Þjóðviljinn - 15.12.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972 ída Ingólfsdótdr, Steinahlíð, 60 ára >að var fyrir röskum 12 árum, að ég lagði leið mina i fyrsta sinn heim að litla húsinu i Steinahlið til þess að hafa tal af forstöðukonu dagheimilisins þar, sem mér hafði veriö sagt að héti Ida Ingólfsdóttir, og meira vissi ég ekki um hana þá. Þessi fyrsti fundur okkar er ein af þeim stundum, sem ég gleymi ekki. Ég gleymi ekki þeim sérstaka blæ hlýju og vinsemdar, sem stafaði frá konunni og staðnum öllum. Við ræddum saman i þröngum gangi, þar sem komið hafði verið fyrir litlu skrifborði , það var skrifstofuaðstaða for- stöðukonunnar. Siðan leit ég laus- lega á önnur húsakynni, sá litlar stofur og enn minna eldhús. 6g er ekki viss um að mér hafi þá á stundinni orðið ljóst, að það að annast þarna jafnstóran barna- hóp og þá var i Steinahlið var ekkert minna en kraftaverk. Og gera það auk þess á þann hátt að eignast ást og traust hvers barns og skapa þennan ólýsanlega blæ staðarins. En þessu kynntist ég vel eftir að ég fór að verða dag- legur gestur i Steinahlið og hlusta á barnamas um ævintýri dagsins þar. Þau ævintýri voru hvorki fá né smá, og tda var alltaf umfram allt góð i þeim frásögnum. í Steinahlið gat það jafnvel snúizt upp i einstakt happ að verða dálitið þreyttur og miður sin og geta siðan sagt með stolti: „Veiztu að ég fékk að sofa i rúminu hennar Idu?” Eg heyrði lika unga herramenn lýsa þvi hik- laust yfir að þeir ætluðu að vera i Steinahlið þangað til þeir yrðu 17 ára og hjálpa Idu að passa litlu börnin. En tda er ekki aðeins fóstra, sem vill börnum vel. Ég varð fljótt margs visari um viðhorf hennar til manneskjunnar og þjóðfélagsins. Skömmu eftir fyrsta viðtal okkar rak ég augun i nafn hennar undir áskorun til landsmanna um að losa sig við smán hersetunnar, og það leið ekki á löngu áður en ég var farin að furða mig á þvi að hafa ekki þekkt þennan ágæta samherja lengi. Ég býst ekki við að Alþýðu- bandalagsfólk i Eeykjavik sé nú jafn fáfrótt um Idu og ég var fyrir 12 árum og ætla ekki að fara að kynna þenna prýðileg liðsmann , sem aldrei lætur sitt eftir liggja þegar tekið er á til framdráttar góðum málstað. Þessi orð eru aðeins skrifuð til að nota það tækifæri, sem afmælisdagar gefa til þess að flytja afmælisbarninu árnaðaróskir og þakkir, en ég er ein úr þeim stóra hópi, sem á Idu mikla þökk að gjalda. Adda Bára Sigfúsdóttir. • Þar sem þjóðvegur með eril og asa, hávaða og mengun, liggur sunnanvert.Þar sem sólstöfuð eða gráyggld sund og blánuð Esja sést i norðri. Austan undir lágu holti, i trjálundi og rósailm, heitir Steinahlið; þar er ída. Ida Ingólfsdóttir er ein af þeim hamingjusömu manneskjum, sem er alltaf að skapa og alltaf að berjast. Hvern dag skapar hún nýjan heim, nýjan raunveruleika með öllum börnunum sinum. Heim, sem þau skilja án skýr- inga, þvi að hann er upplifaður hverju sinni. ída og Steinahliö eru i hugum okkar fiestra óaðskiljanlegar stærðir, ef önnur er nefnd er hin i bakþankanum. Þegar úörnin okkar eru að fara i Steinahlið til daggæzlu, eru þau að fara til Idu, og þetta litla fólk er hennar stétt, og fyrir það berst hún þeirri stéttabáráttu, sem ekki fer i manngreiningarálit. Þeirri stéttabaráttu, sem aldrei lýkur. Sá sem hefur gefið sál sína börnum hatar ranglæti. Sá sem elskar börn og vill ieggja allt i sölurnar til þess að skapa þeim betri heim, forða þeim frá striði, gera þau að betri manneskjum. ida hefur a siðari árum tekið vaxandi þátt i almennri stjórn- mála- og stéttabaráttu sósialista og gengið þar ötullega fram, sem hennar er vandi. Nú er Ida i Steinahlið sextiu ára, ennþá falleg kona, verður það sjálfsagt alltaf. Ennþá sama fórnfúsa, réttláta, baráttuglaða konan. Megi hún ávallt vera slik, og við og börnin okkar njóta hennar lengi enn. Gestur Þorgrimsson • Ida Ingólfsdóttir, forstöðukona i Steinahlið, er sextug i dag. Hún fæddist að Innra-Hólmi i Akra- neshreppi. Foreldrar hennar voru Ingólfur Jónsson og Hlin Jóns- dóttir, sem oft var kennd við Her- disarvik. Ég veit, að það eru margir, sem hugsa til hennar Idu i Steinahlið i dag. Og ekki væri ég hissa þótt hún þyrfti að skreppa i næsta hús og fá lánaða nokkra blómavasa, þegar liður á daginn. Ida hefur átt þvi láni að fagna að lenda á réttri hillu i lifinu. Henni liður vel með börnum, og ég veit, að þvi trúir enginn nema sá sem séð hefur hvaö börn eru hrifin af henni. Það er oft eins og allir hverfi, og eftir sitji bara hún og þau ein. ída Ingólfsdóttir hefur um ára bii sett svip sinn á hreyfingu vinstri manna i landinu. Hún var lengi i forustu hernámsandstæð- inga og hefur sinnt ýmsum störfum i Alþýðubandalaginu á siðustu árum. Svo að ég komi mér að efninu: Mig langar til að þakka henni fyrir þau sextiu ár, sem hún hefur prýtt þessa jörð. Mig grunar nefnilega, að fólk afTiennar tagi eigi drjúgan þátt i þvi að halda tórunni i mannkyninu. Fólk, sem ræktar garðinn sinn og alltaf á nóg að gefa öðrum. Ilallveig Thorlacius. Dögg í spori Ot er koinin hjá Leiftri bókin I)ögg i spori eftir Steinunni Þ. Steinunn Þ. Guömundsdóttir. Guðmundsdóttur, en þetta er fvrsta skáldsaga höfundar. Bókin er tæpar 200 siður. Sögusviðið er fyrst á bænum Hlið i Þórsárdal. Dóttir hjónanna á bænum, Ástrún, verður þunguð, en barnsfaðir hennar gengur að eiga aðra stúlku. Ástrún giftist siðar ekkjumanninum Gesti, sem gengur syni hennar , Grimi , i föður stað. Margt fólk kemur til sögunnar, en aðalsöguhetjan er Grimur Gestsson, sem heldur til borgarinnar og kynnist þar Hug- disi. Leið hans liggur aftur heim i sveitina, þar sem hann biður eftir unnustu sinni. JÓNSKAGAN }ÓN SKAQAN AXLASkipa AUJNQLÍNU MÍNNÍNQAROQ MyN'OÍR AXLASKIPTI A TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJÁRNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 hef opnaö nýja málningavöruverzlun að Grensásvegi 50—sími 84950. ÞORSTEINN GÍSLASON, málarameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.