Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 VALIÐ VERÐUR ERFITT FYRIR NIXON AÐ BEYGJA THIEIJ EÐA HALDA STRÍÐINU ÁFRAM Saigonrorsetinn Van Thieu reynir stöðugt aö hindra friö i Indókina. Mynd úr Information. IflÉpSÍIf í.*r. s * Það er erfitt að meta stööu Þjóöfrelsisfylkingarinnar f Suöur-Víetnam eftir undanfarið hálft ár, en hún hefur náö miklum Iandssvæöum og fjölda þorpa á þessu timabili. Bandarikjaher hefur svaraö meö loft- árásum á þessi svæði — þessi mynd er frá Xom Suoi 30 km fyrir norðan Saigon. „Æi nei, skrifaðu heldur, það vantar íslenzkar skáldsögur Það væri svartsýni að ætla, að allar vonir um frið í Víetnam hefðu nú strandað. Þótt afstaða Thieus forseta Saigon- stjórnarinnar sýni, að lausnin er ekki á næsta leiti er ekki þar með sagt, að frávísun hans sé endanleg. Dr. Kissinger hlýtur að hafa séð fram á andstöðu hans við grundvaliaratriði þjóðstjórnarmyndunar og við vopnahléð, sem Banda- ríkjastjórn og stjórn Norður-Víetnams virðast sammála um. En óneitan- lega kemur hin harða af- staða hans Bandaríkja- stjórn i talsverðan vanda og neyðir Nixon sennilega til að velja um ieiðir, þar sem enginn kosturinn er góður. Það sem Thieu óttast nú mest er að neyðast til að deila i þriggja flokka samsteypustjórn þvi valdi, sem hann hefur hrifsað til sin með aðstoð Bandarikjanna siðan hann komst til valda. Og siðan hann var endurkjörinn forseti i ólýðræðislegum og ólöglegum kosningum i október s.l. hefur honum enn tekizt að festa einveldi sitt i sessi og hröðum skrefum afnumið alla dreifingu valds innan rikisstjórnarinnar, hvað þá út á við. Af þessum sökum verður náttúrlega hálfu erfiðara að mynda samsteypustjórn með kliku hans sem þriðja aðila. En þann vanda verður Bandarikja- stjórn að leysa ef friður á að nást. Að þvi er virðast einarðar til- raunir Kissingers til að ná sam- komulagi i Paris og það að samningarnir taka einnig til Kambodsiu og Laos bendir til þess, að Nixon forseta sé alvara með að reyna að leysa málið. Vafalaust hefur hann jafnframt vonazt til að þetta skref hefði áhrif i kosningabaráttunni. En þær tilslakanir sem báðir aðilar hafa gert — Bandarikjamenn með að samþykkja myndun bráðabirgðastjórnar fram að kosningum og N-Vietnamar með að ganga að vopnahléi og beinum viðræðum við Thieu —• hafa úr- slitaþýðingu fyrir samningana. Kosningadagurinn 7. nóvember hefur greinilega rekið á eftir samningsaðilum og spurningin er, hvort það breyti afstöðunni ef samkomulagið verður ekki undir- ritað fyrir þann tima, eins og útlit er fyrir Haldi Thieu við afstöðu sina sannast hið fornkveðna, að sá á kvölina sem á völina, og Banda- rikjastjórn stendur þá sannarlega frammi fyrir erfiðu vali. Ein- faldasta leiðin til að reyna að fá Thieu til að ganga að samkomu- laginu væri að hóta algerri „Vietnamiseringu”, þ.e. hætta sprengjuárásum, vernd við Saigonherinn úr lofti og efna- hagsaðstoð. Thieu stjórnin félli Meöal þeirra sem senda frá sér sina fyrstu skáldsögu nú í haust er NÝIR RIT- HÖFUNDAR Snjólaug Bragadóttir, blaöamaður á Tíman- um. Við hringdum í Snjólaugu og spurðum: — Hvenær datt þér i hug að skrifa skáldsögu og hvernig varð hugmyndin að veru- leika? — Mér hefur ótal sinnum dottið það i hug, siðustu tiu ár- in eða svo, sérstaklega á haustin, þegar bókaflóðið byrjar. Einhverntima fyrir mörgum árum byrjaði ég meira að segja, en eftir eitt blað þóttist ég'viss um að hafa aldrei þolinmæði til að sitja við þetta i marga daga, hvað þá vikur og mánuði. Svo var það i fyrrahaust i miðju bókaflóðinu, að ég var að spjalla um daginn og veg- inn við útgefanda. Mér datt i hug að spyrja, hvort ég mætti ekki þýða eitthvað fyrir hann. — Æi nei, skrifaðu heldur, kannski ekki alveg strax, en Nixon mundi áreiðanlega hika við að stuðla svo opinskátt að þvi ástandi, sem þegar mundi skapast, og að falli bandamanns sins. Hin leiðin, jafn ófullnægjandi og óaðgengileg, en þó möguleg með sigri Nixons yfir McGovern, væri að viðhalda nú- verandi ástandi, halda striðinu áfram. Sumir fréttaskýrendur banda- riskir lita svo á, að skilmálarnir sem Norður-Vietnamar hafa gengið að, sýni merki um veik- leika af þeirra hálfu. Gifurlega harðar loftárásir á N-Vietnam undanfarna sex mánuði hafi gert stjórnina i Hanoi fúsari til til- slakana. N-Vietnömum hafi einnig mistekizt að breyta hernaðarstöðunni með sókninni i vor. Þvi geti Bandarikjastjórn treyst, að áframhaldandi striðs- rekstur eftir að Nixon hafi verið endurkjörinn muni fá N- Vietnama til að gera auknar til- slakanir i nýjum samningum. En hætt er við, að slik röksemdafærsla reynist haldlitil. Snjólaug Bragadóttir er fædd á Skáldalæk i Svarfaðardal á nýársdag 1945. Foreldrar licnnar eru Guðbjörg Her- mannsdóttir frá Bakka á Tjör- ncsi og Bragi Guðjónsson frá Skáldalæk, nú sýningarstjóri á Akureyri. Fyrir utan hve ómannúðlegt það væri að auka enn á þjáningar víetnömsku þjóðarinnar, þegar friður virðist svo skammt undan er þetta mat vafasamt, ekki aðeins af þvi að hætt er við að vanmetin séu þau itök og sú staða sem Þjóðfrelsisfylkingunni hefur tekizt að ná i Suður-Vietnam undanfarið hálft ár, heldur sýnist einnig augljóst af bráðabirgða- samkomulaginu, að i rauninni hefur Bandarikjastjórn ekki tekizt að fá N-Vietnama til að gera miklar tilslakanir og jafnvel veigaminni en hún gerir sjálf með þvi að samþykkja þriggja flokka samsteypustjórn. Þátttaka Thieus i samkomu- laginu — af fúsum vilja eða til- neyddur — væri sú lausn, sem sennilegust væri til að komast hjá ótryggum bráðabirgðaaðgerðum, sem aðeins leiddu til striðs að nýju. En trú á þvi, að sex mánaða strið til viðbótar og sérstaklega sex mánaða loftárásir sé það sem til þarf, mundi aðeins vera endur- tekning mistakanna fyrir fimm og sex árum. svaraði hann. — Það vantar isíenzkar skáldsögur. Aö sjálf- sögðu var þetta ekki alvarlega meint, en ég tók hann á orðinu, fylltist ákafa og byrjaði. Lik- lega hefur þolinmæðin eitt- hvað aukizt með árunum. — Ertu farin að leggja drög að annarri bók? —■ Það er eitthvað að brjótast um i mér, en ómögulegt er að segja, hvort eitthvað verður úr þvi. Mig langar til að skrifa meira, það er spennandi. — Hvert er efni „Nætur- staðar”? — í stuttu máli: Húsnæðis- vandræði og fleira leiðir til þessað þrjár ungar kon- ur, sem þekkjast litið i upp- hafi, taka saman ibúð á leigu i Reykjavik. Þar sem þær eru ákaflega ólikar, fer ekki hjá að alls kyns vandamál skjóti upp kollinum. Þær bregðast misjafnlega við og hver hefur sinar skoðanir. Hlutir gerast eins og gengur og ástamálin koma auðvitað við sögu. Ýmissa hluta vegna leysist sambúðin upp og eftir tvö ár stendur ibúðin aftur tóm... sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.