Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. nóvember 1972'ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15. Geir Viðar Vilhjálmsson, mag. art.: Hugleiðsla og hugleiðslunám Geir Viðar Vilhjálmsson mag.art. hefur beðið Þjóðviljann fyrir með- fylgjandi grein undir ofanritaðri fyrirsögn. -Hugleiðsla er þýðing á meditation, sem dregið er af latnesku sögninni meiditari = af æfa, að ihuga. Kemur hér fram grundvallarmerking hugleiðslu, þ.e. æfingar, sem miða að þvi að einstaklingurinn nái betri stjórn á hugarstarfsemi sinni. Stjórn hugans er þó ekki aðal- markmið hugleiðslu, heldur liður i þvi að kanna hin dýpri svið vitundarlifsins, svið, sem nefnd hafa verið nöfnum eins og „hin sameiginlega dulvitund „(C.G. Jung) eða „alheimsleg vitund (cosmic consciousness)”. En til þess að hægt sé að skynja hinar dýpri viddir vitundarinnar, þarf vitundarástandið að verða rólegra og hin venjulega starf- semi hugans þarf að kyrrast. Það tekur oftast ár og áratugi að ná verulegum árangri og dýpt i hugleiðslu, en margir verða varir við töluverð jákvæð Styrktarfélag vangefinna Konur i Styrktarfélagi van- gefinna, fundur ve.rður fimmtudag 2. nóv. kl. 8.30 i Bjarkarási. Stjórnin. Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra. Kvennadeild. — Siðasti fundurfyrir basarinn verður á fimmtudag að Háaleitisbratu 13kl. 8.30. Basarinn næstkom- andi sunnudag i Lindarbæ. Vinsamlegast komið basar- munum i Æfingastöðina. Kökur einnig vel þegnar. Kvenfélag Kópavogs. Fundur verður haldinn i Félagsheimilinu fimmtudag- inn 2. nóv. kl. 8.30. Nokkrar kvenfélagskonur munu sýna það nýjasta i kvenfatatizk- unni. stjórnin. Frá Handknattleiksdeild ÍR Æfingar i Breiðholtsskóla eru sem hér segir Meistarafl. karla: Mánudaga Fimmtudaga 19.40— 21.00 19.40— 21.10 1. og 2. fl. karla: Mánudaga Fimmtudaga 21.00—22.10 21.10—22.10 3. fl. karla: Mánudaga Fimmtudaga 18.50—19.40 18.50—19.40 4. fl. karla: Mánudaga Fimmtudaga 18.00—18.50 18.00—18.50 Mfl. 1. og 2. fl. kvenna: Sunnudaga 11.10—12.00 Fimmtudaga 22.10—23.00 3. fl. kvenna: Sunnudag* Laugardaga 10.20—11.10 17.10—18.00 Old boys: Sunnudaga 18.00—1850 Nýir félagar velkomnir. Geymið auglýsinguna. vitundaráhrif eftir aðeins skamma þjálfun, dregur t.d. oft úr spennu og taugaveilunar- einkennum. (sjá Time 25. okt. 1971). Raunvisindalegar rann- sóknir hafa lika áþreifanlega sýnt, nú á þessum siðasta áratug, að áhrifamiklar breytingar verða á starfsemi likama og tauga- kerfis i sambandi við iðkun hug- leiðslu. Sést þetta i aukningu á „alpha” og „þeta” bylgjum i heilalinuriti, hægari öndun og fleiri einkennum, sem sýna ljós- lega að hugleiðsluástand er lifeðlislega séð öðruvisi en venju- legt vökuástand, draumsvefn, djúpur svefn eða dáleiðsla (sjá Journal og Transpersonal Pyschology, Vol II. No. 1. 1970, The Psychology and Physiology of Meditation) Saga hugleiðslu er löng og má rekja hana 5000 ár aftur i timann að minnsta kosti, aftur til upphafs indó-germanskrar menningar á Indlandi. Litið sem ekkert er vitaðum hugleiðsluiðkanir meðal okkar islenzku og norrænu for- feðra, en bronsstyttan nr. 10880 á Þjóðminjasafninu sýnir heiðinn guð (sennilega Þór) i stellingu, sem að ýmsu leyti minnir á hug- leiðslustellingar Austurlanda. A vegum Rannsóknarsotfnunar vitundarinnar standa nú yfir hug- leiðslunámskeið og eru þau haldin aðra hvora helgi á sal Menntaskólans við Tjörnina. Eru 4 námskeið fyrirhuguð i haust, en að meðaltali 1 námskeið verður á mánuði eftir jól. Megninvið- fangsefni námskeiðsins er Zen- búddhisk hugleiðsla, notkun tóna við hugleiðslu, notkun mynd- rænna forma við hugleiðslu, slökun, mataræði og hin sigilda spurning „Hver er ég?”. Lit- skuggamyndir og hljiðupptökur úr japönskum og tibezkum klaustrum eru notaðar til eflingar reynslunni. Hvert námskeið stendur yfir i 10 klukkutima samtals, fimm tima hvorn eftir- miðdag. Fjöldi þátttakenda á þeim tveim námskeiðum, sem haldin hafa verið var 12 og 18 manns, en til þess að tryggja sem mest traust og hreinskilni milli þátttakenda hefur hámarksfjöldi þátttakenda verið ákveðinn 15 manns. Þátttökugjald er i allt kr. 1200- fyrir námsfólk og kr. 1800- fyrir aðra. Til þessa hafa 85 af hundraði þátttakenda verið námsfólk og nærri helmingur þátttakenda hefur skráð sig á framhaldsnámskeið. Allur fjár hagslegur hagnaður nám skeiðanna rennur til styrktar rannsóknum og visindastarfsemi Rannsóknastofnunar vitundar- innar, en yfirlit yfir helztu verk- efnin má finna i Dagblaðinu „Timinn” frá 15. Október s.l. Auövitað væri æskilegast að fólk gæti fengið alla þá menntun, sem það óskar eftir sér að kostnaðarlausu og vonandi kemur að þvi innan tiðar að hug- leiðsla og hugstjórn verði liður i námsefni islenzkra skóla, til dæmis i tengslum við kennslu i sjálfsþekkingu, en tillaga þess efnis var send Menntamálaráðu- neytinu i ágúst s.l. Geir Viðar Vilhjálmsson mag.art. Dauðadómar Framhald af bls. 16. major, yfirmaður herflugvallar- ins, þar sem allir hinir, sem ákærðir eru, gegndu herþjónustu. Þessir tveir eru hæstsettir hinna ákærðu og lýstu þeir sig báðir seka um að hafa ætlað að myrða Hassan með þvi að reyna að skjóta niður farþegaflugvél, sem hann feröaðist með frá Frakklandi til Marokkó. Báðir viðurkenndu einnig að hafa unnið með fyrrverandi varnarmálaráð- herra og æðsta manni hersins að þvi að steypa rikisstjórninni, en hann framdi sjálfsmorð átta tim- um eftir að banatilræðið mis- tókst. Kaffisala og tízkusýning Hin árlega kaffisala og tizku- sýning Kvenstúdentafélags tslands verður haldin að Hótel Sögu sunnudaginn, 5. nóvember og hefst kl. 3 siðdegis. Skemmtun þessi. sem haldin er til styrktar ungum og efnilegum náms- konum, er löngu orðin fastur liður i borgarlifinu. Þess má geta að nýlega hlutu 7 stúdinur styrki úr sjóðnum að upphæð kl. 250.000.00. Að þessu sinni verður sýndur fatnaður frá Miðbæjarmark- aðnum og verzluninni Snót. ||| Yfirhjúkrunarkona Staöa yfirhjúkrunarkonu Grensásdeildar Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar eða eftir nánara samkomulagi Upplýsingar um stöðuna veitir forstööukona Borgar- spitalans. Umsóknir , ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 1. desember 1972. Reykjavik , 1.11. 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Fiskverð Framhald af bls. 4 isfirðinga 1972, mótmælir þeirri ráðstöfun verðlagsráðs sjávarút- vegsins að miða nýtt rækjuverð við 1. nóvember ár hvert. Skorar fundurinn á viðkomandi ráðu- neyti að sjá svo um að verð- ákvörðun verði hér eftir miðuð við upphaf vertiðar þ.e. 1. október. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast á hinar ýmsu deildir Borgarspitalans. Upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 81200. 20 iraljónir Framhald af 3. siðu. íslands, Hafrannsóknarstofnun- inni og frá öllum stjórnmála- flokkum landsins. Nefndin heitir á alla Islendinga, að þeir snúi bökum saman og standi sameiginlegan vörð um þetta hagsmunamál þjóðarinnar. — Hér er ekki um að ræða stjórn- málalegt dægurmál; skoðanir manna kunna að vera skiptar um aðferðir og leiðir, en það er óum- deilanlegt, og um það eru allir sammála, hvar i flokki sem þeir standa, að efla verður Land- helgisgæzlu Islands, ef takast á að vernda fiskimiðin við landið, og það er öllum tslendingum kappsmál. TIL ÞESS ÞARF AÐ KAUPA NÝTT VARÐSKIP. (Fréttatilkynning.) Herinn Framhald af bls. 1. sagði Einar. Hann sagði að árásir stjórnarandstæðinga á hann væru misjafnlega vel undirbyggðar, en, helt hann áfram, margar þeirra eru fáránlegar, þar á meðal árásin vegna svokallaðrar ráðherranefndar. Spurt var hvernig fram færu viðræðurnar við Bandarikja- stjórn i janúar. Svarið var á þa leið að þær væru á undirbúnings- stigi og ekkert ákveðið um þær i einstökum atriðum. Ráðherrann bætti þvi siðan við, að ásamt sér myndu starfsmenn utanrikis- ráðuneytisins, og aðrir ekki, annast þær viðræður. Spurt var um afstöðu þing- flokks Framsóknarmanna til ákvæðis málefnasáttmálans um brottflutning hersins.Ráðherrann» svaraði þvi til að hann vissi ekki annað eninnanþingflokksins væri einhuga afstaða til málefna- samnings að þvi er varöaði endurskoðun varnarsamningsins, en menn væru e.t.v. ekki tilbúnir til þess nú þegar að kveða upp úr með afstöðu sina endanlega fyrr en niðurstaða af athugunum lægi fyrir. 1 svari við annarri spurningu sagði utanrikisráðherra siðan að ákvæði málefnasáttmálans um brottflutning hersins á kjörtima- bilinu væri enn I fullu gildi og að hann vonaðist til, að sem mestur hluti bandariska hersins yrði farinn fyrir næstu kosningar Þá upplýsti ráðherrann að stofnunin, „Aðstoð Islands við þróunarlöndin” heföi sótt um 17 milj. kr. fjárframlag úr rikis- sjóði. Ráðherra kvaðst vonast til að það framlag yrði veitt. Kosningabarátta Framhald af 5. siðu. Slikar og þvilikar tilraunir eru m.a. tengdar þvi að æ færri kjós- endur vita nokkurn skapaðan hlut um frambjóðendur sem þeim er boðið upp á að kjósa. t siðustu kosningum gátu aðeins 30% þeirra farið rétt með nafn fram- bjóðenda þess sem þeir vildu styðja. Þetta stafar að mjög verulegu leyti af þvi, að flokkarn- ir leggja allt kapp á að auglýsa helztu foringja sina i fjölmiölum — og smáfuglarnir verða út- undan. Reykjavik, 1.11 1972. Rorgarspitalinn Akureyri Þjóðviljinn óskar eftir umboðsmanni til að sjá um dreifingu og innheimtu fyrir blaðið á Akureyri. Upplýsingar á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins, á Akureyri, simi 21875 eða i sima 17500 Reykjavik. Innilegar þakkir færum vér öllum nær og fjær, sem sýndu stofnuninni vinsemd og virðingu með gjöfum, heillaóskum, , kveðjum og heimsóknum á 50 ára starfs- afmælinu 29. október. Starfsfólkinu eru þökkuð frábær störf og dýrmætar gjafir. Vistfólkinu eru þakk- aðar gjafir vinátta og skilningur. KHi- og hjúkrunarheimilið Grund Gisli Sigurbjörnsson, Jón Gunnlaugsson,Ólafur Jónsson^ólafur Ólafsson, Þórir Baldvinsson,Óttar P. Halldórsson. fp Deildarhjúkrunarkona Staða deildarhjúkrunarkonu við Geðdeild Borgar- spltalans, Hvitabandinu,er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. desember eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgar- spitalans. Umsóknir , ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf scndist Ileilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 20. nóvember 1972. Iteykjavik, 1.11. 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Iðnaðarmannafélagið i Reykjavik Hádegisverðarfundur um Bernhöftstorfuna verður haldinn laugardaginn 4. nóv. 1970 kl. 12.00 i veitingahúsinu útgarði (Glæsi- bæ, húsi Silla & Valda). Guðrún Jónsdóttir arkitekt formaður Arkitektafélagsins og Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður flytja erindi. öllum iðnaðarmönnum heimill að- gangur. Þátttaka tilkynnist eigi siðar en á hádegi föstudag 3. nóv. i sima 33395 — 14064 — 16326 — 15363.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.