Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. október 1972. ÞJÖÐVILJINN — StÐA Jl. Guðmundur Sigurðsson Fáein minningarorð Þegar efri árin siga að, fara gamlir samfylgdarmenn að tygja sig sem ððast af sviðinu, unz gamall maður stendur nær einn eftir á ströndinni, horfinn sam- feröamönnum og sálufélagi. Slikar hugsanir hvarfla fast að mér viö fráfall frænda mins og vinar, Guömundar Sigurðssonar bankafulltrúa, enda er hér lokið langri samfylgd, sem hófst uppi i Borgarnesi fyrir tæpum hálfum fimmta tug ára, meðan við vorum báðir ungir og áttum lifiö fram- undan. Guðmundur fæddist i Skild- inganesi við Skerjafjörð 27. febrúar 1912 og var þvi aöeins liö- lega sextugur er hann féll frá. Foreldrar hans voru: Sigurður Helgason, lengi bóndi i Hvammi i Hvitársiðu, og Helga Jónsdóttir, kona af borgfirzkum ættum og lengi siðan húsfreyja i Reykjavik, en nú látin fyrir nokkrum árum. Guömundur barst ungur upp i Borgarnes i fóstur hjá ágætum hjónum, er tóku við hann tryggö sem sonur þeirra væri og studdu hann eftir föngum á námsbraut- inni. Ungur hóf hann störf i Kaup- félagi Borgfirðinga, en þaöan lá leiðin i Samvinnuskólann, þar sem hann lauk prófi árið 1930, en fór skömmu seinna til Þýzka- lands til framhaldsnáms i verzl- unarfræðum i Kiel og Frankfurt am Main. Eftir heimkomuna réöst hann til starfa i endurskoð- unardeild Landsbankans, þar sem hann vann á árunum 1934- 1939, er hann gerðist fulltrúi hjá Skipaútgerð rikisins og gegndi þar störfum árin 1939-1956. Hann vann siðan um nokkurt skeið hjá Innflutnings- og gjaldeyrisskrif- stofunni, en hvarf 1957 aftur aö störfum við Landsbankann og var þar fulltrúi i aðalbókhaldi til dauðadags. Guðmundur var tvi- kvæntur: Fyrri kona hans var Anna Guðmundsdóttir Björns- sonar, sýslumanns i Borgarnesi. Þau skildu, en áttu einn son, Guö- mun lækni, kvæntan Hrefnu Björnsdóttur hjúkrunarkonu. Siðari kona hans var Fjóla Haraldsdóttir Sigurðssonar, tré- smiðs i Vestmannaeyjum, og eignuðust þau tvö börn: Stein- unni, gifta Fróða Jóhannssyni garðyrkjufræðingi, og Óttar læknanema. Guðmundur fékkst töluvert við ritstörf, enda mun hugur hans oftast hafa hvarflað á þær slóðir. Arið 1962 gaf hann út dálitla ljóðabók: Dýrt spaug (Heims- lystarvisur og hermiljóð). Þá fékkst hann nokkuð við blaðaút- gáfu og samdi einn eða i félagi við aðra nokkra gamanleiki, auk fjölda skopþátta,sem fluttir voru i útvarpi og viðar. Hann var einnig vinsæll útvarpsmaður, t.a.m. i visnaþáttum útvarpsins fyrir nokkrum árum og spurningaþátt- um sjónvarpsins á siðastliðnum vetri. Um störf hans að banka- málum og skipaútgerð er mér allt gjörókunnugt. Um þau efni mun hann hafa talaö fátt að jafnaði, og naumast hafa þau verið eftirlæti hans eða sérstakt hugöarefni. Þó hygg ég, að þau hafi farið honum vel úr hendi, og vinsældum átti hann þar að fagna eins og annars staðar. Guðmundi var mikil hag- mælska i blóö runnin, svo aö hann mátti mæla samfellt mál i hend- ingum, ef hann vildi við hafa. Sú ofrausn hefur orðið mörgu ungu skáldefni fjötur um fót og hefndargjöf, þegar sækja skyldi á hinar torsóttari brautir ljóða- gerðar, en kannski hefur Guö- mundur aldrei hugsa til þess i fullri alvöru, enda virtust mér bæði aðstæður hans og eöli risa gegn þeirri einbeitingu, sem ein skapar öndvegisverk. Hann var I rauninni of mikill marghyggju- maður til þess aö keppa að tor- sóttu takmarki. Hann vildi lifa líf- inu, njóta fagnaðar þess, fjöl- breytni og veiga, sitja i hópi góðra vina sem glaður gestur eða gestgjafi, þar sem margt bar á góma og hann ræddi áhugamál sin, eins og þau voru þann daginn, hvort heldur voru uppi á teningn- um bókmenntir, listir eöa annað bjástur makindarinnar. Oft var þá dregið dár að umstangi og öör- um fánýtum tilburðum samferða- mannanna, og flugu þá stundum ónotaleg skeyti um bekki, þótt oftar væri brugðið á léttari tóna en gripiö til hinna þyngri vopna. Af þeim rótum runnu flest ljóð hans eða heimslystarvisur, eins og hann kallaöi þau sjálfur, og gamanleikir allir. Kvæðin voru skopmyndir, sem hann hirti naumast um að gefa almennt og varanlegt gildi, senn gleymd eins og yrkisefnin sjálf og þeir menn, er að þeim stóðu. Guðmundur þjáðist á annan tug ára af hættulegum sjúkdómi og varð oft að dvelja langdvölum i sjúkrahúsum við dapurlegar horfur. Dánarfregnin kom þvi engum á óvart er til þekkti, fremur hitt, hve lengi hún lét á sér standa. Þetta setti að sjálf- sögðu mark á manninn, en við samfundi urðu vinir hans og kunningjar þess litt varir. Hann hafði spaugsyrði á vörum um krankleika sinn, þótt sennilega væri honum fleira i hug en hann mælti, er hann horfði fram á veg- inn. Nú er þeirri göngu lokið, en eftir er minning um góðan og glaðværan dreng, sem manni býöur i grun, að ef til vill hafi verið borinn til meiri starfa en honum auðnaðist að ljúka. Haraldur Sigurössson. Maður kemst ekki hjá þvl, að þvi meir sem maður eldist, þvi fleirum hefur maöur á bak að sjá af sinum samferðamönnum, svo þeim er næst manni stóðu, sem hinum, er maður var minna við- þreyttur undir drápsklyfjum áhyggjunnar og hinni þrúgandi alvöru, telur sig ekki geta við þá byrði losnað og jafnvel ekki mega leyfa sér siikan munað. En hann vissi lika, aö ,,— þeim væri hollt i alvöru aö yfirvega hvað alvaran stundum gerir oss spaugilega,” eins og hann komst sjálfur að orði. Og það var þessi tónn hins létta strengs, sem gerði hann svo þekktan og vinsælan meðal sinna samtiðarmanna, sem raun bar vitni, en þennan streng kunni hann að slá af meira listfengi en aörir, — og þetta segi ég ekki sem maður nátengdur Guðmundi, heldur sem óháður njótandi þeirrar listar er hann tamdi sér. En sú tegund iistar er marg- slungin og löngum leynir hún undir yfirborðinu mótsögninni viö sjálfa sig, ef ég má viöhafa svo óljóst oröalag. Enda skal enginn ætla aö Guömundur hafi ekki kunnað að taka á málum á annan hátt en þann, sem heyrir skopinu einu, þvi það kunni hann vel ef honum þótti svo henta. Gáfur hans voru með miklum ágætum og rökvisi hans af harðri gerð, ef hann kaus aö beita henni svo. Málfar hans var — án allrar til- gerðar — ntrikara en tlestra ann- arra, og þó honum væri skopið tamt, þá grunar mig að tilfinn- ingar hans hafi sist verið kaldari né riki þeirra minna, heldur en hjá mörgum þeim, sem bera þær á torg daginn út og inn. En hugur einn það veit er býr hjarta nær. Eg var að minnast á eftirsjána, söknuöinn eftir þann vin, sem maður skal ekki framar sjá né heyra. Sú kennd getur veriö með mörgum hætti. Og þó mér sé ekki saknaöarlaust, þá veit ég að mér verður varla hugsað til Guð- mundar án þess að um mig fari að anda sá blær, sem maður strax varð var, hverju sinni er maður hitti hann. Fárveikur á sjúkra- húsi gat hann gert slikt gys að veikindum sinum og beitt fyndni sinni af þeirri leikni, að maður man mörg orösvör hans úr þeim stað jafnt og þá glööu stund er þeir vinirnir, hann og Steinn Steinarr, þreyttu hér kapphlaup upp snarbratta brekku i hliöinni fyrir ofan túnið. — En þaö hygg ég hverjum manni drýgsta gæfu, lifs og liðnum, að um nafn hans sé sú birta, sem gerir söknuðinn skuggalausan. Við sem þekktum Guðmund Sigurðsson vissum það, eins og hann vissi það sjálfur, aö mörg hin siðustu ár var heilsu hans þann veg farið, að það mikla valdboö, sem allir skulu ein- hverntima hlýða, gat á hvaða stund sem var komið til hans, hvasst og snöggt. En segja má að þó yfir höfði manns hangi hið beitta sverö á einu hári, þá sé sizt verra aö falla fyrir þvi, og vera þar með úr leik i einum svip, heldur en veslast upp i langri kröm hárrar elli, horfinn ráði og rænu. — Og það ætla ég fyrir vist að ekki kysi Guðmundur að sin væri minnst með þeim harmi, sem ekki finnur sér huggun i góðri minningu hans og glaöri. En fyrir söknuði ástvina hans ber ég djúpa viröingu og votta þeim innilega samúö mina. Guðm. Boðvarsson. Það er mælt með STANLEY málböndum Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé STANLEY HLUTAVELTA Kvennadeildar Slysavarnafélagsins i Reykjavik, VERÐUR í VESTURKJALLARA IÐNSKÓLANS (Inngangur frá Vitastig) í dag, sunnudag^og hefst kl. 2 e.h. — Þúsundir ágœtra muna — Engin núll — Ekkert happdrætti NEFNDIN Fulltrúar trésmiða á ÁJ51 þing Fulltrúar Trésmiðafélags Reykjavikur hafa verið kosnir á A.S.t.-þingið i nóvember og voru þeir sjálfkjörnir. Þeir eru Jón Snorri Þorleifsson, Sigurjón Pétursson, Hallgrimur Péturs- son, Ólafur Guðmundsson, Benedikt Daviðsson og Grétar Þorsteinsson. Alþýðusamband Islands hefur sent drög til einstakra verkalýðs- félaga um fjárhagsáætlun, fyrir sambandið, um atvinnulýðræði, um fræðslumálin og um trygg- ingarog öryggismál svo að dæmi séu tekin af málaflokkum. A næstunni verða félagsfundir hjá trésmiðum, þar sem öll þessi mál verða rædd, sagði Jón Snorri blaðinu i gær. bundinn. Þessari óumflýjanlegu lifsreynslu hefur margur lýst, og sumir með sárum trega svo eftir- minnilegt varö. Nú þegar Guðmundur Sigurðs- son er allur, verður mér þetta hugstætt, — og grunar jafnframt, að ekki myndi Guðmundi vini minum, mági og frænda, það með öllu að skapi aö ég hæfi upp beisk- legar harmatölur vegna þess að hann er nú horfinn á vit þess ókynnis sem allra beið og biður. En hitt mundi hann skilja manna bezt, aö hjá þeirri eftirsjá, sem alltaf er að góðum dreng, verður aldrei komizt meðal þeirra er þekktu hann bezt og enn hafa ekki gengið til enda sinn veg. Guðmundur var fyrir löngu maður þjóðkunnur og verk hans i þágu leiklistar, hljóðvarps og sjónvarps fleiri en svo, aö ég reyni að telja þau upp i þessum linum. En þau voru með þeim hætti, að á þau vildi hver maður hlýða og ógjarna fara á mis, væri annars kostur. Guðmundur vissi, sem var og er, að margur er Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum með SANDVIK snjónöglum, komast leiðar sinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.