Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 6
B.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 MÁLGAGN SÓSÍALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bcrgmann Ititstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: lleimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17300 (5 linur). Askriftarverö kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöluvcrð kr. 13.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ÍHALDIÐ VII I FELA HIÐ SANNA FYRIR ÞINGI ALÞÝÐUSAMBANDSINS! Tölur okkar um kaupmátt launa og til- færslu fjármuna frá launamönnum á við- reisnarárunum reynast vera réttar, og þær hitta i mark. Þetta var staðfest á alþingi i fyrradag, er Jóhann Hafstein stökk upp i ræðustól utan dagskrár al- þingis til þess að mótmæla Þjóðviljanum sérstaklega. Þetta gerir Jóhann vegna þess að tölur okkar eru sannleikanum samkvæmar og sök bitur sekan. í öðru lagi svarar hann dagblaði i umræðum á alþingi vegna þess, að hann treystir ekki ritstjórum Morgunblaðsins til þessað hafa uppi nægilega öflugt andóf gegn málflutn- ingi Þjóðviljans. Er það fagnaðarefni, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli nú telja Þjóðviljann svo sterkan að nú dugi ekki Morgunblaðið og Visir né útibúið Alþýðublað til þess að hafa i fullu tré við Þjóðviljann, ekki veiti af ræðustólum alþingis i viðbót! Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason bera ábyrgð á þvi, að á viðreisnarárunum var fjármagn flutt frá launamönnum til afætu- og arðránsstéttanna. Þeir bera ábyrgð á þvi, að gengið var fellt fjórum sinnum á stjórnarferli þeirra — gagngert til þess að færa til fjármuni frá launamönnum. Þeir bera ábyrgð á þvi, að hundruð og þúsundir íslendinga voru landfótta á viðreisnarárunum. Þeir bera ábyrgð á þvi, að um tima var sjötti til sjö- undi hver félagsmaður alþýðusamtak- anna atvinnulaus. Þeir bera ábyrgð á þvi, að togaraflotinn drabbaðist niður á við- reisnarárunum og vanrækt var allt of lengi að endurnýja þann hluta bátaflotans, sem tryggði frystihúsunum hráefni. Þeir bera ábyrgð á þvi, að iðnaður landsmanna dróst saman á árunum 1964-1967. Þeir bera ábyrgð á niðurlægjandi utanrikis- stefnu íslendinga sem fylgt var á viðreisn- arárunum. Og þannig mætti telja svo lengi, að dygði i mörg þykk bindi, enda afglaparegistur Jóhanns Hafsteins og Gylfa Þ. Gislasonar. En þessu á að gleyma, og þó alveg sér- staklega meðan þing Alþýðusambands ís- lands stendur yfir. Jóhann Hafstein kvart- aði einmitt sáran undan afhjúpunum Þjóðviljans á viðreisnarstefnunni, vegna þess að ASÍ þing stendur yfir. Það væri mjög bagalegt, sagði Jóhann, ef þessar tölur kæmu fram, ,,á sama tima og þing Alþýðusambandsins sæti á rök- stólum.” Þessar upplýsingar á semsé að fela. Þeir sem ráðgast um kjör alþýðu- stéttanna i landinu þessa dagana eiga sizt af öllum að fá að vita um það hvernig við- reisnin stóð i látlausu striði gegn launa- fólki og færði auðstéttinni með löggjöf á alþingi ávinninga kjarabaráttunnar á silfurdiski. Það er bagalegt að þetta skuli nú koma fram! Bagalegt? Fyrir hvern? Bagalegt fyrir Jóhann Hafstein og liðs- menn hans á þingi Alþýðusambands ís- lands. En það er ekki bagalegt, heldur nauðsynlegt fyrir alþýðustéttirnar i land- inu að hið sanna komi i ljós. Jóhann Hafstein og Geir Hallgrimsson boða nú nýja viðreisn! Það þarf æði mikið blygðunarleysi til þess að þora slikt eftir þá útreið, sem viðreisnarflokkarnir fengu i siðustu kosningum. Það hlýtur að valda almenningi beinum hryllingi að hugsa til þess, að enn skuli vera til menn sem ekki einasta verja gömlu „viðreisnina” heldur heimta i þokkabót ,,nýja viðreisn”. Þvi ,,ný viðreisn” yrði sjálfsagt af sama toga og sú fyrri, og henni hefur verið lýst hér fyrr i forustugreininni. Launamenn á Is- landi frábiðja sér slikt. Þeir muna við- reisnarárin, hrollvekjuna, hörmungar at- vinnuleysis og verkfallsmeta. Enda þótt svo óliklega færi, að Jóhann og Geir ynnu sigur á andstæðingum sinum innan Sjálfstæðisflokksins, er útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur á ný. Þeir hafa misst „valdaaðstöðu sina og ekki liklegt að þeir endurheimti hana i bráð”, svo að notuð séu orð Morgunblaðs- ins i gær um kristilega demókrata i Vestur-Þýzkalandi. Hvenœr á að stað- festa samninginn við Efnahagsbandalagið? /Æ\ £m\ ('tu ím 8 m þingsjá þjóðviljans Gróði og meiri gróði Bjarni Guönasoii.mælti i fyrra- dag fyrir þingsályktunartillögu. sem hann flytur ásamt Eðvarði Sigurðssyni og Braga Sigurjóns- syni um að fela rikisstjórninni að láta undirbúa löggjöf um verð- aukaskatt, sem lagður yrði á sölu fasteigna, annarra en ibúðar- og atvinnurekstrarhúsnæðis. Bjarni sagði, aö fyllilega tima- bært væri að skattleggja hagnað af sölu lóða og lendna, sem hækk- að hafa i verði án tilverknaðar eiganda. Nú sleppa menn við skattgreiðslu af söluhagnaði fast- eignaef eignin hefur verið i eigu seljanda lengur en ýmist 3 eða 6 ár. Bjarni sagði að þetta væri ekki óeðlilegt, þegar um ibúðir og atvinnuhúsnæði væri að ræða, en allt annað ætti að gilda um aðrar fasteignir, svo sem lendur og lóð- ir. túngmaðurinn sagði, aö mörg dæmi væru um það, að slikar eignir seldust á himinháu verði án þess að eigandinn hefði á nokkurn hátt unnið til hækkunar- innar. betta gerðist t.d. við skipu- lagningu ibúðarhverfa i borg og bæ. Sem dæmi nefndi Bjarni, að á þessu ári keypti Keflavikurkaup- staður lóðir og lendur af hluta- félagi nokkru fyrir 35 miljónir króna, og varð á siðasta alþingi að breyta lögum, svo að rikið gæti hlaupið undir bagga með kaupstaðnum við þessi kaup. Skattgreiðendur verða svo að standa undir stórkostlegum gróða, er fellur i hlut seljenda án nokkurs eigin tilverknaðar og an þess að slikur seljandi greiði nokkurn skatt af hagnaði sinum. 1 þessu sambandi mirgitist Bjarni einnig á sölu lands tindir sumarbústaði. Bjarni sagði, að flutningsmenn ætluðu rikisstjórninni að kveða á um, hvort tekjur af þeim skatti, sem hér væri stungið upp á, rynnu til rikisins eöa sveitarfélaga, en skattlagningin ætti að vera veru- leg. Að lokum lét hann þess getið, að fjölmargar nágrannaþjóðir hefðu þegar tekið upp slikan skatt og furðu gegndi, að slikt skyldi ekki hafa fengizt samþykkt hér fyrr. Peningagjafir til Styrktarfélags vangefinna Fyrir nokkru bárust Styrktarfélagi vangefinna tvær stórar gjafir. 60.000 kr. frá öldruðum hjónum á Selfossi og 50.000 kr. — frá börnum og tengdabörnum Andreu K. Guð- mundsdóttur og Halldórs Högna- sonar i minningu 100 ára afmælis Andreu. i fyrirspurnatima á alþingi i fyrradag var á dagskrá fyrir- spurn Gylfa Þ. Gislasonar um það, hvenær samningur íslands við Efnahagsbandalagið yrði lagður fyrir alþingi. Gylfi Þ. Gislason sagði, að samningurinn hefði verið undir- ritaður 22. júli s.l. og siðustu for- vöð væru að fullgilda hann nú um mánaðamótin, ef hann ætti að taka gildi um áramót. Gylfi ftélt þvi fram, að lslendingar ættu tvi- Bragi Sigurjónsson mælti á alþingi i fyrradag fyrir þingsá- lyktunartillögu, sem hann flytur ásamt fleiri Alþýðuflokksþing- mönnum um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Þingmaðurinn sagði, að tillag- an fjallaði um að fela rikisstjórn- inni að láta semja frumvarp um skipan eignarréttar á landi. Við samningu frumvarpsins verði lýst alþjóðareign, að svo miklu leyti sem skýlausar eignarheim- ildir annarra liggja ekki fyrir. Ennfremur verði stefnt að þvi, að með timanum verði allt land alþjóðareign, en bújarðir megi þó ganga kaupum og sölum til bú- rekstrar. Stöðuvötn i afréttum og öll fallvötn verði lýst alþjóðar- eign, svo og allur jarðvarmi undir mælalaust að fullgilda samning- inn af sinni hálfu strax, þó að Efnahagsbandalagið neitaði að fullgilda af sinni hálfu hvað tolla á sjávarafuröum snertir fyrr en bandalagið teldi viðunandi lausn orðna i landhelgisdeilunni. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, sagði að rikisstjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um, hvenær hún legði samninginn við Efnahagsbandalagið fyrir alþingi til staðfestingar. 100 metra dýpi og verðmæti, sem finnast kunna i jörðu fyrir at- beina rikisins, eða leyfi rikisins þarf til að leita eftir. Bragi sagði, að fornar eignarréttarhugmyndir varðandi landeign, sem enn mót- uðu löggjöf i þessum efnum, væru til orðnar við gjörólikar aðstæður þeim, sem nú riktu. Þessar eignarréttarhugmyndir bændasamfélagsins hefðu grund- vallazt á rélti til heyöflunar, beitarnota, eldiviðartekju og slikra hluta, en nú væri öldin önn- ur og þvi timabært að koma á ný- skipan i þessum efnum. Bragi gat þess, að i mörgum nágrannalanda okkar, svo sem i Noregi, Sviþjóð, Skotlandi og Englandi, væru öll fallvötn og stöðuvötn i rikiseign. Laxarækt í Laxá Bragi Sigurjónsson.sem situr á alþingi sem varamaður Alþýðu- flokksins, beindi þeirri fyrirspurn til menntamálaráðherra i fyrir- spurnatima á alþingi i fyrradag, hvort ráðuneytið hefði ekkert við það að athuga frá náttúruvernd- ar- og vistfræðilegu sjónarmiði, að stofnað yrði til laxaræktar i Laxá i Suður-Þingeyjarsýslu ofan Brúarfossa og i Mývatni, en lax hefur ekki verið þar áður. Einnig spurði Bragi, hvort ráðuneytið hefði i hyggju að banna slikar framkvæmdir. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráöherra, 'sagði að fyrir tæpu ári hafi verið gerð i Náttúruverndarráöi samþykkt um að laxarækt á þessum slóðum kynni að valda röskun, sem ekki væri hægt að segja fyrir um, hve alvarleg yrði nema að undan- genginni rannsókn. Ráðherrann skýrði frá þvi, að Finni Guð- mundssyni fuglafræðingi og nefnd liffræðinga, sem unnið hef- ur aö athugunum á lifkerfi Mývatnssvæðis, hafi verið falið að rannsaka hugsanleg áhrif laxaræktar og muni þeir skila bráðabirgðaskýrslu i næsta mán- uði og lokaskýrslu á næsta ári. Ráðuneytið tæki þá fyrst afstöðu til málsins, þegar niðurstöður rannsókna lægju fyrir. Stefán Jónsson. sagði að lita yrði á þessa fyrirspurn Braga i samhengi við aðra fyrirspurn hans, sem lögð hefði verið fram en ekki væri komin til umræðu, þar sem spurt væri, hvort ekki væri ætlunin að fullvirkja Laxá III. Alkunnur væri áhugi Braga Sigurjónssonar á Gljúfurvers- virkjun og Suðurárveitu, en sann- leikurinn væri sá, aö engum dytti i hug frekari virkjun Laxár, þeg- ar laxinn væri kominn upp fyrir Brúar. Stefán sagði að ef miljón laxaseiði væru sett i efri hluta Laxár ættu 100.000 að skila sér til baka i neðri hlutann. ENDURHÆFING ALÞÝÐUFLOKKSINS SEGIR TIL SÍN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.