Þjóðviljinn - 05.05.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 05.05.1972, Side 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föetudaigur 5. mai 1972. i rr •2 LrJ I ! * I I ! I I I * i I I I i Spjallað við Matthías Hallgrímsson nýkominn heim frá Englandi „Það tók þá mánuð að venja mig af sífeUum einleik " — Það ták þá mán- uð að venja mig af þessum sífellda einleik og „pati“, sem ég hafði vanið mig á hér heima í gegnum árin“, sagði Maíthías Hallgríms- son hinn kunni knatt- spymumaður ÍA og landsliðsins, er við röbbuðum við hann í gær. Matthías kom heim um síðustu helgi éftir vetrar langa dvöl í Englandi þar sem hann stundaði æfing- ar allan tímann, og er nú byrjaður æfingar með ÍA af fullusa krafti. — Ég hef aidrei áður æjft eins vel og í vetur og ég tel mig vera núna í eins góðri æfingu og ég framast get komizt í. — Eru æfingar frábrugðnar því sem þú hefur kynnst hér heima hjá atvinnumönnunum? — Já þetta er allt annað. Við æfðum tvisvar á dag oftast nær og svo eru æfingarnar bæði erf- iðari og að flestu leyti ólíkar því sem maður átti að venjast. Þeir leggja mjög mikla áherzlu á stutta spretti. Þetta 10 metra sprecti og þar um líkt. Hér heima hefur verið lögð áherzla á lengri spretti, en þjálfarinn spurði mig einu sinni að því, hvenær menn tækju mikið lengri spretti en 10—15 m. og það var erfitt að svara því. Þá leggja þeir mjög mikla áherzlu á snerpuna. Ég finn eftil vill einna mestan mun á mér hvað henni viðkemur. — Er mikil áherzla lögð á þrekþjálfun? '— Já hún er stór liður í æfingunum. Þegar æft var tvisv- ar á dag, þá æfðum við fyrir hádegi eingöngu þrek í klukku- tíma, og svo var æft tvo tíma eftir hádegið og þá allar aðrar æfingar. — Hvernig þrekþjálfun leggja þeir áherzlu á? — Mest lyftingar allskonar og að sjálfsögðu mest lagt upp úr því að styrkja fæturna. Svo' eru allskonar leikfimiæfingar og fleira. — Ertu líkamlega sterkari en þegar þú fórst út? — Uss, það er ekki hægt að líkja því saman, ég er bæði sterkari og sneggri. En ég er ekkert fljótari á lengri spretri en þetta 10—15 m. en maður vinnur mikið forskot á snerp- unni. — Nú erm búinn að fara á æfingu hjá ÍA, hvernig lýst þér á liðið? — Alveg sérstaklega vel, það er í toppæfingu, hefur senni- lega sjaldan verið í beri æfingu. Og ég tók strax eftir hvað æf- ingarnar hjá Ríkharði eru líkar þeim æfingum, sem maður var með þarna úti. Hann hefur greinilega tekið upp allt það nýjasta sem nú er verið að æfa. Það eina sem er frábrugðið, er að hann er enn með Iengri sprettæfingar en við vorum með úti, og að öðru leyti eru æfing- arnar hjá honum mjög líkar þeim sem ég kynntist úti. — Er ekki mikill agi hjá ensku atvinnumönnunum við æfingar og leiki? — Jú, hann er gífurlegur. Það má kalla það algeran járnaga og menn komast ekki upp með neitt múður. Ég get sagt þér dæmi, að stundum voru æfing- ar þannig að maður mátti að- eins spyrna með vinstra fæti hvernig sem á stóð. Ef útaf þessu var brugðið, þá var dæmt á það og mönnum hegnt með því að hlaupa nokkra kílómetra. — Þú spilaðir eitthvað með Bornemouth í vetur? — Jú ég lék oft með vara- liði félagsins óg eins lék ég alltaf á sunnudögum með á- hugamannaliði. — Er ekki mikill munur að leika gegn atvinnumönnum eða áhugamönnum eins og hér' heima? — Jú hann er mikill. Það er mildu meiri harka í leik þeirra og það þarf ekki atvinnumenn til. Hjá áhugamönnunum ensku er mjög mikil harka, miklu meiri en hér hjá okkur. -— Tapa menn ekki því mjúka og netta í leik sínum við æfingar og leiki með Englend- ingum? Matthías Hallgrrímsson á hér í höfgi við franskan leikmann. Myndin er tekin í fyrrasumar. Það verður gaman að sjá Matthías leika eftir Englandsdvölina. — Það er nú hætt við því. Þeir tóku mig strax í gegn fyr- ir of mikinn einleik og það tók þá mánuð að ná því úr mér. Maður missir óneitanlega þetta fína í leik sínum, en mað- ur fær líka mjög margt í stað- inn sem er raunhæfara í leikn- um. Ég varð annaðhvort að hætta eða taka upp þessa hörku sem þeir æfa upp og valdi síð- ari kostinn mér til góðs alveg ótvírætt. — Hvað kom þér mest á ó- vart hjá þessiun atvinnumönn- um, sem þú kynntist þarna? — Það var nú flest sem kom manni á óvart, en það vakti sér- staka athygli mína hvernig þeir taka tapi og sigri. Það er lítil gleði við sigur og það er litla breytingu á þeim að sjá þótt þeir tapi Ieik. Þeir eru aðeins kannski sárir en ekkert meira. Þetta er nokkuð ólíkt þeim sveiflum sem eru hjá okkur. Mikil gleði við sigur og mikið ergelsi við tap. Hjá þeim er það helzt að merkja við tap, að það er æft stífara á eftir. Annars er þetta eftil vill vegna agans, sem ríkir meðal leikmannanna. — Og nú eru landsliðsæfing- ar framundan hjá þér er ekki svo? — Jú, ég hef verið valinn í landsliðsæfingar, en ég bað um að fá að hvíla mig í eina viku svo ég byrja sennilega ekki fyrr en eftir helgina næstu. — S.dór. ! UMSB 60 ára Umgmennasamband Borgar- fjarðar varð 60 ára 26. apríl s. I. í því tilefni var haldið samsœti í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. -4} Vaiur vann Viking 1:0 Valur sigraði Víking 1:0 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld. Markið skoraði Her- mann Gunnarsson. 2 mínúmm fyrir leikslok. Þar voru samankomnir 200 gestir. Sambandinu bárust margar góðar gjafir og kveðjur. Gjafir frá ÍSÍ, UMFÍ, aðildarfélögunum og Þórarni Magnússyni, sem um árabil var mótsstjóri á héraðsmót- um sambandsins. Hann færði sambandinu bikar, sem keppt verður um í frjálsum íþróttum. ★ Þá veitti sambandið í tilefni af afmælinu 10 gullmerki í viður- kenningarskyni innan þess. Þá kom út myndarlegt afmælisrit er Jón A. Guðmfundsson bóndi að Kolslæk í Hálsasveit ritstýrði. Íslandsglíman verður hái á sunnudaginn Forráðamenn UMSB eru hér á myndinni, sem er tekin á afmæl- ishófi sambandsins 26. apríi sl. Íslandsglíman 1972 sú 62 í röð- inni verður háð n. k. sunnudag 7. maí og hefst keppnin kl. 14.00 — Glímt verður í Leikfimisal Vogaskólans. Skráðir keppendur eru 10 frá 4 félögum og Héraðssamböndum. — Meðal keppenda eru flestir snjöllustu glímumenn Iandsins, svo sem Sveinn Guðmundsson Ármanni, Jón Unndórsson K.R., Sigurður Jónsson Víkverja og Ingi Yngvason H.S.Þ. Gísli Halldórsson forseti Í.S.f. setur mótið, en glímustjóri verð- ur Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi. Sveitagþíma íslands 1972 fer fram á tímabilinu 20. maí til 30. júní n. k. — Keppt er í fimm manna sveitum. — Þátttökutil- kynningar skal senda í pósthólf Glímusambands íslands nr. 997, Reykjavík fyrir 15. maí n. k. — Framhald á 9. síðu. f

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.