Þjóðviljinn - 01.09.1972, Side 6

Þjóðviljinn - 01.09.1972, Side 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1972 NOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðvit|am. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundaaon, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. VIÐ SIGRUM MF.fi ÞRAUTSEIGJUNNI Þegar islenzka landhelgin er færð út, eiga Islendingar stuðning frá meirihluta þjóða heimsins. Þannig eigum við beinan stuðning flestra Afríkurikja, flestra Suð- ur- og Mið-Ameríkuríkja. 1 hópi þessara þjóða eru til dæmis Kina og Kórea, Mexikó og jafnþýðingarmikið rikjabanda- lag og samtök Afríkuríkja — bandalag 40—50 rikja i álfunni. Þá eiga íslendingar eindreginn stuðning Finna og Færeyinga. Auk þeirra rikja sem þannig styðja út- færsluna i 50 milur beinlinis, munu fjöl- mörg riki veiðurkenna landhelgina i framkvæmd. Má þar nefna Danmörku, Noreg, Sviþjóð, Sovétrikin, Pólland og Austur-Þýzkaland. Bandarikjamenn og Kanada hafa svipaða afstöðu til land- helgismála og íslendingar. Aðeins tvær þjóðir mótmæla og virðast ætla að brjóta fiskveiðilögsöguna. Og að- eins eitt riki hótar beinum ofbeldisaðgerð- um. Þannig er ljóst, að meirihluti rikja heimsins er á okkar bandi i landhelgis- málinu. Mótmælaöskur brezka ljónsins er máttlaust og veikt i þeim stóra kór alþjóð- legs stuðnings, sem íslendingar eiga vis- an. Meðal annars vegna hins viðtæka stuðn- ings meðal þjóða heimsins munu íslend- ingar vinna sigur i landhelgismálinu. Til þess liggja — auk samstöðu annarra þýð- ingarmikilla þjóða — eftirfarandi ástæð- ur: 1. íslenzka þjóðin er samtaka. 2. íslenzka þjóðin er að tryggja verndun fiskistofnanna, og sú stefna á hljómgrunn i öllum rikjum, einnig i Bretlandi og Vest- ur-Þýzkalandi. 3. íslenzka þjóðin veit, að veður hamla veiðum á íslandsmiðum á vetrum, og tog- arar geta ekki stundað árangursrikar veiðár við ísland nema þeir geti leitað vars i veðrum. 4. íslendingar vita, að Bretar og Vestur- Þjóðverjar geta ekki stundað fiskveiðar með teljandi árangri undir vernd her- skipa. Landhelgisgæzlan islenzka mun sjá til þess, að togarar sem brjóta fiskveiði- lögsöguna verði truflaðir svo við veið- arnar, að sjómenn á togurunum hljóta að gefast upp áður en langt um liður. Við erum ekki i striði. Við eigum i deilu. Við munum beita öllum ráðum til að verja landhelgi okkar — en ekki byssum, né öðrum vopnum. Við vitum að slikt ber engan árangur. Styrkur okkar liggur i vopnleysinu. Við munum smátt og smátt þreyta Breta og Vestur-Þjóðverja svo, að þeir gefast upp og snauta út fyrir land- helgismörkin nýju við ísland. Það verður okkur ekkert kappsmál að hertaka lög- brjótana — það er okkur kappsmál að beita þeirri hernaðarlist sem mestan ár- angur getur veitt okkur með tilliti til lengri tima markmiða. Við eigum ekki að vera bráðlátir — við sigrum með þraut- seigjunni. SÓKNIN ÞARF AÐ MINNKA UM HELMING Þegar Islendingar færa út landhelgi sina liggja til þess margar ástæður sem ekki er þörf á að rifja upp i heild. Höfuð- ástæðan er þó sú, að þorskstofnarnir um hverfis landið eru ofnýttir eða fullnýttir þannig, að fiskifræðingar telja að draga verði úr sókninni i fiskinn umhverfis ísland um helming — um 50 % — til þess að stofnarnir fái tækifæri til þess að rétta við. Hér er sérstaklega átt við þorskstofn- ana. Verði ekki aðgert er hætt við að sömu örlög bíði þorskveiðanna og sildarinnar forðum. Slikt hrun þolir islenzkt efnahags- lif ekki, og þess vegna verður að færa út landhelgina og friða fiskistofnana. 50% minnkun sóknarinnar á íslandsmið jafngildir þvi, að helmingur þeirra skipa sem verið hafa á íslandsmiðum verði látin fara af miðunum. Og þannig vill einmitt til að útlendingar hafa veitt helming þess afla, sem fengizt hefur við ísland af þorski. Það að visa erlendum skipum út úr 50 milna landhelginni er þvi nákvæm- lega i samræmi við álit kunnustu fiskifræðinga. Þar er ekki aðeins um að ræða islenzka visindamenn heldur og vis- indamenn frá fjölmörgum öðrum þjóðum, meðal annars i Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi. Ágr einin gurinn hefur verið yfirunninn og er sigurviss Þegar landhelgin varð 50 mílur umhverfis is- land frá miðnætti siðast- liðnum, hafði langur að- dragandi átt sér stað. Aðdragandann má rekja allt aftur til setningar landgrunnslaganna 1948, en siðan hefur útfærsla landhelginnar verið byggð á þeim lögum. * Landhelgin var fyrst færð út 1951 og þá i 4 milur. Þegar iandhelgin var þá færð út, höfðu Norðmenn áður unnið sigur i sinni landhelgisdeilu, og fóru tslendingar i fótspor þeirra, en margir töldu þó, að gengið hefði verið skemmra við ákvörðun grunnlina en efni stóðu til. Næsti áfangi i landhelgis- málinu var 1958, þegar land- helgin var færð út i 12 milur. Veruleg átök áttu sér stað um útfærsluna þá, en þrátt fyrir margar tilraunir innlendra aðila sem erlendra til að koma i veg fyrir útfærsluna. var landhelgin færð i 12 milur 1. september 1958. í kjölfar út- færslunnar þá kom til átaka við Breta, sem einir þjóða véfengdu rétt lslendinga til einhliða útfærslu. Þeim átök- um lauk með sigri Islendinga. Hins vegar var — er ný rikis- stjórn hafði tekið við — horfið frá þeirri eindregnu stefnu sem þjóðin hafði fylkt sér um i átökunum við Breta. og gerð- ur samningur við yfirgangs- mennina, sannkallaður óheillasamningur um að Is- lendingar skyldu þvi aðeins færa út landhelgi sina, að svo- kallaður Alþjóðadómstóll samþykkti. Þessi samningur olli verulegum ágreiningi á fs- landi, og stjórnarandstaðan lýsti hann markleysu eina. 1 samræmi við þá yfirlýsingu var afstaða rikisstjórnarinnar sem mynduð var úr fyrrver- andi stjórnarandstöðuflokkum i fyrrasumar. Áður en sú rikisstjórn var mynduð, var uppi ágreiningur i landhelgis- málinu milli stjórnar- og stjórnarandstööu. Sá ágrein- ingur snerist um eftirfarandi meginatriði: 1. Talsmenn viðreisnar- flokkanna voru andvigir út- færslu strax 1. september 1972, vegna þess að þeir töldu að rétt væri að biða með útfærsluna eftir Haf- réttarráðstefnu Sameinuöu þjóðanna. Það var einkum fyrrverandi utanrikisráð- herra, sem hélt þessari skoðun fram. Reynslan hef- ur nú sýnt, hversu fráleitt það hefði verið að ákveöa að biða eftir Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna — og óvist raunar hvort nokkur slik ráðstefna verð- ur haldin — en tslendingum liggur lifið á að tryggja skynsamlega hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið, draga úr sókn á þau og koma i veg fyrir ofveiði. 2. Ennfremur töldu ýmsir úrtölumenn, að nauðsynlegt væri að leggja málið fyrir úrskurð Alþjóðadómstólsins og að likur væru á, að niður- staða hans yrði hagstæð Is- lendingum. Þessari stefnu var hafnað með samhljóða samþykkt alþingis 15. febrúar s.l. og þar meö var lýst yfir að Island væri ekki lengur bundið af ákvörðun- um þessa dómstóls. Einnig i þessu máli hefur reynslan kveöið upp sinn úrskurð sem ekki verður áfrýjaö, og enginn Islendingur vildi i dag afhenda Alþjóðadóm- stólnum i Haag úrskurðar- vald yfir lifsgrundvelli þjóð- arinnar, fiskimiðunum. 3. Þegar þessar mótbárur gegn einhliða útfærslu 1. september 1972 biðu ósigur og fyrri rikisstjórn féll i al- mennum kosningum i fyrra- sumar, tók ný rikisstjórn aö framkvæma þá stefnu, sem sigur vann i kosningunum. Þegar þaö var ljóst og hlut- verkaskipti voru orðin á Alþingi tóku sömu aðilar og höfðu lagt til að beðið yrði eftir hafréttarráðstefnu eða úrskurði dómstóls að boða þá kenningu, að nú yrðu ts- lendingar aö lýsa yfir lög- sögu yfir öllu landgrunninu, ekki aðeins yfir 50 milum. 4. Þetta var þriðja mót- báran. En hvað er land- grunn? Landgrunn hefur ekki verið skilgreint. Marg- ar þjóðir miða við 200 metra dýptarlinu, aðrar miða við 400 metra dýptarlinu, enn aðrar miða við 600 metra, sumar vilja 1000 metra. Það hefði auðvitað verið fráleitt að fara að festa tslendinga i einhverja þessara talna. 5. Enn heyrðust þær radd- ir að íslendingar ættu að- eins að stefna að þvi að friða ákveöin svæði utan 12 miln- anna fyrir islenzkum skip- um einum, þvi við gátum að sjálfsögðu ekki náð til er- lendra skipa nema með þvi að lýsa yfir lögsögu okkar. Þetta atriði féll þvi strax um sjálft sig. 6. Siöasta atriöiö sem nokkrum ágreiningi olli var það, að nokkrir talsmenn gömlu viðreisnarflokkanna vildu ekki lýsa þvi yfir tafarlaust, að samningurinn frá 1961 væri úr gildi fallinn. Þessir samningar hafa ver- ið helzta haldreipi Breta til þessa, og samkvæmt þeim átti að stööva útfærslu land- helginnar 1. september. Nú eru væntanlega allir sam- mála um, að rétt hafi veriö að segja samningunum upp. — Reynslan hefur þvi sýnt, aö réttar ákvarðanir hafa verið teknar, og nú standa allir landsmenn ein- huga um kjarna málsins. Reglugerö hefur veriö und- irrituö, og á grundvelli hennar er landhelgin færö út i dag, 1. september. — SV.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.