Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 11 Iþróttafulltrm ríkisins hunzar áskoranir HSI Þrátt fyrir margítrek- aöar áskoranir og óskir Handknattleikssambands islands um að íþróttahús hér á landi veröi byggð meö iögiegni vallarstærö fyrir handknattleik, hefur enn verið hafizt handa um byggingu tveggja íþrótta- húsa i Reykjavík, meira að segja með áhorfenda- stæðum, en vallarstærð ólögleg fyrir handknatt- leik. Það er íþróttafulltrúí rikisins sem ákveður stærð iþróttahúsa, og það er hann sem hefur árum saman komið í veg fyrir að íþróttahús væru byggð með löglegri vallarstærð fyrir handknattleik. Enda er staðreyndin sú, að hjá 11. beztu handknattleiks- þjóð heims eru aðeins til 3 iþróttahús með löglegri vallarstærð. öll önnur íþróttahús á landinu eru of lítil fyrir handknatt- leik. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á þingi HSI um siðustu helgi: Ályktun um stærð iþróttahúsa Arsþing HSI haldið að Félags- heimilinu Seltjarnarnesi laugardaginn 28. október 1972 vekur athygli á þvi, að þrátt fyrir margitrekaðar áskoranir á fyrri ársþingum HSl hefur enn verið hafizt handa um byggingu stórra iþróttahúsa i Reykjavik án þess að vallarstærð leikvalla sé lögleg til keppni i handknatt- leik. Tvö þessara húsa, við Kennaraskólann og við Haga- skólann,eru teiknuð með svæði fyrir áhorfendur. Þingið skorar á menntamála- ráðherra og borgarstjóra að beita sér fyrir þvi, að vallar- stærð þessara húsa verði aukin, svo að þau verði lögleg keppnis- hús fyrir handknattleik. bað er ekki að furða þótt þessi ályktun sé gerö. Af öllum iþróttahúsum á Islandi eru að- eins 3 með löglegri vallarstærð fyrir handknattleik. Þessi hús eru Laugardalshöllin, nýja KR- húsið, en þar eru engin áhorf- endasvæði, og iþróttahúsið i Hafnarfirði. Litum þá aðeins á þetta nánar. lþróttahúsið i Hafnarfirði er að sjálfsögðu aðeins ætlað fyrir Hafnarfjarðarfélögin tvö, þannig að þar æfa ekki önnur félög handknattleik. KR-húsið er einkaeign KR, og félagið er ekki aflögufært um húsnæði til handa öðrum félögum. Og þá er það Laugardalshöllin. Þar fá Reykjavikurfélögin einn tima i viku hvert, til að geta æft liö sin á löglegum vélli. Allar aðrar æfingar hjá félög- unum fara fram i iþróttahúsum skólanna eða i einkahúsi, eins og til að mynda hjá Val, en öll þessi hús eru með of litlum völlum fyrir handknattleik og sum ný hús eins og iþróttahúsið i Arbæjarhverfi með 12 m. breiðan völl i staðinn fyrir 20 m. breiðan, eins og lögskipað er i handknattleik. 011 iþróttahús úti á lands- byggðinni eru með ólöglega vallarstærð fyrir handknattleik. Þó eru sum þeirra ný, og margir staðir fóru fram á það þegar bygging húsanna hófst, að þau yrðu með löglegri vallarstau'ð fyrir handknattleik, en þvi var synjað af iþróttafulltrúa rikis- ins. Og hver er svo afleiðingin fyrir handknattleikinn? Jú, hún er sú, að handknattleikur er ekki iðkaður á þessum stööum, að undanskildum tveim, Húsa- vik og Akureyri, en Akureyr- ingar fengu til afnota skemmu éina mikla sem þeir innréttuðu fyrir iþróttahús. Það var ekki verk iþróttafulltrúa. I stað handknattleiks er iökaöur körfuknattleikur á margfallt fleiri stöðum úti á landi. Ástæðan er einfaldlega sú, aö iþróttahúsin þar eru með lög- legri vallarstærð fyrir körfu- knattleik, og þvi snúa iþróttafé- lögin þar sér að körfunni i stað handknattleiksins. Afleiðingin verður sú, að handknattleikur verður aðgins iðkaður i Reykjavik og næsta nágrenni, þar sem þessi 3 iþróttahús með löglegri vallar- stærö eru. bað er sem sagt orð- ið hlutverk iþróttafulltrúa rikis- ins að drepa niöur þessa iþrótta- grein úti á landi með þröng- sýnissjónarmiðum sinum. Þá einu iþróttagrein sem enn er hægt að tala um að við tslend- ingar getum eitthvað i á heimsmælikvarða, þótt við drögumst aftur úr i henni sem öðrum greinum jafnt og þétt. Iþróttafulltrúi rikisins hefur margoft verið gagnrýndur á þingum HSI og það eru ekki mörg ár siðan hann rauk á dyr á einu HSl-þingi vegna réttrar en harðrar gagnrýni; hann vissi uppá sig sökina en þoldi ekki að heyra sannleikann, en sú gagn- rýni kom einmitt vegna þröng- sýni iþróttafulltrúans i bygg- ingu iþróttahúsa af löglegri stærð fyrir handknattleik. Þá hefur hann orðið fyrir svipaðri gagnrýni hjá forráða- mönnum sundiþróttarinpar fyrir alltof litlar sundlaugar. Það eru aðeins til tvær sund- laugar á öllu Islandi með lög- legri brautarlengd, 50 m. Menn mega ekki halda að iþróttafulltrúi geri þetta af ill- girnissjónarmiöum til iþrótt- anna. Það er af og frá. En hugs- unarháttur hans er enn fastur við siðustu aldamót, þar sem aðalatriöiö var að fá aðstöðuna en ekki að hún væri lögleg að stærð og gerð. — S.dór. Of hátt aðgöngumiða- verð orsök lítillar aðsóknar? Það vakti athygli manna ab iþróttahúsið i Laugardal fyllfist ekki af áhorfendum þegar Fram og Stadion léku EB-leiki sina um siðustu helgi. Fyrra kvöldið hafa vart komið yfir 1500 manns, en á siðari leikinn kom heldur fleira, liklega yfir 2000 manns. Það hefði einhverntimann verið nóg að danskt handknattleikslið væri i heimsókn til að fylla húsið, hvað þá ef leikirnir væru liður i Evrópukeppni. Svo maður tali nú ekki um, ef fyrri leikurinn af tveim hefði endað með jafntefli eins og nú varð. Hvað veldur þá þessari dræmu aðsókn? Sjálfsagt er engin ein Synti 200 m 212 sinnum Við óskuðum eftir upp- lýsingum i blaðinu i gær um menn sem synt hefðu 200 m. i Norrænu sundkeppninni oftar en 200 sinnum. Það stóð ekki á þvi, að við fengjum upp- lýsingar. Eftir þvi sem við komumst næst hefur Kári Rafnsson úr Kópavogi synt oftast eða 212 sinnum, en alls var hægt að synda 214 sinnum. Kári kom alltaf í hádeginu i Sunnhöllina i Rgykjavik, og að sögn Bárðar Sveinssonar synti Kári alltaf fyrstu ferðina i kafi, eða 33 og 1/3 m. Annars sagði Bárður að nokkrir hefðu synt 200 sinnum i Sundhöllinni. skýring til á þvi. En manni býður i grun að of hátt aðgöngumiða- verð sé orsökin. Framarar seldu miðana i sæti á 250 kr. i stæði á 200 kr. en ódýrarar miklu fyrir börn, enda voru þau i meirihluta bæði kvöldin. Það segir sig sjálft, að þetta er alltof hátt aðgöngumiðaverð Ef til vill segja menn sem svo, að þetta sé svo dýrt fyrirtæki, að ekki sé hægt að komast af með lægra gjald. Vissulega er þetta sjónar- mið. En sjálfsagt væri það betra að fá 3200mannsa hvorn leik eða eins og höllin tekur, fyrir lægra miðaverð, en á fá hálft hús fyrra kvöldið en rúmlega það siðara kvöldið á þessu háa miðaverði. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar miðaverð er orðið svona hátt, þá koma menn ekki nema á einn leik, en að þessu sinni voru þeir þrjr, leikurinn við FHtalinn með. Ef við tökum dæmi af hjón- um sem hafa áhuga fyrir hand- knattleik og ef þau hefðu viljað sjá alla leikina, þá getum við séð hvað það kostar þau að fara, jafn- vel þótt þau kaupi aðeins miða i stæði. Er hugsanlegt, að minnkandi aðsókn, bæði i knattspyrnu og handknattleik sé afleiðing af of háu aðgöngumiðaverði? —S.dór. HSI-þing færð fram á vorið Samþykkt var tillaga á siðasta HSl-þingi þess efnis, að þing HSI skuli framvegis vera haldið eigi siðar en i júnimánuði ár hvert. En undanfarin ár hefur þing sam- bandsins verið haldið að haustinu til. Þá var og samþykkt, að reikningsár HSI skuli vera frá 1. júni til 31. mai. Sá minnsti af öllum Þessi bráðskemmtilega mynd var á alþjóðamynda- sýningu i Barcelona á Spáni. llún þarfnast raunar engra orða, en manni er þó til efs, að iávaxnari mannvera hafi klæðst fullkomnum knatt- spyrnubúningi, tekið sér bolta og labbað út á völl. Og i öllu falli gerast myndir sem minna á knattspyrnu ekki skemmti- legri en þessi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.