Þjóðviljinn - 26.11.1972, Side 16
DIÚOVIUINN
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Sunnudagur 2«. nóvember l!)72
Kvöldvarzla lyf jabúöanna
vikuna 25. nóv. - 1. dcs. veröur
i Holts Apóteki og Laugavegs
Apótcki.
Nætur- og helgidagavarzla
er i Borgar Apóteki.
Slysavaröstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstööinni.
Simi 21230.
32. þing ASÍ gerði engar
ályktanir 11111 atvinnulýðræði
— en öllum ályktanadrögum
var vísað til miðstjórnar
Miklar umræöur uröu um
atvinnulýðræði á siðasta
kvöldfundi 32. þings
Alþýðusambands islands.
Fyrir þinginu lágu i upp-
hafi drög að ályktun um
atvinnulýðræði. Töldu
ýmsir að ekki væri tíma-
bært að samþykkja ályktun
af þessu tagi á þinginu þar
sem lítið hefði verið fjallað
um málið i félögum innan
ASi. Þess vegna varð það
að samkomulagi/ í
atvinnulýöræðisnefnd
þingsins, að leggja fyrir
þingið styttra plagg um
atvinnulýðræði þarsem að-
eins væri tæpt á helztu
skilgreiningum.
Karl Steinar (luönason var
framsögumaöur nefndarinnar.
Siöan tók til máls Kaldur óskars-
son. Hann sagöi aö eðlilegt væri
aö miða viö aö stiga fyrstu skref
til atvinnulýðræðis i þeim 155
l'yrirtækjum i landinu sem hefðu
50 starfsmenn og fleiri. Hann
laldi aö með tillögu þingnefndar-
innar væri veriö aö visa upp-
haflega álitinu frá. Skúli
Póröarson tók undir ummæli
Baldurs.
Sigurjón l’étursson álti sæti i
atvinnulýðræðisnefnd og geröi
hann grein lyrir þvi hvers vegna
nelndin taldi ekki ráðlegl aö sam-
þykkja upphaflegu tillöguna.
Hess vegna heföi nelndin flutt til-
lögu sina, en hún var svo-
hljóðandi:
32. þing ASÍ álitur aö aukið
atvinnulýöræöi sé eitt þýðingar-
Frh. á bls. 15
Preyttar konur á ASÍ-þingi. Myndin tekin i lok þingsins á föstudagsmorgun af fulltrúum Verkakvenna-
félagsins Framsóknar.
Fulltrúar Dagsbrúnar á ASÍ-þinginu
Sendu þrjú tonn af
fatnaði til Angóla
í marz síðastliönum kom
hingað til lands á vegum
nokkurra félagssamtaka
Antonio Neto, fastafulltrúi
þjóðfrelsíshrey fingar
Angóla (MPLA), í Stokk-
hólmi. Eins og kunnugt er
hafa Angólabúar um 15 ára
skeið háð baráttu gegn
nýlendustefnu Portúgals,
sem um margar aldir hefur
arðrænt og kúgað þjóðir
Angóla, Mozambique og
Guinea Bissau.
Þjóðfrelsishreyfingar þessara
landa, MPLA, FRELIMO og
PAIGC, hafa háð hetjulega bar-
áttu gegn kúgurum sínum, sem
ráða yfir fullkominni tækni i
vopnabúnaði. Nú er svo komiö aö
þriðji hluti Angóla er á valdi þjóð
frelsishreyfingarinnar og er þar
búið að setja á stofn skóla,
sjúkrahús og læknamiðstöðvar og
verið að skipuleggja uppbyggingu
sjáll'stæðrar þjóðar.
Þjóöfrelsishreyfingin berst nú i
10 af 15 héruðum landsins á
500.000 ferkilómetra svæði og er
allt ástand þar hið hörmulegasta,
fátækt og skortur á öllum nauð-
synjum.
Antonio Neto leitaði til ýmissa
aðila um aðstoð og skoraði á Is-
lendinga að veita Angólabúum
alla þá hjálp, sem þeir mættu.
Taldi hann upp helztu vörur, sem
aö gagni gætu komið, og nefndi
t.d. lyf, fatnað. niðursuðuvörur,
byggingavörur o.fl.
Menningar- og friðarsamtök is-
lezkra kvenna, sem voru meðal
þeirra samtaka, sem stóðu að
heimboði Antonios Netos, gengust
i mai s.l. fyrir fatasöfnun meðal
félagskvenna, sem eru 210 að
tölu. Söfnunin gekk mjög vel og
söfnuðust á skömmum tima 3
tonn af fatnaði. Ýmsir aðilar
reyndust félaginu hjálplegir við
að koma sendingunni af stað.
Nú hefur MFIK borizt bréf frá
fulltrúa stjórnar MPLA þar sem
segirm.a.: ..Fyrir hönd stjórnar-
innar og hinnar striöandi þjóöar
Angóla færum viö ykkur hjartan-
legar þakkir meö von uni áfram-
haldandi stuöning ykkar viö rétt-
láta baráttu þjóðar okkar fyrir al-
geru sjálfstæöi.”
XFrétt frá M.F.I.K.)
Miljón
kvenna?
RÓM. Vændi stendur mcð mikl-
um blóma á ttalíu og hefur jafn-
vel vcrið borin fram tilgáta þess
efnis af hálfu opinberrar kven-
verndarnefndar, að gleðikonur
landsins færu mjög aö nálgast
eina miljón. Þetta myndi þýða, að
tiunda hver kona á aldrinum
15—10 ára legði fyrir sig vændi.
Vændi er ekki lögleyft á Italiu,
en upp hefur risið þétt net af
hóruhúsum sem starfa undir alls
konar yfirskini og birta einkenni-
legar en ótviræðar auglýsingar i
ýmsum helztu blöðum landsins.
Gleðikonur fara I hópum um
götur helztu borga, og á hverri
viku kemst upp um nýja sima-
vændishringi, sem oft nota mjög
ungar táningastelpur.
Tízkusýning Fannýar og
Faco á Hótel Sögu í kvöld
Verzlunin Fanný gengst fyr-
ir tizkusýningu að Hótel Sögu.
Súlnasal, annað kvöld, og hef-
st hún um klukkan 10. Sýndur
verður kvenfatnaður frá
Fanný og herrafatnaður frá
Faco. Sýnendur eru félagar úr
sýningasamtökunum Karon.
Milli 5-7 á morgun verður
snyrtisýning i glugga Fannýar
i Kirkjuhvoli, en þar verða
sýningarstúlkur kvöldsins
snyrtar af einum þeirra
herramanna sem sýna um
kvöldið á Sögu.
Myndir hér að ofan er af
einni afgreiðslustúlkunni i
Fanný, Þórdisi Sigurðardótt-
ur.