Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 4
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur !». desember 1!»72 Leikfélag Akureyrar: Stundum og stundum ekki Jón Kristinsson, l>órhalla Porsteinsdóttir og Arnar Jónsson i hlutverkum sinum. Stundum og stundum ekki, eftir Arnofd og Bach. Leikfélag Akureyrar sýnir. Leikstjóri Guörún Ás- mundsdóttir. Þeir i'élagar Arnold og Bach hafa löngum reynzt landanum notadrjúgir sem hláturvaki i skammdeginu, og er þess þá skemmst aö minnast er Spansk- flugan yljaöi leikhúsgestum um hjartarætur. Enn virðast þeir fé- lagar snerta skemmtitaug tslend- inga, ef marka má undirtektir á sýningum Leikfélags Akureyrar á Stundum og stundum ekki i Auslurbaijarbiói um siðustu helgi. Þó er þaft sannast sagna aö samsetningur þessi er dæmalaust vitlaus, skriíaftur eftir margút- þvældri forskrift sem er tekin aö gerast helzti leiftigjörn. Bókstaflega eini koslur textans, þvi aft i honum finnst varla ein einast fyndin setning, er aft hann gerir ráft lyrir töluverftri hreyf- ingu fólks fram og aftur um svift- ift, sem aftur gefur margháttuft laikifæri til aft gera sprell og kúnstir, en á slikum hlutum bygg- ist auftvitaft sú ánægja sem af sýningunni má hafa. Hún reynist aft visu töluvert mikil á köflum i þessari fjörmiklu sýningu, sem væri aldeilis frábær ef hún væri svo sem klukkustund styttri. Yfirborftsafsökun L.A. fyrir þvi aft taka þetta verk til sýningar er moldviftri nokkurt sem spratt af sýningu þess i Iftnó 1940, þegar einhverjir einkennilega hörund- sárir einstaklingar kröfftust þess aft sýningin yrfti bönnuð. Þaft er aft visu alar erfitt aft gera sér ljóst nú hvernig nokkrum gat dottift slikt i hug, þar sem leikritift er ákaflega láust vift dónaskap og fullkomlega hlægilegt sem pólitisk ádeila. Af banninu varö aft visu ekki, en dómnefnd var skipuft i málift, og sat hún á frum- sýningu. Sýning L.A. er svo látin gerast á frumsýningunni og hefur Jón Hjartarson samift forleik i til- efni þess, sem er látinn gerast i búningskleía fyrir þá sýningu. Þvi miftur er þessi forleikur ekki nógu skemmtilegur. Hann er öld- ungis ófyndinn, og tilraunir hans til aft gera sýninguna i Iönó 1940 aft einhvers konar prófmáli um tjáningarlrelsi leikhúsa verfta hlægilegar þegar áhorfandanum opinberast hversu nauðaómerki- legur texti leikritsins er. Eina réttlæting forleiksins er sú aft hann gefur tilefni til marghátt- aftra skoplegra atvika, t.d. er hvislarinn látinn hlaupa i skarðift fyrir þrjá leikara sem gengift hafa úr skaftinu, og senumaftur leikur eitt hlutverkift með hand- ritift i höndunum. Raunar er þetta ekki litift tillegg, þvi aft þessi skemmtilegheit eru hartnær helmingur verulegra kfmilegra atvika á sýningunni. í þessu og viða annars staftar hafa leikstjóri og leikendur sýnt af sér hug- kvæmni og skopskyn. Yfirleitt má segja aft leikarar L.A. standi sig af mestu prýfti og gefi reykvfskum kollegum sfnum ekkert eftir. Ef nefna skal ein- staka menn i þessum ágætlega samstillta hópi er liklega réttast aft byrja á Þráni Karlssyni sem leikur þrjú hlutverk af mesta sóma og skapar mörgskoplegustu tilvikin i leiknum. Stærsta hlut- verkiö er i höndum Jóns Kristins- sonar, sem bjargar miklu i höfn meft hófstilltum en ákaflega stil- hreinum leik sinum. Þá var og gaman aft sjá Arnar Jónsson finna sviftstækni sinni ný verk- efni. Þótt ekki_verfti nefnd hér fleiri nöfn, væri vissulega ástæða til, þvi að hvergi var verulegan misbrest að finna. Hvað sem annars má um sýn- ingu þessa segja færði hún mér heim sanninn um brýna þörf leik- húsgesta fyrir skemmtun af þessu tagi, fyrir veruleg ærsl og fiflalæti. Hér hafa leikhúsin þvi þarft verk aft vinna. Þaft er hins vegar ófært aft þurfa aft halda áfram aft draga upp hvern út- þynninginn á fætur öftrum eftir Arnold og Bach. Þeir kumpánar ættu aft fá hvildina sem fyrst. En hvernig væri aft einhver skemmtilegur maður tæki sig til og semdi verulega snjalla reviu? Þar mundi skripalátaþörfin fá verðugri útrás. Sverrir llómarsson. Leikfélag Hornafjarðar 10 ára Sýnir Gullna hliðið í tilefni afmœlisins Leikfélag Hornaljarftar er 10 ára um þessar mundir og minnist þessa aímælis á veglegan hátt meft sýningu á hinu vinsæla verki Davifts Stefánssonar, Gullna hlift- inu. A þessu 10 ára limabili hefur verift sérstaklega vel aft málum staftift hjá þeim Hornfirðingum, sem bezt má marka af þvi, aft Gullna hliftift er 1(>. verkefni þeirra. Verkefnaval hefur verift býsna fjölbreytt og m.a. má geta þess, aft islenzk leikrit eru 5 aö tölu þ.e. Delerium bubonis, Kjarnorka og kvenhylli, Piltur og stúlka, Allra meina bót og nú Gullna hliftift. Einhver merkasta sýning félagsins var á Andorra, sem sýnt var á siðasta leikári við mikla hrifningu og aftsókn. nBflBíSBlBBlBBíHl —a Cl * f /) flR feœmv h Nýtt úrval austurlenzkra skrautmuna til JÓLAGJAFA. Ilvergi meira úrvai af reykelsi og reykelsiskerjum. ATIl: OPIÐ TIL KL. 22 ÞRIÐJUDAGA OG FÖSTUDAGA. Smekklegar og fallegar jólagjafir fáift þér i JASMÍN Laugavegi 133 (vift Hlemm). JASMIN. vift Hlcmmtorg. 1»® A myndinni eru þrir leikarar á æfingu i hiutverkum sinum. Þaft eru Sigurftur Geirsson i hlutverki Páls postiila. Sigrún Eiríksdóttir sem kerlingin og Gisli Arason sem Jón. — Myndin er tekin á æfingu i nóv- em her. Kristján Jónsson leikstýrfti Andorra af mikilli kunnáttu og vandvirkni og hann er einnig nú leikstjóri hjá þeim Hornfirfting- um. Skaítfellingar hafa löngum haft á sér mikift og gott orð fyrir myndarlegt og þróttmikift menn- ingarlif og óhætt mun aft fullyrða, aft starf Leikfélags Hornafjarftar siðustu tiu árin sé einhver óræk- asti vottur þess, aft hér sé um annaft og meira aft ræöa en orft- sporið eitt. Leikfélagift hefur átt mörgum ágætum kröftum á aft skipa. og einnig mjög samstilltum hópi áhugafólks. Núverandi f ormaftur félgsins er Haukur Þorvaldsson. Gullna hliðift er aft vonum eitt viftamesta og skem mtilegasta viftfangsefni félagsins og frum- sýning á þvi er ráftgerö i kvöld, laugardaginn 9. des. Meft aðal- hlutverk fara: Gisli Arason, er leikur Jón bónda; Sigrún Eiriksdóttir er i hlutverki kerlingarinnar; Asgeir Gunnarsson og Sigurftur Geirsson leika þá postulana, Pétur og Pál, og óvininn leikur Haukur Þor- valdsson. Eg vildi nota tækifærift og óska þeim Hornfirðingum innilega til hamingju með afmælift og sýn- inguna. Ég vona þaft eitt, að næstu tiu ár verfti engu siftri i starfi félagsins en þau fyrstu og óska þvi alls velfarnaðar i fram- tiftinni. Ég vil einnig þakka leik- stjóranum Kristjáni Jónssyni fyr- ir hans gófta skerf i þágu áhuga- leiklistarinnar hér á landi og vona um leift, aft vift fáum notift hans sem lengst i þeim störfum. Undir það veit ég, aft Hornfirftingar taka heilshugar. HelgiSeljan. FÉLAG ÍSLEMZKRA HLJÓMLISTlllili #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri linsamletjast hringið í 20255 milfi kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.