Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 9
IDNADURINN VERDI KJARNI
(SLENZKS ATVINNULÍFS
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. október 1972.
Bráðabirgðaniðurstöður benda til
þess að slikur rekstur sé arðvæn-
legur. Þriðja viðfangsefni á syiði
stóriðjuer hagnýting á gosefnum.
tsland er eins og menn vita
auðugt af gosefnum s.s. vikri og
perlusteini.
A vegum iðnaðarráðuneytisins
er starfandi gosefnanefnd og
hefur hún farið nýlega i kynnis-
ferð til Evrópu til að kanna fram-
leiðsluaöferðir. Virðist þaö
hráefni. sem hér finnst gott og
lofa þær athuganir, sem geröar
hafa verið góðu.
t þessu sambandi má nefna aö
um þessar mundir er verið að at-
huga vinnslu á rörum og leiðslum
úr basalti. Auk þessara fyrir-
ætlana hafa margs konar aðrir
stóriðjumöguleikar veriö at-
hugaðir s.s. málmblendi-
verksmiðjur af ýmsu tagi. Auk
þess má nefna aö einmitt um
þessar mundir eru að opnast
möguleikar á útflutningi á
hreinsuðú og þurrkuðu þangi i
mikium mæli.
Iðnþróunaráætlun sú sem nú er
unnið að á að geta haft mikil áhrif
á þjóöarbúskap lslendinga og
langar mig i þvi sambandi að
nefna nokkrar tölur.
Arið 1970 nam framleiðsluverð-
mæti á mannár i smáiðnaði
780,000 kr. Ariö 1980 á fram-
leiðsluverðmætið að vera komið
uppi 1,600.000 og er þá miðað við
verðlagið 1970.
Iðnaðarframleiðslan mun þá
hafa vaxið úr 12.227 miljónum
króna 1970 i 40.000 miljónir kr.
1980.
Af þessari 40.000 milj. fram-
leiðslu mun heimamarkaðurinn
taka um 15.000 m. kr. en útfluttar
vörur munu nema um 25.000 m.
kr. Þá er gert ráð fyrir að út-
flutningur fisk- og landbún-
aðarafurða nemi 17.600 m. kr.
Þannig yrði hlutur iðnaðarvara
kominn uppi 60% af heildarút-
flutningi þjóðarinnar. Nú mun
Hins og við fláningu þarf að gæta fyllstu vandvirkni við stirfkin og söitun á gærum. Minnsti galli setur
gæruna i neðsta flokk eða afullun.
um 70 þúsund gærur, eða um 250
tonn og langmest af gráum
gærum. Agnar sagði að það væri
miklu auðveldara að selja gærur
út nú en áður heföi verið. Ullin
hefði hækkað mikið á erlendum
mörkuðum og auk þess væri mikil
eftirspurn eftir bjórunum. Fram-
boð á heimsmarkaði á skinnum
væri nú of litið og þess vegna
hefði verð á gærum hækkað um
10% i haust. Og til að mynda
hefðu Sviar fallizt á að taka meira
af gærum úr lakari flokkunum, en
gærur eru flokkaðar i 5
gæðaflokka, og þess vegna væri
verðið hærra en sem nemur þess-
ari 10% hækkun. Gæðamat á
gærum er mjög strangt og þær
eru metnar hvort sem þær fara til
útflutnings eða þá til notkunar
hér innanlands. Þær gærur sem
ekki ná að komast i einhvern
þessara gæðaflokka, fara i af-
ullun. Sagði Agnar að gæðamatið
væri nákvæmlega það sama til
útflutnings og fyrir verksmiðj-
urnar hér heima.
1 gæðamatinu er tekið tillit til
hvort um tvireyfa gærur er aö
ræða, hvort sár er á bjórnum
o.s.frv. Sagði Agnar að vand-
virkni hjá fláningsmönnum i
sláturhúsunum réði miklu um i
hvaða gæðaflokk gærurnar færu,
Frh. á bls. 15
Tilefni þessa blaðamanna-
fundar er að gera grein fyrir
langtima islenzkri iðnþróunar-
áætlun, sem unnið hefur veriö að
á vegum iðnaðarráðuneytisins i
samráði við sérfræðinga frá
Sameinuðu þjóðunum, svo og
skýra frá störfum nefnda og öör-
um aögerðum, sem á döfinni eru
fyrir tilstilli ráðuneytisins.
Eitt höfuöeinkenni islenzks
þjóðarbúskapar er einhæft at-
vinnulif og óstöðugleiki, sem það
ástand hefur i för meö sér fyrir
þjóðarbúið og afkomu lands-
manna.
Afkoma sjávarútvegsins hefur
ætið haft mjög sterk áhrif á
þjóðarbúiö hvort heldur sem við
skoðum tekjumyndun innanlands
eða jöfnuðinn gagnvart útlönd-
um.
Við eigum nú i örlagarikri bar-
áttu um stækkun landhelginnar.
Þar erum viö ekki aðeins að berj-
ast fyrir rétti okkar til að nýta
auðiindir sem eru óvéfengjan-
legur hluti af landinu sjálfu,
heldur erum við aö gera ráð-
stafanir gegn rányrkju sem ógna
sjálfu iifinu i sjónum. Fiski-
fræðingum ber saman um að
allur fiskistofn i Norður-Atlanz-
hafi séu ýmist fullnýttir eöa of-
nýttir og við höfum fulla ástæðu
til að óttast að sá aflaskortur,
sem er mesta efnahagsvandamál
okkar i ár, sé afleiöing af þessari
þróun. Hvort sem fullur sigur
okkar i landhelgismálinu vinnst
fyrr eða siðar, mun það taka
langan tima að efla fiskistofnana
á nýjan leik, og þvi er okkur það
óumflýjanieg lifsnauösyn að
renna fleiri stoðum undir efna-
hagslif okkar, eins fljótt og við er-
um menn til.
Viö stöndum einnig frammi
fyrir þeirri staðreynd að þurfa aö
tryggja ört vaxandi þjóö næga og
örugga atvinnu. Samkvæmt
áætlun er gert ráð fyrir að mann-
aflinn muni vaxa um 1700-1800
manns árlega á timabilinu 1970-
1980. Iðnþróunaráætlunin er
samin i þvi skyni aö styrkja hvort
tveggja, stöðugleika atvinnu-
lifsins og næga atvinnu i landinu.
Stöðugleiki atvinnulifsins verður
ekki tryggður nema fjölbreytnin
aukist og tekjumyndun atvinnu-
veganna veröi jafnari.
Vinnuaflsnotkun i landbúnaöi
er þegar i hámarki og sjávarút-
vegurinn mun ekki geta tryggt
miklu meiri atvinnumöguleika en
nú er, þótt sóknin verði nokkuö
aukin. Efling iönaöar er þvi lifs-
hagsmunamál þjóöarinnar og
þróun hennar og efling undir þvi
komin, hvort takast muni að gera
iðnaöinn að kjarna atvinnulifsins
á tiltölulega skömmum tima.
Með inngöngu tslands i EFTA
árið 1969 tóku við nýjar aöstæður
fyrir iðnaöinn. Fram til þess hafði
hann búið við mikla tollvernd en
að öðru leyti var vaxtaskilyrðum
hans mjög þröngur stakkur
skorinn. Markaður hans var svo
til eingöngu hér innanlands, en
vegna mikillar verndar, verð-
bólgu og smæðar tryggði hann
ekki þær aðstæður, sem nútima
iönaður þarf til aö þar geti átt sér
stað eölileg verkaskipting.
Framleiðni iðnaðar er
litil og afköst hans nema svo sem
2/3 af afköstum norsks verk-
smiðjuiönaðar á sumum sviöum
aðeins 50%. Orsök þessa liggur
fyrstog fremst i fjölbreytni fram-
leiðslutegunda hvers fyrirtækis
og almennum stjórnunarörðug-
leikum.
Ekki ber að leyna þvi, að
iðnaðurinn hefur ekki setiö viö
sama borö og hinir tveir fram-
leiösluatvinnuvegirnir, land-
búnaöur og sjávarútvegur,
undanfarna áratugi. Efnahags-
stefnan á Islandi hefur lagt
áherzlu á að veita sjávarútvegi og
landbúnaði þaö umhverfi sem
nauösynlegt er þeim til viögangs
og eflingar, en iðnaði ekki i sama
mæli.
Sú hugsun var lengi rikjandi að
það væri nægilegt aö girða landið
tollmúrum og láta svo sjá hvaö
setur. Vissulega er tollvernd afar
mikilvæg uppvaxandi iðnaði en
hún ein er ekki nægileg. Þegar
tollverndin er farin að hafa
lamandi áhrif á athafnir og
ákvarðanir gegnir hún ekki þjóö-
hagslegum tilgangi.
Gömul viðhorf til atvinnugreina
eiga ekki lengur viö og verður aö
breyta fjárfestingarstefnunni i
samræmi við það. tJtreikningar
hafa sýnt að hver fjárfest króna i
landbúnaöi var á árabilinu 1951-
1960 rúm 11 ár að skila sér í aukn-
um þjóðartekjum.
Sami timi var 2,5 ár i fiskiðnaöi
en 3,5 ár i verksmiðjuiðnaði, en
það þykir gott hlutfall á alþjóð-
legan mælikvarða. Þrátt fyrir
þetta var fjárfesting i landbúnaöi
115 þús. kr. á mannár en aðeins 66
þús. kr. i verksmiðjuiðnaði öðrum
en fiskiðnaði.
Vandamálin eru þvi mörg og
snerta samsetningu efnahagslifs-
ins bæði i heild og á iðnaðarsvið-
inu. Það er þvi forsenda þess að
iðnþróunaráætlunin beri til-
ætlaöan árangur að rikisvaldið
hafi sterka aðstööu til að móta þá
framtiðarskipan, sem stefnt er
að.
Arið 1974 hefst afnám þeirrar
tollverndar, sem iðnaðurinn býr
nú við. Siðan má smátt og smátt
búast við stóraukinni samkeppni
erlendis frá. Vegna þeirrar lágu
framleiöni og lélegu afkasta, sem
ég minntist á i upphafi, yrði
islenzkur iðnaður ekki fær um að
standast samkeppni erlends
iðnaðarvarnings, ef ekki verða
gerðar ráðstafanir i tima.
Samkvæmt viöskiptasamningi
hann alls nema um 12% ef álið er
meðtalið.
1 tengslum við þessa heildar-
áætlun hefur farið fram úttekt á
þeim iðngreinum, sem álitið er aö
muni reyna mest á i komandi
samkeppni.
Þessar greinar voru vefjar- og
fataiðnaður, málmiðnaður,
sælgætisiðnaður og húsgagna- og
innréttingaiðnaður.
Skipaðar voru 4 nefndir i þvi
skyni að meta og gera tillögur um
aögerðir innan þessara iðngreina
til skamms tima. Nefndirnar hafa
allar skilað áliti, og munu
formenn þeirra skýra litillega frá
niðurstöðum þeirra hér á eftir.
Annað svið, sem þarf verulegra
umbóta við er það umhverfi og sú
þjónusta, sem iðnaðurinn þarf að
hafa. 1 þvi skyni að bæta þá
þjónustu. sem rikið hefur veitt
honum, einkum á sviði
rannsókna, var skipuð nefnd á
vegum ráðuneytisins til að kanna
hvort æskilegt væri að breyta
skipulagi þeirra stofnana, sem nú
eru fyrir hendi þ.e. Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins, Rannsóknar-
stofnun byggingaiðnaðarins og
Iðnþróunarstofnun með það fyrir
augum að bæta þjónustu þeirra.
Þessi nefnd hefur enn ekki
skilað áliti, en formaður hennar
er Þorsteinn Vilhjálmsson.
Eins og bent hefur verið á hér
aö framan er hér um að ræða
mikla byltingu i atvinnumálum
þjóðarinnar, ef áætlunin verður
að veruleika — sannkallaða iön-
byltingu. Til aö hún geti oröiö að
veruleika þarf rikisvaldiö að hafa
sterk itök og tæki til að geta
stjórnað feröinni og þessvegna
þarf gagngerar breytingar á
stefnunni i fjárfestingarmálum,
tollamálum og raunar efnahags-
málum i heild.
Einkum þarf á auknu fjár-
magni að halda og er nú unniö aö
þvi á vegum ráðuneytisins aö
semja frumvarp til laga, sem
tryggi nokkurt fjármagn til að
framkvæma iðnþróunar-
áætlunina.
Mjög vaxandi eftirspurn
erlendis frá er nú eftir is-
lenzkum uliargærum og fer
verðlag þeirra stöðugt vax-
andi. Sem dæmi um það
má nefna að SIS hefur ný-
lega samið um sölu á 70
þúsund gráum gærum til
Sviþjóöar, sem er um 10
þúsund gærum fleira en í
fyrra og verðið er 10%
hærra. Svipuð eftirspurn er
eftir islenzkum gærum frá
öðrum löndum og eru nú
væntanlegir fulltrúar frá
gærukaupandanum
Skorimpex i Póllandi til að
semja um kaup á 50 til 100
þúsund gærum, það er
venjulegum gærum, en
ekki sérstökum lit á þeim.
En þrátt fyrir þetta er
stefnt að þvi að fullvinna
gærur hér heima þannig að
engin gæra verði flutt úr
landi og vex nú skinna-og
ullariönaður innan lands
mjög ört.
Þessar upplýsingar fengum við
hjá- Agnari Tryggvasyni, fram-
kvæmdastjóra Búvörudeildar
Sambands islenzkra samvinnu-
félaga,- en sambandið er lang
sætrsti útflytjandi hér á landi á
gærum.
Agnar sagði að SIS hefði á sið-
asta ári flutt úr 490 lestir af sölt-
úðum gærum, fyrir 52 miljónir kr.
Þarna er um að ræða bæði gráar
gærur og venjulega liti. Heildar-
framleiðsla á gærum var um 2200
lestir, og allt sem ekki var flutt út
er notað hér heima. Láng-stærsti
gærukaupandi hér heima eru
sambandsverksmiðjurnar á
Akureyri, Gefjun og Iöunn. Þær
kaupa um 350 þúsund gærurr til
Sauðárkróks fóru 85 þúsund
gærur, til Akraness 45 þúsund og
SS um 85 þúsund.
Mjög mikill verðmismunur er
eftir lit á gærum sem fluttar eru
Unnið við að stafla og salta gærur hjá SS i Reykjavik.
út. Gráar gærur eru ,um 30%
verðmeiri til útflutnings en gærur
með öðrum lit. Enda eru þær einu
gærurnar sem seldar eru úr landi
eftir lit. Allar aðrar gærur eru
seldar þannig að þar i eru allir
aðrir litir en grái liturinn, en þó
má magn af lituðum gærum, svo
sem mórauðar, svart og flekkótt,
ekki fara yfir 10% i þvi magni
sem hver kaupandi fær af hinum
svo kölluðu venjulegu gærum.
Agnar sagði aö þótt grái liturinn
væri mest eftirspurður af kaup-
endum. þá vildu þeir einnig fá að
kaupa svartar og mórauðar
gærur en slikt væri ekki hægt. þar
eð þá myndu þeir er keyptu mikið
heildarmagn telja sig svikna ef
þá liti vantaði.
Agnar Tryggvason sagði að
bændur á lslandi hefðu farið mjög
mikið úti það að rækta upp grá-lit-
inn i sauðfjárstofni sinum. enda
væri verð á gráum gærum það
hátt að það margborgaði sig fyrir
Við munum stefna að fyrri
leiðinni, það er að auka fram-
leiðsluna með óbreyttum eða
vaxandi mannafla.
Að iðnaði starfa nú um 14.000
manns, en þaö er um 17,5% af
heildarmannaflanum. Arið 1980
munu 22.000 manns starfa við
iönað eða um 22% af áætluðum
heildarmannafla.
Aðalvaxtargreinarnar eru
áætlaðar þær, sem vinna úr
innlendum hráefnum, s.s. ullar-
varningur, leöurvörur, skinn,
keramik og þær, sem vinna að
visu úr erlendum hráefnum en
eru háðar þeim einkennum efna-
hagslifsins. sem hér rikja s.s.
margs konar fiskveiða- og fisk-
verkunarútbúnaöur.
Samkvæmt þessu er áætlað að
mannafli i sútunariðnaöi vaxi um
100% i niðursuðuiðnaði um 80% og
i málmiðnaði um 180%, svo að
dæmi séu nefnd.
Hér hef ég eingöngu rætt um
svo kallaðan smáiðnað eða iðnað,
sem þegar er fyrir i landinu. En
samhliða þessari áætlun er einnig
unnið að ýmsum ætlunarverkum
á sviði svo kallaðs stóriðnaðar og
þykir mér hæfa að minnast
nokkuð á það hér. Þar er
forsendan sú að við búum yfir
mikilli orku, sem enn er aðeins
nýtt að litlu leyti og við eigum
þess kost að framleiða ódýrari
orku en flestar aðrar þjóðir.
1 þessu sambandi má nefna
sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi,
en skýrsla um rannsóknir þar
verður afhent rannsóknarráði i
dag. Niðurstöður þeirra
rannsókna virðast mjög já-
kvæðar. önnur viðfangsefni, sem
athuguð hafa verið er ilmenite
rafbræösla. Ilmenite er málm-
blanda. sem inniheldur að mestu
leyti titan. Nirðurstöðuskýrsla,
sem unnin hefur veriö á vegum
ráðuneytisins og Sameinuðu
þjóðanna er væntanleg bráðlega.
Ræða Magnúsar Kjartanssonar
iðnaðarmálaráðherra, er kynnt
var fyrsta iðnþróunaráætlun
íslendinga
★ Gráar gœrur i nrjög háu verði erlendis
Magnús Kjartansson
.imilli lslands og Efnahagsbanda-
glágsins verður komin friverzlun
omeð iðnaðarvörur milli þeirra 1.
; júli 1977.
Til að geta staðizt þessa sam-
keppni þarf að tvöfalda fram-
leiðni á mann i iðnaðinum fram til
1980 og er það megin markmið
þeirrar iðnþróunaráætlunar, sem
hér er kynnt.
Þau tvö aðalvandamál sem
komaikjölf. framleiðniaukingar
eru sölumarkaðir fyrir aukið
magn iðnaðarvarnings og vanda-
mál atvinnuöryggis.
Framleiðni má auka á tvo
vegu. Annars vegar með mjög
aukinni framleiðslu en óbreyttum
mannafla eða óbreytt fram-
leiðslumagn með minni
mannafla.
★ Vaxandi eftirspurn eftir gœrum erlendis frá,
og hœkkandi verð á heimsmarkaði
★ Bœndur farnir að rœkta upp hreina liti i sauðfé
★ Skinna- og ullariðnaður innanlands i örum vexti
Kinn af starfsmönnum SS heldur hér á grárri gæru en þær eru um 30%
verðmciri til útflutnings cn gærur með öðrum lit.
bændur að leggja i þann kostnað
sem fylgir þessu. Verð á venju-
legri gæru var i fyrra, meðalverð
á dilkagæru, 105,81 kr. á kg. og
hver gæra er um 2,8 kg. Hins
vegar var verð á grárri dilkagæru
124,44 kr. á kg. og sést á þessu að
verðmunurinn er mikill. Hins
vegar er verð á gærum mun
lægra, en þær eru aftur á móti
þyngri.
Agnar tók fram að það væri
gert al íllri nauösyn aö flytja
gærur út. Það myndi marg-borga
sig að fullvinna þær hér heima
eins og reyndar lægi i augum uppi
og aö þvi væri nú stefnt að gera
það og ullar- og skinnaiðnaður i
landinu væri i örum vexti, þannig
að sennilega yrði ekki langt þar
til að útflutningi á gærum yrði
hætt.
Sviar eru stærstu gærukaup-
endur okkar og i fyrra keyptu þeir
Stefnt að því
að fullnýta
allar gærur
innanlands