Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur S. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. Gunnar Benediktsson Framhald af bls. 7. kunnáttumenn á sviði sagnfræði telja rit hans um Sturlungaöldina stórmerk og að þau muni lifa lengst af öllum verkum hans. Þar kemur fram enn einn þátturinn i Gunnari Benediktssyni. visinda- maðurinn. Sjálfum finnst mér mest til um ritgerðir hans, enda kann ég þar betur um að dæma. Þar er snillingurinn að verki. Margar þeirra eru frábærar. Skyggni hans á sálarlif manna er svo einstakt. að oft er eins og sál mannsins, sem hann tekur sér fyrir hendur að kanna. standi nakin fyrir framan mann. Það er án efa ekki alltaf þægilegt fyrir þann. sem fyrir þvi verður. Og þó er það svo. að enda þótt Gunnari hitni oft i hamsi eins og góðum baráttumanni hæfir. þá skin alltaf i gegn samúðin með manninum, jafnvel þótt hat- rammir andstæðingar hans eigi i hlut. Þegar ég nefni nafn Gunnars Benediktssonar. þá eru það þó ekki allir ..mennirnir”, sem birt- ast i verkum hans, sem mér eru efst i hug, heldur maðurinn bak við þetta allt. Til þess að skilja þann margþætta mann, sem birtist i verkunum, þarf maður að S.kiija hinn heilsteypta mann, sem hefur uniiíð þau. Þegar Þjóðviljinn var bannaður á hei’- námsárunum og ritstjórar hans fluttir fangar til Englands, tók Gunnar að sér ritstjórn þess blaðs. sem kom i staðinn fyrir Þjóðviljann. Nýs Dagblaðs. Enn einu sinni sýndi Gunnar hvað i honum bjó. Ritstjórn hans tókst með ágætum og verðlaunin voru tugthúsdómur og fangavist um skeið. Þetta var táknrænt fyrir manninn. Alltaf þegar hreyfingu okkar hel'ur legið allra mest á, hefur Gunnar komið eins og kallaður og aldrei reynzt betur. Þetta er þekktasta dæmið. En það eru mörg önnur þessu lik, sem fallið hafa i gleymsku. Það vita þeir bezt. sem unnu með honum og nutu ósérhlifni hans, þegar svartast var i éljunum á dögum Kommúnistaflokksins. Það væri ekki litil saga ef hún væri skráð. Sagnfræði hans hefur lika verið annað og meira en visindalegt föndur. Þessvegna hefur hann lagt mikla vinnu i aö skrifa sam- timasögu okkar. Bókin ,,Saga þin er saga vor” bætti úr brýnni þörf og ég vona að Gunnari endist ævin til þess að halda henni áfram. Þegar Gunnar sagði fyrir mörgum árum, að hann gengi aldrei erindisleysu, þá geymdist það i minni minu vegna þess, að þarna var maðurinn bak við verk hans lifandi kominn. Hann hefur aldrei starfað og skrifað i erindis- leysi. Hann hefur alltaf átt brýnt erindi. t þyi felst aðall verka hans. Um þetta sama ber öll saga . hans vitni. Hún á sér ekki margar hliðstæður og hefur oft ómerkilegri saga verið skráð. Hann hætti viðþrestskapvirtur og vinsæll af sóknarbörnum sinum og lagði fram alla starfskrafta sina i þágu þess málstaðar, sem hann vissi sannastan og réttastan. Presturinn kaus hlut- skipti öreigans án þess að vita hvað skyldi hafa til næsta máls árum saman, og stundum fundust jafnvel engin ráð. Ætli þeir séu margir starfsbræður hans, sem dyggilegar hafa fylgt fyrirmæl- um meistara sins: Gef allar eigur þinar og fylg mér. Sannarlega þyrfti að skrá þessa sögu. Það er eins og kastljósi sé brugðið á heilt timabil, þegar reisn þess var mest. Sjáliur hef ég reynt hið sama af Gunnari og flokkur hans. Þegar mest reyndi á, reyndist hann mér lika mestur drengur. Fyrir það fæ ég honum aldrei fullþakkað. Nú þegar ég óska þér. Gunnnar, <)g íjö.lskyldu þinni allra heilla, hef ég giidar ástæöur ti! að trúa þvi. að ég hitti á óskastundina. Ég veit að þú hefur verið mikill hamingjumaður. Hamingjan felst i eðli þinu. Ég á erfitt með að hugsa mér þann táradal, þar sem þú værir ekki glaður og reifur. Margar góðar óskir munu íylgja þér það sem eftir er ævinnar og raunar út yfir gröf og dauða. Brynjólfur Bjarnason. A morgun verður áttræður einn af merkisberum islenzkra sósia- lista. Gunnar Benediktsson, rit- höfundur i Hveragerði. Mig langar til að senda honum kveðju mina og hamingjuóskir Alþýðu- bandalagsins i Suðurlandskjör- dæmi á þessum merkisdegi i lifi hans. Það var árið 1955, að fundum okkar Gunnars Benediktssonar bar fyrst saman, þar sem rætt var um launa- og kjaramál kennara á fundi á Selfossi. Maðurinn var mér ekki að öllu (Jtför konu minnar og móöur okkar Sólrúnar Glinar Rögnvaldsdóttur Lokastig 13, fer fram frá Ilallgrimskirkju mánud. 9. sept kl. 1.30 e.h. ólal'ur Stefánsson Gunnar ólafsson Rögnvaldur Ólafsson Útför mannsins mins, föður okkar, tengdafööur og afa. Iljálmars Elieserssonar, skipstjóra, Lyngbrekku 19, Kópavogi, veröur gerö frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 10. október klukkan 13,30. Jcnsina Jóhannsdóttir Jóhann Hjálmarsson Katrin Iljálmarsdóttir Geröur Elin Hjálmarsdóttir Þorvaröur lljálmarsson örn lljálmarsson Ragnheiöur Stephensen Eysteinn Bjarnason og barnabörn ókunnur. þar sem hann var þá löngu orðinn landskunnur fyrir ritstörf og aískipti sin af þjóð- málum. En náin kynni tókust ekki með okkur fyrr en á árinu 1959, er við hér á Selfossi stofnuðum Alþýðubandalagsfélag og ég réðst til framboðs fyrir Alþýðubanda- lagið i Árnessýslu við alþingis- kosningarnar 1959. Ég var þá tiltölulega ókunnug- ur um héraðið og leitaði þá tiðum til Gunnars. sem hér var nákunn- ugur og ekki hvað sizt á pólitiska sviðinu. þvi að hér hafði hann verið i forystuliði sósialista um margra ára skeið. v Þeir eru orðnir margir fund- irnir. sem við Gunnar höfum setið. og stundum hefur verið deilt nokkuð hart. þvi að ekki fóru skoðanir okkar alltaf saman. Óneitanlega var fyrir hendi dálitil tortrvggni milli okkar, sem vorum aðeins i Alþýðubandalags- félögunum og hinna, sem voru lika i Sósialistafélögunum. 'En þennan skoðanamun var reynt að brúa. og kom það ekki hvað sizt i hlut Gunnars. Uá kom vel i ljós. að hann vildi hafa allt á hreinu með menn og málelni. Ilann er ófeiminn að setja fram sinar skoðanir og fylgir þeim fast eítir. En Gunnar er lika manna þrautseigastur og duglegastur, þegar út i baráttuna er komið. Það er gott til hans að leita og alltaf er hann reiðubúinn að leggja fram sina krafta sósia- listum til stuðnings. Ég veit að Gunnar hafði miklar áhyggjtir af þróun mála innan Alþýðubandalagsins á sinum tima. meðan deilur risu þar sem hæst og ekki hvað sizt hér i Suður- landskjördæm i. Þeim mun ánægjulegra er það fyrir hann að fylgjast með þeirri einingu og sóknarhug, sem nú rikir i sam- tökum okkar, og sjá þar nokkurn ávöxt af margra ára starfi sinu og annarra. Það er von okkar Sunnlendinga, erviðfærum honum árnaðaróskir á ættræðisafmælinu að við eigum eftir að njóta starfskrafta hans enn um mörg ókomin ár. Ég sendi honum og fjölskyldu hans beztu óskir á afmælisdag- inn. Bcrgþór Finnbogason. Gærur Framhald af bls. 9. þvi hverskonar galli sem fram kæmi á gærunni gerði það að verkum að þær lentu i afullun. Þá spurðum við Agnar að þvi hvort það væri rett að bændur væru mikið til hættir að rýja sök- um þess hve ullarverðið er lágt. Agnar sagði að það væri tals- vert um þetta, einkum á Austur- landi. en ekki mikið annarsstaðar á landinu. Sagði Agnar að það væri enginn vafi á þvi að lágt ullarverð undanfarin ár væri or- sökin fyrir þessari þróun. Bændur teldu það ekki svara kostnaði að smala og rýja. Nú hækkaði ullar- verö mikið i ár og má þvi búast við að þetta breytist aftur. Bænd- ur fá nú um 60% hærra verð fyrir ullina en þeir fengu fyrir 2 árum. Meðalverðið á ull mun vera kom- ið yfir 60 kr. fyrir kg. óþvegið. En meðan ullarverðið var ekki nema rúmar 30 kr. fyrir kg. þá svaraði það varla kostnaði að hirða ullina. Það sá lika strax á, að um leið og ullarverðið hækkaði jókst ullarsalan og fékk SIS um 20% meira magn af ull i ár en i fyrra. Þó má geta þess að bændur á Austurlandi telja það ekki svara kostnaði að smala og rýja fyrr en ullarverðið er komið i 100 kr. fyrir kg. af óþveginni ull. Þessi þróun að rýja ekki hefur að sjálfsögðu skemmt gærurnar mikið, þvi að tvireyfa gæra fer i afullun, og ef ekki er rúið á réttum tima þá skemmir það gærurnar einnig,þó ekki sé um tvireyfa gærur að ræða. En nú virðist þetta vera að breytast með hækkandi verði, og er það vel. — S.dór. Heimta frumkvœði i Irlandsmálum BLACKPOOL 7/10. I gær lauk i Blackpool landsfundi Verka- mannaflokksins brezka. Siðasta verk fundarins, var að sam- þykkja kröfu um að ihalds- stjórnin kæmi fram með nýtt frumkvæði til lausnar vanda- málum Norður-trlands. Talsmaður flokksins i trlands- málum gagnrýndi mjög aðgerðarleysi stjórnar Heaths og krafðist þess að hætt yrði að halda mönnum i fangelsí án döms og laga. Talsmaðurinn, frú Shir- ley Williams, sagði, að mótmæl- endur væru margir hræddir um að þeir yrðu neyddir til að ganga inn i sameinað trland og kaþólsk- ir væru að gefa upp alla von um jafnan rétt á við mótmælendur. Frú Williams sagði, að verka- mannaflokkurinn teldi æskilegast að irland yrði sameinað, en samt mundi hann ekki neyða mótmæl- endur til sameiningar við trska lýöveldið. Stækkun Framhald af bls. 1. stærri heildum og samstæðari einingum en nú er. Jafnframt er lögð áherzla á, að þessi sjónarmið hafi forgang i framkvæmdinni, svo að samruni á viðara vett- vangi sé tryggður samhliða skiptingu Rafmagnsveitna rikisins i deildir eða fyrirtæki eftir landshlutum. 2. Lögð er rik áherzla á annað meginmarkmið tillögunnar, en það er sem jafnast verð raforku til almennra nota um allt land. Verðjöfnun hefur jafnan verið veigamikið hlutverk Rafmagns- veitna rikisins, og hafa óskir og kröfur alls almennings i þá átt verið ótviræðar. Frekari verð- jöfnun virðist óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sámruna mismunandi aðila raforku- kerfisins. 3. Lýst er stuðningi við það grundvallaratriði tillögunnar, að bæði rikið og sveitarfélög hljóti áfram að eiga hlutverki að gegna bæði sem aðilar orkuvinnslu og orkudreifingar. A sviði orku- vinnslu sé þó hlutverk sveitar- félaga að jafnaði bundið samaðild með rikinu. Aréttað er, að orku- dreifingin getur ekki verið ein- vörðungu hlutverk sveitar- félaganna sökum smæðar mikils þorra þeirra, svo og vegna hlut- verks og ábyrgðar rikisins gagn- vart öllum hinum dreifðari byggöum.”________________ Yiðræður embættismanna Viðræðum embættismanna islenzku og brezku rikis- stjórnanna um landhelgisdeiluna var haldið áfram i ReykjaVik i gær. Búizt var við, að Bretarnir fari utan i dag. Hvort árangur hefur orðiö af viðræðunum eða ekki, kemur fyrst i ljós að þeim loknum. KAUPMANNAHöKN 7/10 t dag lézt i Kaupmannahöfn Erik Eriksen fyrrum forsætisráðherra Danmerkur n950-’53). Hann var 69 ára að alari. Banamein hans var hjartaslag. Skrifstofustjóri Rauiivisindastoinun Háskólans vill ráða skrilstolustjóra, Starfið er m.a. stjórn og rekstur skrilstolu, umsjón með bókhaldi og launamálum, starfsmannamál, áætlana- og skýrslugerð og margvisleg framkvæmdastjórn. Nánari upplýsingar eru veittar i sima 2-13-40 kl. 14-16. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borizt Raunvisindastofnun Háskól- ans, Dunhaga 3, fyrir 21. október n.k. Raunvisindadeild Iláskólans. Ih@§|jirii b@né ©® allra þeirra er þurfa a8 lesa fyrir bréf, eða koma skilaboðum eða hugmyndum áleiðis. Kassettan í tækið, þrýst á hnapp, og þér getið talað inn bréf eða skilaboð I allt að 1Vz klst. Jafn auðvelt er fyrir einkaritara eða vélritunarstúlku að taka á móti boðunum. Tækinu er hægt að stjórna með fótstigi, og hægt er að hafa það með sér hvert sem er, þar sem það gengur einnig fyrir rafhlöðum. Verð aðeins um kr. 18.000.00. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og Brokkugötu 9, Akureyri, sími 21630. I N HAPPDBÆTTI HÁSKÓLA tSLANDS Á þfiðjudag verður dregið i 10. flokki. 4.900 vinningar að fjárhæð 31.020.000 krónur. Á morgun er siðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóia ísiands 10. flokkur 4 á 1.000.000 kr . 4.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 800.000 kr. 280 á 10.000 kr. . 2.800.00 kr. 4.604 á 5.000 kr. 23.020.000 kr. Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 4.900 31.020.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.