Þjóðviljinn - 01.10.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Side 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur I. október 1972. Rœtt við Jóhannes Kjarval um gömul bárujárnshús og hafsöjn Manninum er nauðsyn að vera í jákvœðu tilfinningalegu sambandi við umhverfi sitt Jóhannes Sveinsson Kjarval. i sumar urðu Reykvík- ingar varir við ungan skeggjaðan mann, er rölti um götur borgarinnar með myndavél í ól um hálsinn. Annað veifið mundaði hann vélina, beindi henni að gömlum húsum og smellti af. Nú er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, þótt teknar séu myndiraf íverustöðum ís- lendinga, og við fyrstu sýn virtist ekkert liklegra en hér væri á ferðinni einhver sporgöngumaður þeirra fjölmörgu ferðalanga, sem hafa myndfest islenzkt mannlif og látið myndirnar skreyta frásagnir sínar frá því fjarlæga landi íslandi. Við nánari athugun kom þó i Ijós, að hér var ekki á ferðinni neinn reisubóka- höfundur. Þetta var ís- lenzkur námsmaður, sem eyddi sumarfríinu í það að taka myndir af gömlum báru járnshúsum. Okkur varð brátt Ijóst, að þarna væri maður, sem gæti sagt frá ýmsu mark- verðu, og þegar í Ijós kom, að maðurinn varvið nám í byggingalist, jókst enn á- hugi okkar á því að taka hann tali. — llvar crt þú i námi, Jó- hannes? 1 Skotlandi, Ég stunda nám i byggingalist við Edinburgh College af Artj er á siðari hluta. — Er áhugi þinn á islenzkum bárujárnshúsum i einhverjum tengslum við námið? — Já. Ég fékk styrk frá skólan- um til að feröast um i sumar og undirbúa ritgerð um eitthvert byggingafræðilegt efni. Ég hef nokkuð frjálsar hendur með val á efni, og þvi þótti mér tilvalið að kynna mér byggingastil gömlu bárujárnshúsanna, þótt bárujárn sé sjaldgæft byggingarefni i Skot- landi og viðast hvar erlendis, nema sem þakklæðning. Báru- járnið hefur þó verið notað sem veggklæðning viðar en á tslandi, bæði i Færeyjum og á vestur- strönd Noregs, en á hvorugum þessara staða þróaðist jafn sér- stæður og skemmtilegur bygg- ingastill og hér. — Er þessi ritgerð þin um bárujárnshúsin þáttur i lokaprófi eða eitthvað þess háttar? — Neinei. Þetta er frekar litið verkefni. En ég er nýlega búinn að skila af mér mjög stóru verk- efni um hafsafn eða sædýrasafn. Reyndar er það verkefni á ýmsan hátt orsök þess, að ég er núna að vinna að ritgerð um bárujárns- húsin. Tii að mynda fékk ég ferðastyrkinn vegna þess, hve vel mér gekk með verkefnið um haf- safnið. — Geturðu sagt okkur eitthvað um þetta hafsafn? — Það hlýtur að vera. Mér skilst, að ég hafi ekki talað um annað undanfarna mánuði. t Edinborg er námi i bygginga- list þannig háttað, að á 4. námsári verða stúdentar að vinna að ein- hverju stóru verkefni. Þeir gera þá frumrannsóknir, kostnaðar- áætlun og annað þess háttar og skila siðan nákvæmum teikning- um af byggingu. Siðastliðinn vet- ur var að þvi komið, að minum árgangi yrði úthlutað verkefnum. Mér leizt ekki á neitt verkefn- anna, þótti þau um of miðuð við brezkar aðstæður. Þá vaknaði hjá mér sú hugmynd, að hafsafn væri alveg tilvalið verkefni. Reyndar get ég rakið upphaf þessarar hugmyndar allt til æskuáranna. Eins og gengur með stráka, átti ég ákveðna drauma um, hvað ég ætlaði að verða, þeg- ar ég yrði stór. Ég ætlaði að verða arkitekt. Einnig langaði mig óskaplega til að verða flugrikur. Nú, svo var þaö eitt sinn, er ég var i heimsókn hjá ömmu minni, Tove Kjarval, að hún ræddi um, hvað það væri undarlegt, að á ts- landi, þar sem allt mannlif grundvallaðist á fiski, væri ekki til neitt hafsafn. Að lokum tók hún af mér loforð um, að ef ég yrði arkitekt teiknaði ég hafsafn, en ef ég yrði rikur, þá léti ég byggja slikt safn. Þegar nú kom að þvi, að ég fór að velta fyrir mér hugsanlegu prófverkefni, kom mér i hug þetta samtal okkar ömmu. Sá mikli áhugi sem nú er rikjandi um náttúruvernd og nýtingu auðiinda hafsins, hafa einnig haft áhrif á mig. Ég fékk þrjá Skota, sem eru með mér i námi, i lið með mér. Við gerðum siðan ýmsar forrann- sóknir og fengum þvi framgengt, að þetta verkefnaval okkar var viðurkennt af skólanum. — Þú taiár alltaf um hafsafn. Er cinhver munur á þvi og fiska- safni eða sædýrasafni? — Vissulega. Ég nota orðið hafsafn um miklu stærra og fjöl- þættara safn en venjulegt fiska- safn er. t venjulegu fiskasafni eða sædýrasafni sér maður oftast nær ekkert annað en fiskana eða dýrin i tönkum. Þessir tankar eru svo gjörólikir eðlilegu umhverfi fisk- anna, að ekki er unnt að fá neina hugmynd um neðansjávarvist- hverfi, og þar með gera menn sér enga grein fyrir þvi flókna sam- spili, sem rikir i vel samhæfðu dýra- og jurtariki neðansjávar, þótt þeir standi allan daginn og góni i gegnum gler á fiska i tönk- um, hvað þá að það geti orðið til að auka skilning þeirra á sam- skiptum mannsins við hafið. Ég vil taka það fram, að með þessum orðum er ég á engan hátt að sneiða að Sædýrasafninu sunn- an Hafnarfjarðar. Það var vissu- lega lofsvert framtak, að setja upp fiskasýningu og gefa almenn- ingi kost á að sjá helztu fiskteg- undir, sem eru hér við strendur landsins; en það sýnir ef til vill bezt, hvað mikið vantar á, að það safn geti orðið að hafsafni, að nauðsynlegt er að sýna apa i búri til að fjárhagslegur rekstrar- grundvöllur fáist fyrir safnið. — Geturðu gefið okkur ein- hverja hugmynd um, hvernig þú skipulagðir hafsafnið á teikni- borðinu, svo að það kæmi mönn- um i nána snertingu við lifheim hafsins? — Stærð safnsins var að sjálf- sögðu miðuð við skozkar aðstæð- ur, þannig að allt var það stærra i sniðum en hugsanlegt safn hér á landi getur nokkurn tima orðið. Heildarskipulagið er þannig, að á hringferö sinni um safnið eiga sýningargestir að geta fengið I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.