Þjóðviljinn - 01.10.1972, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. október 1972. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALiSMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Óiafsson Svavar Gestsson <áb.) Auglýsingastjóri: Hcimir Ingimarsson Ititstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. UFSHAGSMUMR BANNA UNDANLATSSEMI Nú er gert ráð fyrir þvi að senn hef jist einhverjar viðræður við Breta og Vestur- Þjóðverja um landhelgismálið. Ekki er fullljóst hvenær viðræðurnar hefjast —en i sambandi við þær er vert að minna á fáeinar meginstaðreyndir landhelgis- málsins. Þar er fyrst til að taka, að til þess er landhelgin færð úr 12 milum i 50, að íslendingar fái sjálfir framkvæmdavald og eftirlitsvald, að Islendingar hafi mögu- leika til þess að fylgjast með þvi að islenzkri lögsögu sé framfylgt. Þetta þýðir aftur á móti, að ekki er unnt að hugsa sér samningagerð við aðrar þjóðir á öðrum grundvelli en þeim sem hafður var við belgiska og færeyska linubátasamning- inn. Þar er um að ræða að alveg ákveðin skip fá heimild til þess að stunda hér fisk- veiðarhlutaársins, á takmörkuðum svæð- um. Með samningum sinum hafa Belgar og Færeyingar viðurkennt islenzku fisk- veiðilögsöguna, de facto. Nú er það engin sérvizka og enn siður einhver kommúnistiskur lærdómur að Bretum megi ekki veita aðrar ivilnanir en Belgum og Færeyingum. Lifsnauðsyn islenzku þjóðarinnar sniður öllum umsvifum okkar stakk og bannar alla undanlátssemi. Fiskaflinn hefur minnkað um 30% á fyrstu átta mánuðum þessa árs miðað við sama tima i hitteðfyrra. Ekkert bendir til þess að aflinn aukistá næsta ári, enda þótt sóknin yrði aukin að miklu marki. Fiskifræðingar hafa i skýrslu til Alþjóðlegu hafrannsóknarstofnunarinnar bent á, að allir þorskstofnar i Norður- Atlanzhafi séu ofnýttir og fullnýttir og enginn stofn sé svo sterkur i dag, að hann geti tryggt nægilega viðkomu til þess að viðhalda óbreyttri sókn. Hér er þvi ekki nema um eitt að velja: Friðun og skyn- samlega hagnýtingu fiskimiðanna. Og ís- lendingar vita af biturri reynslu -i sam- bandi við sildina — að ekki dugar að biða eftir neinu samkomulagi. Þess vegna verða Islendingar einir að hafa stjórn veiðanna i sinum höndum og það strax. 1 þessu sambandi er rétt að skoða aðra staðreynd: Vegna þess hversu þorskstofn- unum er komið verður að fækka erlendum veiðiskipum verulega. Togurum Breta hér við land verður að fækka mikið, komi til samkomulags. Ef ekki á sér stað slik fækkun togaraflotans á miðunum blasir við Islendingum útþurrkun þorskstofn- anna, og þar með er tilverugrundvöllur íslendinga úr sögunni. Allir landsmenn eru nú sammála þvi,að ekkert ,,1961” má endurtaka sig nú. Likið i lestinni má ekki brey tast i afturgöngu sem við ekki ráðum við. En þorri landsmanna er einnig sammála um það að ekki sé unnt að veita Bretum svonefndan umþóttunar- tima.nema gegn mjög ákveðnum skilyrð- um, sem hér hafa verið rakin. En ekki hefur allt verið talið enn. Ef Bretar hefðu hagað sér eins og siðuðu fólki sæmir og skipað togurum sinum að halda sig utan við 50 milurnar strax eftir 1. september — eins og Belgar — hefði mátt athuga samkomulag við þá á þeim grund- velli einum, sem fyrr getur um. Þá hefðu Islendingar athugað alla möguleika af fullri vinsemd. En mjög hefur þrengt um vinsemdina á siðustu vikum. Bretar hafa beitt ögrunaraðgerðum við Island. Þeir hafa verið að veiðum allt upp að 12 mil- unum. Þeir hafa reynt að sigla niður islenzka báta úti á miðunum. Þeir hafa haft hér innan 50 milnanna eftirlitsskip til þess að vernda veiðiþjófana. Og talsmenn brezku togaraútgerðarinnar hafa sifellt verið með hnútukast i garð íslendinga. Með framferði sinu hafa Bretar skaðað mjög aðstöðu sina á íslandi,og fjarri fer þvi að þeir hafi liðkað fyrir samkomulagi. Þvert á móti er nú fjöldinn allur af íslend- ingum þeirrar skoðunar að ekkert eigi að semja við Bretann. Og okkur liggur ekkert á. íslendingar þurfa ekkert að ana að samkomulagi við Bretann. Bretar eru i vanda staddir, ekki Islendingar. Nú leggst að islenzkur vetur, sem ásamt varðskipum okkar getur gjör- samlega hrakið Bretann af miðunum. Vörpuklippingarnar hafa reynzt vel við að stugga Bretum i burtu. Þeir flýja nú unn- vörpum ef vörpuklippunum er hótað. Þannig ber allt að sama brunni: Við höfum samningsaðstöðuna, Bretar hafa spillt fyrir sér, og lifshagsmunir okkar banna að gengið sé til samkomulags á öðrum grundvelli en þeim sem getur tryggt okkur sjálfum lif i okkar landi til frambúðar. Aðstoð ríkra þjóða við þróunarlönd Hernaðarútgjöld i fyrirrúmi: minnkaði mjög á s.l. áratug Hefur lækkað úr 0,52% í 0,34% Svo virðist sem hátíð- legar yfirlýsingar margra hinna ríkari þjóða um stór- aukinn stuðning við ríki þriðja heimsins séu skrum eitt. Sannleikurinn er, að á síðasta áratug hefur þessi stuðningur dregizt verulega saman miðað við þjóðar- Sjálfsagt eru þeir til sem finnst einn stærsti kostur- inn við að fljúga milli landa vera sá, að þá sé hægt að verzla ódýrt í tollfrjálsum verzlunum, ,,fríhöfnum" á flugvöllun- um. tekjur. Það kemur sjálf- sagt engum á óvart, að það eru stórveldin, og þá fyrst og fremst Bandarikin sem dregið hafa úr fjárhagsað- stoð sinni. Margar þjóðir höfðu sett sér það mark að verja 1% þjóðar- tekna eða 0.7% i beinum styrkjum Hinn mikli framvörður „við- skiptafrelsis” i Evrópu, Efna- hagsbandalagsins, hefur horn i siðu slikra verzlana og telur þær grafa undan markmiðum banda- lagsins. Stjórnarnefnd þess hefur þvi lagt til að allir möguleikar á tollfrjálsum kaupum við ferðalög milli aðildarlanda innbyrðis verði afnumdir við lok næsta árs. eða lánum til stuðnings van- þróðum rikjum, en á siðasta ára- tug hefur sáralitið miðað i áttina að þvi marki. Nú litur út fyrir að af 23 aðildarrikjum OECD (Efna- hags og framfarastofnun Evrópu) muni aðeins Sviþjóð og Noregur ná 0,7% markinu. Fram- lag þessara 23 rikja lækkaði hlut- fallslega á árunum milli 1960 og ’70, úr 0,52% i 0,34% af þjóðar- tekjum ef miðað er við beina styrki eða lán, og það er raunar óraunhæft aö telja privatfjár- festingu sem „aðstoð”, enda þótt „Frihafnir” skulu lagðar niður. Eins og kunnugt er felst aðal- hugsjón bandalagsins i þvi að auðmagn, vörur og vinnuafl hafi fullt ferðafrelsi milli landanna og tollar verði afnumdir. En „frihafnir” á flugvöllum eru tald- ar ógna „frelsi” bandalagsinfe, (Guardian). svo sé gert þegar talaö er um að þjóðir verji 1% þjóðartekna til að- stoðar við vanþróuð riki. Beinn stuðningur fyrrnefndra OECD-landa jókst tölulega á þessu timabili aðeins um 1,5 miljarð dollara. Til samanburðar má geta þess, að framlag þessara þjóða til hernaðarútgjalda jókst á sama tima um 39 miljarða dollara. — Af þessu er ljóst, að til vissra „þarfa” skortir ekki fjár- magn. Samkvæmt skýrslum OECD hafa nokkrar þjóðir, þrátt fyrir þá heildarlækkun, sem hér er getið, tekið alvarlega vilyrði sin um aukinn stuðning, og eftirtalin riki hafa þvi verulega aukið að- stoð sina: Ástralia, Kanada, Holland, Noregur, Sviþjóð og Sviss. Útlitið i þessum efnum á næstu árum er nokkuð óljóst. Banka- stjóri Alþjóðabankans, Robert Mc. Namara, hefur látið þau orð falla, að framlag iðnaðar- landanna samanlagt muni ekki ná nema 0.35% af þjóðartekjum þeirra á árinu 1975. Þess má geta i þessu sambandi, aö áætlað er að brúttóþjóðartekjur iðnaðar- iandanna vaxi um 50% á þessum áratug (’70-’80). Þau þyrftu þvi aðeins að verja sem svarar 1.5% þeirrar aukningar til aðstoðar við þróunarlöndin til þess að ná 0,7%- markinu. Mjög eru skiptar skoðanir um að hve miklum notum sú aðstoð komi, sem hér um ræðir. 1 þeim efnum virðist ástæða til nokkurrar svartsýni, þvi þess eru alltof mörg dæmi, að peningarnir hafi hafnað á skökkum stað. Bilið milli hinna fáu auðugu og hinna mörgu snauðu heldur stöðugt áfram að vaxa' i þessum löndum. Innbyrðis átök, menntnnar- skortur og skipulagsleysi á flest- um sviðum, — allt leiðir þetta til þess, aö efnahagsaðstoð við þessar þjóðir nýtist ekki sem skyldi. Sem dæmi um þetta má nefna, að árið 1968 vörðu þróunarlöndin 50% meira opin- beru fjármagni til hernaðarút- gjalda en til menntunarmála. Heimild: Metallarbetaren. gg- ÍTALI SÝNIR Á MOKKA 19 ára ltali, Claudio Pruneti, sýnir um þessar mundir 26 verk á Mokka. Myndirnar eru unnar i oliu og með fleiri aðferðum. Claudio hefur dvalið hér á landi ásamt eiginkonu i eina fjóra mánuði og hyggst dvelja hér ein tvö ár. Hannn nam við listaskóla i fæðingarbæ sinum, Flórens. Hætt að selja toll- frjálst á flugvöllum? Efnahagsbandalagið amast við því að fólk geti keypt vin, tóbak og munaðarvörur ódýrt á ferðalögum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.