Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Yfir 3000 laxar, 140 laxar yfir 20 pund! Eins og áður hefur komið fram í fréttum var laxveiði með afbrigðum góö í Laxá i Aðaldal siðast iíðiö sumar. Nú er komiö í Ijós sam- kvæmt veiðiskýrslum að heildarveiðin hafi orðið um 3005 laxar eftir þvi sem næst verður komizt. Meðal þungi reyndist um 12,4 pund og aflamagnið 18,6 tonn. Þetta er lang-bezta veiði- sumarið, eftirað stangveiði hófst i Laxá samkvæmt meira en 30 ára veiðiskýrsl- um, en siðustu tvö sumur 1970 og 1971 gengu næst sumrinu í sumar, en þá veiddust 17-1800 laxar hvert sumar, með meðalþunga rúm 10 pund. Aflamagnið i sumar hefur þvi orðiö meira en helmingi meira en það hefur mest orðið i Laxá og nær sexfaldazt á siðustu 6 árum þegar veiðin fór niður i rúml. 500 laxa árið 1966. Aflabresturinn það ár og árin næstu á undan vilja bændur rekja til mikillar vatns- þurrðar i Laxá haustið 1959, vegna krapastiflu af völdum mannvirkjagerðar Laxárvirkjun- ar viö Mývatn. Sumarið 1966 veiddist enginn lax yfir tuttugu pund i Laxá, en s.l. sumar veiddust hins vegar 140 stórlaxar, 20 punda og yfir. Samkvæmt veiöiskýrslum virðist aðeins tvisvar sinnum áður hafa veiðst litið eitt þyngri lax i ánni en nú i sumar, þ.e.a.s. árin 1950 og 1952, en þá var meðalvigtin 12,6 og 12,7 pund. Það var almennt álit veiðimanna að þeir hefðu aldrei séð annað eins laxmagn og var i Laxá i sumar sem leið, sem virð- ist mega rekja til stóraukinnar ræktunar á undanförnum árum, góðrar meöferðar og skipulegri veiði. Vert er að geta þess, að i sumar veiddust óvenju margir laxar á efstu svæöunum neðan við Laxár- virkjun, en undanfarin ár hefur verið sleppt i vaxandi mæli laxa- seiðum i efrihluta Laxár og við Mývatn, sem nU virðast vera far- in að leita á sinar stöðvar ofan við BrUar. Að sögn sænskra visinda- manna hefur einmitt þetta efra svæði Laxár — milli Mývants og Laxárvirkjunar — meira en tvö- fallt uppeldisgildi fyrir lax en öll Laxá neðan við BrUar, fyrir utan Kráká, sem einnig er talin hafa góð skilyrði fyrir laxarækt, þótt e.t.v. séu ekki jafn góð og i Laxá, en Kráká er yfir 30 km á lengd, eða skipuð á lengd og öll Laxá frá BrUum að Mývatni. 20/10 1972. Hermóður Guðmundsson. (sign.) í gær kom til landsins 65 manna hópur óperusöngvara og hljóðfæraleikara frá Skozku óperunni. Sýna listamennirnir óperu Benjamins Britten Draumurá Jónsmessunóttum næstu helgi i ÞjóðleikhUsinu. Eru leiktjöld og annar sviðsUtbUnaður kom- inn til landsins og vegur um þrjU tonn. Á fundi með blaðamönnum i ÞjóðleikhUsinu sagði Jim Duff leiksviðsstjóri að sér litist vel á leiksviðið til flutnings óper- unnar. Annars hefur Skozka óperan sýnt hér áður. Hér að ofan er mynd af söngvurum Ur Skozku óper- unni að syngja i Jónsmessu- næturdraumi eftir Benjamin Britten. Enn eftirle«ukind JAKARTA 31/10Maður nokkur, sem heldur þvi fram, að hann hafi barizt i japanska hernum i heims- styrjöldinni og hafi verið i felum siðan árið 1945, hefur gefið sig fram á eynni Bali i Indónesiu. Maðurinn kveðst heita FUtijama og vera 57 ára að aldri. Hafi hann flUið til þorps eins inni á eynni eftir ósigurinn og falið sig þar vegna þess að hann hefði ótt- azt, að allir japanskir hermenn, sem á lifi fyndust, yrðu látnir sæta hörðum refsingum. Efnir til tónleika í Akureyrar- kirkju Guðmundur H. Guðjónsson, organleikari efnir til tónleika i Akurcyrarkirkju i kvöld kl. 9.00. A efnisskránni eru m.a. vcrk eftir Bach, Cesar Kranck og Buxtc- hude. Guðmundur stundaði fram- haldsnám i kirkjutónlist um 3ja ára skeið i Englandi og Þýzka- landi og auk þess nam hann i Róm hjá hinum þekkta organsnillingi Fernando Germani, en þar var hann um 1 árs skeið. Sérsýning á heimilis- tækjum Byggingarþjónusta arkitekta hefur nýlega opnað sérsýningu á heimilistækjum i sýningarsalnum á Laugavegi 26. Verður sýningin opin á hverjum degi ( einnig tvær næstu helgar ) til 12. nóvember. Sovézkir Gyðing- ar mótmæla enn MOSKVU 31/10 47 Gyðingar sendu i dag opið bréf til sovézkra leiðtoga til að mótmæla takmörk- unum á þvi að sovézkum Gyðing- um sé leyft að flytja til tsrael. Segir i bréfinu að þUsundum Gyð- inga sé enn meinað að fara. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru sex háskólaprófessor- ar. Segja þeir að ekkert sé það i sovézkri löggjöf sem banni Gyð- ingum að fara úr landi, og það geri ekki annað en að grafa undan trU manna á lögum, ef ekki sé farið eftir þeim. Mótmælt er útflutningsskatti á Gyðinga, en að undanförnu hafa um 190 fjölskyldur fengið að fara úr landi án þess að greiða þennan skatt. Er það gert vegna andstöðu ýmissa bandariskra þingmanna sem ekki vilja staðfesta verzl- unarsamning við Sovétrikin nema að skatturinn verði felldur niður. Varaði Brézjnéf Finna við EBE? STOKKHÓLMI 31/10 Sænska blaðið Dagens Nyheter heldur þvi fram i dag, að soyézkir leiðtogar hafi ráðið Finnum frá þvi að undirrita viðskiptasamning við Efnahagsbandalagið. Úr Laxárdal Fiskverð ekki raimhæft Um miðjan október var aðal- fundur Sjómannafélags tsa- fjarðar haldinn. Skipa stjórnina þessir menn: Guðmundur Gislason, formaður, Bjarni L. Gestsson, varaformaður, Reynir Torfason, Ólafur Rósinkarsson, Héðinn Valdemarsson og Sigurður Finnbogason, meðstjórnendur. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum: „Aðalfundur Sjómannafélags tsfirðinga haldinn 14. okt. 1972 litur svo á að siðasta fiskverðs- ákvörðun hafi ekki verið raunhæf miðað við kjör annarra starfs- hópa, en til þess að laun sjó- mannsins verði sambærileg þarf að koma til veruleg fiskverðs- hækkun fyrir næstu vetrarvertið. — Fundurinn álitur að si- hækkandi verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum hljóti að leiða af sér hærri laun til sjó- manna eins og verðfall hefur áður skert laun þeirra. Fundurinn leggur rika áherziu á að verjöfnunarsjóðinn megi á engan hátt skerða, heldur verði hann notaður til þess sem til var stofnað, en ekki til að leysa tima- bundna reksturserfiðleika frysti- húsanna.” Aðalfundur Sjómannafélags tsfirðinga fagnar Utfærslu fisk- veiðilandhelginnar i 50 milur 1. sept. s.l. og skorar á stjórnvöld að hvika hvergi frá rétti okkar i þessu lifshagsmunamáli þjóðar- innar. Fundurinn álitur að lokatak- marki i landhelgismálinu sé ekki náð fyrr en með óskoruðum yfir- ráðum tslendinga yfir land- grunninu öllu. Fundurinn varar við samningum við erlenda aðila um auknar veiðiheimildir innan hinnar nýju landhelgislinu, um- fram það sem stjórnvöld lögðu fram i upphafi. Aðalfundur Sjómannafélags Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.