Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3.
Eftir EBE-sigurinn er stjórnin nú að fara i verkamannaföt
HIW NÝI FORSÆTISRÁÐHERRA DANA:
Vinstrikrati
á hcegrileið —
eða hvað?
MARGAR VONIR hafa verið
tengdar við Anker Jörgensen.
Hann hefur verið sá maður, sem
ótal vinstrisinnaðir sósial-
demókratar hafa hallað að höfði,
þegar þeir hafa rætt um nauðsyn-
lega endurnýjun og róttækni i
Sósialdemókrataflokknum
danska. Og oftar en einu sinni
hefur verið rætt um hann sem for-
sætisráðherraefni.
Nú er hann semsagt kominn
alla þessa leið. En það getur
verið, að hann eigi erfitt með að
mæta nú öllum þeim vonum sem
við hann hafa verið tengdar.
Kannski hjálpar það honum að
nokkru, að nokkuð hefur dregið úr
þessum vonum á siðastliðnu ári.
Afstaða Ankers til Efnahags-
bandalagsins hefur valdið
mörgum fyrri áhangendum hans
vonbrigðum. Hann setti fram
nokkur skilyrði fyrir aðild (m.a.
að Norðmenn kæmu með), en
hann hljóp frá þessum skilyrðum
siðar. Þrátt fyrir eindregna af-
stöðu gegn EBE á þingi Verka-
mannasambandsins kom hann i
veg fyrir að sambandið tæki
virkan þátt i baráttunni gegn
aðild Danmerkur að EBE.
Má vera að hann hafi þá þegar
verið byrjaður að aðlaga sjálfan
sig og skoðanir sinar þeirri stöðu,
sem hann nú tekur að sér.
En þrátt fyrir vonbrigðin eru
s t úðningsmenn Ankers
Jörgensens ekki búnir að gefa
hann upp á bátinn enn. Og þótt
hann hafi hlotið einróma stuðning
flokkstjórnar til forsætisráð-
herraembættis eru að sjálfsögðu
til meðal sósialdemókrata hægri-
sinnar, sem eru mjög reiðir yfir
slikum málalokum.
Timinn mun skera úr um það,
hvort hann fær staðizt þann
þrýsting sem hann mun nú verða
fyrir.
1 ANKER JÖRGENSEN
eignast Danmörk forystumann,
sem hefur vaxið upp úr
verkalýðshreyfingunni með hefð-
bundnum hætti. Slikur þroska-
ferill krefst þróttar, og Anker
Jörgensen er i fleiri en einum
skilningi sterkur maður.
Ferill hans gæti vel verið tekinn
úr sósialrealiskri skáldsögu.
Hann ólst upp á munaðar-
leysingjaheimili, byrjaði feril
sinn i verkalýðshreyfingunni sem
trúnaðarmaður á Tslandsbryggju
1946, varð seinna formaður
Starfsmanna i birgðaskemmum
og eftir að hann gegndi um hrið
framkvæmdastjórastarfi i DASF
(verkamannasambandinu) var
hann kosinn formaður þessa
stærsta verkalýðssambands
landsins árið 1968. Meðlimir þess
eru kvartmiljón.
Hann endurnýjaði verak-
mannasambandið og hneykslaði
einatt forystu LO ( Alþýðu-
sambandsins). Hann kom af stað
opinni umræðu meðal verka-
manna. Og þegar vinstriarmur
sósialdemókrata bar fram kröfu
um ,,danska Bevan-hreyfingu”
(Aneurin Bevan var sá leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins
sem lengst var til vinstri) tók
hann þátt i stofnun
Sósialdemókratafélagsins. Þetta
var á þeim tima þegar uppi voru
sósialdemókrataforingjar sem
gjarna vildu lýsa þesskonar and-
spyrnu i bann.
Anker Jörgensen kom á vinnu-
markaðinn 14 ára gamall með
barnaskólamenntun eina að baki.
Siðan hefur hann bætt við sig
gagnfræðaprófi i kvöldskóla og
aukið menntun sina i skólum
verkalýðshreyfingarinnar og
gengið á námskeið i hagfræði og
vin num a rkaðsm álu m við
Harvardháskóla.
MIKILL HLUTI þeirra sem
lægst eru launaðir á dönskum
vinnumarkaði eru i Verkamanns-
sambandinu. 1 hinni faglegu bar-
áttu hefur það þvi fyrst og fremst
verið verkefni Ankers Jörgensens
að bæta stöðu hinna lægst
launuðu. Hér er að sjálfsögðu um
að ræða baráttu við vinnu-
veitendur, en einnig innan
Alþýöusambandsins hefur verið
háð barátta um það, i hvaða röð
bæri að afgreiða kröfur hinna
ýmsu starfsstétta.
Anker Jörgensen hefur reyndar
tekizt að skapa sinu sambandi
sterkari stöðu en það áður hafði.
Hann hefur ekki leyst vandamál
hinna lægstlaunuðu, þvi það er
ekki á valdi verklýðsforingja, en
hann hefur náð umtalsverðum
árangri.
Hann hefur einnig haft all-
mikinn áhuga á að koma þjóð-
þinginu inn i hina faglegu bar-
áttu. Hann hefur sagt skýrt og
skorinort, að átökin um launamál
muni ekki breyta kapitalisku
samfélagi. Má vera að þau ein-
mitt festi það i sessi. Hann teiur
að sjálf baráttan fyrir öðru sam-
félagi verði að heyjast annars-
staðar
Og hann hefur að minnsta kosti
átt sér þá ósk að heyja slika bar-
áttu — hvað sem siðar verður.
ANKER JöRGENSEN er þver
og fastur fyrir, og þvi hefur oft
staðið styr um hann i sambandi
við kjarasamninga. Ýmsir aðrir
foringjar Alþýðusambandsins
hafa gjarna vilja færa hann i kaf.
En þeim hefur ekki tekizt það
enda þótt hann hafi beðið sina
ósigra.
En i praktisku starfi forsætis-
ráðherra munu hin fyrri vanda-
mál Ankers Jörgensens heim-
sækja hann á nýjum vettvangi.
Það kann að vera óþægilegt
fyrir hann sem nýskipaðan for-
sætisráðherra að sækja fund
Jens Otto Krag og Anker Jörgensen.
æðstu manna EBE i Paris. En
það getur orðið enn erfiðara fyrir
hann að sitja i forsætisráðherra-
stóli þegar kjarasamningar koma
aftur á dagskrá með vorinu.
Þegar að þvi kemur, verður
Anker Jörgensen trygging fyrir
þvi að stjórnin skipti sér ekki að
ráði af þeim kjarasamningum —
nema þá að allt að þvi byltingar-
sinnaðar pólitiskar kröfur verði
gerðar til atvinnurekenda. Um
leið verður hinn nýi forsætis-
ráðherra til þess — beint og
óbeint — að kröfur launþega
verða djarfari en ella. Fortið
hans i verkalýðshreyfingunni
mælir með slikum kröfum — en
það getur reynzt honum erfitt að
risa undir þeim.
Anker Jörgensen stendur að þvi
leyti vel að vigi, að hann hefur
haft náin og bein kynni af þvi sem
er að gerast i verkalýðs-
hreyfingunni, á hverjum vinnu-
stað. Um langan aldur enn munu
hundruð þúsunda verkamanna
kalla hann Anker — vegna þess
blátt áfram að þeir þekkja hann
vel. Og þrátt fyrir vissa beizkju út
af afstöðu hins nýja forsætisráð-
herra til Efnahagsbandalagsins,
eru verkamenn allkátir nú. En
þeir munu einnig dæma hann hart
ef þeim finnst að hann hafi gefizt
upp fyrir sinum metorðum og
brugðizt vonum þeirra, sem verst
eru settir i dönsku samfélagi.
(Að mestu eftir Information)
Nýstárleg
læknisaðferð
SAN FRANCISCO 5/10 —
Bandariskur skurölæknir
hélt þvi fram i dag, að hann
hefði tekið burt hluta úr
mannslíkamanum, gert við
þá og sett þá síðan á sinn
stað i líkamanum aftur.
Hingað til hefur hann að-
eins notað þessa óvenju-
legu læknisaðferð til þess
að lækna nýrnaskemmdir,
en hann álitur að hægt sé að
nota svipaða aðferð við
lækningar á hjarta- og
lifrasjúkdómum.
Skurðlæknirinn, Russel L.
Lawson, sagði frá þvi á fundi i
félagi bandariska skurðlækna,
hvernig hann hefði tvisvar tekið
nýra úr sjúklingi, gert við það á
sérstöku skurðborði, og sett það
svo aftur i manninn. 1 báðum til-
vikunum var nýrað kælt, og það
liðu u.þ.b. sex timar þangað til
það var sett i aftur.
Lawson telur að þannig sé hægt
að gera uppskurði, sem alls ekki
hefur verið hægt að gera til þessa,
og einnig væri hægt að gera upp-
skurði undir smásjá.