Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7. Gunnar Benedi ktsson, áttraeður á inorgun Gunnar Benediktsson rithöf- undur er áttræður á morgun. Hann er fæddur að Viðborði á Mýrum i Austur-Skaftafellssýslu þann 9. október 1892. Foreldrar hans voru Benedikt Kristjánsson bóndi þar og siðar i Einhofti i sömu sveit og kona hans Alf- heiður Sigurðardóttir. Gunnar lauk guðfræðiprófi frá Háskóla tslands árið 1920 og var sóknar- prestur i Saurbæ i Eyjafirði 1920- 1931. Á árunum 1931-1946 fékkst Gunnar við verkamannavinnu, kennslu og stjórnmálastörf og var hann m.a. ritstjóri Nýs dagblaðs sumarið 1941, en útgáfa Nýs dag- blaðs var hafin stuttu eftir að Þjóöviljinn hafði verið bannaður og ritstjórar hans og blaðamaður fluttir i fangelsi i Englandi. Gunnar Benedikt.sson hefur verið búsettur i Hveragerði frá 1943 og fengizt þar við kennslu og ritstörf. Gunnar hefur skrifað fjölmargar bækur um margvisleg efni, skáldverk, sagnfræði og stjórnmál. Þjóðviljinn sendir Gunnari Benediktssyni áttræðum,og fjöl- skyldu hans, hlýjar árnaðaróskir og þakkar langt samstarf. Það er litrikur og viðburðarikur æfiferill, sem Gunnar Bene- diktsson getur skoðað, er hann litur til baka á morgun yfir áttatiu árin sin. En sem rauður þráður gegnum öll þau ár liggur barátta þess manns, sem af hug- rekki leitar sannleikans i þjóðfélagsmálum, hvað sem það kostar hann, og berst fyrir honum með þeirri orðsins list, sem tengir saman ástriðu og ,,humor” á oft undraverðan hátt. I Fyrir hálfri öld hugðist félag þeirra Framsóknarmanna i Eyjafirði finna traustan og hald- góðan grundvöll fyrir stefnu sina og fólu þeir forystumanni sinum, er hæfastur þótti til sliks verks, að semja stefnuskrána, — séra Gunnari Benediktssyni i Saurbæ. Og séra Gunnar gekk að þvi verki sem sam vizkusömum fræði- manni og einlægum hugsjóna- manni sómdi, aflaði sér hinna beztu bóka og braut vandamál mannfélagsins til mergjar. Og niðurstaðan varð marxisminn. Hvernig sem hann braut heilann um þetta: Það endaöi alltaf með þvi að sósialisminn væri eina lausnin á þjóðfélagsvandamálum nútimans. Og sem sannkristnum manni sæmdi, þá lokaði hann ekki þessa vitneskju sina niður hjá sér, — til þess að geta gengið framabraut Framsóknar- mannsins þrátt fyrir sann- færinguna, — heldur kunngerði hana félögum sinum og samherj- um, og siðan sjálfum foringjan- um. Og þá var það, sem Jónas frá Hriflu sagði við hann hin fleygu orð: „Skrambi var þú fórst að grufla út i þetta”. En hinn hugrakki ástungumaður lét sér ekki nægja að kryfja til mergjar málefni þjóðfélagsins. Kenningar kirkjunnar urðu næst fyrir barðinu á þeim, sem leitaði sannleikans án þess að hirða um vegtyllur og völd, embætti og frama. „Var Jesús sonur Jóseps?” spurði hann i erindi, fluttu á Akureyri og útgefnu 1927. Og það fór að vera litið eftir af trúarkenningum kristninnar og guðlegum uppruna, — og það fór að fara um ýmsa máttarstólpa kirkjunnar, — en boðskapur bróðurkærleikans og baráttunnar fyrir sannleikanum höfðu eignazt þvi betri boðbera. Og hempan tók að losna á herð- um klerksins, skáldsins, sósialistans i Saurbæ. Næsta hlut- skiptið sem beið hans var likara postulanna forðum, þeirra er gengu um og æstu upp lýðinn gegn keisara, klerkdómi og guð- um Rómarikis, heldur en hlut- skipti vellaunaðs prests i góðu brauði, bónda á stórri jörð. Gunnar hafði flutt og siðar birt i „Rétti” 1928 eitt af þessum skörpu, gagnrýnu erindum sinum undir nafninu: „Hann æsir upp lýðinn”, þar sem hann skilgreindi Jesú frá Nasaret, sem leiðtoga undirstéttanna i Gyðingalandi á sinni tið, þann sem vakti þar til baráttu. Nú tók hann sjálfur að „æsa upp lýðinn”, feta i fótspor ágætra uppreisnar — og byltingarmanna frá öllum öldum. II. Kommúnistaflokkur tslands átti marga góða erindreka, en sérstaklega býst ég við að gömlu félagarnir úti um land minnist tveggja, sem heimsóttu þá tiðar en flestir aðrir: Gunnars Bene- diktssonar og Jóns Rafnssonar. „Vel launaðir erindrekar Moskvu”, var viðkvæði aftur- haldsins um þá, sem á kreppu- timum hvöttu fólkið einarðlegast til uppreisnar gegn óþolandi ranglæti. Sannleikurinn var, að þeir ágætu félagar, sem urðu erindrekar flokksins úti um land, áttu vart fastan samastað, stund- um þó afdrep i einhverju her- bergi, stundum i Unuhúsi, stund- um annars staðar, borðuðu hjá einhverjum félögum og félagarnir úti um land sáu um selflutninginn á þeim milli flokks- deildanna. Það væri gaman að eignast úr penna manns eins og Gunnars lýsingu á þvi lifi. En Gunnar Benediktsson gerði meira en að aðstoða félagana við skipulagningu flokksins, þegar hann kom á staðina. Hann flutti erindi, jafnt i Reykjavik — oft i Varðarhúsinu — sem annars staðar. Mörg þessara erinda eru bókmenntalegar og pólitiskar perlur. Hugkvæmnin, sam- likingarnar og sögurnar i þessum ádeiluerindum minna oft á þann mikla snilling þessarar bók- menntagreinar, Gest Pálsson, svo ekki sé talað um Nýja testa- mentið. Bara titillinn á „Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16”, eða myndin, sem hann dregur upp i „Bæjar- stjórnin og biflian” eftir 7. júli 1932, af þvi, hvernig sannkristnir bæjarfulltrúar hefðu átt að bregðast við, — hvilika húð- strýkingu fær ekki hræsnin og yfirdrepsskapurinn með háði hans og ákæru þar. Þannig liðu ár hinnar hörðustu stéttabaráttu, 1931 — 1935. Eins og þeir frægu fiskimenn við Genesaretvatn drógu fyrir og fengu sinn fisk, — og fóru svo út til fólksins með fagnaðarboð- skapinn, svo vann og Gunnar verkamannavinnu, þá hana var að fá, ef flokkurinn þurfti á þvi að halda, en fór þess á milli i ferðirnar út um allt Island. Og þegar saman fór hinn góði mál- staður, túlkun hans af slikum mönnum sem Gunnari, og hin brýna þörfalþýðu fyrir úrlausnir, þá brást það ekki, að boð- skapurinn bæri ávöxt: flokkurinn og einingarstarf hans efldist. III. Þar kom að Gunnar festi ráð sitt á ný, giftist ágætri konu, Valdisi Halldórsdóttur, gerðist kennari, fyrst á Eyrarbakka, svo i Hverageröi, — og auðvitað var hann ágætur kennari, svo sem hann og hafði verið áróðurs- maður með afbrigðum. En þvi fór fjarri, að nú væri setzt i helgan stein. Eftir samfylkingar — og sigurárin 1935-1939, hófst siðla árs 1939 sú eldskirn, er stóð fram á árið 1942. Gunnar hafði strax i upphafi þeirra hörðu átaka skilgreint „Finnagaldurinn” i bók sinni „Sóknin mikla” 1940 en þá áttu átökin enn eftir að harðna og hlut- verk Gunnars að vaxa. Þegar ritstjórar og blaðamenn Þjóðviljans voru herteknir og fluttir af landi burt 27. april 1941 og Þjóðviljinn bannaður og hvert það blað, sem kæmi i hans stað, þurfti vissulega hugrekki og áræði til að stofna til nýs dagblaðs sem staðgengils hins bannaða blaðs. Gunnar Benediktsson skorti hvorugt. Hann réðst i að gefa út „Nýtt dagblað”: brjóta sem ritstjóri og útgefandi bann brezka hervaldsins fyrir augun- um á þvi — og það tókst. Islenzk alþýða eignaðist nýtt og gott vopn i lifsbaráttu sinni og Gunnar beitti þvi óspart, lika gegn bröskurum brezka innrásarher valdsins. Og þvi fór svo að hann lenti að lokum i tugthúsinu sjálfur, dæmdur þangað af Hæstarétti fyrir að segja sann- leikann. Hefur hann lýst allri þeirri viröureign með háði og húmor, sem honum eru lagin, i greininni „Réttvisin á tslandi”, sem rituð var á „Landráða- völlum” við Skólavörðustig 7. - 9. febrúar 1942 og birtist þá i Rétti, en Gunnar hafði tekið við rit- stjórn hans um skeið, eftir að hann lét „Nýtt dagblað aftur i hendur gömlu Þjóðviljaritstjór- anna. Svo umskiptasöm var æfi hans og enn var hann ekki fimmtugur, þá þetta gerðist. Eftir að Sósialistaflokkurinn, sem Gunnar hafði barizt svo vel fyrir, hafði öðlazt allmikinn styrk og áhrif i þjóöfélaginu og Gunnar sjálfur setzt að um kyrrt, tók hann að beita enn nýju vopni i baráttunni. Sá sem fram aö þessu haföi verið með i að skapa söguna, tók nú að skrifa hana. 1952 kom út „Saga þin er saga vor” — saga hernámsins og baráttunnar gegn þvi 1940-1949, hin nytsamlegasta bók i sjálf- stæöisbaráttu þjóðarinnar, skrifuð af hita bardagamannsins, en viða svo meitiuð i stil, að heilar leiksýningar hafa verið mótaðar þar úr. Frá Sturlungatimum okkar aldar bregður hann sér til Sturlungualdar hinnar fyrri og tekur að kryfja til mergjar öfl og menn, sem þar voru að verki. Þannig gerist skáldið og boð- berinn afkastamikill sagnar.itari á efri árum, við hlið kennslustarfs — og alltal' er hugurinn jafn opinn og áhuginn jafnmikill fyrir öllu þvi, sem um er barizt i nútiman- um. Alþýðubandalagið nýtur nú þeirra krafta og hæfileika sem áður voru helgaðir Kommúnista- flokknum og Sósialistaflokknum. „Mikil er sú gifta sem guð gefur góðum þjónum sinum” hefði gamla fókið guðhrædda sagt um mann með lifsferil Gunnars Benediktssonar að baki, er hann nú kemst á niræðisaldurinn. Við félagar hans og samferða- menn i hálfrar aldar baráttu sósialistiskrar verkalýðs hreyfingar á Islandi samfögnum honum á áttræðisafmælinu með að fá að halda hug sínum kvikum og andlegri orku enn óeyddri, — við þökkum honum samfylgdina, áræðið, atorkuna og glaðværðina: hve dapurlegar hefðu ekki margar alvörustundirnar orðið án hans. Við flytjum honum konu hans og fjölskyldu allri, beztu heillaóskir á áttræðisafmælinu og vonum, að enn megi sósialistisk verkalýðshreyfing Islands lengi njóta hæfileika hans og atorku. Einar Olgcirsson Nú er skammt milli stórra daga. A sama árinu eiga sumir beztu og allra nánustu vinir minir og samherjar um áratugaskeið stórafmæli. 1 ágúst varð Einar Olgeirsson sjötugur og nú er Gunnar Benediktsson áttræður. Gunnar Benediktsson er maður mér algerlega óskyldur, ættaður úr Suðursveit eins og Þórbergur, kominn af Galdra-Fúsa og mér ólikur um margt. Samt finnst mér hann vera mér svo nákominn, að ég get ekki skrifað um hann. Manni liggur eitthvað ósegjanlegt á tungu, og það er beinlinis sársaukafullt að geta ekki sagt það. Það sem sagt verður, er allt á yfirborðinu, nær ekki til kjarnans. Og enginn skyldi þó ætla að það verði hlutlaust. Sá sem kynnzt hefur Gunnari jafn- náið og ég, getur ekki skrifað hlutlaust um slikan mann. Þetta gildir að visu að nokkru marki um alla menn, en i þeim mun rikara mæli sem maðurinn er stærri. Starfsdagur Gunnars er nú orðinn ærið langur. Allt lif hans hefur svo sannarlega verið einn óslitinn starfsdagur og enn er honum ekki lokið, enn er hann i fullu starfi. Og starfsmaður er Gunnar með afbrigðum. Mætti ég nefna eitt dæmi, sem lýsir honum vel i þessu efni. Einu sinni sem oftar heimsótti ég þau hjónin i Hveragerði i björtu veðri. Mig langaði til að njóta veður- bliðunnar og ganga með þeim svolitinn spöl yfir ána og inn með henni og var Valdis kona hans þess mjög hvetjandi, enda hefðu þau hjónin aldrei gengið þessa leið, að minnsta kosti ekki siðasta árið. „Ég hef aldrei átt þangað erindi”, segir Gunnar, ,,og ég kann ekki við að ganga erindis- leysu”. En nú vissi ég að Gunnar var mikill göngugarpur og hörku- duglegur ferðamaður. Aður fyrr tók hann oft að sér erindrekstur l'yrir Kommúnistaflokkinn með tvær hendur tómar og harla létta pyngju, svo að ekki voru fararefni til annarra reiðskjóta en postulanna. Gekk hann þá stund- um yfir langa heiðarvegi i misjöfnu veðri á öllum árstimum. En þá átti hann sannarlega erindi. Og þá var ekki verið að telja eftir sér sporin. Ef til vill kemst þessi saga nær kjarnanum i Gunnari Benediktssyni en flest annað, sem um hann verður sagt. Hann hefur aldrei talið neitt eftir sér, aldrei sparað neitt til og aldrei hikað minnstu vitund hversu svart sem var i álinn, ef hann taldi sig geta orðið góðum málstað að liði. Þetta er aðals- merkið. sem einkennt hefur allt hans mikla og fjölbreytta lifs- starf, og gert hann að einum stór- merkasta og ágætasta manni sinnar samtiðar. Að skrifa um Gunnar Bene- diktsson er eins og að skrifa um marga menn, og varla á nokkurs manns færi að gera þeim öllum skil, jalnvel þótt sá, sem reyndi, takmarkaði sig við ytra borðið, verkin. sem eftir hann liggja. A langri og gifturdrjúgri ævi hefur Gunnar skilað dagsverki margra manna á mörgum sviðum mann- legs lifs. Hann hefur verið allt i senn: prestur, kennari, stjórn- málamaður, ritstjóri, sagn- fræðingur og rithöfundur, og skilað miklu verki á öllum þess- um sviðum. Rithöfundarstarfið telur hann að visu sitt aðalstarf, og eftir hann liggur heilt bóka- safn. Ekki veit ég til að neinn samtimamanna hans hafi skrifað um svo margbreytileg efni og af slikri kunnáttu um öll þeirra. Slikt tiðkast ekki á vorum sér- hæfingartimum. Að þessu leyti minnir Gunnar á þekkta menn endurreisnartimabilsins og fræðslutimabilsins. Sem rit- höfundur spannar hann svo vitt svið, að einnig þar er eins og margir menn séu að verki. Þar er hann allt i senn, skáldsagna- höfundur, ritgerðahöfundur, nánar tiltekið essayisti, og sagn- fræðirithöfundur að ógleymdum öllum hinum snjöllu blaðagrein- um hans. Ég hafði nærri gleymt einum veigamiklum þætti i lifs- starfi hans. Hann er frábær fyrir- lesari, og flutti fjölmörg erindi með miklum árangri fyrir góðan málstað um langt skeið. Ég ætla mér ekki þá dul að freista þess að leggja rökstuddan dóm á verk hans á hinum mörgu sviðum, sem hann hefur fengizt við um dagana. Til þess skortir mig allar forsendur. Ég veit að Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.