Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 7
Sunnudagur 1. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Nýlega var sagt frá þvi hér i blaöinu, að Háskólabió ætti von á þrem myndum eftir Francois Truffaut: fyrstu mynd hans, „Ungum fióttamanni", „Disinni frá Mississippi" og „Villibarn- inu”. Þá vantar aðeins eina mynd, „Stolna kossa”, til þess að allar niyndir Truffauts fram til 1972 hafi komið hingað. Jules et Jim er kannski eftir- minnilegust allra. Á þessu ári var frumsýnd Truffaut - myndin „Gnsku stúlkurnar tvær og mcginlandið" eða „Anna og Muriel” eins og hún hefur vcrið nefnd, en það eru augljós tengsl miili hcnnar og Jules et Jim , þótt um tvö gjörólik verk sé að ræða. „Það er dularfullt og mjög óljóst hvað það er sem fær kvik- myndahöfund til þess að velja ákveðið efni öðrum fremur til að fást við, höfundurinn veit það kannski ekki sjálfur. Astæðan kemur ekki í ljós fyrr en eftir að myndatökunni er lokið og allt er komið á filmu sem rennur i gegn- um klippiborðið. Dag nokkurn árið 1955 keypti ég skáldsögu Henri-Pierre Roché, Jules et Jim. Bókin lá pökkuð inn i glæran pappir i haug útsölubóka i einni af bókabúðum Parisar. Titillinn lokkaði -mig. Jules et Jim. Það var fallegur hljómur i J- unum tveim. Þegar ég svo las á baksiðunni að þetta væri fyrsta skálds. 74 ára gamals manns vaknaði forvitni min fyrir alvöru. Ég heillaðist er ég las bókina og komst að þvi, að hún gæti ekki verið tilbúin saga, heldur fremur minningar fimm áratuga, óvenjulegt samspil skemmtileg- heita og lifspeki. Ég kýs sannar frásagnir, sögur sem menn hafa vegna vandamála vanræktra barna, en næsta mynd hans „Skjóttu píanistann”, brandara- glæpamynd, kemur svo eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Margbreytileikinn er rikjandi á öllum ferli Truffauts. Eini sam- felldi þráðurinn sem rakinn verð- ur eru hinar gamansömu myndir um Antoine Doinel frá barnæsku og til hjónabandsára, með Jean- Pierre Léaud i aðalhlutverkinu. Þessar myndir eru að meira eða minna leyti sjálfsævisaga Truffauts. Næst á eftir „Ensku stúlkunum” gerði Truffaut mynd er nefnist „Une belle fille comme Anna og Muriel, (Truffaut 1972). Kika Markhamog Stacey Tendeter, áður óþekktar ieikkonur, hafa hlotið framúrskarandi lof fyrir leik sinn i myndinni. ANNA OG MURIEL lifað, minningar. Ég elska fólk sem lýsir lifi sinu. Þrem árum siðar gaf Henri- Pierre Roché mér aðra sögu sina „Ensku stúlkurnar tvær og meginlandið”, en þá vorum við farnir að skrifast á. Og ég fann aftur i þessari söguviðkvæmar og skýrar persónulýsingar. Henri- Pierre Roché dó árið 1959, þegar ég vann að „Ungum flótta- manni”. Hann hafði leyft mér að kvikmynda Jules et Jim sem ég gerði tveim árum siðar. Jules et Jim er sagan um vinina tvo sem elska sömu konuna mik- inn hluta ævi sinnar. „Ensku stúlkurnar” fjallar um tvær systur sem unna sama manninum i um það bil 20 ár. Þetta er engin ástaleikjakvikmynd. A mynd- fletinum bak við söguna sem er stundum glaðvær, stundum sár- saukafull, syngjum við lifinu lof.” Truffaut fékk Jean Gruault til þess að skrifa handritið að Ensku stúlkunum” eins og að Jules og Jim, og myndirnar ger- ast á sama tima, eða i fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Ungur Fransmaður Claude að nafni (Jean-Pierre Léaud) heim- -sækir vinafólk móður sinnar i Wales. Á heimilinu eru tvær stúlkur, Anna og Muriel, mjög samrýmdar, en ólikar um flest. Anna er frjálsmannleg og létt- lynd, Muriel þunglynd og dálitið yfirspennt, gáfuð og ekki eins falleg og systir hennar. Anna dáir systur sina og vill allt fyrir hana gera. Henni og móður þeirra finnst Claude vera tilvalið mannsefni fyrir Muriel og gera allt til þess að koma þeim saman. Og eins og af hálfgerðri skyldu- rækni verður Claude ástfangin af Muriel. Móðirin stfar þeim i sundur til þess að skerpa ástina og eftir árs aðskilnað tilkynnir Claude að hann ætli að ganga að eiga Muriel. Onnu skýtur þá skyndilega upp i Paris. Hún og Claude fara saman til Sviss og elskast með ærslum. Anna ákveð- ur að segja Muriel frá sambandi hennar og Claude. Það verður mikið áfall fyrir Muriel og hún verður fárveik. Claude getur ekki horfzt i augu við Muriel og stúlkurnar fara báðar aftur til Englands. Anna nær sér fljótt i elskhuga, en deyr úr tæringu. Muriel kennir kristnifræði i barnaskóla, en að nokkrum árum liðnum tekur hún sér ferð á hend- ur til Frakklands i þeim eina til- gangi að hitta Claude og verða hans i fyrsta og siðasta sinn. Samfundir þeirra eru mjög ást- þrungnir og er þetta „djarfasta” ástaratriði allra mynda Truff- auts, ofsafengið og sársaukafullt. Claude til mikillar undrunar er Mauriel staðráðin i að yfirgefa hann strax aftur. Hún hefur svalað þrá sinni, varpað af sér fjötrum ástarinnar. Til þess að hún geti lifað áfram, verður ást hennar til Claude að deyja. Hún er nú viss um að geta lifað án hans, „eins og hægt er að lifa án fótar eða auga.” 15 árum siðar sýnist Claude óbreyttur, timinn og reynslan hafa ekki sett mark sitt á hann, og i lok myndarinnar gengur hann um garðana i Paris, þar sem hann gekk svo oft með önnu. Hann vonast jafnvel til þess að koma auga á dóttur Muriels. En hann rekst aðeins á sjálfan sig og finnst hann skyndilega vera orð- inn gamall. Þessi stutta lýsing á efni myndarinnar gefur i raun litla hugmynd um hana. Truffaut skýrir mjög nákvæmlega gerðir persónanna með næmri könnun á sálarlifi þeirra, sem yrði alltof langt að rekja hér án þess að hafa myndina I sjónmáli. Truffaut sneiðir meistaralega hjá allri til- finningasemi og væmni, áhorf- andinn fær oftast að sjá persón- urnar frá mun viðara sjónarhorni en þær sjálfar, og veit þvi oft á tiðum mun meira en þær. Þetta gerir Truffaut með myndatök- unni og stundum segir sögumaður hugsanir persónanna. Umhverfi myndarinnar er einstaklega fal - legt, annars vegar sérkennilegir sjávarklettar og iandslag i Wales og hins vegar nýtizku Parisar- borg með stórum görðum sinum og höggmyndum. Kvikmyndaferill Truffauts er anzi skemmtilegur. Með hverri mynd tekur hann i efnisvali stökk frá þeirri næstu á undan, þótt hann komi alltaf aftur og aftur að svipuðum stefjum. Með fyrstu mynd sinni „Ungum flðttamanni” skilur hann áhorfandann eftir áhyggjufullan moi” sem hann telur mjög i anda frjálsa stilsins sem hann notaði i „Skjóttu pianistann”. Nýja myndin er ósvikið grin og gráasta gaman um glæpakvendi nokkurt, sjóbissness hennar og ástarævin- týrii sem sagt: að efni til mjög ólik „Ensku stúlkunum”. Og þannig hefur Truffaut alltaf hagað verkefnum sinum. Eins og þegar hann valdi aö gera fram- tiðarfantasfuna „Fahrenheit 451” árið 1966 á eftir raunsæinu i „Silkihúö” (1964), sem fjallaði um ást miðaldra manns á ungri stúlku. Og aftur árið 1969; „Villi- barnið” er byggð á raunveruleg- um atburðum og fylgir i kjölfar ævintýramyndarinnar„Disin frá Mississippi”. Með þennan eigin- leika Truffauts i huga er ekki að undra þótt honum finnist mál til komið að ljúka núna sjálfsævi- sögulegum myndum um Antoine Doinel. Hann hefur bent á, að það myndi verða ómögulegt að halda þeim áfram án þess að gera Antoine þá að kvikmyndaleik- stjóra. Og það vill nú reyndar þannig til, að næsta mynd Truffauts, La nuit américaine fjallar einmitt um kvikmynda- gerö, þar sem Truffaut leikur leikstjórann og Léaud leikarann i kvikmyndinni innan kvik- myndarinnar. Þetta er engan veginn tengt persónunni Antoine, en leikstjórinn hlýtur auðvitað að bera einhver merki Truffauts sjálfs. „Það er óhjákvæmilegt”, segir Truffaut” en maður sér litiö af persónulegu lifi hans, heldur aðallega hæfni hans i starfi. Myndin hefst á fyrsta degi töku kvikmyndarinnar innan myndar- innar og henni lýkur á siðasta upptökudegi þegar samstarfs- hópurinn tvistrast. Heiti myndar- innar, La nuit américaine, er það sem við segjum á frönsku i stað enska hugtaksins Day-for-Night, sem þýðir, að næturatriði eru filmuð að degi til, en ákveðnar ljóssiur (filter) eru notaðar til þess að ná fram mismunandi birtu”. Þ.S. tók saman. Francois Truffaut leiðbeinir Jean-Pierre Léaud og Stacey Tendeter.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.