Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þessi stúlka á aö hjálpa ungkrata einum á þingið i Bonn sjá áletrun aftan á henni. Framagjarn og frjálslyndur svifur i fallhlif niður i höfuövigi andstæöinganna. Kosningabarátta í V-Þýzkalandi Mikill sláttur á smáfuglum Allt gott kemur að ofan sagði Jiirgen Möllemann, einn af frambjóðendum Frjálsra demókrata, og lét sig svífa í fallhlíf ofan í þorpið Warendorf í Múnsterland, sem hefur verið mikið bólvirki Kristi- legra demókrata. Frambjóðandi þessi ætlar að reyna að vinna sigur með alls konar „fiffum” sem eru einstak- lega áberandi i kosningabaráttu þeirri sem nú er háð i Vestur- Þýzkalandi. Eftir að hann lenti með fallhlif sinni, synti hann yfir ána Ems, og tók úr henni vatns- prufur, til að leggja áherzlu á mengunarpólitik Frjálslyndra.j Dreifði siðan áróðri af hestbakiJ Einn af frambjóðendum Sósial-' demókrata hefur fest upp sér- kennilegt plakat um allt kjör- dæmi sitt: mynd af naktri, ljós- hæröri stúlku á mótorhjóli — og á sitjanda hennar er skráð nafn frambjóðandans og oröið „Til Bonn!” 1 þessu samhengi er og vitnað til kristilegs frambjóöenda. Hann hefur þá aðferö að fara um öll þorp kjördæmisins fótgangandi meö staf. Ég held, segir hann, að með þessu móti fái ég fólk til að skilja, að ég hefi i raun og veru áhuga á vandamálum þess. Sá sem fer fótgangandi hefur einnig þolinmæði. Ráðstefna um skipulag raforkumála: J ákv æð afstaða til stefnu í raforkumálum Þjóðviljanum hafa borizt fréttir frá ráðstefnu á veg- um Rafmagnsveitna ríkisins um skipulag raf- orkumála landsins. i ályktunum kemur fram að ráðstefnan er hlynnt þeirri stefnu sem mörkuð var með þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra frá siðasta þingi um raforkumál. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Um s.l. mánaðamót var haldin i Reykjavik ráðstefna á vegum Rafmagnsveitna rikisins um skipulag raforkumála landsins. Ráðstefnuna sóttu 57 starfsmenn og fulltrúar Rafmagnsveitna rikisins frá öllum landshlutum, en gestir hennar voru fulltrúar frá Iðnaðarráðuneytinu, Sam- bandi isl. sveitarfélaga, lands- hlutasamböndum þeirra og Sam- bandi islenzkra rafveitna. Flutt voru 8 framsöguerindi um ýmis- leg sérgreind efni skipulags- málanna, en þau siðan tekin fyrir i umræðuhópum. Eftir almennar umræður var tekin saman ályktun fundarins um æskilega skipan raforkumála landsins. Hættulegir pandabirnir Tókió — Innan skamms verður lokum skotið frá búrum panda- bjarnanna Kang Kang og Lan Lan i dýragarðinum i Tókió og þeir sýndir almenningi. Dýr þessi eru firna sjaldgæf og þykja konungsgersemi. Eru birnirnir gjöf Kinverja til Japana i tilefni af nýuppteknu stjórnmálasam- bandi. En hægri menn i Japan sjá þann vonda sjálfan i vinalegu snjáldri bangsa þessara og óttast dýragarðsstjórinn að til uppþots komi þegar dýrin verða fyrst sýnd almenningi. Hann hefur nú beðið um fulltingi 100 lögreglu- þjóna sem kunni að lemja niður óeirðaseggi og veita pandabjörn- um verðuga vernd. Alyktunin var 14 liðum, en aðal- efni hennar var þetta: Ráð- stefnan lýsti jákvæðri afstöðu sinni til þess meginmarkmiðs, sem felst i þingsályktunartillögu rikisstjórnarinnar, sem lögð var fram á s.l. Alþingi. Ráðstefnan taldi, að bæði rikið og sveitarfélög hefðu hlutverki að gegna i raf- orkuvinnslu og dreifingu, en jafn- framt beri að stefna að stærri rekstrarheildum raforku- Eftirfarandi fréttatilkynning barst blaðinu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. nóvember til 28. febrúar 1973. Hörpudiskur i vinnsluhæfu ástandi, 7 cm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 12.70. Verðið miðast við að seljandi CHICAGO, ISTANBUL 31/10 — Dagurinn i dag og i gær hafa verið óskaplegir slysadagar og hafa a.m.k. 100 manns farizt i fimm járnbrautarslysum viðs vegar um hcim. A.m.k. 44 manns létu lifið og um 320 slösuðust þegar tvær far- þegalestir rákust á á járn- brautarstöð i Chicago i gær. Varð slysið aðeins i um 5 km fjarlægð frá helzta verzlunarhverfi borgarinnar. Þetta er mann- skæðasta járnbrautarslys i Bandarikjunum siðan árið 1958. Um 20 manns fórust og um 50 slösuðust þegar árekstur varð á milli farþegalestar og vörulestar og kviknaði i báðum skammt frá iðnaðarins en nú er. Rekstrar- heildirnar verði skipulagðar eftir landshlutum, og ibúum þeirra veitt aðild að rekstri hverrar raf- veitueiningar. Verðlag raforku verði sett þannig, að ein og sama gjaldskrá gildi um land allt. Stefnt verði að dreifingu orku- vera um landið, eftir þvi sem hagkvæmt þykir, og þau sam- tengd til bættrar hagnýtingar orkuveranna svo og til aukinna möguleika til orkufrekrar notkunar og starfrækslu i strjál- býlli héruðum landsins. Ráð- stefnan taldi, að ofangreindu marki verði ekki náð nema með tilkomu einnar heildarstjórnar raforkuiðnaðarins, þótt lands- hlutaveitur annist rekstur innan sins svæðis. skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips, og skal hörpudiskurinn veginn á bilvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslu- stað, og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fiskmats rikisins og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað. Eskisehir i vesturhluta Tyrklands i dag. Og frá Aigle i Sviss bárust i dag þær fréttir, að 4 hafi brunnið inni og margir slasazt alvarlega þegar farþegalest ók á oliu- flutningabil með 80 þúsund litrum af brennsluoliu. Hin slysin tvö urðu i gær i Áustur-Þýzkalandi og Mozambique. 1 vöruflutningalestinni i Eskisehir voru margir vagnar með oliu og tafði eldur mjög fyrir björgunarstarfinu. Margir vagnar ultu af teinunum og veltust niður fjallshlið. Slysið i Sviss varð rétt við þorpið St. Triphon, skammt frá Aigle. Kviknaði þar i fyrstu þrem farþegavögnunum. V erðákvörðun á hörpudiski Hundrað fórust í 5 j árnbr autarsly smn ♦ SlBS Endurnýjun Dregið verður mánudaginn 6. nóvember.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.