Þjóðviljinn - 05.10.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.10.1972, Síða 5
Finimtudagur 5. október 1972, ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Yið höfum afhent Bretum Halann Samhliða útfærslu landhelginnar á að friða uppeldisstöðvamar fyrir okkar eigin skipum Það var snemma i landhelgisstriðinu, að við rölt- um einu sinni á sunnudegi fyrir hádegi vestur i bæ og vissum ekki fyrri til en við vorum komnir inn i stofu til Vigfúsar Guðmundssonar. Einhvern veginn höfð- um við haft hugboð um að húsbóndinn væri heima, og það reyndist rétt vera. Hann sat makráður i stól með dagblað i annarri hendi og kaffibolla i hinni og gerði athugasemdir við þjóðmálin, en prestur norðan úr landi fór með eitthvað gott i útvarpinu á bak við hann. „Heyrðu kona, það er kominn gestur! Komdu með kaffi handa honum, svo að hann sé ekki þurr- brjósta frekar en ég”. Yfir ilmandi kaffi röbbuðum við saman um hitt og þetta sem hér verður ekki fest á blað, en vikum meðal annars talinu að togaralifinu og landhelginni. — t>ú ert i landi núna, Vigfús, spyrju.n við. — Ég er ekkert i landi, ég er alltaf á sjónum maður. Nema hvað þeir þurftu ekkert á mér að halda núna i siglingunni. En ég get ekki sagt það um sjálfan mig, að ég sé sjómaður að hugsjón ; ég meina svona sálfræðilega. Ég fór bara einn túr, en er búinn að vera i honum hartnær 10 ár. Hitt er svo annað mál, að ég hef minar hug- sjónir um það að við þurfum að eiga okkar fiskimið. Fiskveiöar og atkvæöaveiöa r. — Þú ert sem sagt með á þvi, að það hafi verið nauðsynlegt að færa út landhelgina? — Já, undan þvi varð ekki komizt. En i þvi sambandi skal ég segja þér, að það er ekkert gam- an að standa i þeim þrældómi að moka út af dekkinu ungviðinu, þvi sem á að standa undir framtið- inni. Það er ekkert um það að ræða, ef við ætlum að friða land; grunnið fyrir útlendingum, þá verðum við einnig að friða upp- eldisstöðvarnar fyrir okkar eigin skipum. Sé ekki um þessa vernd- un og friðun hugsað, verður ekki lengi hægt að lifa á fiskveiðum, hér i Norður-Atlanzhafi. — Þú tekur svona djúpt i ár- inni? — Ég geri það, þvi ég hef séð sitt af hverju á liðnum árum — og heyrt, maður veit hvernig talað er á miðunum. Það á ekki aö láta hagsmunastreitu eða atkvæða- veiðar vissra flokka stjórna þvi, að við göngum i ungfiskinn á upp- eldisstövunum. En ef við stöndum okkur þarna eins og menn núna eftir útfærsluna, þá mundi það tryggja okkur bakstuðning i baráttunni. Menn mundu sjá, að okkur er alvara með friðunina, og við erum að gera eitthvað af viti. Þaö þarf að friða fyrir Suðausturlandi. — Þú ert sjálfsagt með einhver sérstök mið i huga? — Auðvitaðerég það. Ég tel að það þurfi að friða svæðin hérna vestan frá Ingólfshöfða og austur fyrir Hvalbak fyrir öllumtog- veiðum. Það dugar ekkert minna. Það veit hver einasti maður sem eitthvað hefur lesið og fylgzt með — eða fermzt — að friðun Faxaflóa á sinum tima var mikið framfaraspor; ég vil segja i okkar sjálfstæðisbaráttu. — Er það þarna fyrir Suð- austurlandi sem harðast er geng- ið að ungfiskinum? — Vitanlega. Þarna er okkar togarafloti, svo litill sem hann er orðinn, og má toga upp að 4 mil- um hluta úr árinu. En svo geta allir bátarnir — kannski 300 — vaðið uppað3milum, þér að segja fara þeir oft miklu nær landi og verða þar ósýnilegir guði og mönnum, en við skulum ekki hafa hátt um það. Svo eru nýju skut- byggðu skipin, eins og Tindarnir, sem eru keyptir inn sem 500 tonna skip, en mældir niður i 300 og geta verið eins og bátar allt árið. Okkur togaraköllunum finnst þetta sárgrætilegt, og það er eng- in hætta á öðru en fiskurinn finni fyrir þvi. Ég skil ekkert i þvi, af hverju svona skip getur ekki tog- að á úthafinu eins og við. Af hverju er það sett i flokk með 70 tonna bát, en fiskar eins mikið á örfáum timum og hinn á viku með sinu litla trolli? Bretar í tómarúmi áHalanum. — Sleppum þessu með bátana, en var ekki nauðsynlegt að opna fyrir togarana, svo aö það væri hægt að gera þá út? — Ég sný ekki aftur með það, að þessir skuttogarar — við get- um kallað þá það — fá að haga sér alveg eins og bátar, en við innkaupin eru þeir i flokki með okkar togurum. Mér er sem ég hefði séð Islending kaupa þá, ef það hefði ekki fengizt lán nema út á þau 300 tonn sem þeir eru skráð- ir fyrir. En um togarana vil ég bara segja það, að ef ekki hefði MOLAR IJK RABBI VII) VIGFtS GUÐMUINDSSON TOGARASJÓMANN Þessi mynd var tekin af Vigfúsi austur I Flóa fyrir 30 árum til nota i vegabréf, svo að hann kæmist framhjá viggirðingum Breta i heyskap i Kaldaðarnesi. Vigfús hefur þvi séð framan i Bretann víðar en á miðun- um. verið opnað fyrir þeim inn fyrir 12 milur viös vegar við ströndina, þá hefðu þeir orðið að vera á Halan- um. - Og? — Sérðu það ekki maður? Þá hefðu brezku togararnir ekki haft pláss þar. Þetta sagði Einar Sigurðsson lika um daginn — ætli það hafi ekki verið Einar riki? — hann sagði að það væri alveg rétt, við höfum afhent Bretum Halann. tslenzkir togarar hættu aö standa i vetrarveiðum á Halanum, og vildu heldur leita þangað sem þægilegra var og afli fljótteknari. Sem vonlegt var — skemmra út- hald og hærri sölur. En þar með fylltist lika allt af Bretum á Halanum, það varð þeirra einka- staður. Nú halda þeir sig þarna i hópum — þeir eru svo hræddir við Gæzluna. En ég held að Landhelgisstjórnin ætti að beina þvi til þessara fáu islenzku tog- ara, sem eftir eru, að fara á Hal- ann og veiða þar innan um Bret- ann. Ef við höldum okkur nógu fast upp að þeim, þá geta þeir ekkert fiskað heldur! Hver fann Hala-mið? — Heldurðu að það yrði þá ekki litið til hlutar? — Það eru hvort sem er ekki' nema örfá prósent þegar við þurf- um að fleygja svona miklu af fiskinum, eins og oft er. En ég þekki Halann, kall minn, þvi að- eins get ég talað um þetta. Ég var þarna á togara annað Hala-árið, sem talað er um, það var 1925. Byrjaði sumarið eftir að þeir fórust þarna tveir i Hala-veðrinu mikla, rétt eftir að miðin fundust. Já, þeir þóttust finna Hala-miðin 1924. Þá sagði einn kall á Isafirði: ,,Hvað er þetta? Þetta er ekki annað en gömlu hákarlamiðin hans pabba mins”. Halinn var nefnilega búinn að liggja i 20 ár undir is, svo breyttist tiðarfarið, og þá fiskuðu þeir þarna þessi lifandis ósköp. Og þá hentum við karfanum. Það var stundum mesta vinnan að fleygja honum fyrir borð. Ef þeir missa dampinn. — Ættum við ekki lika að nota varðskipin til að stugga við Bretanum? — Það á að reka þá út. Og ef þeir ekki hlýða, þá eigum við að skjóta á þá — með okkar litlu fall- byssum. Það á að skjóta i skor- steininn, þvi ekkert ganga þeir damplausir, ef þeir missa hann. Og það er ekkert um það að ræða, þeir eiga að taka togara þessir menn hjá Landhelgisgæzlunni. — Og hvað svo? — Það á að vera hægt að semja um ákveðnar tilslakanir. En ekki of mikið, ég er reyndar alltaf á móti öllum tilslökunum! Ég held það sé i lagi að semja um vissa staði, ef Bretar sýna kurteisi, en þó þvi aðeins að þeir láti upp- eldisstöðvarnar i friði. — h.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.