Þjóðviljinn - 21.11.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1971, Blaðsíða 3
Suinnuidagur 21. nóvemiber 1971 — ÍWÖÐVILJIJSrN — SlÐA 3 kvikmyndir Sam Peckinpah flokiounum Gunsmoke og The Westerner. Fyrstu þrjár kvikmyndirnar,. sem Peckinpah gerði fyrir al- mennan marlkað hafa allar ver- ið sýndar hér á landi, en fáir' hafa sjálfsagt vitað að þar færi sá maður sem nú í dag er á- litinn með eftirtektarverðari mönnuim, er fást við sköpun.I kvikmynda í Bandaríkjum. Norður-Ameríku. 1961 gerir Sam sína fyrstU mynd, Guns in the Afternoon, öðru nafni Ride the High Coxmtry (sýnd í Gamla Bíói undir nafninu Gullleiðangurinn). Ári síðar T!he Deadly Coanipanions (Hættulegt föruneyti, sýnd í Austurbæjarbíói) og 1965 gerir hann Major Dundee með Charl- ton Heston og Ridhard Harris í aðalhlutverkum, en sú mynd var sýnd í Stjörnúbíói á sínum tíma. Bak við þá mynd liggur mikil sorgarsaga því hún lenti í skærum framleiðandanna, sem styttu hana um hvorki meira né minna en þrjá stundarfjórð- unga. Sam segir svo frá: „Hvernig farið var með Dundee er eitt það sársauka- fyllsta, 'sem ég hefi upplifað. Að búa ttl kvikmynd... ég veit ekki... þú verður ástfanginn af því. Það er partur af þínu Eftir misheppnaða tilraun útlaganna til bankaráns liggur fjöldi §aklausra mauna í valnum. Atriði úr „The Wild Buuch“, sem Austurbæjarbíó sýnir innan skamms. SAM PECKINPAH OG WILD BUNCH Kúrekamyndir eða „westerns“ hafa að jafnaði notið noikkurra vinsælda hér á landi sem ann- ars staðar. Það þairf varla að taká það- fram, að til langs tíma hafa slíkar myndir ein- ungis verið gerðar í Bandaríkj- unum í því landi þar sem kú- rekamenningin er úpprunnin. Á síðari árum hafa hins vegar ýrnsir kvikmyndaleikstjórar frá Evrópu reynt að herma. eftir Ameríkumönnum á þessu sviði — - rpeð - misjöfn-um árangri náttúrlega. Þeirra þeíkktastur og um leið vinsælastur er Sergio noidcur Leone frá Spáni, en myndir hans hafa hlotið mjög góða aðsókn hérlendis. I sam- anburði við hann er nafm eins og Sam Peckinpah lítt sem ekkert þekkt af íslenzkum kvikmyndahúsagestum og þvi tími til kominn að hans sé get- ið að ndkkru. Peckinpah hefur giert fimm lar:gar myndir frá því hann hóf feril sinn á sviði kvikmynda- gerðar, en fjórða mynd hans, The Wild Bunch, hefur hlotið þvílíkt lof manna, að um hann er nú talað sem arftaka Johns Pords. sem um áraraðir hefur verið eins konar ókrýndur kon- umgur „westem“-mynda. Þess skal getið að Austurbæjarbíó mun taka Wild Bunch til sýn- ingar innan skamms. Bandaríkjamaðurinn Sam Peckinpah er fæddur 1926 og kominn af Indíánaættum. Hann hilaut mjög strangt uppeldi í æsifcu, en um það tímabil segir hann: „Faðir minn, David E. Peck- inpah, afi minn, Denver Church, bróðir minn, Denver C. Peck- inpáh, eru allir yfirdómarar — eða voru. Sem drengur ólst ég upp hjá þessu fólki, ásamt frænda mínum. Við sátum um- hverfis borðstofuborðið og ræddum lög og reglur, sann- leika og réttlæti úr frá Bibl- íunni. en hún hafðj mikil á- hirif á fjölskyldulífið. Ég hygg, að mér hafi liðið einsog utan- aðkomandi aðila og ég fór að spyrja þau út úr. Ég býst við. að ég sé ennþá að spyrja.“ Sam byrjaði sem leikstjóri í leifchúsi en brátt lá leið hans i heim kvikmyndanna. Hann var m:a. aðstoðarmaöuur hjá Doh Siegel. skrifaði handrit fyrir hann o.s.frv. Uppúr því '.. -"-ifckra þætti fyrir sjónvarp í framihaldsmynda- lífi. Og þegar þú sérð, að myndin Iheí'ur verið eyðilögð og skorin niður, þá er einsog að missa barn eða eitthvað áiika. Þegar mér varð ljóst, hvað gerzt hafði, varð ég mjög gramur en um leið lærði ég sitthvað. Hr. Bresler eða hr. Franfcovidh, eða hverjir sem það voru, exnu ekfci ábyrgir, það var mér að kenna að fara að vinna við þau skilyrði, sem sett voru. Dundee vair góð kvik- rnynd. Sennilega bezta mynd, sem óg hefi gert. Hún var stytt um 55 mín. og ég tel það afar ósanngjamt. Ég var hjá Jerry Bresler í klippihenberginu. Það var kvalarfuill stund. Jerry, sem er framleiðandi, hafði allt aðr- ar hugmyndir um myndina. Kvikmyndin varð aldrei frum- sýnd og kom ekki fyrfr al- menningssjónir. Aðeins hópur sýningarmanna í New York fékk að sjá hana.“ (Þess skal getið, að hér á Sam eiixungiis vlð Bandaríkin, því myndin hefur verið sýnd víðast hvar annars staðar). Eftir fjögurra ára hlé kom svo Wild Bunch, kvikmyndin sem gerði Sam Peckinpah veru- lega frægan. „Þetta er vestri um það, hvernig vináttan er svikin,“ segir Sam. Annars fjaillar hún í sem stytztu máli um hóp útlaga sem koma til lítils bæjar í Texas í þeim til- gangi að ræna bankann. Það mistekst, en þegar þeir hverfa burt hefur fjöldi manns fallið valinn. Að því lofcnu ræna þcir lest og hyggjast sélja feng- inn mexíkönskum byltinigar- mönnum. í upphafi myndarinnar sjáum við hvar börn leika sér að því að setja sporðdreka innanum mauraþúfu. Eftir nokkra viður- eign telcst maurunum að ganga af sporðdrekanum dauðum. Þetta atriði má taka sem symból fyrir frásögn myndar- innar í heild; útlagamir (sporð- drekinn) upplifa sína síðustu viðureign. Otlagarnir eru jafnframt full. trúar þess tímabils, sem þegar er horfið eða er að hverfa, er myndin gerist — 1913 — tíma- bils byssubófa, gullæðis og baráttu kúreka og indíána. Þedr eru óbreyttir menn í breyttu umhverfi. Það sem einikum vékur at- hygli varðandi kvikmynd þesisa, er hið skefjalausa ofbeldi sem birtist í henni. í myndinná má sjá eintover blóðugustu atriði, er sézt hafa á hvíta tjaldinu. Til að undirstrika áhrif þeirra eru þau í öllum tilfellum sýnd í slow-motion. Um það hefur Peckinipah þetta að segja: „Já, hún er afskaplega Móð- ug. Á frumsýnxngu myndarinn- ar gengu þrjátíu og tveir út áður en 10 fyrstu mínúturnar vom liðnar. Wild Bunch er ekki fögutr kvikmynd. Þetta er saga um ofbeidismenn á of- beldistimum. Fyrir fólkið í mjmdi-nni gegnir ofbéldið ekki því hlutverki að vera tákn ein- hvers sérstaiks endis, heldur er það endirinn sjálfur. Það vil ég að sé öllum Ijóst. Frumsýn- ingargestir voru yfir sig hrifn- ir; a.m.k. 30% sögðu: „Framúr- skarandi. Bezta kvifcmynd sem ég hefi séð.“ Flestir sögðu: „Andstyggileg. Blóðugasta mynd sem gerð hefflxr verið.“ En nokfcrir sögðu: „Hápunktur myndarihnar er bardaigaatriðið; það bezta sem sézt hefluir. „Ég hugsa að margt, fólk muni hrylla við — að minnsta kosti vona ég það. Ég hata óhorf- anda, sem bara situr þama í róleghcitum. Hafi menn ekki xxppgötvað hvað ég vildi segja með mynd- inni, þá hefur mér xnistékizt. Ætlunin var ekki að rannsaka ofbeldi til hlítar. Ég vildi sýna, að ofbeldi er enigin samlkvæm- is-leilkur, heldur eitthvað sem er grímmt og viðbjóðslegt. Sannileikurirm er e-kki ávallt fagúr; dauðirin eða það sem er að deyja er ekkert augnayndi. Ég skil ekki viðbrögð sumra nxanna. Halda menn, að ofibeldi sé ekki lengur til? Horfa menn ekki á sjónvarp t.a.m.? Það er svo margt í þessari kvikmynd, sem höfðar til sið- ferðilegra vandamála siamtím- ans. Kúrekamyndir geta verið ákjósanlegt form til að koma á framfæri ákveðnum skoðun- um á því ástandi, sem ríkir í dag. Man nokkiur iþá tálknrænu at- höfn stúdentanma, þegar þeir brenndu hvolp í þeim tilgangi að vekja atihygli á stríðinu í Víetnam þar sem böm hljóta líkamleg örkuml veigna napalm-sprenginga? Hvemig voru viðbrögðin? Það sama upplifa menn í The Wild Bunch. Það em mannleg við- brögð, sem em áhrifaríkari en nókkuð armað.“ Þannig sýnir Peckinpah ékki ofbéldið ofbeldisins vegna, héldur til að vékja móralskar spumdngar. „Ég trúi á aligjört sakljeysi bamanna. Þau hafa enga hug- mynd um ímynd góðs og ills. Þetta em þeim áskapaðir eigin- leikar.“ í samaniburði við John Ford er Sam Peékinpah margfalt raunsærri, en í verkum Fords er rómantíkin aftur á móti of- arlega á daigskrá. Peckinpah hefur verið líkt við Goya og sjálfur segist hann kunna því mæta vel. Annars er Sam lítt gefinn fyrir að ræða um verk sín eða a.m.k. túlka þau fyrir almenningi. „Ef ég ætti að ræða ýtarlega um myndir mínar, þyrfti ég ekki að gera þær. Allt sem kvikmyndafræðingar og „spekúl- antar“ á því sviði þykjast finna í þeim er svosem satt og rétt, svo legi sem ég get fall- izt á útskýringar þeirra. En þeir hafa líka fundið í þeim ýmislegt sem ég hefi eniga hiug- mynd um.“ Kannski við gefum einum þessara fræðimanna orðið: „Það sem kvikmyndin raun. verulega fjallar um má finna í tveim mikilvægum, enstuttum atriðum. 1 veizlu í mexíkönsku þorpi, heimili eins úr hópi út- laganna, hafa menn giieymt veröldinni í skemmtunum há- tíðahaldanna, og jafnvel hinir villimannslegu og ósamlþýðan- legu Gordh bræður eru sýndir eins og kurteisir skóladienigir, sem ánægðir leika sér að kött- um með stúlfcunum sínum e!E- egar stíga í vænginn við þær milli trjánna. „Okkur dreymir alla um að verða böm aftur,“ muldrar gamall þorpsbúi, „jafn- vel þeir verstu meðal okkar____ karinski þeir verstu helzt af ölium.“ Slíkt er vitaskuld eikki mögulegt, og því er eina ráðið að setja eiinhver takmörk eins og Dutdh (Emest Borgnine), gerir, þegar honum hefur verið sagt, að Mapacfhe hinn kaldi, tilfinningalausi ræningjaleið- togi, sem þeir ætluðu að eiga viðskipti við, sé þjófur einsog þeir: „Við erum alls ékki eins- og hann. Við hengjum engan a.m.k.“ Það er þessi nákvæmi grein- Frambaid á 13 síðu. VIDARÞILJUR í MIKLU ÚRVALI Viðartegundir: EIK — ÁLMUR — FURA — VALHNOTA — TEAK, CAVIANA — TAMO — KEYAKI — CEDRUS — BRENNI — PALISANDER og fleira. HARÐVIÐUR og SPÓNN, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, ýmsir litir. GABOON-plötur — SPÓNA- PLÖTUR. Harövibarsalan sf. Þórsgötu 14 — Símar 11931 og 13670. William Holden sem fyrirliði útlaganna berst vonlausri baráttu gegn ofurefli liðs Mexíkana. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.