Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 16
UlOÐVIUINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Almennar upplýsingar um .læknaþjónustu borgarinngr ■eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 28. október til 3. nóv. er i Reykjavikurapóteki og i Apóteki Austurbæjar. Nætur- og helgarvarzla i Reykja- vikurapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Aðalhindrunin fyrir friði Thieu ítrekar enn andstöðu sina viö iriö- arsamninga — meðan hart er barizt í S-Vietnam &AIGON l/ll — Striðið iVietnam hélt áfram af fullum krafti i dag á sama tima og Thieu forseti Saigonstjórnarinnar réðst harkalega á samkomu- lag stjórna Bandarikjanna og Norður-Vietnams og gerði ljóst að andstaða hans er jafn hörð og áður A föstudaginn i síðustu viku birti Stokkhólmsblaðið Dagens Nyheter þennan uppdrátt af Indó-Kina. Norður-Vietnam er skástrikað. Svæði þau sem skæruliðar ráða i Suður-Vietnam, Laos og Kambódlu eru grá. önnur landsvæði eru hvit. Blaðið tekur fram að grái liturinn eigi við sveitir. Allmargar borgir í Kambódiu séu undir yfirráðum stjórnar- hersins og flestar borgir i Suður-Vietnam liggi undir Saigon. Hreinar viglinur milli andstæðra herja séu hvergi nema einna helzt I Laos. A uppdrættinum sjást bækistöðvar Bandarikjamanna, floti á Tonkin-flóa, flugvélar i Thailandi. 14 dauðadómar í vændum í Marokkó vegna tilræðisins Thieu — aðalhindrunin fyrir frið- samlegri lausn Framkvœmda stjómAlþýðu- bandalagsins Kyrsti fundur nýkjörinnar m iðstjórnar Alþýðubanda- lagsins var haldinn i fyrra- kvöld i húsakynnum flokksins að (ircttisgötu 3. A fundinum var m.a. kosin ný framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins. 1 fram- kvæmdastjórn eiga sæti, auk Ragnars Arnalds formanns Alþýöubandalagsins, öddu Báru Sigfúsdóttur, varafor- manns og Jóns Snorra Dor- leifssonar ritara, eftirtaldir íélagar: Guðjón Jónsson, for- maður Félags járniðnaðar- manna, Guðmundur Hjartars- son, framkvæmdastjóri, Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Lúðvik Jósepsson, ráðherra, Magnús Kjartansson, ráö- herra og Ólafur R. Kinarsson, menntaskólakennari. Varamenn i framkvæmda- stjórn eru: Svandis Skúla- dóttir, fóstra, Haukur Helga- son, hagfræðingur og Þröstur Ólafsson, hagfræðingur. Úrslit í handbolta Úrslit leikja i Iteykjavikurmótinu i handknattleik urðu þessi i gær: Þróttur — F’ylkir 18:8 Valur — ÍR 13:11 Fram — KR 17:13 Alþýðuflokk- urinn svaraði játandi! Alþýðuflokksfélag Kópa- vogs hefur svarað tilmælum bæjarmálaráðs H-listans, um viðræður um hin nýju viðhorf til bæjarmála i Kópavogi, ját- andi. Eins og fram kom i Þjóð- viljanum i gær, hafa Samtök frjálslyndra og vinstrimanna þegar svarað sams konar til- boði bæjarmálaráðs Il-listans játandi. Búast má við að fyrsti fund- urinn verði haldinn á föstu- dagskvöld. t útvarpsræðu i tilefni af þjóð- hátiðardegi landsins sagði Thieu, að samningurinn jafngilti sölu landsins og algerri uppgjöf Suður- Vietnama fyrir kommúnistum, en að slikum samningi gengi hann aldrei, lýsti hann yfir. Málsvari samninganefndar Norður-Vietnama i Paris lét svo ummælt i dag, að ræðan sannaði, að Thieu væri sjálfur aðal- hindrunin i vegi fyrir friðsam- legri lausn. — Hann heldur áfram tilraunum sinum til að fá striðinu framlengt. Haldið er áfram að drepa Vietnama og Bandarikja- menn, en sjálfur verður forsetinn bara rikari og rikari, sagði full- trúi samninganefndarinnar. Aðalumræðuefnið i Paris er þó hvort, og þá hvenær, Norður - Vietnamar fallist á nýjan fund með öryggisráðgjafa Nixons, Henry Kissinger, sem hefur sagt að nauðsynlegt sé að halda enn einn 3ja til 4ra daga viðræðufund áður en fullgengið sé frá samningnum. Að sögn vestrænna diplómata i Paris er staðsetning. 14. herdeildar N-Vietnama i S- Vietnam mikilvægasta óleysta vandamálið. Kr hún þar? I samningaviðræðunum við N- Vietnama hafa Bandarikin krafizt þess, að herdeildin verði á brott frá S-Vietnam, en N- Vietnamar hafa aftur á móti aldrei viðurkennt, að hún sé á suðurvietnömsku landssvæði. Sömu heimildir halda þvi enn- fremur fram, að stjórnir Banda- rikjanna og N-Vietnams haldi sambandi hvor við aðra gegnum þriðju rikisstjórnina meðan beðið er eftir að stjórnin i Hanoi láti undan óskum Kissingers um nýjan fund. Ræða Thieus stakk mjög i stúf við bjartsýni stjórnmálamanna i Washington. Mótmælti Thieu þvi beizklega, að hann væri aðal- hindrunin fyrir friðsamlegri lausn og hélt þvi fram, að 17 milljónir Vietnama væru á móti samkomulaginu, — en auðvitað eru lika til þeir, sem vilja setja S- Vietnam á gullbakka, krjúpa og afhenda landið kommúnistunum i norðri, sagði hann. Hann itekaði að hann myndi ekki samþykkja myndun sam- steypustjórnar til bráðabirgða með fulltrúum óháðra flokks- brota og Þjóðfrelsisfylkingunni og hann væri gegn vopnahléi, sem ekki gerði að skilyrði brott- flutning norður-vietnamskra her- manna frá Suðut-Vietnam. Ilarðir bardagar Bardagar á jörðu niðri i S- Vietnam harðna stöðugt, en Bandarikjamenn virðast eitthvað hafa dregið úr stuðningi við Saigonhermenn úr lofti. Sagði yfirstjórn Saigonhers i dag, að N- Vietnamar eða Þjóðfrelsis- fylkingin hefði staðið að baki 126 árásum síðasta sólarhringinn. Hélt talsmaður hersins þvi fram, að 300 hermenn ÞFF hefðu fallið, en 17 hefðu fallið úr eigin liði. Saigonherinn vann ekkert á, en ÞFF náðu tveim varðstöðvum i strandhéraðinu norðanlands og heldur enn fimm þorpum i héraðinu kringum Saigon. Stórar B-52 sprengjuflugvélar fóru i dag 13 árásarferðir yfir S- Vietnam og tvær yfir N-Vietnam, og hafa árásarferðirnar ekki verið svo fáar á einum degi siðustu sex mánuðina. Bandarisk herþota hrapaði yfir Mekong héraði og niu flughermenn fórust. t Kambodsju náði ÞFF á sitt vald hernaðarlega mikilvægum bæ, Trepeang Kraleng, um 60 km sunnan höfuðborgarinnar, Phnom Penh. Norska landhelgis- gæzlan styrkt OSLO 1/11- Hyað gem um ,and. helgina verður, má reikna með þörf fyrir stóraukið eftirlit á mið- unum á næstu árum, og er tima- bært að ihuga, hvort gæzluskipin fullnægi þeim þörfum, sagði varnarmálaráðherra Noregs, Johan Kleppe, i fyrirspurnatima norska þingsins i dag. Hann sagði, að landhelgisgæzl- an yrði aukin strax og þurfa þætti. Sem stendur væri ekki meiri ágangur erlendra fiski- skipa á norsku miðin en venju- lega, en reikna yrði með að svo yrði á nánustu framtið vegna stækkunar islenzku landhelg- innar. BKLFAST 1/22 — Kaþólskir stjórninálaforingjar gcgnu i dag á fund N-írlandsráðhcrr- ans, William Whitelaw, og báðu um aukinn lögregluvörð um ibúðahverfi kaþólskra i Bclfasteftir sprengjutilræðin i gærkvöld, þar sem tvær smá- telpur voru drepnar við há- tiðahöldin i sambandi við að- faranótt Allraheilagramessu. Télpurnar tvær, Paula Strong 6 ára og frænka hennar Claire Hughes, 4ra ára, voru drepnar meðan þær léku sér ásamt öðrum börnum kring- um bál, sem kveikt var i tilefni hátiðahaldanna samkvæmt RABAT 1/11 — í morgun var krafizt dauðadóma yfir 14 þeirra 220 marokkösku hermanna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku i mis- heppnuðu banatilræði við Hassan kóng 16. ágúst sl. Saksóknari krafðist einnig lifstiðarfangelsis- dóms yfir þrem hinna ákærðu, 20 gamalli siðvenju. Voru börnin að leik i um 400 metra f jarlægð frá kaffihúsi, sem kaþólikki átti, i hafnarhverfi Belfast, þegar sprengja sprakk i b!l fyrir utan veitingastaðinn. Höfðu tilræðismennirnir, að sögn lögreglunnar, spurt börnin til vegar áður en þeir settu timasprengjuna i bilinn, og hlýtur þeim að hafa verið ljóst. að börnin voru i hættu. Sex önnur börn slösuðust svo alvarlega, að þau liggja nú á sjúkrahúsi, og nokkrir kaffi- húsgestanna slösuðust einnig. Sprengjur sprungu á fleiri stöðum i Belfast i nótt, og skipzt var á skotum viða i ára fangelsis fyrir fjóra og fimm ára fyrir hina. Meðal þeirra sem búast mega við dauðadómi, eru Mohamed Amekrane yfirherforingi, áður næstæðsti maður flughers Marokkós, og Kouhera el Wafi Frh. á bls. 15 borginni. Brezkir hermenn skutu ungan mann, sem ætlaði •að kasta sprengju að varðstöð við Viktoriuspítalann i Belfast. Foringi sósialdemókratiska verkamannaflokksins i N-Ir- landi, Gerry Fitt, sagði að ibú- ar hverfisins kenndu dauða barnanna ónægri lögreglu- og hervernd, — Það rikir mikil beiskja meðal ibúanna, sagði hann, vegna þess að þeir fengu ekki vernd á meðan nóg var af her- mönnum i leit að skæruliðum annarsstaðar i hverfinu á sama tima. BELFAST: Börn að leik drepin með tímasprengju

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.