Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 % eat\rss jgv m i ii lín & 0 þingsjá þjóðviljans Urn erlenda stóriðju og íslenzkan iðnað r Obreytt stefna eða andstæður Jóhann Mafstein mælti i gær fyrir frumvarpi um hækkun framlags til iönlánasjóðs, sem hann er annar flutningsmaður að. Þingmaðurinn gerði að umtals- efni iðnþróunaráform fyrri og nú- verandi rikisstjórnar og hélt þvi enn fram, að engin stefnubreyt- ing hefði oröið við tilkomu nú- verandi rikisstjórnar, hvað þessi mál snerti. Hann lét þess þó getið, að mjög þörf löggjöf hafi verið sett á siðasta þingi um afurðalán til handa iðnaðinum, til sam- ræmis viö aðrar atvinnugreinar. Jóhann minntist á áætlanir um iðnþróun sem Guðmundur Magnússon, prófessor, hefði unnið að i sinni ráöherratið og sagði, að þar hafi verið reiknað með, að iðnaðarframleiðsla yrði 42% af heildarútflutningi árið 1980, en nú væri talað um 60%. Siðan tók þingmaðurinn að ræða um stóriðjumálin og hélt þvi fram, að aldrei hafi verið stefna fyrrverandi rikisstjórnar, að erlendir aðilar ættu hér meiri- hluta i stóriðjufyrirtækjum. Vitnaði Jóhann i þvi sambandi i stefnuyfirlýsingu viðreisnar- stjórnarinnar frá 1966 þar sem segir: verði erlendu áhættufjár- magni veitt aðild að stóriðju, — þetta sagði þingmaðurinn, að fæli ekki i sér yfirlýsingu um meiri- hlutaaðild. Jóhann Hafstein sagðist einnig vera algerlega sammála nú- verandi iðnaðarráðherra um það, að selja álverksmiðjunni i Straumsvik viðbótarrafmagn, sem hún þyrfti á að halda, dýrar en gert var i samningum fyrri rikisstjórnar. Þingmaðurinn fór mörgum orð- um um eigin störf, meðan hann var iðnaðarráöherra og hélt þvi fram, að rafmagnsverð það sem hann samdi um við Svisslendinga vegna verksmiðjunnar i Straumsvik, 22 aurar á kiló- wattstund, væri yfir framleiðslu- kostnaðarverði, en lét þess einnig Afgreiðslu banni- á Eimskip aflétt í Felixstowe Bretar hafa nú aflétt afgreiðslubanni á skipum Eimskipafélags Islands i Felixtowe. Lestar m.s. Mánafoss þar i dag og siðan eru ráðgerðar vikulegar skipaferðir þaðan á hverjum þriðjudegi. Þannig lest- ar m.s. Dettifoss þar næsta þriðjudag. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Eimskip hefur umboðsmönn- um Eimskip i Felixtowe verið til- kynnt, að hafnarverkamenn þar á staðnum hafi samþykkt með meirihluta atkvæða að hefja vinnu á ný við skip, sem koma og fara til íslands með vörur. Hins vegar hefur afgreiðslu- banni ekki verið aflétt i Weston Point, litilli hafnarborg rétt sunn- an við Liverpool. Þangað sigla skip Eimskips hálfsmánaðarlega með ál og taka stykkjavörur þaðan aftur. Svo mun vera um aðrar hafnarborgir i Bretlandi. getið, að hagkvæmt gæti verið að selja orkuna aöeins á kostnaðar- verði, ef ekki væri annað við hana að gera. lönaöurinn höfuðatvinnuvegur Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, sagöi að menn heföu nú heyrt Jóhann Hafstein halda eins konar eftirmælaræðu um sjálfan sig sem ráðherra iðnaðarmála. Slik eftirmæli um eigin persónu væru að visu nokkuð óvenjuleg, en um það mætti segja, að sjálfs er höndin hollust. Magnús sagöist engan áhuga hafa á þvi að ræna Jóhann Hafstein þeim heiðri, sem honum ber, og vissulega hafi á tið fyrr- verandi rikisstjórnar verið hafizt handa um eitt og annað á sviði iðnaðarmála. Engu að siður væri það staðreynd, að mikil stefnu- breyting hafi orðið við stjórnar- skiptin. Megineinkenni á stefnu fyrri rikisstjórnar gagnvart inn- lendum iðnaði hafi verið skamm- timalausnir, en Jóhann Hafstein engar ráðstafanir gert meðan hann var iönaðarráðherra til að tryggja að iðnaðurinn sæti við sama borð i lánamálum og aðrar atvinnugreinar. Um þetta hafi hins vegar verið sett lög á siðasta þingi, á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar. Ráðherrann sagði, að iðnaður- inn væri höfuðatvinnuvegur Islendinga, þvi að úrvinnsla sjávarafurða væri ekkert annað en háþróaður iðnaður, og það væri úrvinnsluiðnaður land- búnaðarafurða, sem væri lyfti- stöng islenzks landbúnaðar. Vaxtarbroddur framþróunar- innar i atvinnumálum okkar er bundinn við iðnaö, iðnað þar sem unniðer úr okkar eigin hráefnum, okkar orku frá fallvötnum og jarðhita og okkar hugviti. Magnús sagði, að margar, þjóðir hafi byggt upp léttaiðnað til útflutningsframleiðslu, þó að lönd þeirra skorti bæði hráefni og orku. Grundvöllur sliks léttaiðn- aðar væri verkmenning, og það væri verið að flytja út verkmenn- ingu. Þetta ættum við að geta gert lika. Jóhann Hafstein sagðist vilja efla iðnað, af þvi sjávarútvegur- inn væri svo valtur, en þaö væri misskilningur að raða hlutunum upp á þann veg. Við ættum ekki að efla iðnað á kostnað sjávarútvegs og land- búnaðar, heldur i þágu þessara atvinnugreina. Magnús minnti á, að samdrátt- ur hefði orðið i islenzkum iðnaði og fólksfækkun á vissu árabili i tið viðreisnarstjórnarinnar og þetta fyrst breytzt aftur þegar sú rikis- stjórn greip til gengislækkunar 1967, — minna hafi ekki dugað. 5 miljarðar töpuðust Magnús Kjartansson sneri sér þá að þeim ummælum um stór- iðjumálin, sem fram komu hjá Jóhanni Hafstein, og sagði að nú kvæði við annan tón hjá þing- manninum en fyrir 3—5 árum, þegar hann var að gylla álsamn- ingana. Þá var kappsmálið að útvega erlenda aðila til að kaupa af okkur ódýra raforku sem hrá- efni, og mætti minna á ummæli Eyjólfs Konráðs Jónssonar, sem nú sæti á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, um að hér væri hægt að byggja 20 erlendar álverksmiðj- ur. Stefna fyrrverandi rikis- stjórnar hafi falið i sér hættu á að landið kæmist á stig hálfnýlendu. Meðal annars hafi einnig verið reynt að rökstyðja inngönguna i EFTA með þvi, að hingað mætti fá erlend fyrirtæki i léttaiðnað, ekki sizt frá Bandarikjunum, til framleiðslu á Evrópu- markað.Þessari stefnu við- reisnarinnar hafi núverandi rikisstjórn algerlega hafnað. Magnús sagði: Það eru stað- lausir stafir hjá Jóhanni Hafstein, að ég hafi boðið erlendum aðilum raforku fyrir eitthvert ákveðið verð. Við höfum aðeins látið kanna möguleika á samvinnu á þeim skýra grundvelli, að islenzka rikið ætti meirihluta i hverju tilviki og slik hugsanleg fyrirtæki lytu i einu og öllu islenzkum lögum. Hjá núverandi stjórn eru ekki á ferðinni ráða- gerðir um aðselja erlendum aðil- um ódýra raforku, heldur um að byggja upp islenzkan iðnað. 011 þjóðin veit, að á sama tima og erlent auðfyrirtæki kaupir hér raforku fyrir 22 aura kilówatt- stundina, vegna samninga við- reisnarstjórnarinnar, þá verður framleiðslukostnaöarverð frá Sigölduvirkjun, sem Islendingar verða sjálfir að búa við, 35 aurar, en það er nú talið lágmarksverð á raforku hvar sem er i heiminum. Hefði viðreisnarstjórnin á sinum tima verðlagt islenzka orku i samræmi við þetta lágmark hefði það fært okkur 5 miljarða króna, eða álika upphæð og öll Sigöldu- virkjun kostar. Ráðherrann kvaðst sammála þvi, að tryggja þyrfti iðnlánasjóði auknar tekjur og sagði, að nú væri unnið að tillögum þar að lút- andi, sem hann vænti að kæmu fram á þessu þingi. Pétur Pcturssontók til máls og tók undir það, aö efla þyrfti iðn- lánasjóð og bæta aðstöðu iðnaðar- ins. Sagði hann miklar vonir bundnar við lagmetisiðnaðinn, sem myndarleg fjárveiting hafi nú verið veitt til, og hækka þyrfti framlag til útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Jóhann Ilafstein tók aftur til máls og sagði að samningar fyrri rikisstjórnar um álverksmiðjuna i Straumsvik sönnuðu ekkert um þaö, að viðreisnarstjórnin hafi haft þá stefnu að koma hér upp stórfyrirtækjum i éigu erlendra aðila. Sérstakar aðstæður hafi valdið að þarna var talið heppi- legast að allt væri i eigu út- lendinga. Jóhann sagði, að fyrri rikis- stjórn hafi talið sig vera i kapp- hlaupi við timann og óttazt að raforkuverð frá vatnsaflsvirkjun- um væri fallandi á heimsmarkaði vegna tilkomu kjarnorku, en þetta hefði að visu i reynd farið á annan veg. Eyjólfur Konráð Jónsson sagðist aldrei hafa haldið þvi fram, að við ættum að láta reisa hér 20 álverksmiðjur, heldur bent á aö við gætum það. Hann sagöist «fast um það nú, að önnur álverk- smiöja ætti að vera næsti áfangi i stóriðjuframkvæmdum. Eyjólfur sagði, að Magnús Kjartansson hefði áður talið að allt mundi farast i isamyndunum við Búrfellsvirkjun og barizt gegn inngöngu i EFTA, en nú stæöi hann að samningagerð við Efna- hagsbandalagið. islenzk málmblendi- verksmiðja. Magnús Kjartansson sagði til- gangslitið að karpa við þá Jóhann Hafstein og Eyjólf Konráö, en það væru nægilega margir, sem myndu enn stefnuboðun við- reisnarstjórnarinnar i stóriðju- málum og tugþúsundir hefðu heyrt ummæli Eyjólfs Konráðs i sjónvarpinu um 20 álverksmiðj- ur. Magnús sagði: Ég er sannfærur um, að það var ótrú viðreisnar- stjórnarinnar á getu tslendinga til að standa á eigin fótum, sem var meginástæðan fyrir falli hennar i siðustu kosningum, og það er gott, ef menn hafa nú lært af reynslunni. Ég hef aldrei boðað, að hér ætti að reisa aðra álbræðslu, en álbræðslan i Straumsvik er sú eina i heiminum sem þessi auð- hringur starfrækir án hreinsi- tækja. Um þetta ræddi ég við Svisslendingana i haust, og nú hefur verið sett reglugerð um uppsetningu hreinsitækja. Raforkuverðið, sem fyrri rikis- stjórn samdi um, er sannarlega undir kostnaðarverði og hún samdi einnig um það, að ágreiningsefni auðhringsins og islenzkra stjórnvalda bæri ekki að leggja fyrir islenzkan dómstól, heldur skyldu þau útkljáð með al- þjóðlegum gerðardómi. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri litil- lækkun i slikum samningum. I viðræðum minum við Svisslend- inga kynnti ég þeim þá stefnu- mörkun núverandi rikisstjórnarað á tslandi yrðu öll fyrirtæki að lúta islenzkum lögum. Þá kom i ljós, að þeir kváðust reiðubúnir að ræða við okkur á þeim forsend- um, — slikar voru þeirra hug- myndir nú. Við i núverandi rikis- stjórn höfum ekki gert neitt tilboð i þessum efnum, en margvislegir valkostir eru i könnun. Af stóriðjuframkvæmdum sýnist mér einna nærtækast að ráðast i byggingu málmblendiverk- smiðju, sem ætti að geta orðið algerlega i eigu tslendinga, en TUNIS 1/11 — Skæruliða- hreyfingin Svarti september, sem lýst hefur sig ábyrga fyrir morð- unum á OL i Munchen i septem- ber, hcfur lýst yfir, að hún muni hefja nýjar aðgeröir gegn Vestur- Þýzkalandi. t tilkynningu frá túnisisku fréttastofunni TAP i Paris segir Svarti september, að baráttu hreyfingarinnar gegn Vestur- Þýzkalandi sé ekki lokið þótt skæruliðunum þrem, sem lifðu af atburðina i Munchen hafi verið sleppt i sambandi við flugvélar- rán nýlega. Magnús Kjartansson einnig kemur sjóefnaverksmiðja til greina. Eyjólfur Konráð hélt þvi fram, að ég hafi óttazt að Búrfellsvirkj- un færðist i kaf vegna isvanda mála. Það sem ég benti á, þegar málið var til umræðu, var að koma yrði upp útbúnaði til að fyrirbyggja isamyndanir og reikna kostnað við slikan útbúnað með við ákvörðun raforkuverðs. Sé þessi kostnaður, sem nú hef- ur verið lagt i, reiknaður með, er söluverðið til álverksmiðjunnar undir kostnaðarverði. Framleiðslukostnaðarverð frá Sigölduvirkjun er nú áætlað 35 aurar á kilówattstund, eða nær helmingi lægra en frá stórum kjarnorkuverum, en fyrri rikis- stjórn hélt þvi fram, að við yrðum að selja raforku okkar svo ódýrt vegna raforkuframleiðslu frá kjarnorkuverum. Ég tel að við eigum að lita á raforkuna sem hráefni, sem við eigum sjálfirað fullvinna, en ekki að selja hana óunna. Það er skylda okkar að gera þessa dýr- mætu auðlind eins arðsama og hægt er. Frans Josef Strauss, formaður systurflokks kristilegra demó- krata i Bayern, hefur ráðizt harkalega á Willy Brandt kanzl- ara fyrir að láta skæruliðana lausa. Brandt svaraði i dag og sakar stjórnarandstöðuna um að hætta öryggi landsins með þvi að reyna að græða pólitiskt á flug- vélarráninu. — Viljið þið virkilega, að þýzkra hagsmuna i Arabalönd- unum sé aðeins gætt af Austur- Þjóðverjum? spurði hann. Byssa í varðskipið Tý Varðskipið Týr er nú komið til hafnar og er unnið að þvi að koma byssu um borð i skipið. Haft er eftir Helga Hallvarðssyni, skipherra, að skipið hafi reynzt vel i óveðrinu undan Grænuhlið á dögunum. 24 VEIÐIÞJÓFAR Hóta aðgerð- um gegn V-Þýzkalandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.