Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. nóvembcr 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍDA 3 Átök meðal frjálslyndra halda áfram: Minnihluti af landsfundi meirihluti í Reykjayík Um siðustu helgi fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla um stjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna í Reykjavik. Niðurstaðan varð sú að þeir sem urðu að una hlutskipti minnihluta á frægum landsfundi Sam- takanna hlutu yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í kosningunni í Reykjavik. Um 20 munu hafa verið i kjöri til stjórnarinnar i Reykjavik. Um 200 tóku þátt i atkvæðagreiðslunni og fékk Bjarni Guðnason flest at- kvæði eða 121, en þeir sem kjörnir voru fengu yfirleitt um 100 at- kvæði. M innihlutamenn fengu ivið lægri atkvæðatölur og fengu engan mann i stjórnina. Ólafur Hannibalsson mun hafa verið hæstur minnihlutans með 70 at- kvæði. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, hlaut 18 atkvæði. Um 20 milj. króna í landhelgiss j óð Nú hafa safnazt tæplega tuttugu miljónir króna i Landssöfnun Landhelgis- sjóðs, sem hófst t. september, þegar fisk- veiðilögsaga íslendinga var færð út í fimmtiu sjó- mílur. Söfnunargögnum hefur verið dreift um allt land, og i þvi skyni leitaði framkvæmdanefndin til fjölmargra aðila, sem tóku mála- leitan hennar mjög vel. — £>annig voru send söfnunargögn á vegum nefndarinnar með aðstoð Vinnu- veitendasambands Islands, Landssambands islenzkra út- Ritstjóri við Morgunblaðið Styrmir Gunnarsson Morgunblaðið greinir frá þvi i gær. að Styrmir Gunnarsson hafi verið ráðinn ritstjóri blaðsins frá og með deginum i gær að telja. Styrmir Gunnarsson hefur starf- að við Morgunblaðið um sjö ára skeið og verið aðstoðarritstjóri i tvö ár. Auk hans eru ritstjórar Morgunblaðsins þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson er 34 ára að aldri. vegsmanna, Verzlunarráðs ts- lands, Félags islenzkra iðnrek- enda, Landssambands iðnaðar- manna, Félags islenzkra stór- kaupmanna, Meistarasambands byggingamanna, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusam- bands islenzkra fiskframleið- enda, Sambands islenzkra sam- vinnuíélaga og Búnaðarfélags ís- landsog Stéttarsambands bænda, auk þess, sem send voru söfn- unargögn til allra fyrirtækja, sem rekin eru af hinu opinbera. Allir þessir aðilar sendu gögn til félagsmanna sinna og aðildar- félaga, og hafa þannig lagt fram- kvæmdanefndinni lið og veitt henni ómetanlegan stuðning. Kann nefndin þeim öllum beztu þakkir fyrir. Þegar hafa borizt skilagreinar frá nokkrum aðilum, en þess er þó ekki að vænta, að almennt fari að berast skil fyrr en að nokkrum tima liðnum. Nefndin vill samt mælast til þess, að ekki verði dregið að gera skil. og það gert svo fljótt sem kostur er. Skila- greinar á að senda til skrifstofu framkvæmdanefndarinnar, Laugavegi 13, Reykjavik. — Þar eru ennfremur gefnar allar upp- lýsingar um söfnunarstarfið, og þar er framlögum veitt móttaka. Undanfarna daga hafa margir komið á skrifstofuna til þess að leggja fram fé i Landhelgissjóð- inn. Söfnunin hefur nú staðið i tvo mánuði. — Undirbúningsstarfi framkvæmdanefndarinnar er lokið aö mestu, enda þótt enn séu verkefni óleyst, sem unnið er að. Má þar til dæmis nefna ýmsar fjáröflunarleiðir, aðrar en fjár- söfnun, útgáfu- og kynningar- starfsemi. Sú er von nefndarinnar, að landsmenn bregðist vel við, er til þeirra verður leitað, og þeir, sem ekki hafa þegar lagt fram sinn skerf til eflingar Landhelgisgæzlu lslands, láti eitthvað af hendi rakna i þvi skyni. Framkvæmdanefndin er skipuð fulltrúum frá Landssambandi is- lenzkra útvegsmanna, Sjó- mannasambandi Islands, Far- manna- og fiskimannasambandi Frh. á bls. 15 Sinfóníiililjóinsveitin; Frumflutt íslenzkt tónverk í kvöld 3. reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar á þessu starfsári verða i Háskólabiói i kvöld fimmtu- dag kl. 20.30. Stjórnandi er Sverre Bruland en einleikari Hafliði Hallgrimsson celló- leikari. Frumflutt verður hljómsveitarverkið ,,Mistur” eftir Þorkel .Sigurbjörnsson. Þá verður fluttur cellókonsert eftir Sjostakovitsj, og að lokum Sinfónia nr. 2 eftir Carl Nielsen. SVERRE BRULAND er fæddur i Stavanger árið 1923. Nám sitt stundaði hann aðal- lega hjá hljómsveitar- stjórunum Odd GrUner-Hegge og Oivin Fjeldstad og við Juilliard'tónlistarskólann i New York. Árið 1958 hlaut hann fyrstu verðlaun i alþjóð- legri samkeppni ungra hljóm- sveitarstjóra, sem haldin var i Liverpool, og ári siðar hlaut hann mikið lof og viður- kenningu fyrir hljómsveitar- stjórn sina i Berkshire-tón- listarsalnum i Tanglewood, þar sem hann vann einnig til verðlauna. Sverre Bruland hefur nú stjórnað ýmsum hljómsveitum viðsvegar á Norðurlöndunum öllum og hvarvetna hlotið lofsamlega dóma. Hann hefur verið aðal- Þorkell Sigurbjörnsson hljómsveitarstjóri sinfóniu- hljómsveitar norksa útvarpsins siðan árið 1965. Sverre Bruland var aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóniu- hljómsveitar Islánds á fyrri hluta starfsársins 1968-69. HAFLIÐI M. HALLGRIMS- SON lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum i Reykja- vik 1962 eftir fjögurra ára nám. Fór til Rómar sama ár og var nemandi E. Mainards i Accademia Sancta Cecilia. Lék i Sinfóniuhljómsveit Islands frá ’63-’64. Hann fór til framhaldsnáms til London og var nemandi Derek Simpson i Royal Academy ’64-’67. lauk þaðan burtfararprófi, vann Suggia-verðlaunin og Recital Medal. Hefur starfað siðan i London sem kennari, ein- leikari og komiö viða fram i kammertónlist, m.a. i Wigmore Hall, Purcell Room; einnig hefur hann leikið fyrir B.B.C. Hann var meðlimur i Haydn -strengjatrióinu i þrjú ár. Hafliði leggur einnig stund á tónsmiðar, og hefur verið við nám hjá Dr. Alan Busch og Peter Maxwell Davies. Meðal verka Hafliða eru: Sönglög, pianóverk, strengjakvartett, Sólófantasia fyrir einl.-celló, Duo fyrir violu og cello, Elegy fyrir sópran og hljóðfæri við ljóð eftir Salvadore Quasimodo, ,,Með gleðiraust og helgum hljóm”, cello og pianó, og i smiðum er ,,Hóa- Haka-Nana-la”, fyrir klarinettu, strengi og sláttar- hljóðfæri. Hafliði mun einnig leika á tónleikum fyrir framhalds- skóla á morgun 3. nóvember kl. 2 i Iláskólabiói og hjá Kammermúsikklúbbnum sunnudaginn 5. nóvember kl. 9 i Félagsheimili Fóstbræðra á Langholtsvegi 109. Ragnar Björnsson flytur verk eftir ísl. höfunda Sömu verk og voru flutt á tónleikum í Svíþjóð í fyrra rnánuði, þar af jjögur ný af nálinni Ragnar Björnsson, dóm- organisti, er nýkominn heim úr tónleikaför til Sviþjóðar, en þar lék hann á fimm stöðum. A fundi með fréttamönnum i gær sagði Ragnar að dóm- organistinn i Gautaborg hefði boðið sér að koma til Gauta- borgar og flvtja þar verk eftir islenzka höfunda. 1 framhaldi af þessu boði var Ragnari boðið að leika viðar. Hann hélt tónleika i Stokkhólmi, Gauta- borg, Uppsölum og Lundi. A tvennum þessara tónleika var efnisskráin alislenzk. Verkin voru eftir Pál Isólfsson (Introuduction og Passa- caglia), eftir Jón Þórarinsson (prelúdia, choral og fuga), eftir Jón Asgeirsson (Passacaglia), eftir Jón Kagnar Björnsson Nordal (Choralforspil), eftir Ragnar Björnsson (eftir lát Kjarvals) og að lokum verk eftir Atla Heimi Sveinsson er nefnist Nótt i dómkirkju. I þessu verki er notuð segul- bandstónlist er blandast saman við orgelspil. Flutn- ingur á þessu verki tókst sér- taklega vel i dómkirkjunni i Stokkhólmi, þar sem notaðir voru 10 Jiátalarar. Ragnar ætlar að flytja þessi islenzku verk i dómkirkjunni kl. 5 á sunnudag og i Akur- eyrarkirkju á miðvikudags- kvöld. Verkin eftir Atla, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson og Ragnar eru ný af nálinni, eða nýleg. Ekki „skilyrðislaus og einhliða sameining” Blaðinu barst i gær yfir- lýsing frá framkvæmda- stjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna þar sem fullyrt er að það sé rangt, að á landsfundinum hafi verið „samþykkt skil- yrðislaus og einhliða sam- eining við Alþýðu- flokkinn". Yfirlýsing framkvæmda- stjórnar Samtakanna fer hér á eftir: Framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna vill að gefnu tilefni lýsa yfir eftirfar- andi: Landsfundur SFV, sem haldinn var 29. september — 1. október s.l. lýsti yfir vilja samtakanna til að gerast aðili að sameiningu lýð- ræðissinnaðra jafnaðar- og sam- vinnumanna i einum stjórnmála- flokki fyrir næstu almennar kosningar. 1 þeim tilgangi kaus landsfundurinn sérstaka nefnd til að vinna að undirbúningi málsins og ræða viö alla þá aðila aðra, samtök og einstaklinga, sem til slikrar sameiningar vilja ganga. Það er háð niðurstöðum þeirra viðræðna um stefnu og skipulag nýs flokks og siðar ákvörðun aukalandsfundar SFV, hvort af aðild samtakanna að sameiningu verður. Það er þvi rangt, að á landsfundinum hafi verið sam- þykkt skilyrðislaus og einhliða sameining við Alþýðuflokkinn. Að lokum hvetur framkvæmda- stjórnin til áframhaldandi og aukinna viðræðna milli þeirra aöila, sem hlut eiga að máli og áhuga hafa á sameiningu og vonar jafnframt að árangur þeirra verði jákvæður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.