Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 DIOBVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson A . Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. GEIR VALDI FLOKKINN Geir Hallgrimsson hefur ákveðið að taka flokkinn fram yfir borgina. Það kem- ur engum á óvart; fyrir siðustu borgar- stjórnarkosningar i Reykjavik lýsti Geir Hallgrimsson hug sinum til Reykvikinga meði)vi að segja að hann vildi þvi aðeins vera borgarstjóri að Sjálfstæðisflokkurinn hlyti meirihluta; hann vildi vera borgar- stjóri Sjálfstæðisflokksins. 1 siðustu borgarstjórnarkosningum neitaði Geir Hallgrimsson þó, að hugsanlegt væri að hann léti af störfum borgarstjóra á miðju yfirstandandi kjörtimabili. En það gerir hann nú með góðri samvizku, að þvi er hann greindi frá i afsagnarbréfi sinu til borgarstjórnar, en játar jafnframt að hann geti ekki sagt það ,,með góðri sam- vizku við næstu borgarstjórnarkosningar” að hann muni starfa áfram! í afsagnarbréfi borgarstjórans kemur fram, að hann tekur flokkinn fram yfir borgina. Það játar hann hreinskilnislega er hann segir að nú séu „ýmis þau verkefni á sviði landsmála, bæði að þvi er snertir þingstörf og flokksstörf” sem nú taki hug sinn allan. Starfsmenn Reykja- vikurborgar vita lika, að borgarstjórinn hefur ekki gegnt embætti sinu sem skyldi siðustu mánuðina. Hefur kveðið svo rammt að þessu að borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna hafa gagnrýnt það i al- mennum umræðum i borgarstjórn, og málgögn minnihlutaflokkanna hafa krafizt þess itrekað að borgarstjórinn segði af sér. Hann hefur nú orðið við þeim kröfum og lætur senn af starfi. Er vafa- samt, að borgarstjórar Sjálfstæðis- flokksins hafi áður látið af störfum með öllu svipminni hætti en Geir Hall- grimsson. Þjóðviljinn vill ennfremur gagnrýna er borgarstjórinn hættir beinlinis með það fyrir augum að geta i tæka tið fyrir næstu borgarstjórnarkosningar kynnt nýjan borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. í af- sagnarbréfinu játar Geir borgarstjóri að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „tilnefna með nokkrum fyrirvara fyrir næstu almennar borgarstjórnarkosningar nýjan borgar- stjóra”. Hér er Sjálfstæðisflokkurinn enn að misnota aðstöðu sina i borgarstjórn. Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn kaus Geir Hallgrimsson borgarstjóra fyrir tveimur árum, eiga a.m.k. kjósendur þess flokks heimtingu á þvi að hann sitji út kjörtima- bilið. Og það er i hæsta máta ósæmilegt að tilnefna nýjan borgarstjóra Sjálfstæðis- flokksins löngu fyrir kosningar beinlinis með það fyrir augum að styrkja stöðu hans við næstu kosningar. Geir Hallgrimsson mun nú kasta sér af fullum þunga út i innanflokkserjurnar i Sjálfstæðisflokknum, sem er þverklofinn og hver höndin upp á móti annarri, Geir kýs heldur að berjast innan flokks sins en utan hans á vettvangi borgarmála. Vafa- laust eru margir samherjar honum sam- mála um að það sé meiri nauðsyn á honum innan flokksins en utan. En skyldi það hafa gerzt áður, að flokkur væri svo illa á vegi staddur að kalla þyrfti til borgar- stjórann i Reykjavik—beint úr starfi — til þess að taka þátt i innanflokkserjum? VIÐSKILNAÐUR VIÐREISNAR í VELFERÐARMÁLUM Gylfi Þ. Gislason flytur nú tiðar fyrir- spurnir á alþingi. Magnús Kjartansson ráðherra hefur fagnað þeim áhuga, sem skyndilega er komin upp hjá formanni Alþýðuflokksins á margvíslegum vel- ferðarmálum; ef svo héldi fram gæfi Gylfi kærkomið tækifæri til þess að gera út- tekt á viðreisninni og viðskilnaði hennar á ýmsum sviðum. Greindi Magnús Kjartansson frá þvi á alþingi i fyrradag hversu ástandið væri nú alvar- legt i áfengismálum: 39-50% þeirra sjúk- linga sem lagðir eru inn á Kleppsspitalann eru áfengissjúklingar. Svo litill áhugi var á lausn þessara vandamála á viðreisnar- árunum að þrátt fyrir ítrekaðan tillögu- flutning um hækkun á framlagi til Gæzla- vistarsjóðs, stóð það i stað á árunum 1964- 1970, en loks tókst stjórnarandstöðunni að knýja fram hækkun upp i 12 milj. kr. 1971. Við tilkomu vinstristjórnarinnar var framlagið siðan hækkað strax i 20 milj. kr. Þannig reyndist viðskilnaður við- reisnarinnar á þessu sviði — og i vel- ferðarmálum lét viðreisnarstjórnin eftir sig óteljandi vandamál af svipuðu tagi. ALÞINGI Jónas Árnason: Akkorðs- og bónusvinnan kemur illa við eldra fólk Viö umræður i neðri deild alþingis um frumvarp til laga um dvalarheimili aldraðra kvaddi Jónas Arnason sér hljóðs og sagði þá meðal annars: ,,Núna fyrir fáeinum minútum fékk ég boð um það að köma hér út á ganginn og tala við kunningja minn aldr- aðan vestan af Snæfellsnesi. Maður þessi er að verða 65 ára gamall, en heilsufarslega illa farinn eftir langan og strangan vinnudag. og læknir- inn hefur bannað honum að vinna nema 4 tima á dag. Það gæti hann sennilega, ef honum stæði til boða „eðlileg vinna”, eins og hann segir. En það sem honum stendur til boða, er að vinna eftir þvi akkorðs- og bónuskerfi sem svo viða er komíð á i fiskverkun. Þetta er eitt af þvi sem kemur hart niöur á öldruðu fólki, einn þátturinn þar sem ómannúð- legt viðhorf þjóðfélagsins i keppni um peningana bitnar æði hart á gömlu fólki, ekki hvað sizt þvi fólki, sem er las- burða. Eg álit að þetta keppniskerfi á vinnumarkaðnum þar sem hinn ungi og friski stendur bezt að vigi og nýtur beinlinis forréttindastöðu, en hinn aldr- aði ber mjög svo skarðan hlut frá borði, ef hann getur þá yfirleitt tekið þátt i keppninni, þetta kerfi verður að takast til athugunar og breytast til mannúðlegri hátta." Þóknun fyrir nefndastörf Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra svarði á fundi sameinaðs þings í gær 6 fyrirspurnum frá Bjarna Guðnasyni. Fyrir- spurnirnar voru þessar: 1) Er æskilegt, að fastir starfs- menn i ráðuneytum sitji i allt að 16 nefndum, stjórnum og ráðum? 2) Með hliðsjón af þvi, að vitað er, að meginhluti starfsins i lang- flestum nefndum hvilir á einum eða tveimur nefndarmönnum eða jafnvel ritara nefndar einum, er spurt, hvort nauðsyn nefndar- skipunar sé könnuð hverju sinni eða unnt sé að fela verkefnið ákveðnum rikisstarfsmanni án nefndarskipunar? 3) Er þess gætt, að eðlilegt hlut- fall sé á milli tölu nefndarmanna og umfangs þess verkefnis, sem þeim er ætlað að vinna? 4) Með hliðsjón af þvi, að sumir starfsmenn ráðuneyta þiggja fjórðung miljónar króna eða meira i þóknun fyrir nefndarstörf er spurt hvaða reglum sé fylgt við ákvörðun þóknunar fyrir slik störf, sem vitað er að hljóta að vera unnin að miklu eða öllu leyti i vinnutima, sem hlutaðeigandi starfsmaður tekur föst laun fyrir. Hvað er gert til að tryggja, að slikum reglum sé fylgt, séu þær fyrir hendi? 5) Er ástæða til að launa rikis- starfsmenn fyrir nefndarstörf þegar þau falla undir þau verk- svið, sem þeim er ætlað að vinna? Hvaða reglur gilda um þetta efni? 6) Akveður hlutaðeigandi ráðu- neyti eitt, hvaða þóknun skuli greidd fyrir störf i nefndum, stjórnum og ráðum, eða koma til aðrir aðilar og þá hverjir? Hvað er gert til að tryggja það, að eðli- legt samræmi sé á milli vinnu nefndarmanna og þóknunar til þeirra? Fjármálaráðherra skýrði frá þvi aö yfirgnæfandi meirihluti af 'kostnaði við nefndir á vegum rikisins væri frá tið fyrrverandi rikisstjórnar. T.d. væri 98,4% af kostnaöi við nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins frá fyrri rikisstjórn og 97,5% af kostnaði á vegum fjármálaráðu- neytisins. Fyrirspurn númer 1 svaraði ráðherrann neitandi, en sagði, að nefndarstörf gætu að visu verið mjög misjöfn og það jafnvel verið meira verk að sitja i einni nefnd en 16. Varðandi fyrirspurn tvö og þrjú sagði ráðherrann, að ekki væri hægt að finna neitt eðlilegt hlut- fall milli tölu nefndarmanna og umfangs verkefnis. Nefnd væri oft sett saman með tilliti til þess að fá fram sem flest sjónarmið. Vegna fjórðu fyrirspurnar, sagði ráðherrann, að mikið af nefndarstörfum væri unnið utan vinnutima án þess að þóknun kæmi til fyrir aukavinnu. Fimmtu spurningunni svaraði ráðherrann neitandi, en taldi þó að sérstök greiðsla yrði að koma til, ef nefndarstörfin hefðu i för með sér aukavinnu. Um sjöttu spurninguna sagði ráðherrann, að hagsýslustjóri og deildarstjóri launadeildar fjár- málaráðuneytisins gerðu tillögur um þóknun fyrir nefndarstörf en fulltrúi þess ráðuneytis, sem i hlut ætti, væri með i ráðum. Ráðherrann gat þess, aö þóknun fyrir störf i þeim fastanefndum, þar sem greiðslur væru hæstar (svo sem bankaráð) hafi verið ákveðnar löngu áður en sú skipan var tekin upp sem nú gildir, og breytast þær svo með visitölu. Halldór sagði ennfremur, að nú væri unnið að nýskipan þessara mála allra með það i huga, að settar yrðu harðari reglur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.