Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972—37. árg. 248. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON t á Miklar umrœður um iðnaðarmál á alþingi í gœr: Vantrúin á getu þjóðarinnar felldi viðreisnarstjórnina Þessi mynd er af nýja veginum Hengladalsá og er þessi nýja leið (Ljósm.S.dór) 1 gærdag var nýi veg- urinn i Kömbum opnað- ur fyrir umferð. Kaflinn sem opnaður var i gær er 9 km. langur, nær frá Smiðjulaut og niður i Kamba i ölfus. Vegna þungafluttningabifreiða var horfið að þvi ráði að hafa tvær akreinar upp brekkurnar en eina akrein fyrir umferð niður brekkurnar. Til þess að gefa veg- farendum til kynna hvernig aka beri á þessum bratta 3ja akreina vegi, hafa verið sett upp nokkur merki til leiðbeiningar og aövörunar og hafa sum þeirra ekki sézt hér á landi áður. Þegar þessi nýi Kambavegur hefur verið tekinn i notkun eru aðeins tveir stuttir spottar eftir á leiðinni frá Reykjavik til Selfoss, sem ekki hafa fengið varanlegt slitlag. En innan tiðar verður slitlagi komið á þá einnig, og þar með verður vegurinn til Selfoss allur með varanlegu slitlagi. — S.dór. i Kömbum. Þarna á beygjunni blasir við mjög fallegur foss I mun skemmtilegri og fallegra útsýni frá henni en hinni eldri. — Miklar umræður urðu á alþingi i gær um stefnu fyrrverandi og núve.andi rikisstjórna i iðnaðar- málum. Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra og Jóhann Hafstein fyrrverandi iðnaðarráðherra áttust þar við,og kom margt athyglisvert fram i þeim umræðum. hennar i sfðustu kosningum. Það er gott, ef menn hafa nú lært af reynslunni, sagði ráðherrann. Magnús minnti á þau atriði, sem sérstaklega einkenndu stefnu fráfarandi rikisstjórnar i iðnaðarmálum og birtust m.a. i þvi að hún samdi um óheyrilega lágt orkuverð, um að erlendur dómstóll skyldi fjalla um ágrein- ingsmál i sambandi við ábræðsl- una og, að verksmiðjan i Straumsvik er eina álverksmiðj-- an i heiminum, sem ekki var gert að skyldu að hafa hreinsitæki. Ráðherrann upplýsti að nú virt- ist einna nærtækast af stóriðju- framkvæmdum að ráðast i bygg- ingu málmblendiverksmiðju, sem ætti áð geta orðið algerlega i eigu Islendinga. Sjá 2. síðu Magnús Kjartansson iönaðar- ráðherra sagði meðal annars, að hjá núverandi rikisstjórn væru engar ráðagerðir um að selja er- lendum aðilum ódýra raforku, heldur um að byggja upp islenzk- an iðnað. Magnús minnti á, að hefði viðreisnarstjórnin verðlagt orku frá Búrfellsvirkjun i sam- ræmi við núverandi lágmarks- verö, hefði þjóðin hagnazt um fimm miljarða — og fengið Sigölduvirkjun ókeypis. Magnús Kjartansson sagði að ótrú viðreisnarstjórnarinnar á getu Islendinga til að standa á eigin fótum hefðu stuðlað að falli 2 djúp- sprengjur I gærmorgun kom m.b. Svart- fugl RE 200 inn til Sandgerðis með tvær gamlar djúpsprengjur af brezkri gerð. Samkvæmt beiðni Landhelgis- gæzlunnar gerði bandariski her- inn á Keflavikurflugvelli sprengj- urnar óvirkar. Brandt hefur yfir BONN 1/11 — Samsteypustjórn Willy Brandts, sem mynduð er af sósialdemókrötum (SPD) og frjálsdemókrötum <F"DP) nýtur 4.1% meiri stuðnings kjósenda en kristilegir demókratar (CDU), að þvi er fram kom i skoðana- könnun, sem birt var I Bonn i dag. Könnunin var gerð af Allens- bach stofnuninni á timabilinu 19.—23. október og sýnir að 50,5% kjósenda mundu kjósa SPD og FDP, en 46,4 CDU. Vona að sem mestur hluti hersins fari fyrir lok kjörtímabilsins, sagði utanrikisráðherra m.a. er hann svaraði spumingum útvarpshlustenda í gærkvöldi Ég vona að sem mestur hluti hersins verði farinn fyrir lok kjörtimabilsins, sagði Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra m.a. i þættinum ,,Bein lina” i útvarpinu i gærkvöldi. Þátturinn ,,Bein lina” var fyrst fluttur i útvarpi i gærkvöld og varð utanrikisráðherra Einar Agústsson fyrir svörum við spurningum hlustenda. Verður hér drepið á nokkur at- riði, sem fram komu i þættinum. Ráðherrann sagði, að Atlanz- hafsbandalagið gerði meira úr gildi bandarisku herstöðvarinnar en efni stæðu til. Þess vegna væri ekki unnt að treysta til hlýtar þeim álitsgjörðum sem þaðan kæmu um málið. Ráðherrann var spurður um það hvort hann teldi útsendingar Keflavikursjónvarpsins löglegár og hvort þær yrðu stöðvaðar. Hann svaraði þvi til að hann teldi útsendingarnar ekki ólög- legar og að annar aöili gæti ekki með lögum rift millirikjasamn- ingi, sem sjónvarpsstöðin byggist á. En ráðherrann kvaðst telja góöar horfur á þvi að senn yrði dregið úr útsendingum Kefla- vikursjónvarpsins. Utanrikisráðherra var spurður hvað hann segöi um árásir stjórnarandstæðinga á ráðherra- nefnd þá, sem i eiga sæti auk Einars, Magnús Torfi Ólafsson og Magnús Kjartansson. Utanrikis- ráðherra sagði, að hann teldi það sjálfsagðan hlut að ef menn ætluöu að vinna saman töluðu þeir saman. Ég mun halda áfram að ræða við samráðherra mina, Frh. á bis. ’5 Geir stefnir á formanns- starfið Heildsalablaðið Visir greinir frá þvi i gær i forustugrein, að Geir Hallgrimsson muni nú hverfa til nýrra verkefna. Frá þessu er greint svolátandi orðum: „Visir óskar bæði Geir Hallgrimssyni og Birgi tsleifi Gunnarssyni gæfu og gengis i meðferð þcirra nýju mála. sem þeir eru að taka á sinar herðar”. Með „ný mál” á Visir vafa- laust við að Geir muni stefna að þvi aZ> leysa Jóhann Hafstein, bráðabirgðafor- mann, af á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. í DAG Akkorðsvinnan er erfið fyrir aldraða — ræðu- kafli effir Jónas Árnason. Af hverju hættir Geir sem borgarstjóri? — sjá forustrugrein Viðbrögð við sáttalíkum í Víetnam — sjá frásögn á síðu ^ Um skyggnast skyli — pistill eftir Vilborgu Harðardóttur. —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.