Þjóðviljinn - 12.11.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Síða 16
t Almennar upplýsingar um Helgar- kvöld- og næturþjón- MOBVIUINN1 læknaþjónustu -eru gefnar Læknafélags simi 18888. borgarinnar i simsvara Reyfejavlkur, usta lyfjabúðanna i Reykja- vík vikuna 11.- 17. 'nóvember er I Laugarnes og Ingólfs Apóteki. Sunnudagur 12. nóvember 1972; Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstö&inni. Simi 21230. [ ENDURNÝJUN ■ VESTURBÆJ ARINS llluli svæftisins sem nú á að skipuleggja I samvinnu Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesshrcpps. Talsverðar umræður hafa átt sér stað um nýtt ibúðahverfi i Vesturbænum, og hefur verið talað um 1000 ibúa hverfi en sumir álita að þetta verði 5—7 þúsund manna hverfi. Nú standa yfir umræður milli fulltrúa Reykja- vikurborgar og Seltjarnarnesshrepps um skipulag svæðisins. Við snerum okkur fyrst til Sigurjóns Péturssonar full- trúa Alþýöubandalagsins i borgarráði og spurðum hvort borgarráð væri búið að sam- þykkja þetta skjpulag. — Nei. Þetta hefur ekki fengið neina afgreiðslu i borgarstjórn. Mér kom svolit- ið á óvart að sjá frétt um þetta i morgunblaðinu, og hélt aö blaðamaðurinn heföi fengið spurnir af þessu máli vegna þess að það væri á leiðinni til borgarráðs, en máliö hefur ekki borið á góma þar ennþá. Sækja Kll-ingar fast á? — Hefurðu heyrt að KR-ing- um sé mjög umhugað að þetta hverfi risi til að fá til sin meira af ungu fólki? — Nei, ekki hef ég nú heyrt það, en aftur á móti er vitað að ýmsar þjónustustofnanir i Vesturbænum sjá fram á erf- iðleika vegna þess að i hverf- inu fækkar og þá um leið fækk- ar börnum og unglingum. Þá snerum við okkur til Geirharðs Þorsteinssonar, arkitekts, en hann og Hró- bjartur Hróbjartsson arkitekt munu sjá um skipulag svæðis- ins. Fyrst og fremst fjölbýlishús Geirharður sagði að málið væri alveg á byrjunarstigi, en ljóst er að þarna verða fjöl- býlishús fyrst og fremst og einnig mætti ætla að eitthvað yrði af raðhúsum á svæðinu. Svæðið afmarkast af sólar- lagsbrautinni, eða ástarbraut- inni, að norðanverðu. Að sunn- anverðu takmarkast hverfið af þeirri byggð sem fyrir er og það eru engin áform um að rifa nein hús. Geirharður kvaðst ekki vita með neinni vissu hvenær byggingarframkvæmdir myndu hefjast, en búast mætti við að þær hæfust eftir tvö til þrjú ár. A svæðinu er djúpt niður á fast og munu skipu- leggjendur verða bundnir af þeirri staðreynd að byggingar verða að vera stórar svo að kostnaður við grunn dreifist á margar ibúðir. Tefur skipulag hjá báðum Þá höfðum við samband við Sigurgeir Sigurðsson, sveitar- stjóra Seltjarnarnesshrepps, en umræður hafa staðið yfir alllangan tima um samvinnu borgarinnar og hreppsins við skipulag svæðisins. Ger má ráö fyrir makaskiptum, ,,og reyndar nauðsynlegt fyrir báða aðila að þessi mál komist sem fyrst á hreint, þvi að þetta tefur skipulag hjá báðum”, sagði Sigurgeir. — Hver á þessi tún þarna? —- Það eru nokkuð margir eigendur að þeim, a.m.k. okk- ar megin. Þetta eru eignar- lönd, sem þarf að kaupa, en Reykjavikurmegin eru þetta erfðafestulönd. Landamerkin eru heldur óskemmtilega lög- uð, eru i einskonar tröppu- göngi niður mýrina. Jóhann °g Gylfi svara hlust endum 1 þættinum Beina linan i út- varpinu á miðvikudagskvöld kl. 7,20 gefst útvarpshlustendum tækifæri til að spyrja fulltrúa stjórnarandstöðunnar spjaranna úr. Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason verða fyrir svörum og munu svara spurningum um hlut- verk, stöðu og störf stjórnarand- stöðuflokkanna. Hlustendur geta borið upp spurningar sinar i simatima þáttarins milli kl. 4 og 7 á morg- un, mánudag, i sima 20855. Ráðinn nýr framkvæmda- stjóri Neskaupstaöur 10/11 —Ráðinn hefur verið nýr framkvæmda- stjóri að félagsheimilinu Egils- búð. Höskuldur Stefánsson hefur verið i þessu starfi i nokkur ár og lætur nú af starfi. Við tekur Hall- dór Haraldsson. Hj.G. ÍOO þúsund kr. gjöf tu N áttúrugripa- safns Austurlands Neskaupstað, 10/11 — A aðalfundi SON fyrir viku var samþykkt að gefa 100 þúsund kr. i byggingarsjóð Náttúrugripasafns Austurlands i tilefni af 40 ára afmæli félagsins i byrjun nóvem- ber. Hj.G. Að virða það sem vel er gert Skiltiö að tarna stendur á Vestur- landsvegi rétt fyrir framan vega- mót Vcstur- og Suðurlandsvegar og þarfnast það ekki nánari skýr- ingar. En það hefur verið komiö upp lömpum yfir skiltinu, þannig að það sést i myrkri og eru þessir lainpar nýkomnir upp. Þarna hefur verið unnið þarft og gott verk, sem þakka ber. — S.dór. Ási í Bœ fjallar um sjónvarpið á 3. síðu og Haraldur Guðbergsson á bls. 5 — hvor á sinn hátt Læknisleysið er verst á Flateyri FLATEYRI, 11/11 — Hér er hörkubylur að norðaustan og götur nær ófærar vegna snjóa. Sér varla milli húsa hér i þorpinu. Þá eru vegir ófærir innanfjarðar og snjóruðningstæki vantar til aö ryðja flugbrautir, sagði Trausti Friðbertsson, kaupfélagsstjóri á Flateyri. Siðastliðinn þriðjudag var Breiðdalsheiði rudd til þess að komast fram og til baka og varð heiðin brátt ófær á ný og hefur verið svo siðan. Plássið er svo til einangrað þessa stundina. Finnur fólk þá meira til þess öryggisleysis að hafa engan lækni hér á Flateyri. Hefur læknir ekki verið hér und- anfarin ár og áttum við að hafa aðgang að lækni á Þingeyri. Nú er sá læknir farinn þaðan og verðum við þá að sækja lækni til tsafjarð- ar. Tvær hjúkrunarkonur útdeila lyfjum hér i þorpinu i neyðartil- fellum. Unnið hefur verið að endurbót- um við frystihúsið og er nú verið að taka i gagnið gott geymslu- rými á næstunni. T.F. Þj óðhátíðardagur Grimseyinga var í gær Það kann að hafa farið framhjá einhverjum gegnum árin, en eigi að siður cr það staðreynd, að Grimseyingar halda sina eigin þjóðhátið 11. nóvember ár hvert, og hafa gert siðan 1907. Þjóðhátiðardagur Grimseyinga er fæðingardagur Þjóðverjans Williards Fiske, en hann var mikill velgerðarmaður eyja- skeggja, svo sem kunnugt má vera. Það var séra Matthias Jochuinsson, sem var aðalhvata- maður þess, að Grimscyingar minntust hans með þessum hætti. —h m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.