Þjóðviljinn - 08.10.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Qupperneq 2
2.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur S. októbcr 1972. 75 ára á morgun: ARNIJÓNASSON HÚSASMÐAMEISTARI Ef þú ert fús að halda á haf, þó hrönnin sé óð, og hefur einga ábyrgö keypt i eilifðarsjóð, en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker, þá skal ég sæll um sjóinn allan sigla með þér. Þorstcinn Erlingsson. Við islendingar erum stór- merkileg þjóð. Litum bara á hvað álitokkará sjállum okkur er frá- brugðið áliti annarra. Norðmenn sem telja verður helztu vini okkar ! heimsbyggðinni segja venju- lega, að við séUíTi Útiagar norskra laga og höfum reyn/.i ótlSíHr ! siðuðu samfélagi. Við teljum hins vegar, að við séum þeir, sem frelsið kusu, olurhugar Atlants- ála, kiinnuðir hins ónumda og feti framar öllum öðrum i löggjöf og siðum, enda séum það við, sem grundvölluðum nútima rikja- skipulag germanskra þjóða. Það eitt að hafa slikt sjálfsálit, þrátt fyrir þrúgandi umhverl'i, gerir okkur vissulega athyglisverða. Kleira kemur til. Við búum á miirkum hins byggilega heims. I ægifegurð sinni verður island að teljasl m jög harðbýlt, enda er það undantekning, að útlendingar þori hingað, nema þá um hásum- arið. En l'egurðin ein heldur ekki lifinu i mannfólkinu frekar en hreina loftið, þótl hvort tveggja sé gott. Þjóðin hlýtur þvi að vera dugleg og það styður enn frekar staðha'finguna i byrjun. Við hölum meira að segja átt hugsjóftaménn. Menn fyllta eld- móði ogtrú. Menn, sehl dreymdi ghesta drauma. Og meira en þao, þeir gerðu þrátl l'yrir ailt, sem á móti blés, drauma sina að veru- leika. Þella áréttar enn um ágæti lólksins i landinu. Einn þessara manna verður 75 ára á morgun. Ilann drakk i upphal'i i sig Irú á landið, bergði á eldmóði ungmennafélaganna og þrátl lyrir lala'kt og vonbrigði kreppuáranna. gerði hann draum sinn um betra og byggilegra is- land að veruleika. Táknrænt d;emi um kynslóð, sem stundum er kennd við aldamótin og við ADAX rafmagnsþllofnarnir hafa fengiS œSstu verSlaun, sem veitt eru Innan norsks ISnaSar Húsbyggjendur! Kynnið yður fyrst og síðast ADAX rafmagnsþilofnana. — Þeir standa fremst, hvað varðar útlit, öryggi og sparneytni. Tvöfalt thermostat. Auðveidir í uppsetningu. Létt þrif. Margar stærðir og gerðir. 3 ÁRA ÁBYRGÐ Sjáið þér hjá okkur Einar Farestveit & co. hf raftækjaverzlun Bergstaðastræti 10A. Sími 16995 sem yngri erum eigum svo mikið ólært af. Afmælisbarnið Arni Jónasson, fæddist 9. október 1897 að Galtár- höfða i Norðurárdal og er þannig borgfirzkur Mýramaður að fæð- ingu. Snemma fluttist hann með loreldrum sinum, Ingibjörgu Loftsdóttur og Jónasi Jónassyni, bónda og smiði, að Litia-Skarði i Stafholtstungum, þar sem hann ólst upp. Arni kynntist fljótt öllum helztu störfum sveitanna, bæði heima og heiman, en hugur hans snerist þó fljótt til smiða, enda var það ekki langt að sækja, þar sem faðir hans var afburða srpiður bæði á tré og járn og orð- lagður fyrir hæiiielka sina um allt héraðið. Arni ólst upp i stórum systkina- hópi, en elztur systkinanna er Jóhannes trésmiður i Reykjavik, þá kemur Ingibjörg Sigriður bú- selt i Iteykjavik, siðan Ragn- heiður og Magnús sem bjuggu i Borgarnesi, en eru nú bæði látin. Þá kemur Arni og tviburi hans, sem dó i fæðingu, og siðan yngstu bræðurnir, Sveinn og Karl, sem báðir eru látnir. Sveinn lézt ungur uppi i Borgarfirði, en Karl i Reykjavik. Einnig er uppeldis- systir, Lilja Júliusdóttir, búsett i Arnessýslu. I upphafi þessara orða var gerö tilraun til þjóðlýsingar. Alveg eins og einstaklingarnir bera svipmót þjóðar sinnar, þá bera þeir einnig svip þess meiðs, sem þeir eru beint sprottnir af. Mál- ta-kið segir, að fjórðungi bregði til lósturs, og verður þvi að áætla að þrír Ijórðu bregði til kyns og erfða. Foreidrar Arna voru sem áður segir Ingibjörg Loftsdóttir, fædd i Garpsdal i Geiradalshreppi i Barðastrandasýslu, og Jónas Jónasson, fæddur að Háreks- stöðum i Norðurárdal i Borgar- firði. Loftur faðir Ingibjargar dó ungur sem vinnumaður, en hann var sonur Jóns Jónssonar bónda að Viðivöllum i Steingrimsfirði og var hans fólk bæði úr Stranda- sýslu og Barðastrandasýslu. Móðir Ingibjargar var Sigriður Magnúsdóttir Sigurðssonar bónda i Múla iGeiradalshreppi.en bróðir Magnúsar i Múla var Sigurður á Felli i Kollafirðí, en sonur hans var Sigurður kirkju- smiður i Hólmavik, faðir Stefáns i Hvitadal, skálds. Kona Magnúsar var Ingibjörg, dótlir Jóns Jónssonar hrepps- stjóra i Snartartungu á Ströndum og konu hans. Sigriðar Sveins- dóttur, bónda á Kleifum i Geira- dalshreppi, Sturlaugssonar. Um Jón i Snartartungu er þáttur i þjóðháttum F'inns Jónssonar á K jörseyri og um Svein á Kleifum erþáttur i sagnaþáttum Fjallkon- unnar. Báðum er þeim lýst mjög lofsamlega. Fóstursonur Jóns og Sigriðar i Snartartungu og systursonur hans og bróðursonur hennar var séra Sveinn Nielsson prófastur að Staðarstað, en hann var sem kunnugt er faðir Hallgrims biskups. Elisabetar móður Sveins RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRA JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á Islandi I 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverö og eiguleg nýjung. HCSGAGNAVERZLUN ,\XELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavík. Slmar 10117 og 18742. Björnssonar forseta og Sigriðai; móður Haraldar Nielssonar próf- essors.ömmu Dungalssystkinanna og langömmu Völundarbræðr- anna. Faðir Joriasar, eða Jónas Jónasson eldri, fæddist i Bjsmar- höfn á Snæfellsnesi en móöir hans var Ingibjörg Jónsdóttir, fædd á Bjarnastöðum i Dalasýslu og var hennar fólk Dalafólk i ættir fram. Faðir Jónasar eldra var Jónas Samsonarson, hreppsstjóri i Bjarnarhöfn i Helgafellssveit, en kona hans var Sigriður Pálsdóttir prests á Undir- (Undon-)felli i Vatnsdal i Húnaþingi, Bjarna- sonar, en samtimaheimildir lýsa honum sem góðum klerki. radd- manni, skáldmæltum gáfumanni og mjög vel látnum. Hann var sonur Bjarna prests á Melstað i Miðfirði, Péturssonar lögréttu- manns á Kálfaströnd i Mývants- sveit, Ormssonar, og konu Bjarna, Steinunnar Pálsdóttur prests á Upsum i Svarfaðadal, Bjarna- sonar. Hún var aftur á móti systir Bjarna Pálssonar landlæknis, en Bjarni var svo sem kunnugt er faðir Steinunnar móður Bjarna Thorarensen, skálds og amt- manns. Móðir Sigriðar Pálsdóttur var Guðrún Bjarnadóttir, prests á Mælifelli i Skagafirði, Jónssonar, cn móðir Guðrúnar var Sigriður Jóhannsdóttir, prests á Mælifelli, Kristjánssonar, prests á Sauða- nesi i Norður-Þingeyjasýslu, Bessasonar og konu hans Val- gerðar Pétursdóttur, Bjarna- sonar, sýslumanns á Burstafelli i Vopnafirði, Péturssonar. Bróðir Sigriðar Jóhannsdóttur var svo séra Einar á Sauðanesi, faðir séra Stefáns á Sauðanesi, faðir Einars á Reynistað, faðir Katrinar. móður Einars Bene- diktssonar, skálds og sýslu- manns. Systir Sigriðar var aftur á móti Margrét, móðir Hólmfriðar Jóns- dóttur, móðir Jóns Þorsteins- sonar prests i Reykjahlið við Mývatn. Við hann er hin fræga Reykjahliðarætt kennd með öllum sinum nafntoguðu einstkl- ingum: Jóni Þorsteinssyni skáldi á Arnarvatni, Sigfúsi Blöndal, skáldi og konunglegum bóka- verði. Gautlandabræðrunum, ráðherrunum Kristjáni og Pétri og alþingismanninum, Stein- grimi, Jónssonum, Sigurði á Arnarvatni, Þorgils gjallanda, Árna i Múla. Hallgrimi Bene- diktssyni, Steingrimi Seinþórs- syni og Haraldi Guðmundssyni. F'oreldrar Jónasar Samsonar- sonar hreppsstjóra voru Samson Sigurðsson skáld og bóndi að Klömbrum i Vesturhópi og Ingi- björg Halldórsdóttir, Hallssonar prests á Breiða- bólsstað i Vesturhópi. Sonur Halldórs var séra Pétur á Tjörn á Vatnsnesi. faðir Péturs prófasts á Viðivöllum i Skagafirði, föður Péturs biskups, Jóns dómstjóra og Bryjólfs Fjölnismanns. Jón var svo sem kunnugt er afi Páls Zóphaniassonar búnaðarmála- stjóra og alþingismanns og annarra ágætra manna. Séra Halldór var sonur Halls prófasts i Grimstungu i Húna- þingi. ólafssonar prófasts á sama stað, en til er eftirfarandi lýsing á Halldóri i samtimaheimildum: ,,Hann var hraustmenni mikið og talinn með friðustu mönnum, málsnjall og raddmaður ágætur enda kunni vel söng, kennimaður góður og bar skyn á lækningar, góður minni háttar mönnum. en skapstór og harður i mann- raunum”. Faðir Samsonar var svo Sigurður hreppsstjóri i Vestur- hópi, Jónssonar, Sigurðssonar bónda á Gröf á Vatnsnesi, Jóns- sonar. Þessa tölu sagði mér Sigurgeir Þorgrimsson, sá mikli ættfræð- ingur. Það er ekki i kot visað að eiga slika að. Rammislenzkt afburða og alþýðufólk. Skilgetið afkvæmi þeirra, sem fyrrum treystu á Guð óg gæftn héldu á haf þrátt fyrir óða hrönn og enga eilTföaTsjöðS- ábyrgð, en námu hér fagurt og fritt land við yzta haf. Og nafn- kunna landið, sem veitti lifið, neytti frosts og funa og skilaði börnum sinum óskemmdum i gegnum lifið. Hugur Árna til smiða réði þvi, að hann ákvað að leggja trésmíði fyrir sig sem lifsstarf og dvaldist hann nokkurn tima hjá Magnúsi bróður sinum i Borgarnesi við iðnnám. Lauk hann þvi um 1925, en fluttist um likt leyti til Reykja- vikur. Höfuðborgin færði honum sitt mesta hnoss, þvi þar kynntist hann konu sinni, Þorbjörgu Agnarsdóttur, og giftust þau 1930. Eiga þau tvær dætur giftar i Reykjavik og eru fyrir löngu orðin afi og amma. Meira að segja sagði Árni mér, þegar ég hitti hann um daginn, og ljómaði við, aö nú væru þau orðin langafi og langamma. A kreppuárunum harðnaði mjög um vinnu i höfuðborginni og seldi þá Árni húseign sina fyrir bústofn og nýbýlið Lyngholt i Vill- ingaholtshreppi i Árnessýslu og bjó þar i tvö ár. Þaðan flutti hann á Selfoss, byggði sér þar húsið Grund og stundaði þar húsa- smiðar i tvö ár. Vegna mikillar eftirspurnar eftir trésmiðum fluttist hann þó aftur til Reykja- vikur og hefur dvalizt hér óslitið siðan og stundað mest innanhús- trésmiðar. Á árunum 1918 til 1920 stundaði hann sjóróðra frá Grindavik og má þvi segja, að hann þekki islenzkt atvinnulif i allri sinni fjölbreytni til sjós og lands. Ég kynntist Árna sem smá- strákur, þegar ég fékk að leika mér að kubbum og bútum á tré- smiðaverkstæði hans. Barnbetri manni hef ég vart kynnzt. Þegar timi var aflögú hjá meistaranum urðu kubbarnir og bútarnir að dýrindis farartækjum og höllum, þar sem köngar og furstar réðu rikum og ljómi snilldarinnar lagðist á eitt með sköpunarþrá barnsins. Þá var dýrlegt að lifa og ævintýrin urðu að veruleika. Stundum varð hlé á tækni- mennskunni og röbbuðum við þá um heima og geima og vanda- málin voru brotin til mergjar. Árni er gæddur rikri þjóðernistil- finningu og þar endaði jafnan talið, að það eitt væri rétt, sem þjóð vorri og fósturjörð væri fyrir beztu. Um leið og ég óska afmælis- barninu og fjölskyldu hans inni- lega til hamingju með timamótin, þá lýk ég þessu með visu úr Is- iandsljóði frænda. Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust á vort takmark og og framtið, er sigurvon enn. Þá skal losna um vor bönd, þá er lif fyrir hönd, þá skal ljós skina um eyjuna, komandi menn. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. f Auglýsingasími ÞJÓÐYILJANS ^ V__________________er 17500_______J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.