Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINNl Sunnudagur 8. október 1972. djoðviuinn MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson <áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17300 (3 linur). Áskriftarverö kr. 223.00 á mánuöi. Lausasöluverð kr. 13.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ÞEIRRA RÉTTUR MÁ EKKI GLEYMAST Siðasta alþingi samþykkti lög um stórauknar slysatryggingar islenzkra sjó-i manna, og tóku þau gildi um siðustu mánaðamót. Við gildistöku þessara laga hafa komið fram þær skoðanir, að hvorki tryggingarfélög né útgerðaraðilar væru fær um að taka á sig þá áhættu, sem fylgdi þessum auknu réttindum islenzkra sjó- manna. Vel má vera, að lög þessi þurfi ein- hverrar endurskoðunar við, en Þjóðviljinn vill leggja á það sérstaka áherzlu, að við slíka endurskoðun verði þess gætt, að islenzkir sjómenn njóti réttar til slysabóta eins og hann gerist beztur. Störf sjómanna eru með þeim hætti, að oft hlýtur að vera erfitt að skera úr um það, þegar slys ber að höndum, hvernig sök skuli skipt. En við lagasetningu verður mjög að hafa i huga, að það eru sjómennirnir, en ekki útgerðarmenn eða eigendur tryggingarfélaganna, sem i starfi sinu leggja jafnan lifið sjálft að veði og bera uppi islenzkan þjóðarbúskap. Þeirra réttur má ekki gleymast i hávær- um kveinstöfum Landssambands islenzkra útgerðarmanna eða vegna bar- lóms tryggingafurstanna. Rikisstjórnin leysti með myndarlegum hætti þann vanda, sem upp kom, þegar einkaaðilar i útgerð og trygginga- starfsemi lýstu sig ófæra um aö taka á sig kostnað, vegna aukins réttar sjó- mannanna. Að tilhlutan stjórnarinnar, bauðst Brunabótafélag Islands, sem er rikisfyrir- tæki, til að gefa útgerðarmönnum kost á viðbótartryggingu fyrir sjómennina með kjörum, sem útgerðin gat sætt sig við. Og nú hefði margur haldið, að þar með væri lokið að sinni undarlegri skák út af réttindamálum sjómanna. En þá kom i ljós merkilegur hlutur. Einkafyrirtækin i tryggingastarfsemi, sem samkvæmt endurteknum yfirlýsing- um Landssambands islenzkra útvegs- manna gátu ekki tekið á sig aukna áhættu vegna frekari réttar sjómanna — þessi sömu fátæku tryggingarfélög lýsa sig nú allt i einu reiðubúin til að opna sérstaka viðbótartryggingu með ekki lakari kjör- um en rikisfyrirtækið. Skyldi þetta ekki segja nokkra sögu um myrkviði islenzks þjóðfélags — og þá jafn- framt um þýðingu þess, hvorra fulltrúar fara með rikisvaldið? AÐ KAUPA FRIÐARYERÐLAUN Frá þvi hefur verið skýrt að nú standi yfir i Bandarikjunum fjársöfnun til stuðnings þeirri hugsjón, að Nixon Banda- rikjaforseti hljóti friðarverðlaun Nóbels við næstu úthlutun. Ekki er að efa, að margir verði til að gefa i þessa söfnun, sælir i trúnni á að allt sé falt, séu nægir peningar i boði. En á sama tima og áróðursvél Nixons Bandarikjaforseta reynir að telja fólki um allan heim trú um það, að Nixon sé friðar- ins maður i Vietnam, þá kemur fram i skýrslu bandariska varnarmálaráðu- neytisins, að á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hefur verið varpað meira sprengju- magni yfir Indó-Kina en allt árið i fyrra. Samkvæmt fréttum bandariska stór- blaðsins New York Times hefur banda- riski herinn varpað meira sprengjumagni á Indó-Kina á siðustu 2 árum en varpað var á Þýzkaland öll ár siðari heims- styrjaldarinnar. Og á siðustu 7-8 árum hefur sprengjumagn Bandarikjamanna i Indó-Kina numið þrisvar til fjórum sinn- um meira magni en Bandamenn notuðu i allri heimsstyrjöldinni. Okkur Evrópumönnum er tamt að minnast siðari heimsstyrjaldarinnar sem hrikalegasta atburðar veraldarsögunnar, og um réttmæti niðurstöðu striðsglæpa- réttarhaldanna i Niirnberg efast fáir. Mannkynssagan mun enn kveða upp sinn dóm. Frá þeim dómi kaupir sig enginn. 8. þing Sjómannasambands íslands Stefna ber að hvers konar fríðun fiskistofna 8. þing Sjómannasam- bands íslands, haldiö i Reykjavík dagana 29. sept. til 1. okt. 1972, lýsir mikilli ánægju yfir þeirri ákvörð- un stjórnvalda landsins að færa út fiskveiðilandhelg- ina i 50 mílur frá 1. sept. s.l. Jafnframt lýsir þingið yfir eindreginni ánægju sinni yfir þeirri algjöru þjóðareiningu, sem tekizt hefur um þessa ákvörðun og framkvæmd hennar. Heitir þingið á stjórnvöld landsins og alla þjóðina að halda áfram, sem órofa heild, undanlátslausri bar- áttu fyrir þessu lifshags- munamáli þjóðar vorrar í bráð og lengd, ÞAR TIL FULLUR SIGUR E R UNNINN. bingið telur — eins og raunar undanfarin þing Sambandsins hafa gert ályktanir um, — að ein- stakir fiskstofnar, sérstaklega þorsk- og ýsustofnarnir við land- ið, hafi verið ofveiddir um árabil og sér þess nú greinilega vott með stórminnkandi afla á þessum fisktegundum, þrátt fyrir aukna sókn, jafnhliða lækkandi meðal- aldri þess fisks, sem veiddur er ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Vestmannaeyjum Alþýðubandalagið i Vestmannaeyjum heldur félagsfund að Bárugötu 9, sunnudaginn 8. október klukkan 2 e.h. 1. Kosning á flokksráðsfund. 2. Efnahagsmál. 3. Bæjarmál. Stjórnin Alþýðubandalagið i Árnessýslu Félagsfundur föstudaginn 13. október kl. 20.30 i Selfossbió. DAGSKRA: 1. Kosning i flokksráð. 2. Rætt um vetrarstarfið. 3. Garðar Sig- urðsson alþingismaður ræðir um stjórnmáiaviðhorfið. 4. Onnur mál. Stjórnin við landið, af þessum fiskteg- undum. Má þvi telja að mikil rán- yrkja á fiskimiðunum við Island á undanförnum árum sé nú greini- lega staðfest i reynd. Þingið telur þvi svigrúm is- lenzkra stjórnvalda, til samninga við aðrar þjóðir um timabundinn veiðirétt þeirra innan 50 milna markanna, mjög takmarkaðan og samningar i þvi efni megi ekki koma til greina, nema um mjög skamman tima og stór minnkaða sókn hinna erlendu skipa á miðin, frá þvi sem verið hefur. Þingið varar þvi við hvers konar undanslætti i samningum við aðrar þjóðir, sem stundað hafa veiðar við fsland og sviðiö fiskimiðin umhverfis landið, með stöðugt vaxandi sókn hin siðustu ár. Þingið lýsir fullu trausti á Landhelgisgæzlu tslands og hinum vel hæfu liðsmönnum, sem i Landhelgisgæzlunni starfa. Væntir þingið góðs árangurs i þvi starfi, en gerir sér jafnframt grein fyrir, að gæzlustarfið á sjónum er vandasamtog getur oft verið við ofurefli að etja. Þingið heitir þvi á stjórnvöld að efla Landhelgisgæzluna stórlega með auknum skipa- og flugvélakosti og á alla þjóðina að leggja fram mikið fé af frjálsum vilja til yfir- standandi fjársöfnunar til Land- helgissjóðs og þannig að hjálpa til við að efla vörzlu hinnar nýju landhelgislinu. Þingið leggur rika áherzlu á, að stjórnvöld og sérfræðingar, sem til verða kvaddir, vinni á næstu mánuðum vandlega að undirbún- ingi að friðunarráðstöfunum á hinum ofveiddu fiskstofnum, svo horfið verði nú, jafnhliða útfærslu landhelginnar, frá rányrkju á fiskmiðunum umhverfis landið. Verði sérstaklega vandað til frið- unarráðstafana á helztu hrygn- ingarstöðvum og helztu upp- vaxtarstöðvum fisksins. Verði nú þegar hafið viðtækt starf um það að skapa þjóðareiningu um allar nauðsynlegar aðgerðir i þessu efni svo að fiskveiðarnar geti um langa framtið orðið eins og hingað til góður og traustur atvinnuvegur og sterkasti þátt- urinn i sókn þjóða okkar til fram- fara. SKÓLADAGHEIMIU 1 YESTURBÆNUM A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag bar Gerður Steinþórsdóttir, varaborgarfulltrúi Fram- soknarflokksins, fram til- iögu um að komið yrði upp skoladagheimili í Vestur- bænum og kannaðir mögu- leikará kauðum á húseign- inni Ægissíðu 94 i því skyni. Fylgdi Gerður tillögunni úr hlaði og gerði m.a. að umræðu- efni niðurstöður skoðanankönn- unar þeirrar, sem félagsmálaráð lét gera um þörf fyrir dagvist- unarstofnanir i borginni, en könnun þessi var gerð af Þorbirni Broddasyni, lektor. Tillögu Gerðar var vel tekið af borgarfulftrúum og var henni visað til ' félagsmálaráðs með samhljóða atkvæðum. Tillaga Gérðar er á þessa leið: „Ljóst er, að á komandi árum þarf að koma á fót skóladagheim- ilum i öllum hverfum borg- arinnar. Félagsmálaráð hefur samþykkt, að árlega verði sett á stofn eitt slikt heimili. Nú eru rekin tvö skóladagheimili, annað að Skipasundi 80, hitt að Heiðar- gerði 38. Brýn nauðsyn er að koma upp skóladagheimili i Vesturbænum. Húseignin að Ægissiðu 94 i eigu rikissjóðs stendur nú auð. Þvi felur Borgar- stjórn Reykjavikur félagsmála- ráði að láta kanna, hvort húsið sé fáanlegt til að starfrækja þar skóladagheimili.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.