Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. október 1972. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 8
Kandidatpartiet en hárd
kritik mot demokratin
Nar Xváan
har enxgammal
___________________ förnit'lig och
smetig svenslcXlángfihn áterstár för
Ettan att plugga rned lite smátt
och gott och krafá. Det ar det som
kallas kanallfhnkurrens. Men i
fkrafset ligger smá korn. Dar ör
Astrid LinÚgren, som har dcn uni-
ka förmágan att könpla fria asso-
cintioiK'f battre ön liíia andra man-
Wox pá jorden. Oclr dármed lö-
,alla larviga gátorM en hand-
^ vándning.
Och dár kom skildringen av va-
let pá Island. Det ár det roligaste
som hánt i nordisk politik. Kandi-
datpartiet staller upp. Det enda .
parti som inte har nágot annat pro- |
grara án att bli invalt i alltinget.
Partiet för nollstálld demokrati,
med en valaffiseh dár nollan ar
allt. Det ár den hárdaste kritik som
riktats mot den demokrati vi har
överallt i Norden.
Sjálvklart fick Kandidatpartiet
inte ett enda mandat — men rik-
ligt med röster. Sá an finns det
hopp tör en rolig opposition i Nor-
den.
— CLAS BRUNIUS
Þessi klausa birtist i Expressen daginn eftir aO „FramboOsflokkurinn"
var sýndur i sænska sjónvarpinu.
myndir i almenum kvikmynda-
húsum. Þá er þeim neytt upp á
fólk óundirbúið. Þeim sem
kemur til þess að sjá kúrekann
sinn leiðist undir islenzku mynd-
inni, og svo öfugt.”
Listgrein eða ekki
Helduröu að það verði ekki
iangt þangað til að kvikmyndin
verður viðurkennd listgrein á ts-
landi?
„Fyrsta hlutverk kvikmyndar
er að upplýsa fólk, að rannsaka
þjóðfélagið og mannlifið og
hjálpa fólki til að skilja hvert
annað. Það skiptir ekki máli
hvort hún er kölluð listgrein eða
ekki nema i þvi felist, að höfund-
urinn sé frjáls og sé ekki að tjá
hugsanir einhverra auðmanna.
En til þess að kvikmyndin geti
þjónað þessu hlutverki þurfa að
vera til stofnanir, likt og bókasöfn
þar sem hægt er að fá lánaðar
kvikmyndir til að sýna á vinnu-
stöðum eða i smærri hópum.”
Strandar þá islenzk kvik-
myndagerð á fjármálunum
einum saman?
„Ja, ef einhverjum dytti i hug
að gera óháða (sjálfstæða) kvik-
mynd, er nokkuð vist að hann fær
ekki framleiðslukostnaðinn
greiddan, og verður ekki aðeins
kauplaus maður, heldur lika
skuldugur. Sölumöguleikar hér-
lendis eru aðeins sjónvarp og
fræðslumyndasafn sem eins og er
greiddu kannski 1/6 hluta kostn-
aðar. Og það er mjög erfitt að
komast inn á erlendan markað.
Ég hef skrifað fyrirtækjum og
sjónvarpsstöðvum erlendis, en
það tekur langan tima og erfitt að
fá áheyrn hjá þeim háu herrum,
enda eflaust óhemju mikið efni
sem þeim berst. Islenzka sjón-
varpið er i rauninni i beztri að-
stöðu til þess að koma sliku á
framfæri. Það er ekki von að þeir
stóru hlusti á strákhvolp úti á Is-
landi.”
Þolinmæði
og bjartsýni
Verður gerð löng alislenzk al-
vörukvikmynd á næstunni?
„Nei, það þarf að þjálfa fólk við
gerð styttri mynda fyrst. Kvik-
myndagerð er svo flókin, þar
verða margir kunnáttumenn að
vinna saman, og það tekur tima
að öðlast nauðsynlega þjálfun.
Þess vegna er það alveg bráð-
nauðsynlegt, að sett verði ein-
hvers konar löggjöf sem tryggði
fjármagn til framleiðslu kvik-
mynda þangað til gæðin yrðu slik,
að þær færu að bera arð. En það
tekur sinn tima og alls ekki hægt
að ætlast til þess strax.”
Ertu svartsýnn á framtið is-
lenzkrar kvikmyndagerðar?
„Nei alls ekki. Þvert á móti.
Það eru að gerast miklar breyt-
ingar i skipulagi kvikmynda-
iðnaðarins. Hið hefðbundna dreif-
ingarkerfi kvikmyndahúsa er
það þungt i vöfum, að það virðist.
ekki fært um að koma á framfæri
nýjum straumum. Upptökutækin
eru að verða fullkomnari, ódýrari
og meðfærilegri af miklu meiri
fjölda manna. Tilhneiging er til
tilraunastarfsemi og formbreyt-
inga, sem eiga ekki erindi i kvik-
myndahús eins og þau eru rekin i
dag, en henta betur smærri áhorf-
endahópum. Mér virðist, að alls
staðar i heiminum sé verið að
finna kvikmyndum einhvern far-
veg utan þessa hefðbundna
kerfis. Hugmyndin er sú, að fleiri
geri kvikmyndir en áður og á per-
sónulegri hátt og áhorfendur eigi
fleiri kosta völ. Enginn veit t.d.
ennþá hvaða áhrif kasettu-iðn-
aðurinn kemur til með að hafa i
framtiðinni, og svo mætti nefna
merkilega tilraun sem Sviar hafa
gert með sinu Filmcentrum. Þar
eru teknar myndir i útlán og
dreift til vinnustaða eða smáhópa
og tryggt er að 80% af tekjum
renni til framleiðslunnar. Ég er
ekki i vafa um að þetta kerfi hefur
átt sinn þátt i uppgangi sænskra
kvikmynda siðustu árin.
Ný mynd
Og að iokum, Þorsteinn. Ertu
með eitthvað á prjónunum núna?
,,Já,ég er með mynd i smiðum,
er i rauninni búinn að taka hana,
en á eftir að vinna hana. Hún
heitir ekkert ennþá, en það má
segja að hún fjalli á vissan hátt
um fólksflóttann úr sveitunum.
Hún gerist á bæ i einangruðum
firði á Vestfjörðum, sem er vega-
og rafmagnslaus. En einangr-
unin verður rofin á þvessu ári, þvi
verið er að leggja veg þangað. A
bænum býr bóndi með gamla
búskaparlaginu; eina vélin þarna
er vélin i bátnum sem er eina
samgöngutækið. Sonur bóndans
er nútimamaður og lifir innan um
bila og báta; sjómaður. Timans
tákn er vegagerðin, jarðýtur og
tryllitæki, sem eru skyndilega
komin inn i þennan kyrrláta fjörð.
Vélmenningin ryðst inn i gamla
timann Þvi miður gat eg ekki
tekið allt sem ég ætlaði mér, bæði
vegna veðurs og fjárhags, en ég
ætti að eiga efni i 7-10 min. mynd.
Hún er i litum og er,ásamt mynd-
inni um Framboðsflokkinn, loka-
verkefni mitt við kvikmyndahá-
skólann i Prag.”
Þ.S.
ATHUGASEMD: Eftir að viðtalið við Þorstein var
tekið, hefur kvikmynd hans um O-flokkinn verið
skoðuð af ákvörðunarbærum aðilum i islenzka sjón-
varpinu. útvarpsráð hefur gert meirihlutasam-
þykkt um, að kvikmyndin verði tekin til sýningar
svo framarlega sem samningar takist um greiðslu
þóknunar fyrir hana.
-----------------------------------N
Auglýsingasiminn er 17 500
V___________________________________J
Þýðendur rússneskra
bókmennta á þingi
Þann 19. september var settur
þriðji alþjóðlegi fundur þýðenda
og útgefenda sovézkra bók-
mennta. Rúmlega 80 bókmennta-
fræðingar, útgefendur og þýð-
endur frá 30 löndum, þar á meðal
frá Norðurlöndunum, komu til
Sovétrikjanna til að skiptast á
reynslu, kynnast nýjungum i
sovézkum bókmenntum, eiga
fundi við rithöfunda og koma i út-
gáfufyrirtæki. Geir Kristjánson
frá Islandi sagði, að þessi fyndur
gæfi þeim ekki aðeins tækifæri til
að kynnast nýjungum i sovézkum
bókmenntum sem væri mjög
mikilvægt fyrir þýðendur, heldur
einnig til að kynnast landi og þjóð
nánar.
Sænski þýðandinn Sven Stork
sagði, að rússneskar og sovézkar
bókmenntir væru mjög vinsælar i
Sviþjóð og á hverju ári kynntust
Gcir Kristjánsson
sænskir lesendur einhverjum nýj-
ungum úr sovézkum bók-
menntum.
„Eftir heimsstyrjöldina siðari
tók áhugi á sovézkum bók-
menntum i Sviþjóð að aukast og
hefur stöðugt aukizt. Ég tala ekki
um rússneskar sigildar bók-
menntir, sem fyrir löngu hafa
verið viðurkenndar um heim
allan. Af sovézkum höfundum eru
Pástovski, Baklanovog Bondarev
vinsælastir i Sviþjóð, já og i allri
Skandinaviu. Sænskir lesendur
þekkja enn litið til verka sovézkra
rithöfunda frá sambandslýðveld-
unum, þvi miður.”
APN.
B SAMVINNU- BANKINN
Gömul
hefð
Reglusemi í viðskiptum er leiðin til Reglubundinn sparnaður er upphaf
trausts og álits. Það er gömul hefð. velmegunar. Búið í haginn fyrir væntan-
Sparilán Landsbankans eru tengd leg útgjöld. Verið viðbúin óvæntum
góðri og gamalli hefð. Nú geta viðskipta- útgjöldum. Temjið yður jafnframt reglu-
menn Landsbankans safnað sparifé eftir bundna sparifjársöfnun.
ákveðnum reglum. Jafnframt öðlast þeir Kynniö yður þjónustu Landsbankans.
rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan
hátt, þegar á þarf að halda.
Rétturinn til lántöku byggist á
gagnkvæmu trausti Landsbankans og
yðar. Reglulegur sparnaður og reglu-
semi í viðskiptum eru einu skilyrði
Landsbankans.
Þér þurfið enga ábyrgðarmenn -
bankinn biður aðeins um undirskrift
yðar, og maka yðar.
Biðjið bankann um bæklinginn um
Sparilán.
Banki allva landsmawia