Þjóðviljinn - 21.11.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1971, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVHiJIiNN — Sunmudiaguir 21. inóveimbor 1071. húsbúnaður helgaz> a,uki Jón Hjartarson í Húsgagnahöllinni — í kringum hann er „allt ncma antík og stál“. Jón Hjartarson, eigandi Húsgagnahallarinnar: íslendingar hafa mikla vöruþekkingu Húsgagnahöllin er stærsta * húsgagnaverzlun borgarinnar og líklega sú húsgagnaverzlun, sem mest áhrif hefur út um landsbyggðina. Þannig eru smíðuð húsgögn fyrir Ilúsgagna- höllina víða á Iandinu, svosem á Akureyri, Húsavík Stykkis- hólmi, Borgarncsi, Keflavík og ísafirði. Húsgagnahöllin hefur j líka undanfarin tvö ár lagt á- j herzlu á að selja húsgögn út ! á land, og sendir í því skyni myndalista með tæmandi upp- lýsingum um það sem verzlun- j in hefur uppá að bjóða, ásamt i sýnishomum af áklæði. Þetta j og margt annað fróðlegt um j húsgagnaviðskiptin kemur fram . í viðtali því við Jón Hjartar- son, sem hér fer á eftir. — Húsgagnalhöllin var stofn- : uð fyrir 7 árum, og til að byrja | með vom teknar vörur í um- boðssölu, en því var !hætt strax á fyrsta ári. Nú látum við smíða húsgögn sérstaklega fyrir okíkiur og kaupum af öHum framleiðendum sem hafa góða vöru. Við höfum að sjálfsögðu alltaf reynt að hafa sem flestar gerðir af húsgögnum á boðstól- um, og einu húsgögnin, sem við höfum ekki haft að stað- aldri eru „antíkhúsgögn", sem erfitt er að fá keypt á íslandi og eru mjög dýr í inmffliíitningi, og stálhúsgögn, en þau selja framleiðendur í eigin búðum. Fyrir utan hið breiða úrval er höfuðáherzlan lögð á að bjóða ýmds húsgögn, í gerðum sem eingöngu fást í Húsgagna- höllinni. Þannig má segja, að hvert einasta sófasett. borð- stofusett og öU svefnherbergis- húsgögn séu framleidd sérstak- lega fyrir Húsgagnahöllina hjá ýmsum verksmiðjum. Þaö virð- ist svo, að með því að þjóða út partí í smíði eða bólstrun, sé auðveldara að viðhalda gæð- um og hagistæðu verði þegar á lengri tíma er litið. Þannig er smíðað fyrir Húsgagnahöllina útum allt land. Á síðustu 3-4 árum höfum við lagt áherzlu á að auika sölu út á land, og við erum með myndaUsta, sem gefur nokikuð tæmandi upplýsingar um helztu söluvörur okkar. Það er mikið um að fólk hringi eða skrifi til okkar og biðji um þessa myndailista, og sendum við þá vanalega verð og áklæðissýnis- hom með til fólksins. íslendingar eru sérfræðingar í húsgögnum — Hvað kaupir fólk dýr hús- gögn — eða öllu heldur hvaða verðflokka húsgágna seljið þið mest? — Það er þannig með hús- gögn hér á íslandi, að verð þeirra er yfirleitt mælikvarði á gæði. Við höfum reymt að NY LAUSN STUÐLA- SRILRUM VA'.'.-A'. .............* i. •'/////////ityf^'/Jvg. W/wSá'// Léttur veggur meS hillum og skápum, sem geta snúiS á báSa vegu. SmiðaSur í einingum og eftir máli, úr öllum viSartegundum. Teikning: Þorkell G. GuSmundsson húsgagnaarkitekt. SÖLUSTAÐIR: Sverrir Hallgrímsson, SmiSastofa, Trönuhrauni 5. Sími: 51745. Hús og skip. Sími: 84415. HíbýlaprýSi, Hallarmúla. Simi: 38177. vera með húsgögn í sem flest- um verðfflokkum, en þó aldrei lélega vöru. En yfirleitt hefur oickur fundizt viðskiptavinimir hafa dýrain smekk, þeir leggja aðaláherzlurta á vöruvöndun og notagildi. Ég býst við að ís- lenzkir húsgagnakaupendur séu á ýmsan hátt frábrugðnir er- lendum, eða það hefur mér fundizt á samtölum við hús- gagnakaupendur í öðrum lönd- um. Á íslandi er borgarinn meiri einstaklingur, ef svo mætti að orði kveða. Hann hef- ur lagt hönd á allskonar verk og gildir þá einu hvaðan hann er kominn. Hann hefur smíð- að sér hús og unnið kannski eitthvað við öll verkin sem þar voru unnin. Eða byggt sér sumarbústað o.s.frv. Þessvegna er engu líkara á stundum en kaupandinn sé algjör sérfræð- ingur í húsgögnum, hann veit allt um við og lökk. spónllagn- ingar, kantlímingar og geimegl- ingar. Og konumar gera grein- armun á vefnaði og hafa mjög ákveðnar skoðanir á hvaða samsetning sé góð og hvaða samsetning sé ekki góð í á- klæði. AÆ þessu leiðir að það er mifclu skemmtilegra að verzla með húsgögn hér en ella, og það hvílir á kaupmanninum meira aðhald um vöruvönd- uin en margur hyggur. Það er ef til vill hagstæðast að kaupa með afborgunum — Þú segir að fóllt hafi dýr- an smekk fyrir húsgögnum. Nú vitum við, að þið húsgagna- kaupmenn hjálpið fólki til að hafa efni á því að hafa dýran smekk, með því að veita mjög j hagstæð greiðslukjör, svokall- aðar afborganir. Er þctta ekki dálítið dýru verði keypt, þegar á allt er litið, vexti og skulda- byrði t.d.? — Já, menn eru að leggja hugsanlegan staðgreiðsluafslátt við afíborgunarvexti og reikna síöan út hundraðshlutíall. En þetta er ek!ki rétt, því sú tala, som er lögð við afborganim- ar er ekki eingöngu vextir, heldur einnig inniheimtuikostn- aður sem er fyrirfram ábveð- inn af hverjum víxli auk þess sem staðgreiðsluafsláttur er sú fóm, sem kaupmaðurinn vill inna af hendi til að fá pening- ana í hendur í þjóðfélagi þar sem umframeftirspurn er eftir peningum. Svo má líká benda á, að sá sem tekur lán í banka, t.d. til að kaupa húsgögn með staðgreiðslu, þarf ekki aðeins að borga forvexti héldur líka innheimtukostnað og framleng- ingargjöld á 2-3 mánaða fresti. Það gerir heldur ekkert til þó þess sé getið, að það er ekki langt frá sanni, að verðbólga undanfarinna ára á Islandi sé um 17% og þegar sú verðrým- un er tekin inn í dæmið er ekki ólíklegt að útkoman verði hagstæð fyrir þann sem með afborgununum kaupir. Gæðaeftirlit er æskilegi — Og til að slá botninn í þctta, hvað hcfur þú um gæði íslcnzlcra húsgagna að scgja? — Það er reglulega gaman að fylgjast með því hvemig ís- lenzkum húsgagnaframleiðend- um vex fiskur um hrygg. Það verður sífellt auðveldara, með hverju árinu sem líður, að fá keypta góða vöru, og framieið- endumir mega eiga það, að meðal þeira er mikiU og al- mennur áihugi á að auka vöru- vöndun. Það geta vlssulega alltaf komið fram gallar £ hús- gögnum einsog öðnum vörum, og við 'gerum við þá eins fljótt og mögulegt er, og oftast nær samsitundis og kvartað er. Yfir- leitt kvartar fólk strax og það verður vart við gaMa, og það er ágætt, því þá er hægt að laga vöruna með minnd kostn- aði en ef fólk dregur að kvarta og gallinn fer að skemma útfrá sér. Til marks um álhuga hús- gagnaframleiðenda til að auka vöruvöndun má minna á þá til- raun sem gerð var fyrir nokkrum árum til þess að gæöamerltja húsgögn. Þó þessi tilraun rynni útí saindinn, vegna þess að rangt var staðið að henni í upphafi eftir minni meiningu, lét hún ýmislegt gott af sér leiða. Hún fékfc mennm. a. til að hugsa meira um þessa hluti en áður. Ég tel það mjög nauðsynlegt að framleiðendur, kaupmenn og t. d. Neytenda- samtökin komi sér saman um eitthvert gæðaeftirlit, því það auðveldar ekki auðeins kaup- endum vöruval, heldur eirmig kaupmönnum innkaup og útboð og framleiðslueftirlit. Á ýimsum norskum húsgögnum er t. d. miði þar sem á stendur, að viðkomandi vara fullnægi gæðcfkröfum „Norsk Möbei- kontroll ved Statens Tekno- logiiske Institut“. Það gefur auga leið hvílík lyftistöng það yrði íslenzkum iðnaði að hafa slíka ráðlegginga- og eftirlits- stofmum. Og það er mjög ólík- legt, að okkur muni nokkurn- tímann takast að ná fótíestu á erlendum húsgagnamörkuðum nema að slík hjálparstofnun styðji við bakið á iðnaðinum, sagði Jón Hjartarson eigandi Húsgagnahallarinnar ,og lok- um. — Þorri. Viðtal við Gunnar Framhald aí 7. slðu. um okkar, og sem stendur heW. ég að útflutnin gsmöguleikar okkar séu mjög litlir. Á rneð- an tollmúrar vemduðu okkiur fór allur tíminn í það að at- huga málin, lítið sem ekkert varð úr framkvæmdum. En tækdfærið kernur aftur, og við verðum að spyma við fótum áður en flóðið af innfluttum húsgögnum kemur yfir okkur, en það verður fyrr eða síðar. — Þcgar að því kcmnr að við getum farið að flytja út þari að sjálfsögðu að vera til ís- Icnzk lína í húsgögnum, getum við sótt hana að einhverju leyti í fortíðina? — Já tvímælalaust. Hús- gagnaarkitektar verða óhjá- kvæmilega fyrir meiri eða minni áhrifum frá landinu sem þeir búa í og þeim lífskjör- um sem þeir búa við, eins og aðrir listamenn. Það þykir t.d. eðlilegt að í ljóðum skálda megi finna sterk áhrif frá landinu, þannig hlýtur þeirra áhrifa lí'ka að gæta í öðrum sköpunarverkum. Sjálfur hef ég teiknað rúm, þar sem ég hafði beinlínis í huiga rúm afa og ömmu, og í fflestum þeim húsgögnum sem ég hef teiknað reyni ég að tileinka mér þess- ar hreinu og sterku línur, sam eru áhrif frá húsgögnum fyrri alda. Ég nota meira að segja mikilRI þegnumgarugandi tiié- tappa í samskeytum. — Fyrst við erum famir að tala um sjálfan þig hvemig hefur þcr þá gengið að koma hugmyndum þínum á fram- færi? — Ég hef átt húsgögn á tveimur sýningum erlendis frá því að ég kom frá námi, og þau hafa fengið mjög góðar undirtektir. Fyrir fjónum ár- um sendi ég t.d. mjög mý- stárlegt sófasett ' frá rrtér, Appolló kallaði ég það. Það var allt byggt upp af hring- formum og sama formið í borði og stólum, þannig að það gef- ur fjölbreytta samseitningar- möguleika. Mjög miklar fyrir- spumir hafa borizt um þetta setterlendis frá, en framleiðslu- kostnaður virðist vera of mik- ill. Einnig bárust fyrirepumir og töluverðar pantanir erlendis frá í horðstofusett, sem ég nefni Bddu, og er nú verið að vinna að þeim málum. Mér hafa undanfarið borizt tilboð um framleiðislu á húsgögnum frá Danmörfcu og Skotlandi, og þau mál eru einnig í athugun. Ég hef haft það góða aðstöðu, að ég hef yfirieitt getað látið framleiða eitthvað af hugmynd- um mínum hér, þó í litlum maeli sé, en það er nauðsynlegt hverjum húsgagnaarkitekt að sjá verk sín í framleiðslu og hafa tækifæri til þess að þróa þau smám saman. En þeir hús- gagnaarkitektar sem hér eru starfandi vinna flesttr við hí- býlaskreytingar, eins og ég geri eða hjá húsaarkitektum. Það er næstum eingöngu tóm. situndagamian að teikna hú-s- gögn og gera líkön af þeim, en það er dýrt tómstundagam- an, sagði Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt að lokum. — Þorri. Gamla kompaníið Framhald af 9. síðu Eftir spjallið lítum við aðeins í kringum okkur í sölum „kompanísms“ og skoðum hin mismunandi stig framleiðslunn- ar. í kjallaraum er hurðafram- leiðslan í fullum gangi, en á næstu hæð er m.a. maður að leggja síðustu hönd á þiljur, sem á að setja upp í nýju i blaðaprentsmiðjunni. Á sömu I hæð er verið að sétja saman ýmisskonar innréttingar, og við stóra sög stendur svartskeggj- aður maður og bútár niður efni í hina landsþekktu RR hvíldar- stóla. Að lokum skiijum við við Ágúst þar sem skrifborð og skrifborðsstólar bíða eftir því að komast á skrifstofur ein- hversstaðar úti í bte. — Þcrri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.