ekki betur en ég
hafi skipað þér og Jemma að
standa graflcyrrum við garðshlið-
ið.
— Það gerðum við líka. Við
stóðum krafkynr og . . .
— Hvaða teppi er þetta þá?
— Teppi?
— Teppi, já. Við eigum það
að minnsta kosti eikki!
Ég horfði niður eftir sjálfri
mér og uppgötvaði að ég var
vaádn í brúnt ullarteppi sem lagt
hafði verið um herðar mér á
indíánavísu.
— Það skil ég etoki, Attieus,
ég ... ég.. .
Ég starði bænarauigum á
Jemma, en Jemmi var enn ringl-
aðrí en ég. Hann sagðist eíklki
hafa hugmynd um hvaðan teppið
var komið, við hefðum gert ná-
kvæmlega það sem Atticus sagði
okkur að gera, við hefðum staðið
hjá Radleyhliðinu, langt frá öll-
um hinum, við hefðum etoki fært
okkur til um eina einustu tommu,
svo að ... Og Jemmi þagnaði.
En eftir andartak streymdu
orðin út úr honum.
— Herra Nathan var hjá eld-
inum. Ég sá hann sjálfur. Ég sá
hamn þar i alvöru. Hann togaði
í dýnuna og dró hana burt. Attí,-
cus, ég get svarið að...
— Vertu bara rólegur, drengur
minn, sagði Attícus og brosti við.
— Það mættí segjá mér að allir
í Maycomb hafi farið út fyrir
dyr i nótt í einhverjum tilgangi.
Ég held að það sé umbúðapappír
frarnmi í eldhússkáp. Jemmi,
sæktu hann og þá getum við...
— Atticus! Nei!
Sem snöggvast hélt ég að
Jemmi væri búinn að tapa glór-
unni. Hann fór að ryðja úr sér
öllum leyndarmálum okkar án
þess að hugsa vitund um öryggi
mitt, þótt hann hefði auðvitað
leyfi til að láta eigið öryggi lönd
og leið ef honum sýndist; hann
sagði frá öllu: holunni í trénu,
gjöfunum, buxunum — öllu
saman!
— ... t>g herra Nathan fyllti
holuna af sementi, Atticus, og
hann gerði það bara til þess að
við fyndum aldrei neitt þar
framar. Kannski er hann vitiaus
eins og allir segja, en Atticus —
ég get svarið það að hann hefiur
aldreá gert ökkur nokkurn skap-
aðan hlut, hann hefur ekki svo
mikið sem komið við okkur;
hann hefði getað skorið mig á
háls eyma í milli þama um
nóttina, en í staðinn gerði hann
við buxurnar mínar; hann hefur
aldrei gert okkur neitt, það er
alveg satt!
Attícus sagði;
— Púff, en það syndaflóð af
orðum! En hann sagði það svo
blíðlega að mér varð aftur hug-
hægra. Skýringin hlaut að vera
sú að hann hefði ekki hlustað
almennilega og ekki heyrt nema
brot aif því sem Jemmi sagði,
því að hann bætti engu við nema
þessu: — Já, þetta er sjálfsagt
rétt hjá þér. Það er líklega rétt-
ast að við höldum teppinu og
þegjum um þetta allt saman.
Hver veit nema Skjáta geti einn
góðan veðurdag þatokað honum
fyrir að hann var svo hugulsam-
ur að breiða teppið yfir hana.
— Þakka hverjum fyrir? spurði
ég.
— Boo Radley, telpa mín. Þú
varst svo önnum kafin við að
horfa á eldinn, að þú varðst
ekki einu sinni vör við það,
þegar hann vafði teppinu um
þig-
Maginn í mér varð eins og
skelfibúðingur og það munaði
minnstu að ég kastaði upp, þegar
Jemmi þreif teppið og nálgaðist
mig laumulega:
— Hann læddist innanúr hús-
inu . . . Snúðu þér við! . . .
læddist að þér aftanfrá og . . .
— Láttu þetta nú ekki leiða
þig út í nýjar leiiksýningar,
Jeremy, sagði Atticus þurrlega.
Jemmi varð illilegur.
— Ég hef ekki hugsað mér að
gera honum neitt, sagði hann
þrjóztoulega en ég sá blito í aug-
um hans sem gat boðað sitt af
hverju. Og hann hélt áfram: —
Hugsaðu þér, Skjáta, ef þú hefðir
snúið þér við á réttu andartaki,
þá hdfðirðu séð hann.
Calpumia vakti okkur um há-
degið. Atticus hafði sagt að við
þyrftum ekiki að fara í skólann,
við hefðum ekkert gagn af þvi
hvort sem var, vegna þess að við
höfðum ekki sofið dúr alla nótt-
ina. Calpurnia skipaði okkur að
gera alvarlega tilraunir til að
laga til úti í garðinum.
Stráhatturinn hennar ungfrú
Maudie lá gaddfreðinn í þunnu
íslaginu. eins og fluga í sfórkn-
uðu rafi, og við urðum að grafa
okikur gegnum allan moldarhaug-
inn áður • en við fundum garð-
skærin.
9
— Viltu éta þetta ofaní þig,
strákur!
Það var Cecil Jakobs sem ég
gaf þessa skipun og þetta var
upphafið að dálitlu spektarta'ma-
bili hjá Jemma og mér. Ég
stóð með kreppta hnefa og var
reiðubúin til að fljúga á hann.
Atticus hafði lofað þvi hátíð-
lega að hann skyldi finna mig í
fjöm ef hann frétti nokkurn
tíma að ég hefði verið í slags-
málum; ég væri orðinn of stór
fyrir þvílíkan barnasikap og því
fyrr sem ég lærði að hafa stjórn
á skapi mínu, því betra fyrir
alla aðila. Cecil Jakobs haíði lýst
því yfir í skólaportinu daginn
áður að pabbi hennar Skjátu
Finch tæki upp hanzkann fyrir
niggara. Ég mótmælti því ákaft,
en sagði Jemma hvað hefði gerzt
og spurði:
— Við hvað átti hann með því?
— Ekkert sérstakt, sagði
Jemmi. — Spurðu Atticus, hann
getur sagt þér það.
Og þegar kvöld var komið
spurði ég:
— Tekurðu upp hanzkann fyrir
niggara, Atticus?
— Auðvitað geri ég það. Og
viltu gera svp vel að nota ekki
orðið niggari, Skjáta. Það er
ruddalegt.
— Það segja það allir í skól-
anum.
— Framvegis segja það allir,
að undantekinni lítilli mann-
eskju.
— Ef þú vilt ekki að ég læri
svoleiðis lagað, af hverju ertu
þá að senda mig í skóla?
Faðir minn horfði góðlega á
mig og augu hans Ijómuðu. Þrátt
fyrir samkomulag okkar hafði ég
á ýmsan hátt haldið áfram her-
ferðinni gegn skólagöngu, allt frá
fyrsta skóladeginum. Þegar sept-
ember kom að leyfinu loknu fór
ég að þjást af svima og óskiljan-
-legum magaverkjum; ég gekk svo
langt að borga tíu sent fyrir
að fá að nudda höfðinu á mér
við höfuðið á syni eldabuskunnar
hjá ungfrú Rakel — hann var
með hringorm. Til allrar óham-
ingju smitaðist ég ekki. En nú
var annað sem vakti áhuga
minn.
— Attieus, verja allir lög-
fræðingar . . . negra?
— Auðvitað, Skjáta.
— En af hverju sagði Cecil
þá að þú tækir upp hanzkan
fyrir niggara? Það var eins og
þú hefðir framið einhvem glæp.
Atticus andvarpaði:
— 1 svipinn er það einn til-
tdkinn svertingi sem á hlut að
máli, Skjáta; hann heitir Tom
Robinson. Hann á heima í ein-
um kofanum bak við sorphauga
bæjarins, þú veizt hvar það er.
Hann er í sama söfnuði og Calp-
utmia og Calpurnia þekkir fjöl-
skylduna. Hún segir að það sé
stoitokanlegt fólk. Sjáðu til,
Skjáta, það er ýmislegt sem þú
ert ekki nógu gömul tíl að skilja
enn, en í skúmasfcoituin er verið
að hvísla og hvískra sitt af
hverju um það, að ég hefði
ekki átt að taka að mér
vörn þessa manns. Þetta er
dálítið sérstakt mál — það
verður ekki tekið til dóms fyrr
en í sumar. John Taylor var svo
liðletgur að veita oktour frest . . .
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK
og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum Iitum. —
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvaira fyrir ákveðið
verð. — REYNIÐ VIÐSKEPTIN.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 2ö — Sími 19099 og 20988.
HARPIC er ilmandi efni sem hreinsar
salernisskálina og drepnr sýkla
Indversk
undraveröld
Frá Austurlöndum fjær, úrval hand-
unninna skrautmuna úr margvísleg-
um efnivið m.a. útskorin borð, flóka-
teppi. heklaðir dúkar, kamfóruviðar-
kistuir, uppstoppaðir villikettir, Bali-
styttur. kertastjakar, ávaxta- og kon-
fektskálar, blómavasar, könnur, ösku-
bakkar, borðbjöllur, vindla- og sígar-
ettukassar, ódýrir, indverskir skart-
gripir og margt fleira.
Einnig margar tegundir af reykelsi.
Fallegar og sérkennilegar gjafir, sem
veita varanlega ánæg'ju, fáið þér á
SNORRABRAUT 22.
H
ffii
SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS H.F.
Simi 42222
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
MOTORSTILLINGAR
HJÚLASTILLIÍJGAR LJÚSASTILLINGAR
Látið stilla í tíma.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
Tökum að okkur
breytingar, viðgerðir og húsbyggingar.
Vönduð vinna
Upplýsingar í síma 18892.
Röskur sendill
óskas? fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól.
ÞJÓÐVIL JINN sími 17500.
JÓLASKYRTURNAR
í miklu og fallegu úrvali.
PÓSTSENDUM.
Laugavegi 71. Sími 20141.