Þjóðviljinn - 26.11.1972, Qupperneq 12
12.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2íi. nóvcmbcr 11172
SKIIJN EFTIR . . .
Teiknimyndasaga frá Kína
39. Wang sendir þjón sinn eftir Hsiang-lien. Shih-mei rekur í rogastanz
er hann sér konu sina aftur og skipar þjóni sinum að visa henni á dyr.
En embættismaðurinn blandarsér i málið: „Hvers vegna að reka hana
á dyr? Hún hefur ekki sungið orð!”
40. ,,Hún lftur svo illa út. Ég þoli ekki að horfa á hana” segir Shing-mei
óðamála. „Það er varla hægt að ásaka hana fyrir það,” segir Wang
brosandi. „Hjúskaparmál hennar er sennilega i ólagi ...” Og hann
horfir rannsakandi á Shih-mei sem hengir höfuðið þungur á brún.
Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS
hvort heldur um er a3 ræða
popp eða sígilda tónlist.
DUAL STEREO SAMSTÆÐUR
á viSráðanlegu verði fyrir fólk á öllum aldri.
Verð frá kr. 21.000,00
KLAPPARSTlG 26, SlMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI 21630
er 17500
DMVIUINN
LITLI
GLUGGLNN
Það skipti bara máli hver fengi
f lesta.
En pabbi var ekki viss um að Anna
hefði rétt fyrir sér, eða að hann
heyrði á rödd Önnu að hún var ekki
viss, svo að hann sagði: — teldu.
Anna gat talið upp á tuttugu og
níu.
ONNO +
INNI
Anna var farin að skrifa stafi. Það
sá á að hún færi bráðum í skóla.
Hana klæjaði i fingurna.
Auðveld orð svo sem ANNA og
MAMMA og PABBI átti hún létt
með að skrifa.
Á pappír, á dúkinn, á glugga, á
rykið á bílnum og á veggfóðrið bak
við símaskrana.
— Heyrðu nú, f inndu þér aðra staði
til að skrifa á, sagði pabbi, — við
nennum ekki að setja nýtt vegg
fóður, þó að þú getir skrifað ANNA.
Það var mamma sem veggfóðr-
aði, svo að pabbi gat staðið á sama.
Stuttu seinna kom hann með blað.
— getur þú skrifað ANNA aftur á
bak, spurði hann.
Það gat hún auðveldlega. Það
varð ANNA.
— getur þú skrifað MAMMA aftur
á bak, spurði hann.
Það gat hún.
AMMAM stendur þarna. las pabbi
upphátt.
— AMMAMsegir Anna þegar hún
fær súkkulaði.
Svo skrifaði Anna lika PABBI
aftur á bak.
IBBAP, las pabbi, það er tóm
tjara.
— eigum við að koma i teninga-
spil, sagði Anna allt í einu.
Þau gerðu það. Það var spil sem
pabbi kallaði Önnu — því það líktist
ekki öðrum teningaspilum. Þau
gerðu bæði i einu með tveimur ten-
ingum hvort.
— hver hef ur flesta punkta, spurði
pabbi.
— það hef ég, sagði Anna. Og svo
setti hún einn kross hægra megin við
strikið á blaðinu.
— við getum notað miklu fleiri en
fvo teninga, sagði Anna.
— við skulum bíða með það, sagði
pabbi. — því þá gengur spilið hægar.
Og mer finnst mest gaman að spila
hratt.
Önnu langaði samt til að þau
reyndu með fimm teninga hvort.
— því nenni ég ekki, sagði pabbi.
— hver hefur nú flest?
— það ert þú, sagði Anna og setti
kross í pabba dálk, vinstra megin
við strikið á blaðinu — nú mátt þú
ekki snúa blaðinu á haus, sagði
pabbi. — því þá fæ ég þína krossa.
Anna sneri blaðinu. Þetta var rétt.
Þá skrifaði hún Anna í sinn dálk og
PABBI i hinn dálkinn.
Ef maður sneri PABBI á haus, þá
voru þetta ekki neinir venjulegir
stafir. En ANNA á haus varð að NN.
— þú heitir NN á haus, sagði
pabbi.
— þú heitir tóma dellu á haus,
sagði ANNA.
Og svo skrifaði hún fleiri orð á
haus.
— KAREN heitir N og svo bull,
sagði pabbi, —og MAMMA HEITIR
WW W.
Morgunleikfimin hans Valdimars er víst ágæt fyrir þá sem ekki hreyfa sig allt of mikið í vinnunni. Svo
sem til að minna kyrrsetumenn á hollustu likamsræktar birtum við meðfylgjandi mynd. Hún er að vísu
af manni i jóga-stellingum. en þar er vfst um eins konar morgunleikfimi bæði sálar og likama að ræða.
Og ekki viljum við efast um, að það hafi hin beztu áhrif á allt heilsufarið að sperra sig svona.