Þjóðviljinn - 26.11.1972, Page 13
Sunnudagur 2(i. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13.
Q
Alistair Mair:
Það
var sumar i
gaer
Henni leið miklu betur. Það var
auðséð. Hún sat uppi i rúminu,
ungleg, glaðleg og glæsileg og
ljóst hárið féll niður á axlirnar
sem stóðu uppúr flegnum
léttúðarlegum náttkjól.
— Ég hef hagað mér vel,
kallaði hún þegar hún sá hann. —
Ég hef legið i rúminu yðar vegna.
En mé liður stórkostlega.
— Þér litið stórkostlega út,
sagði Peter af einlægni.
Hún hló glettnislega.
— Þetta segið þér áreiðanlega
við alla yðar sjúklinga.
— Viðsuma, viðurkenndi hann.
— Ekki alla. En mér er sjaldan
alvara.
— Og er yður það núna? Nei, ég
má ekki spyrja yður hvort yður er
alvara núna. Það er þetta með
lækna og sjúkiinga, er ekki svo?
— Jú, vissulega, sagði Peter og
hengdi hlustunartækið um háls-
inn.
— Það er mjög mikilvægt. Og
nú eigið þér að vera góður sjúkl
ingur og leggjast út af.
Hún mjakaði sér niður i rúmið.
Hvað ætlið þér að rannsaka
núna?
— Yður alla, sagði Peter. — En
ég byrja á brjóstholinu.
— Þá er bezt að ég fari úr nátt-
kjólnum. Hún togaði flikina upp
yfir höfuðið og fleygði honum á
næsta stól — Svona, sagði hún og
lagðist út af.
— Ef ekki er þörf fyrir mig,
sagði Anna Fenwick, — þáverðég
i næsta herbergi.
Peter Ashe leit i kringum sig
með mildum áhyggjusvip og
Jacky Carstairs fór að hlæja.
— Hann vill hafa siðgæðisvörð,
hrópaði hún. — Ég var einmitt að
segja þetta um lækna og
sjúklinga.
Systir hennar leit beint á hann
og lyfti annarri augnabrúninni
spyrjandi.
— Hafið þér þörf fyrir mig?
spurði hún þurrlega. — Eða ráðið
þér við þetta.
— Ég ræð við þetta sagði Peter.
— Einbeittur, sagði Jacky
glaðlega. — Mér fellur vel við
einbeitta karlmenn.
Brúðkaup
Þann 4/11 voru gefin saman i
hjónaband i P’rikirkjunni af séra
Þorsteini Björnssyni ungfrú
Itagnheiður Valdimarsdóttir og
Niels Þorgilsson. Heimili þeirra
er að Nvbýlaveg 5.
Studio (íuðmundar Garðastræti
2. sillli 299(10.
— Ég er ekki karlmaður, sagði
Peter. — Það gerir það svo auð-
velt. Ég er bara læknir. Svona...
handleggina niður með siðum.
Höfuðið aftur á bak. Svona. Og nú
þurfið þér ekkert að gera nema
anda.
Hann var einn eftir með nökt-
um likama hennar. Undir hönd-
um hans hófust og hnigu ung
brjóst hennar meðan hann
hlustaði á hjarta hennar og ró-
legan andardráttinn. Undir þreif-
andi fingrum hans var hörund
hennar silkimjúkt og hlýtt,
meðan hann þuklaði háls hennar
og handarkrika og þreifaði um
leyndustu staði likama hennar.
Og ekkert af þessu hafði áhrif á
hann sem karlmann. Það var
aðeins þegar hann mætti augum
hennar sem persónuleg áhrif
sögðu til sin, og hann gætti þess
að það gerðist ekki of oft.
Þegar hann hafði lokið
rannsókn sinni, breiddi hann
rúmfötin yfir nekt hennar með
einu handtaki.
— Yður má ekki verða kalt.
sagði hann.
Hún horfði á hann róta i tösku
sinni.
Hvað er næst?
— Blóðprufa, sagði hann. —
Ósköp einfalt.
Hún setti á sig stút.
— Er það nauðsynlegt?
— Ég er hræddur um það.
— En mér liður ágætlega.
— Þér vilduð að ég athugaði
þetta með kirtilinn, sagði hann, —
Það ætla ég að gera núna.
Hún brosti
— Þér eruð grimmur, sagði
hún.
— Grimmur i góðum tilgangi.
Hann skrúfaði saman
sótthreinsaða sprautuna. — Nú
tek ég i handlegginn... svona.
Hann strauk i skyndi um húðina
yfir finlegum , bláum æöunum,
herti að svæðinu fyrir ofan með
vinstri hendi og stakk nálinni inn.
— Þetta er allt og sumt, sagði
hann.
Það sást i hvita tönn sem beit á
neðri vörina.
— Má ég horfa?
Þann 14/11 voru gefin saman i
hjónaband i Neskirkju af séra
Jóni Thorarensen ungfrú Hagna
Þórhallsdóttir og Flosi Kristjáns-
son. Heimili þeirra er að Einimel
().
S t u d i o G u ð m u n d a r
Garðastræti 2, simi 20990.
— Ef yður sýnist.
Hún leit niður á dökkraut blóöið
sem streymdi inn i plasthylkið.
— Úff! Hún lokaði augunum i
skyndi. — Þetta hefði ég ekki átt
að gera.
—- Búið, sagði hann um leið og
hann tók burt nálina og beygði
framhandlegg hennar að
grisjunni til að halda henni á sin-
um stað.
— Allt búið.
Hann skipti sýninu á þrjú
rannsóknarglös og fann að hún
var enn farin að horfa á hann.
— Þér höfðuð rétt fyrir yður,
sagði hún. — Þér eruð ekki karl-
maður.
— Ég sagði yður það.
— Kemur það sjálfkrafa að
vera ekki karlmaður? Eða þurfið
þér að hafa mikið fyrir þvi?
Hann brosti og fór að láta niður
tæki sin.
— Það kemur sjálfkrafa, sagði
hann. — Yfirleitt að minnsta
kosti. En stundum, þegar einhver
eins og þér á i hlut, þá verð ég að
leggja hart að mér.
Hún ók sér ánægjulega og hló
svo að augun ljómuðu.
— Þetta var fallega sagt, sagöi
hún. — Það allrafallegasta sem
þér hafið sagt.
— Aðhaldið brást, sagði Peter.
—- Þér ættuö að leyfa þvi að
bregðast oftar.
— Það er þetta með lækna og
sjúklinga, sagði Peter. — Þér
höfðuð sjálfar orð á þvi. Gleymið
þvi ekki.
— Það er satt. Hún gerði sig
alvarlega á svipinn. - Ég verð að
vera góða stelpan.
Þetta hafði allt saman verið
glaðlegt og ylirborðslegt,
frábrugðið i'yrsta þögla fundi
þeirra. Samt fann hann að eitt-
hvað i fari þessarar stúlku hafði
áhrif á hann.
Þegar hann kom fram úr svefn-
herberginu, beið systirin fyrir
framan viðareld sem varpaði
glóð á gráan haustmorguninn.
Hún var jafnfalleg og daginn áður
— Hvernig liður henni?
— Betur, sagði hann og setti
töskuna frá sér. — Henni liður
auðsjáanlega miklu betur.
— Funduð þér nokkuð?
— Ekki mikið, sagði Peter
varfærnislega. — Það er dálitil
stækkun i fleiri eitlum. Ég tók
blóðsýni.
— Sem þér látið athuga?
— Já, ég ætti að fá niður-
stöðurnar á föstudag.
— Og hvað gerum við á
meðan?
— Ekki neitt, sagði Peter. —
Hún má fara á fætur. Hún má
fara út ef hún kærir sig um. Ég
held hún ætti að lara sér hægt
þessa viku, en ef þeim býðst hús
sem hún vill lita á, þá ætti henni
að vera það óhætt.
— Hobin sagði mér frá húsinu
hans félaga yðar. Hann fékk nýja
heimilisfangið ekkjunnar á póst-
húsinu. Nú er hann að reyna að
hafa upp á lögfræðingnum.
—- Agætt, sagði Peter. - Ég
vona að honum gangi vel.
• — Og það er ekkert nýtt?
— Ekki fyrr en við fáum niður-
stöður blóðrannsóknarinnar. Þá
getum við athugað málin að nýju,
ef þörf krefur.
Komið þér aftur á föstudag?
— Ekki ef hún er nógu hress til
að koma á stofuna til min. Ég
sagði henni að koma siðdegis á
föstudag. En ef eitthvað óvænt
gerist, þá skuluð þér ekki hika við
að hringja.
— Ég vona að ég þurfi þess
ekki.
— Það vona ég lika, sagði
Peter.
Siðan kvaddi hánn. Næstu daga
hugsaöi hann stundum til þeirra,
ýmist um Jacky eða önnu og
stundum um undarlega gráeygða
og fallega veru sem var sam-
bland af báðum. Það var kominn
fimmtudagur, þegar hann áttaði
sig á þvi, að hann hafði minnzt á
hvoruga stúlkuna við Elisabetu
Það vakti undrun hans. Hann
hafði alltaf sagt henni allt um
starf sitt og sjúklinga, sem hún
gæti hugsanlega haft áhuga á. En
hann hafði ekki minnzt á
Fenwicksysturnar við hana. Og
nú flaug honum i hug að hann
vildi ógjarnan tala um þær við
hana.
Það hafði veriö daginn sem
niðurstöður blóðrannsóknarinnar
komu.
Hann hafði dvalizt i klukku
stund fyrr um daginn við
Enn uni „Ásana
frá Dallas”
Sumar öruggar varnarleiðir
eru ófinnanlegar við spilaborðið,
en lausnin reynist harla auðveld,
þegar gjöfin er athuguð að spilinu
loknu. Hér er dæmi um slikt, úr
viðureign bandarisku meistar-
anna, ,,Ásanna frá Dallas”, við
kinversku sveitina frá Taivan á
heimsmeistaramótinu I Stokk-
hólmi.
N
sp. r, 4 2
hj. Á 4 :i
ti. D 8 (i
la. K 8 5 :i A
V
sp. K D 10 8 0
hj. G 2
ti. G 7 4
la. Á G 4
sp. G 9 7
h j. 9 (i
ti. K 10 5 8 2
la. D 10 (i
sp. a :i
hj. K D
ti. á 9
10 8 7 5
fria tiguláttuna og kasta þá af sér
laufi.
Eina varnarleiðin sem hlýtur
að fella sögnina, en er vafalitið ó-
finnanleg við spilaborðið, er að
láta laufagosann i laulatvistinn.
Suður tekur með kóngnum og læt-
ur aftur út lauf i blindum. Þó tek-
ur Vestur á ásinn og ræðst á tigul-
inn. Hann tryggir sér og félaga
sinum þannig 4 slagi, á spaða-
kónginn, laufaásinn, laufadrottn-
ingu og loks einn slag á tigul.
Þraut Eatons
Þessi skemmtilega þraut, sem
alls ekki er erfið viðfangs, samdi
Jacques Eaton árið 1968. Hún er
ágæt til æfingar i leikni manna i
úrspili.
sp D-5
hj 7-4
ti 8-5-4-2
la A-D-10-8-3
la. 9 : r 2 sp G-8-2 sp 10-9-7-4
hj 8-2 hj G-9-6-3
Sagnir: Suður gefur. Báðir i ti K-D-10-9 ti 6
hættunni. la G-9-6-4 la K-7-5-2
Suður Vestur Norður Austu r N
1 hj. 1 sp. 2 hj. 2 sp. sp Á-K-6-3
4 hj. pass pass pass hj A-K-D-10-5
ti A-G-7-3
Vestur lét út spaðakónginn og
lét aítur út spaða, sem Hamman
tók á ásinn heima. Siðan lét hann
umsvifalaust út lautatvist, en
Vestur lét fjarkann. Hvernig fór
Hamman úr þessu að þvi að vinna
sögnina fjögur hjörtu, hvernig
sem mótherjarnir reyna að verj-
ast?
Hvernig hefði verið hægt að
koma i veg fyrir sigur hans?
Svar:
Samkvæmt sögnunum gal Vestur
ekki bæði átt tigulkónginn og
laufaásinn. P?n til þess að hægt
væri að vinna tiu slagi, þurfti
þrennt: 1) Laufaásinn varð að
liggja vel. 2)Fjorða lauíiðvarð að
verða fritt, svo að kasta mætti i
það tapspilinu i tígli. 3) Austur
yrði inni, þegar gefinn yrði slagur
i laufi.
Hamman lét i þriðja slag út
laufatvist, fjarkinn kom frá
Vestri, en áltan var lótin frá
lilindum. Austur varð að taka
slaginn og lét út spaða sem Suður
trompaði og tók siðan á kóng og
drottningu i hjarta. Siðan let hann
enn út lauf. Vestur tók með ásn-
um, en það var um seinan.
Ilvernig hel'ði Veslnr fellt sögnina
i þriðja slag?
Taki Vestur strax með laufa-
ásnum og láti siðan út tigulfjarka.
Austur lætur þá i tiuna og Suður
sem lekið hefur slaginn á ásinn
heima, lætur út tigulniu og svinar
framhjá gosa Vesturs, til þess að
la
Vestur lætur út tigulkóng.
Hvernig fer þá Suður að þvi að
vinna hálfslemmu i hjarta gegn
beztu vörn?
A t li ii g a s e ni d i r u m
sagnir:
Það mætti hugsa sér að sagn-
irnar hefðu gengið á þessa leið til
þess að lokasögnin yrði sex
hjörtu:
Suður Norður
2 la. 3. la.
3 hj. 4 la.
4 ti. 5 ti.
5 sp. 5 gr.
6 hj. pass
Þriggja laufa svarið við opnun-
arkröfunni um gamesögn, gefur
fyrir heit um ás i laufi, samkv.
þvi kerfi sem kennt er við
Frakka. Út þvi eru sagnirnar
eðlilegar. Við limm tigla undir-
tektir vandast leikurinn að visu
nokkuð. Suður segir frá þriðja lit
sinum og Norðri er nú nokkur
vandi á höndum! Það mætti
virðast að hann gæti sagt sex
tigla, en hann hefur þegar tekið
undir i þessum lit og hann hefur
ástæðu til að óttast að ný undir-
tekt i litnum yrði túlkuð sem lof-
orð um hónor i tigli. Ilann tekur
þvi þann kost að segja fimm
grönd, en sú sögn heitir alljafnri
skiplingu og lætur annars með-
spilaranum eftir að ráða loka-
sögninni.
FflA FLUGFÉUKGINU
Skrifstofustarf
Karlmaður óskast til starfa i bókhalds-
dcild félagsins.
Umsóknareyðublöðum, sem fást i
skrifstofum félagsins,sé skilað til starfs-
mannahalds fvrir 4. desember.
FLUGFELAGISLAJVDS