Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 1

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 1
Kjartan ólafsson. Nýr ritstjóri Frá deginum i dag tekur til starfa nýr ritstjóri við Þjóð- viljann. Er það Kjartan Olafs- son. Kjartan er 39 ára gamall. Hann var framkvæmdastjóri Samtaka hernámsandstæð- inga 1960-1962 og fram- kvæmdastjóri Sameiningar- flokks alþýðu —- Sósíalista- flokksins 1962-1968. Siðan 1969 hefur Kjartan starfað fyrir Alþýðubandalagiö og Þjóðvilj- ann. Mánudagsmynd Háskólabiós „ Það er frönsk mynd, „Sorg i hjarta” (Le souffle au coeur), sem Háskólabió mun sýna næstu mánudágskvöld. Mynd þessi, sem náði miklum vinsældum í Frakk- landi og raunar viðar, fjallar um 15 ára dreng, sem gerir uppreisn gegn föður sinum og þvi yfirstéttarumhverfi, sem hann hefur alizt upp i. A hinn Frh. á bls. 15 Ragnar Arnalds formað- ur Alþýðubandalagsins, var staddur nú fyrir helg- ina í Danmörku/ en hann er á leiðinni til Chile i Suður- Ameríku, þar sem hann mun dveljast í 10 daga. Ragnar kemur heim aftur í þingbyrjun. Þjóðviljinn átti tal við Ragnar í síma á föstudag og bað hann að segja les- endum blaðsins hvaða áhrifum hann yrði fyrir í Ragnar Arnalds greinir frá undirbúningi dönsku kosninganna og áhrifunum frá Noregi ósvífnar aðferðir til að hafa áhrif á kjósendur Danmörku þessa síðustu daga fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um aðild að Efnahagsbanda laginu. Ragnari sagðist svo frá: Ef svo fer, að Danir kjósa á mánudaginn að hætta viö þátt- töku i Efnahagsbandalagi Evrópu, þá er þáð fyrst og fremst vegna þess aö þeir vilja ekki loka dyrunum fyrir nánari norrænni samvinnu. Enginn vafi er á þvi,að neitun norsku þjóðarinnar um seinustu helgi hefur haft feikna áhrif i Danmörku, en miklu erfiðara er að átta sig á þvi, hvort hún dugar til að veita andstæðingum aðild- ar meirihluta. Norræn samvinna og samheldni er hærra skrifað i Danmörku en flestar aðrar hug- sjónir, og nú finnst æði mörgum 3 landgönguliðar úrskurðaðir í gæzluvarðhald I fyrrakvöld úrskurðaði lögreglustjórinn á Kefla- vikurf lugvelli þrjá land- gönguliða úr bandaríska flotanum í gæzluvarðhald út af meintri árás þeirra á 18 ára gamlan pilt úr Njarðvíkum. Réðust þeir á piltinn fyrir utan Viking Service Club og slapp hann naumlega frá þeim átökum inn i leigubil þar skammt frá. Þar átti að ganga enn að piltinum og berja hann. Snerist þá leigubil- stjórinn á móti og lögðu þá hinar útskrifuðu bardagahetjurá flótta. Stöðugar yfirheyrslur hafa ver iðyfir bandarisku hermönnunum. Hófust þær kl. 14 á fimmtudag og lauk i fyrrakvöld. Voru þá hermennirnir úrskurðaðir i varð- hald. Atburður þessi skeði kl. 22 á laugardagskvöld. Hefur verið tekin skýrsla af piltinum, en hann vinnur á Vellinum. Þá gaf leigu- bilstjórinn þegar skýrslu á mánu- dag til lögreglunnar. D?num — með réttu — að þeir séu að kljúfa sig og einangra frá öðr- um Norðurlandarikjum og gera litið með þá röksemd sem nú er ákaft hampað af stuðningsmönn- um aðildar, að Danmörk eigi að vera norrænn ambassabor innan Efnahagsbandalagsins og gæta þar hagsmuna annarra Norður landarikja. En þrýstingurinn á danska kjósendur til að segja JA er mjög magnaður og aðferðirnar, sem notaðar eru, oft stórkostlega ósvifnar. Forsætisráðherrann Jens Otto Krag og bankastjóri þjóðbankans hafa lýst yfir þvi að verulegri gengisfellingu jafnvel 20—25%, verði skellt á, segi þjóðin NEI á mánudaginn kemur. Slik yfirlýs- ing á sér áreiðanlega fáar hlið- stæður, enda hefur nú orðið að stöðva alla gjaldeyrissölu i Dan- mörku fram yfir helgi til að koma i veg fyrir brask. „Tilhugsunin um 25% gengis- fellingu hefur mikil áhrif á dansk- ar húsmæður”, sagði formaður danska fhaldsflokksins fyrir fáum dögum, og vafalaust er það rétt. Þó eru"þeir feiknamargir sem for dæma þetta grófa áróðursbragð. Það er ekki aöeins að allir borg- araflokkarnir og jafnaðarmenn og svo til öll pressan i Danmörku hamist nú við að knýja Dani inn i Efnahagsbandalagið. Sicco Mansholt, hoiienzki sósialdemó- kratinn sem er formaður fram- kvæmdanefndar EBE, hefur komið hér fram i sjónvarpi og hótað öllu illu.Bghef séð þau um- mæli hans tvitekin i hinum áhrifamikla fjölmiðli að Danir gætu ekki vænzt þess aö fá við- skiptasamning viö bandalagiö Frh. á bls. 15 Á opnu blaðsins í dag er birt viðtal við Jóhannes Kjarval, sem nú leggur slund á arkitektúr. Jóhannes Kjarval (Sveinsson Jóhannessonar) segir i viðtalinu frá athugun- um sínum á bárujárns- húsum á (slandi og hugmyndum sínum um hafsafn. Birt er á 4. og 5. síðu ýtarlegt viðtal við Eðvarð Sigurðsson um kaupmátt launa, um ASÍ-þing og fleira. Til lesenda Eins og fram kom i blaðinu i gær lætur Siguröur Guö- mundsson ritstjóri af störfum við Þjóöviljann um þessi mán- aðamót. Fyrir hönd Útgáfufé- lags Þjóöviljans þakka ég honum mikil og farsæl störf á ritstjórn blaösins, störf, sem hann hefur unnið af einstakri trúmennsku við blaöið og þann málstaö, sem það er helgaö. Þessum þakkarorðum fylgja einlægar óskir um batnandi heilsu og langa lifdaga til að vinna að þeim hugöarefnum, sem svo lengi hafa þurft aö biða i önn dagsins. A sama hátt býð ég Kjartan Olafston ritstjóra velkominn til starfa og bind miklar vonir við starf hans, á þessum vett- vangi, fyrir þá þjóömála- hreyfingu, sem hann hefur unnið fyrir I áratug. Þegar Magnús Kjartansson tók við ráðherrastörfum fyrir rúmlega einu ári, var Þjóðviljanum mikill vandi á höndum. A þvi timabili, sem siðan er liðið hefur Svavar Gestsson gengt þvi erfiða verkefni aö vera eini starfandi ritstjóri Þjóðviljans, vegna langvar- andi veikinda Sigurðar Guð- mundssonar, og verið jafn- framt fréttastjóri siöustu mánuöina. Við timamót viljum viö þakka Svavari Gestssyni og öðru starfsliði Þjóðviljans fyr- ir vel unnin verk við mjög erf- iðar aðstæður. Viö Þjóðviljann hefur ekki verið gengiö til starfa til þess ,,að alheimta daglaun að kveldi” heldur af óeigingirni og áhuga á þvi sameiginlega verkefni að koma blaðinu út frá degi til dags. Von okkar er sú, að með nýj- um auknum starfskröftum, bættri starfsaðstöðu og nýrri tækni veröi störfin léttari, blaðið fjölbreyttara fréttablað og beittara vopn i hagsmuna- baráttu alþýðunnar. Ólafur Jónsson form aður Otgáfufélags Þjóöviljans Fyrsti áfangi heimavistar MÍ tilbúinn N.k. laugardag verður Mennta- skólinn á Isafiröi settur. Verða um 130 nemendur i 1. - 3. bekk i vetur, en vegna ónógs húsnæðis i bænum varð að visa frá 10 nýjum nemendum. Nú verður tekin i notkun ný heimavist sem hýsir um 50 nemendur. Auk þess eru ibúðir fyrir kennara og vistarvörð. Er þetta fyrsti áfangi af þremur, en fullgert mun heimavistarhúsið hýsa 150 nemendur. Fjórir nýir kennarar hafa verið ráðnir við skólann.og eru fastir kennarar þá 6 auk stundakenn- ara. 1 haust tekur skólinn upp sam- vinnu við Iðnskóla ísafjarðar að halda uppi að nokkru leyti kennslu fyrir undirbúningsdeild tækniskóla og raungreinadeild tækniskóla, Sem Alþingi veitti heimild til á sl. vori að yröi haldið uppi á ísafirði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.