Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. október 1972. þjóÐVILJINN — SIÐA 13. © Alistair Mair: Það var sumar i gær GLENS T ékkósló vakía Ég verð að átta mig betur. Grikkland Þetta er min síðasta aðvörun. i næsta skipti læt ég alla borgina vita að þú ert komin yfir fertugt. Frakkland Pólland hafði metnaðurinn dofnaö og slaknað á einbeitninni. Astæðurnar höfðu verið marg- vfslegar, það mundi hann. Simon var þá fæddur. Heimili hafði skapazt, hlýlegt, notalegt afdrep eftir erfiði dagsins, staður sem fjarlægði hann heiminum um- hverfis og rýrði gildi hans, svipti hann þeirri stefnufestu sem þurfti til að sækja um inntöku i Konung- lega læknafélagið i London, en það var hið eina sem hann átti ógert. Og það hafði verið veik- leiki. Hann viðurkenndi það. En fleira hafði komið til. Hann hafði komizt að raun um það smám saman og ekki sársaukalaust að það þurfti meira en verðleikana einbera og próf og gráður til að stiga upp á hærri sviðin á sjúkrahúsinu. Það þurfti lika að þekkja rétta fólkið, vera mjúkmáll, valda engum vandræðum eða deilum, stiga i vænginn við yfirmennina og kyngja eigin stolti. Um þetta mátti sjá dæmi á hverjum morgni þegar metnaðargjarnir ungir kandidatar komu hlaupandi til að opna bilinn fyrir yfirmanni sin- um. En þess gætti einnig á öðrum og þýðingarmeiri sviðum þegar ofar kom i stigann. ögeð hans á þvi fór vaxandi, þótt hann talaði ekki um það við neinn, ekki einu sinni Elisabetu, allt til þessa vor- dags árið 1950. Það var daginn sem hann frétti að Macmillan hefði fengið starfið sem hann hafði sótt um. Viðtalið hafði farið fram daginn áður. Þá hafði hann vitað áður en hann fór út af skrifstofunni að hver svo sem fengi starfið, þá yrði það ekki sjálfur hann. Þótt hann væri þá þegar orðinn vonsvikinn, þá hafði nefndin komið honum á óvart. Fyrir nefndinni lá skýrsla um feril hans, störf sem hann hafði gegnt og styrki sem hann hafði hlotið, próf sem hann hafði tekið og ritgerðir sem hann hafði samið, rannsóknarstörf sem hann var að vinna að i þágu lækna- visindanna. En hann hafði ekki verið spurður um neitt af þvi. Spurningarnar voru persónu- legar, fráleitar. Hver var atvinna föður yðar? Hvaða iþróttir stunduðu þér i skóla? Hvaða áhugamál hafði þér utan starfsins? Mælirinn varð fullur þegar feitlaginn hjartasér- fræðingur sem dáði mammon og veltyllur mest af öllu, hallaði sér áfram og sagði: — Segið mér, Ashe læknir, hverjar eru tekjur yðar? Sem snöggvast gat hann engu orði upp komið af undrun. Svo fann hann hvernig hörundið strengdist um andlit hans af reiði, og hann sneri sér að formanni nefndarinnar. — Verð ég að svara þessari spurningu? f augum formannsins vottaði fyrir einhverju sem minnti á samúð, en hann kinkaði kolli al- varlegur á svip. — Já, Ashe læknir. Þér eruð hingað kominn til að svara spurningum sem nefndarmenn leggja fyrir yður, hverjar svo sem þær spurningar kunna að vera. — Jafnvel þótt þær varði einka- mál? Jafnvel þótt þær séu ósvifnar og út i hött og snerti að engu leyti færni mina sem læknis? Þetta eitt nægði til að fyrirgera þeim möguleikum sem hann kynni að hafa haft. Hann vissi það, þegar hann sá formanninn verða svipþungan og leggja frá sér pennann sem hann hafði verið að fitla við. — Það er hlutverk mitt sem formanns að segja til um það. Ég hef aldrei séð ástæðu til að banna spurningu sem nefndarmaður hefur borið fram og ég sé ekki ástæðu til þess núna heldur. Eg verð að krefjast svars frá yöur. Peter Ashe fann hvernig hjart- slátturinn náði orðið alveg upp i hálsinn. Þetta voru endaiokin. Öil von var úti. öll námsárin, stritið, löngu vinnudagarnir sem kandidat var gert að engu fyrir ósvifna forvitni smámennis sem hafði látið fátækt unglingsáranna eyðileggja viðhorf sin til peninga og þjóðfélagsstöðu. Undanfarin vonbrigði hans höfðu jafnvel ekki búið hann undir þetta. Þegar hann tók til máls, vissi hann að hann hafði ekki lengur stjórn á sér. — Og hverju á ég að svara. A ég að svara þvi til að ég hafi engar tekjur, svo að þið getið fyllzt samúð með mér? Eða á ég að segja..hvað? Tiu þúsund á ári? Já, segjum tiu þúsund á ári að frádregnum skatti. Þá mun spyrjandinn eflaust meta mig mikils fyrir velmegun mina. Og þá fer ekki á milli mála að ég er tækur i samfélag stéttarinnar. Og hvort á ég að velja? Hvað sem ég segi, þá getið þið með engu móti afsannað það. — Þér eigið að segja sann- leikann, sagði formaðurinn ró- lega, — eins og til er ætlazt af manni i yðar stöðu. Og má ég fara fram á það að þér sýnið nefndinni virðingu. Þessi framkoma yðar bætir sizt fyrir yður sem um- sækjanda. — Og ef ég neita að svara? — Þá er viðtalinu lokið. — Gott og vel. Hann reis snöggt á fætur. — Ég neita að svara. Og ef þið notið þessa aðferð til að velja yfirmenn hér á sjúkrahúsið, þá bið ég guð að hjálpa sjúkra- húsunum hér i framtiðiini. — Sælir, Ashe læknir. Hann sneri sér frá þeim fullur andstyggðar. — Sælir.- Næsta dag var hann að vinna við skýrslur i herbergi á spitala- ganginum, þegar yfirbarna- læknirinn kom inn og lokaði dyrunum. Gordon læknir var mjög fær i sinni grein. Hann var þekktur viða um lönd. Silfurgrátt hárið og glaðlegt fasið féll i góðan jarðveg hjá ungu sjúklingunum hans og einnig hjá kvenstúdinun- um. En vopn hans var hæðni, beisk og grimmileg hæðni sem hann beitti við starfsfólkið og undirmenn sina þegar svo bar undir. Og honum var lika ljúft að hafa um sig eins konar hirð aðdáenda sem gætistyrkt hið háa sjálfsálit hans. Peter Ashe hafði unnið meö honum i tvö ár og hann bar virðingu fyrir honum sem lækni og starfsmanni, en hann fyrirleit hann sem persónu. Nú sýndist óvenju litill móður á Gordon lækni. — Afsakið ónæðið, Ashe. — Það er allt i lagi, yfirlæknir. — Mikið að gera? — Ekki meira en venjulega. — Mér skilst að þér hafiö ekki fengið starfið. — Ég er hræddur um ekki. — Macmillan fékk þaö. Vissuð þér það ekki? Peter lagði frá sér pennann og gerði enga tilraun til aö leyna undrun sinni. — Nei, sagði hann. — Ég vissi það ekki. Og mér þætti gaman að vita hvers vegna. Hann er ekki einu sinn búinn að ljúka prófi. — Hann gerir það. Hann les i sumar. Peter lét sig ekki. — Hvað sem þvi liður, þá hefur hann ekki prófið núna. — Og þér hafið það? Er það það sem þér eigið við? Augu Gordons voru mild og grá og dálitið sorgbitin. — Já, sagði Peter Ashe^bitur i bragði. — Það er einmítt það sem ég á við. Ég lauk meira að segja prófi með láði. Ég hef fengið meira birt en hann. Og þér vitið betur en flestir aðrir að ég hef unnið mun meiri rann- sóknarstörf þessi tvö ár sem ég hef unnið hjá yður en hann hefur gert hjá Clark. Gordon andvarpaði og færði sig fjær. — Já, sagði hann. — Ég veit það allt saman. En þér gerið nefndinni erfitt fyrir. Þér gátuð varla vænzt þess að fá starfiö eftir hegðun yðar i gær. — Þér eruð þá búinn að frétta það? — Já, ég frétti það. — Og þér vitið hvaða spurning kom öllu af stað? — Já, ég veit það lika. Og ég verð að segja að hjartasér- Mistök Reese Jafnvel snjöllustu spllamönnum geta orðið á mistök, og er það reyndar ósköp eðlilegt — ef ekkl væri um að ræða fyrstu gjöfina sem þeir birta I bók um bridge. En ein- mitt þess háttar mistök urðu enska meistaranum Terence Reese á i bókinni „Play Bridge with Reese", annars ágætu verki sem hann gaf út fyrir svo sem hálfum öðrum ára- tug. Norður: ♦ A-D 4 Á-G-9-8-4 ♦ A-8-3 f G-7-3 Vestur: Austun ♦ 9-7 4 K-G-6-5-4-3 V D-3 ¥ 6 4 D-10-5-2 4 G-9-7-4 ♦ 10-8-5-4-2 ♦ D-6 Suður: ♦ 10-8-2 4 K-10-7-5-2 4 K-6 ♦ A-K-9 Sagnir. Suður gefur. Suður: Vestur: Norður: Austur: 1 gr. pas8 2 ♦ pa88 2 ¥. pass 6 ¥ pass (Tveggja laufa svarið var eam- kvæmt Stayman-reglunni og er með því verið að biðja um bezta llt Suðurs). Vestur lét út spaðanlu, drottnlng- in úr borði, sem kóngur Austurs tekur. Hann lætur út spaðaþrist og sjöan kemur frá Vestri, er að öll- um líkindum siðara tvíspilið I litn- um. Hvernig fer Suður nú að því að vinna hálfslemmu I hjarta gegn beztu vörn? (Það verður að sjálf- sögðu að hugsa spilið án vitundar um hvernig spil andstæðinganna skiptast). V arkárir meistarar Á hverju sumrl er haldið bridge- mót í Deanville, hinum fjölsótta ferðamannabæ í Frakklandi og elg- ast þar við sextán viðurkenndir fræðingurinn okkar er f miklu uppnámi. — Það gleður mig, sagði Peter Ashe. — Ég vona að hann hafi orðið andvaka. — En ég á ekki við að hann sé i uppnámi út af sjálfum sér. Hann hefur áhyggjur af yður. Hann litur svo á að viðbrögð yðar hafi verið sjúkleg.! — Einmitt það! — Hann hringdi reyndar til min i gærkvöld . Hann gaf i skyn að sálkönnun gæti komiö að gagni til að komast að raun um hvað lægi að baki viðhorfum yðar til peninga. Hann taldi rétt að það yrði athugað, áður en þér sæktuð aftur um starf hér. — Það geri ég ekki. — Hvað eigið þér við? — Ég sæki ekki um annað starf hér, vegna þess að mér verður óglatt þegar ég hugsa um þetta viðtal I gær. — Jæja, en þér verðið nú samt að sætta yður við það að slik við- töl eru liður i eðlilegu vali — — En það geri ég ekki. Peter Ashe reis á fætur og horföi framan i yfirmann sinn. Þetta lá allt i einu ljóst fyrir. Hann yrði að segja Elisabetu frá þvi seinna. Þau yrðu að breyta framtiðaráætlunum sinum. Það yrði ekkert af þvi sem þau höfðu verið að hlakka til. En hann vissi nú hvar hann stóð. — Ég er farinn, sagði hann. — Ég fer vegna þess, aö kerfiö er rotið ef viðtalið i gær var dæmi- gert fyrir val sérfræðinga. Þaö er fyrir neðan allar hellur að álita að það skipti máli hver var atvinna föður eða hverjar einkatekjur manns eru, áður en stöðuhækkun er samþykkt. Ég get ekki fellt mig við þetta. Mér lika ekki þessar aðgerðir og mér likar ekki spilamenn. Hér er gjöf sem spiluð var við fjögur borð og Suður lét sér alstaðar nægja ,,game"-sögn. En það hefði mátt vinna slemmu á spilin. ♦ Á2 V A D g e ♦ Á74 ♦ K G 10 9 4kKDl0 4k643 ¥K3 V872 ♦ 10 92 ♦ KG85 ♦ 87652 ♦ D 4 3 ♦ G 9 8 7 5 V 10 9 54 ♦ D 63 ♦ Á Sagnir: Vestur gefur. Eng- inn á hættu. Vestur Norður Austur Suður Reese d' Aldio Flint Ticci pass 1 tí pass 1 hj pass 1 gr pass 2 tí pass 3 hj pass 4 hj... Vestur lét út spaðakóng. Hvern- ig getur þá Suður unnið hálfsiemmu í hjarta gegn beztu vörn? Athugasemd um sagnirnar Þetta eru gervisagnir (samkv. kerfi sem kennt er við Arno). Tígul- opnunin sem fylgt er eftir með grandsögn gefur fyrirheit um mjög sterk spil, allt að helming allra punktanna. Hjartasvarið er nei- kvætt, en „tveggja tígla sögnin er eins konar Staymans-spurnarsögn. Stökkið í þrjú hjörtu segir frá sterk- um lit og itrekar enn jafnframt styrkleika handarinnar. Vrð annað borð voru sagnirnar öllu venjulegri: Vestur Norður Austur Suður Avarelll Solodar Manca Stone pass 1 la pass 1 sp pase 1 gr pass 3 gr... Hjartasjöa var látin út og Banda- rikjamaðurinn Solodor vann sögn- ina, fékk nákvæmlega niu slagi. bridge

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.