Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 1 x 2 - 1 x 2 (31. leikvika — leikir 28. okt. 1972.) Úrslitaröðin: XXX — 1X2 — Xll — 121 1. vinningur: 11 réttir (Ilafnarfjörður) kr. 351.500.00 nr. 39700 2. vinningur: 10 réttir — kr. 0.500.00 nr. 333 nr. 14003 nr. 22766 nr. 31885 nr. 37414 nr. 1962 nr. 16351 nr. 24005 nr. 32467 nr. 37880 nr. 2198 nr. 18733 nr. 28644 nr. 33017 nr. 44338 nr. 2716 nr. 19363 nr. 29240 nr. 34003+ nr. 63724 + nr. 12819 nr. 19713 nr. 31830 + nafnlaus Kærufrestur er tii 20. nóv. Vinningsupphæðir geta lækk- að. ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 31. leikviku verða póstlagðir eftir 21. nóv. Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvfsa stofni cða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og hcimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GKTRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: Arnaðaróskir til sam- vinnuhreyfingarinnar m ht m W indvkrsk UNDRAVERÖLI) \ lilTl Fiokksráð Alþýðubandalagsins gerði svofeilda samþykkt um samvinnumál: Alþýðubandalagið sendir sam- vinnuhreyfingunni árnaðaróskir i tilefni af 70 ára afmæli Sambands isl. samvinnufélaga á þessu ári og tninnir á þann mikilvæga þátt, sem samvinnuhreyfingin hefur átt i þróun fslenzkrar verzlunar og uppbyggingu atvinnulífs um allt land. Nú á timum, þegar fjármagnið er svo miklu ráðandi i þjóðfélag- inu, er afar mikilvægt að sam- vinnumenn haldi vöku sinni og glati ekki þeirri hugsjón og anda sem skóp hreyfinguna og gaf henni afl til að festa rætur i is- lenzku þjóðlifi. Alþýðubandalagið hvetur alla samvinnumenn til að vera vel á verði gegn þvi, að fjármagnið hafi friðindi og völd innan sam- takanna, sem að sama skapi myndi skerða rétt félagsmanna og lýðræðið i hreyfingunni. Slikt væri alvarlegt fráhvarf frá sam- vinnustefnunni. Alþýðubandalagið hvetur þvi alla landsmenn til virkrar þátt- tóku i samvinnuhreyfingunni og varðstöðu um hugsjónir hennar. Krefst skaðabótavegna skorts á skólagöngu TROMSÖ—Tvitugur maður frá Hasvik i Norður-Noregi hefur far- ið i mál við hið opinbera og hcimt- ar 300 þúsund norskar krónur i skaöabætur af þvi að hann hafi ekki notið þeirrar skólagöngu, scm hann átti rétt á. Hann var rekinn úr skóla, þegar hann var i fjórða bekk og segir að bæjarfélagið hafi ekki gert neitt til að sjá honum fyrir áframhaldandi fræðslu. Er hann nú i þeirri aðstöðu, að hann er varla skrifandi, en býðst tækifæri til árs skólagöngu i Suður-Noregi, þar sem hann er nú búsettur. Þess má geta, að fyrir nokkrum árum fór norsk kona i skaðabóta- mál við riki og bæ af sams konar ástæðum — og vann það. Nýjar vörur komnar. Vorum að taka upp mjög mikiö úrval af sérkcnnilegum auslurlen/.kum skraut- munum til tækifærisgjafa. Margs konar indverskur fatnaður; blússur, kjólar, mussur, kirtlar og fleira. Einnig Thai- silki i samkvæmiskjóla. Margar nýjar gerðir af reykelsi og reykelsis- kerjum. JASMIN, við Hlemmtorg. 230félagar eru í L.I.R. m Aðalfundur Landssambands is- lenzkra rafverktaka var haldinn i Reykjavik, dagana 6. og 7. okt. s.l. Fundinn sóttu rafverktakar viðsvegar að af landinu, úr öllum félögum innan sambandsins, sem nú eru sjö talsins. 60 SKATAAR KVÖLDVAKA vcröur i Laugardalshöilinni i kvöld, fimmtudaginn 2. nóv.. kl. 20.00. Ljósálfar, ylfingar, skátar eldri og yngri, foreldrar og aðrir velunnarar skátahreyfingarinnar eru hvattir til þess aö koma. Lúðrásvcitin Svanur leikur i anddyri Laugardalshallar- innar frá kl. 19.30-20.00. Kilt sinn skáti, ávallt skáti. Forcldrar skáta, komið með börnunum. Bandalag islenzkra skáta. A þessum fundi var aðallega til umræðu breytingar á lögum og skipulagi sambandsins, en nú hafa verið stofnuð félög ratverktáka '7 öllum lands- hlutum, en við það breytist starf- semi LIR úr þvi að vera félag fyrir þá rafverktaka, er störfuðu á félagslausum svæðum, í að verða samband félaga. Flestir rafverktakar á landinu eru félagsbundnir, og er tala þeirra innan sambandsins um 230. Hagur sambandsins er góður, og hefur það ásamt Félagi lög- giltra rafverktaka i Reykjavik opnað skrifstofu að Hólatorgi 2, sem annast rekstur félagsstarf- seminnar og veitir félags- mönnum ýmiss konar fyrir- greiðslu. A aðalfundinum var kosinn nýr formaður fyrir sambandið, Kristinn Björnsson í Keflavik, en fráfarandi formaður Gunnar Guðmundsson baðst undan endurkjöri, og þökkuðu fundar- menn honum vel unnin störf i þágu samtakanna. Frœðslufundur um kj arasamninga V.R. 4. fundur fer fram i félagsheimili V.R. að Hagamel 4, i kvöld, fimmtudaginn 2. okt. kl. 20.30 og fjallar hann um TRYGGINGAR OG LÍFEYRISSJÓÐI Framsögumenn: Bragi Lárusson Guðmundur H. Garðarsson Hannes Þ. Sigurðsson. Verið virk í V. R. LITLI GLL'GGLNN ,,Velkominn, sonur sæll", sagði vindurinn, „hvað vilt þú hér, þar sem enginn fugl flýgur? Þú hefur kannski selt töskuna?" „Nei, það hef ég ekki gert — en vondar manneskjur hafa tekið hana frá mér," svaraði maðurinn. „Það gerir ekkert, sonur", sagði vindurinn, „hér er önnur taska. Sú er fallegri og þú þarft aðeins að segja: „taktu upp úr þér, taskan góða". En strax á eftir verður þú að segja: „Láttu niður í þig, taskan góða." Aumingja maðurinn var frá sér numinn af gleði, því hann hélt, að þetta væri eins og fyrri taskan. Á leiðinni heim settist hann aftur undir tré og sagði: „Taktu upp úr þér taskan góða." En um leið spruttu tveir stórir lurkar upp úr töskunni og hefðu strax lúbarið hann, ef hann hefði ekki hrópað samstundis: „Láttu niður í þig, taskan góða." Um leið og hann var kominn heim, sýndi hann konunni nýju töskuna. „Nú bjóðum við okkar gömlu vin- um — dómaranum, prestinum, ritaranum og skólameistaranum", sagði hann. í þetta sinn komu þeir fyrr en í fyrra skiptið og röðuðu sér kringum borðið. AAaðurinn setti töskuna fyrir framan þá og hrópaði: „Taktu upp úr þér taskan góða." Út spruttu lurkarnir stóru — hvor í sína áttina og byrjuðu strax að lúberja á þeim, sem saman voru komnir, þar til dómarinn veinaði: „Ég læt þig fá gömlu töskuna þina aftur og þú getur haldið dúkötunum hundrað." Löngu seinna áttu allir að borga skattinn og fógetinn fór um til að innheimta hann. Hann kom líka til mannsins með töskurnar. „Kondu inn, vinur minn", sagði maðurinn, „og fáðu þér brauðbita." Fógetinn kom inn og settist til borðs. Maðurinn lagði gömlu töskuna fram fyrir hann og hrópaði: „Taktu upp úrþér, taskan góð." Um leið stóð þar dýrlegasta máltíð og hann át og drakk, þangað til hann var að springa. „En það var nú skatturinn, sem ég kom að sækja", sagði fógetinn. „Hann er hér", svaraði maðurinn og dró fram hina töskuna og hrópaði: „Taktu upp úr þér, taskan góða." Á sömu stundu spruttu lurkarnir tveir upp úr töskunni og lúbörðu fógetann, sem flúði eins og fætur toguðu. Þegar fógetinn kom heim, skrifaði hann konunginum, að hann skyldi senda hermenn til að innheimta skattinn hjá smalanum. Kóngurinn sendi nærri því hundrað hermenn. Þegar þeir komu, gaf maðurinn þeim fyrst morgunverð með gömlu töskunni. Kapteinninn sagði á meðan: „Við viljum líka hádegisverð". „Hann skuluð þið fá", svaraði smalinn, opnaði hina töskuna og sagði: „Taktu upp úr þér, taskan góða." Lurkarnir tveir spruttu út og lumbruðu á hermönnunum, sem flúðu í ofboði, með kapteininn í fararbroddi. Frá þeim degi lifði maðurinn í friði og viðfeldni og hamingju með konunni sinni og börnunum mörgu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.