Þjóðviljinn - 09.12.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Síða 5
Kaugardagur !). desember 1!)72 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 bækur Unglinga- bækur eftir þekkta höfunda Hildur hefur gefiö út tvær þýdd- ar unglingabækur — Þegar drengur villeftir Torry Gredsted og Birgitta á Borgumeftir Margit Havn. Þegar drengur vill segir frá dönskum dreng, sem fer til föður sins sem hefur setzt að á Korsiku. Þar kynnist hann góðu og illu hjá jafnöldrum sinum og verður vin- ur Pietros, sem hefnir föður sins, þótt ungur sé, i anda þeirra laga blóðhefndar sem enn ráða á eynni. liinn þekkti skólamaður Aðalsteinn heitinn Sigmundsson, þýddi bókina, sem er 160 bls. Birgitta á Borgum segir frá einkadóttur óðalsbónda, sem tek- ur út þroska sinn er hún heldur til Oslóar og reynir að standa þar á eigin fótum á erfiðum timum. Helgi Valtýsson þýddi bókina, sem er 170 bls. Skemmtisög- ur eftir Ib Cavling °g fleiri Bókaútgáfan Hildur gefur út fyrir þessi jól fjórar þýddar skemmtibækur, og eru tvær þeirrá eftir þann vinsæla danska sögumann Ib t'avling. Aður hafa þrjár sögur eftir Cavling komið út á islenzku. Ilerragarðurinn segir frá ungri stúlku sem snýr heim frá áhyggjulausu lifi og kemst að þvi að faðir hennar hefur sóað nær öllum eigum ættarinnar i spilum. Lendir forsjá ættarinnar á herð- um hennar og tekur hún upp tvi- sýna baráttu fyrir þvi að bjarga a'ttaróðalinu. Ilamingjuleit heitir hin bókin eftir Cavling. Cireinir þar frá flóknum ástamálum á friðsælli danskri eyju, hneykslismálum sem trufla rólegt lif manna á þeim stað. Sheila Brandon nefnir sig höf- undur læknaskáldsögunnar Ilja rtað ræður. b>ar segir frá hörmulegum atburðum i ensku sjávarþorpi. sem tefla ást og skyldura'kni hverju gegn öðru i brjósti ungrar h júkrunarkonu. Kviksandur heitir fjórða bókin eftir Victoriu llolt sem Hildur gefur út. Par segir frá ungri stúlku sem kemur i dularfullt hús til að kenna þrem stúlkum, sem hver á sitt leyndarmál. Ný skáldsaga eftir Sigurð Róbertsson ,,Arfleifð frumskógar- ins" heifir skáldsaga effir Sigurð Róbertsson, sem Prentsmiðja Jóns Helga- sonar gefur út. Þetta er fimmta skáldsaga höfund- arins, sem þarað auki hef- ur gefið út tvö söfn smá- sagna og nokkur leikrit — ennfremur hafa leikrit hans verið flutt í Þjóðleik- húsi og útvarpi í bókarkynningu segir á þá leið. Sigurður Hóbertsson, að sagan fjalli um nútimamann- inn i umróti tuttugustu aldar og viðieitni han,s til að fylgjast með hamskiptunum. Ófáar kollsteypt ur hefur hann orðið að taka til að hafa i fullu tré við framvinduna og tileikna sér nýtt og mótsagna- kennt gildismat velferðarþjóðfé- lagsins. Ciömlu guðirnir eru gengnir sér til húðar og verða að vikja íyrir nýjum. Hann telur sig þegar sjá hilla undir sjálfa lausn lifsgátunnar. Oftar en ekki sést hann ekki fyrir og endar i átt- leysu. Og þegar svo er komið, að ekki verður haldið áfram né held- ur sniiið við, er það örþrifaráð eitt tiltækt, að leita athvarfs i gerfi- heimi óskhyggjunnar. Bjartsýn skáldsaga — eftir Kristmann Brosið heitir skáldsaga eftir Kristmann (iuðmundsson sem Prentsmiðja Jóns Helgasonar hefur gefið út og segir i bókar- kynningu. að i henni verði ,,hið góða i niannlifinu illn öflunum yfirsterkara og sigrar á öllum vigstöðvum”. Sagan gerist i sjávarþorpi um siðustu aldamót. HUn greinir frá foreldralausum systkinum er Kristmann Ouðmundsson bjuggu þar á jarðarskika i kofa forsjárlaus. Oddvitum héraðsins þykir þetta ekki tilhlýði- legt og telja einsa'tt að skipta upp heimilinu og taka unglingana lyr- ir náð i sina forsjá, ásamt jarðar- skikanum. Kn i þessari vik voru menn sem ekki voru sammála valdhiifum og aðstoðuðu ungling- ana. Segir bókin Irá flúkinni bar- áttu um örliig systkina þessara. Bókin er 2(i:t bls. Mannraunabók fró „Hildi” Grænlandsbók eftir Jónas stýrimann Grænlandsfarið heitir ,,margslungin ferðabók" Jónasar Guðmundssonar stýrimanns — og sannast hérennaðekki mega menn svo til Grænlands koma, að þeirekki skrifi bók um það land. Jónas Guðmundsson hefur áður skrifað nokkrar bækur um sjó- mennsku. Hann var um hrið á dönsku Grænlandsfari og byggir bók sina á þeirri reynslu. Segir þar bæði frá mannraunum á sjó og svo þvi sérstæða mannlifi sem lifað hefur verið um aldir á norð- urhjara. Knnfremur frá högum Grænlendinga nú á timum. Bókin er 201! bls. Gisli Sigurðs- son hefur myndskreytt. Útgef- andi er Hildur. Jónas (iuðmundssoii Skáldsaga Þróins Bertelssonar: Sprengjuefni stolið í Kópavogi Kópamaros heitir skáld- sagaeftir Þráin Bertelsson, þriðja bók höfundar, sem Helgafell hefur gefið út. Kópamaros gerist lleykjavik á siðustu limum. Par segir frá fyrstu kynnum drengs af heimin- um, þar til að þvi kemur að hann ENSK ÍSLANDSBÓK FRÁ FYRRI ÖLD Bókaforlág Odds Björns- sonar á Akureyri hefur gef- ið út bókina islandsferð eftir C.W. Shepherd, sem var hér á ferð árið 1862. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi. Bókin kom fyrst út i Lundúnum BlLASKOÐUN & STILUNG Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR IVIÚTORSTILLINGAR Látið stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-100 árið 1867. Höfundur sagði þá i formála að hann hefði einkum reynt að kanna Vestfirði og Vatnajökul i ferð sinni, ennfrem- ur að greiða úr ýmsum spurning- um um fuglafræði. Höfundur tel- ur sig fyrstan íerðalanga á ýms- um slóðum og lætur mikið af þvi að margir landshlutar séu enn ó- kannaðir. I'ýðandi segir i eftirmála á þessa leið: ,,Eg réðist i að þýða þessa bók af þvi að mér þótti hún skemmtileg aflestrar og ýmislegt þar um ferðalög og ástand þjóðarinnar fyrir rúmri öld, sem ekki er annarsstaðar að fá”. er i menntaskóla og lorsprakki i kliku ungs lólks i uppreisnarhug. Korsendur uppreisnarinnar eru ekki vel ljósar hverjum og einum, ef marka má bókarkynningu, enda reynast þeir lélagar illa samtaká þegar á hólminn er komið. I>eir ætla þó að .„sprengja eitthvað i loft upp” og lekst að stela sprengiefni i Kúpavogi. ..Um leið verður söguheitið Ijóst. Kópamaros er dregið af Tupa- maros, uppreisnarflokki i Suður - Ameriku. Og þjófnaðurinn er eftirmynd af lrægum athurði sem gerftTst hérlendis ekki alls fyrir löngu”. Bókin ber undirtitilinn ..skáldsaga um óunninn sigur”. Hún er 227 bls. , GJ GUNNAR JÓNSSON lögmaftur. löggiltur dómtúlkur og skjalaþýftandi í frönsku. Grettisgata I9a — slmi 26613. Ævmtýragetraun Samvinnubankans BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Getið þið fundið í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er nú? — Nú eru all- ar 5 getraunamyndirnar komnar. Skrifið nú allar lausnirnar númeraðar 1—5 á blað og merkið blaðið með nafni ykkar og heimilisfangi. Stingið því síðan í umslag merktu: „Ævintýragetraun Samvinnubankans“ og sendið Samvinnubank- anum, Bankastræti 7, Reykjavík, eða einhverju útibúa hans, fyrir 20. desember n. k. — 100 vinn- ingar verða dregnir út.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.