Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Page 11
Sunnudagur 1. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 Sigurður Jónsson: „Búuni við í réttarríki?” Þjóðviljinn greindi i vetur frá máli Litlu bilaleigunnar gagnvart Bifreiöaeftirliti rikisins fyrir ólög- lega skráningu á bilnum og gagn- vart Heklu h/f vegna of hárra vaxta af láni. Engin svör hafa borizt við þessum skrifum Þjóð- viljans, þó að hér virðist vera um augljós lögbrot að ræða. Þess vegna snéri blaðið sér til Litlu bilaleigunnar og innti frétta. Fyrir svörum varð Sigurður Jónsson eigandi Litlu bilaleig- unnar. Hann sagði að á liðnum mánuðum hefðu margir komið að máli við sig og spurt hins sama, en þvi miður yrði það að játast að litiö hefði miðað i rétta átt. Þjóðviljinn greindi upphaflega frá máli þessu sunnudaginn 12. marz 1972 á forsiðu, svo að ekki hefði þaö átt að fara fram hjá réttum yfirvöldum. 1 nefndri for- siðugrein er sagt frá þvi, að Þjóð- viljinn hafi lagt málið fyrir full- trúa lögreglustjóra og að hann hafi lýst þvi yfir að þarna hafi verið framkvæmt brot á lögum um skráningu bifreiða. Nú skyldi maður ætla, að þegar þessi yfir- lýsing fulltrúans lá fyrir og þar sem Þjóðviljinn greindi frá þvi, að öll bréf varðandi þetta mál hefði blaðið undir höndum. þá hefðu yfirvöldin átt að gefa þvi gaum, að hér var ekki verið að fara með neitt fleipur, og hefjast handa við að kippa málinu i lag. En ekkert hefur gerzt af þess hálfu og stendur allt við það sama i dag. Þá gerist það næst i málinu 19. marz 1972, að Þjóðviljinn birti rammagrein á forsiðu, þar sem þvi er haldið fram, að Hekla h/f hafi ætlað að taka 12% vexti af láni til Litlu bilaleigunnar og væri sú staðfesting tekin úr bréfi, sem hæstarréttarlögmaður Guðlaugur Einarsson ritaði Þjóðviljanum varðandi þetta mál. Hinn 21. marz 1972 birti Þjóðviljinn at- AC kveikir orku SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 hugasemd frá Heklu h/f, þar sem þvi er haldið fram, að um mis- hermi hafi verið að ræða varð- andi 12% vexti. Sterklegar var nú ekki tekið til orða og skil ég það mæta vel. Eftir aö Þjóðviljinn birti bréf lögfræðingsins misstu Heklumenn málið. 29. marz 1972 birtist á niundu siðu i Þjóðviljanum með stóru letri bréf Heklu h/f til Bifreiða- eftirlits rikisins og var fyrirsögn- in ,,Með fyrirfram þökk fyrir skjóta afgreiðslu”. Asamt þessu bréfi birti Þjóðviljinn bréf Guð- laugs Einarssonar hæstaréttar- lögmanns, til blaðsins varðandi þetta mál, þar sem hann staðfest- ir það, að Hekla h/f hafi ætlað að taka 12% vexti af umræddu láni. Þó svo að allt þetta liggi fyrir, hafa yfirvöldin ekki séð ástæðu til aðgerða. 1 Lesbók Morgunblaðsins 28. mai 1972 birtist frásögn byggð á dómskjölum og rætt við þann er i hlut átti. Fyrirsögn greinarinnar var „Harmsaga húsbyggjanda” skráð af Gisla Sigurðssyni. Þar er að finna ljóta lýsingu á viðskipt- um húsbyggjanda við ýmsa aðila. 1 niðurlagi þeirrar frásagnar stendur eftirfarandi: ,,En okkur hjónunum þykir eitt þó miklu verst, miklu verra en vinnusvik, óþægindi og fjárútlát og það er, að i gegnum þetta málaþras hefur vaknað hjá okkur efi um það að við búum i réttarriki”. Á siðustu dögum hefur sú spurning einnig vaknað hjá mér; búum við i rétt- arriki? Ég kynntist Sigfúsi heitnum Bjarnasyni forstjóra Heklu h/f siðustu árin sem hann lifði og þekkti ég hann af góðu einu og drengskap. Þess vegna kæmi mér það ekki á óvart, ef hann gæti ris- ið upp úr gröfinni og gengið inn i fyrirtækið i dag, að hann hirti syni sfna duglega og aðra framá- menn i Heklu h/f. Hér með er skoraö á framá- menn Heklu h/f að svara bréfi Guðlaugs Einarssonar, hæsta- réttarlögmanns,sem fyrr er visað til og birtist i Þjóðviljanum 29. marz 1972. c3 Frá sparibauk til spariláns Reglusemi í viðskiptum hefur jafnan verið leiðin til trausts og álits. Þeir sem temja sér reglusemi í bankaviðskiptum, njóta því trausts "bankan's umfram aðra. Landsbankinn hefur þess vegna stofnað nýjan flokk sparisjóðsbóka, sem tengdur er rétti til lántöku. Með þessu verða banka- viðskipti þeirra, sem temja sér reglubundinn sparnað, hjá Landsbankanum, auð- veldari en nokkru sinni fyrr. Sparilán er nýr þáttur í þjónustu Landsbankans. Nú geta viðskiptamenn hans safnað sparifé eftir ákveðnum reglum. Jafnframt öðlast þeir'rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar á þarf að halda. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskipta- vinar hans. Reglulegur sparnaður og reglusemi í. viðskiptum eru einu skilyrðin. Þér ákveðið hve mikið þér viljið spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma getið þér tekið út innstæð- una, ásamt vöxtum, og feng- fengið Sparilán til viðbótar. Banki allra landsmanna Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Látið sparibaukinn og sparisjóðsbókina, sem tengd er rétti til lántöku tryggja fjárhag fjölskyld- unnar. Búið í haginn fyrir nauðsynleg útgjöld síðar meir. Verið viðbúin óvæntum útgjöldum. Kynnið yöur þjónustu Landsbankans. Biðjið bank- ann um bæklinginn um Sparilán.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.