Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972 UOÐVIUINN MALGAGN sósíalisma, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ititstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (á"b.) Auglýsingastjóri: lieimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17300 (5 iinur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. AÐ JAFNA METIN Þessa dagana er viða fjallað um vænt- anlegar efnahagsráðstafanir, og mætti ætla eftir skrifum Morgunblaðsins, að það telji rikisstjórnina nú rétt einu sinni feiga. Sagt er að efnt hafi verið til dúfnaveizlu að kosningum loknum og að minnsta kosti allri simaskránni boðið, en nú séu timbur- mennirnir að koma i ljós. Þeir, sem aldrei sáu ofsjónum yfir nein- um veizluhöldum gróðamanna og brask- ara, sem viðreisnin fitaði hvað ákafast, býsnast nú yfir „veizluborði” láglauna- fólksins, sem vissulega býr nú margt við 25—30% hærri rauntekjur fyrir unna dag- vinnustund en viðreisnin skammtaði þeg- ar bezt lét. Og þá er nú ekki nema von að Morgun- blaðsmönnum og leigupennum ihaldsins við Alþýðublaðið vökni um augun af öfund vegna taumlausrar dúfnaveizlu ellilíf- eyrisfólks og öryrkja, en lifeyrir þess fólks hefur frá stjórnarskiptum hækkað um 48%. Heimatilbúin kostnaðarverðbólga heitir þetta á máli Sjálfstæðisflokksins. En sú verðbólga, sem islenzkt launafólk hefur löngum áður átt við að striða, hefur hins vegar ekki fært þvi bættar rauntekjur heldur verðlagshækkanir umfram krónu- hækkun kaups. En skyldi sú tegund verðbólgu, sem Jó- hann Hafstein og dr. Gylfi stóðu fyrir ekki lika hafa verið heimatilbúin? Til þess bendir að minnsta kosti, mjög eindregið, það yfirlit um þróun kaupmátt- ar og þjóðartekna 1959—1972 frá hagrann- sóknadeild framkvæmdastofnunarinnar, sem við birtum á 8. siðu Þjóðviljans i dag. Þar segir orðrétt: „Meginniðurstaða samanburðar á breytingum kaupmáttar kauptaxta og tekna launþega annars vegar og þjóðar- tekna á mann hins vegar samkvæmt með- fylgjandi yfirlitum er sú, að kaupmáttur timakaupstaxta verkafólks og iðnaðar- manna hafi aukizt mun minna en þjóðar tekjur árin 1959—1970, en að þessi met hafi jafnazt að mestu á árunum 1971 og 1972”. Þjóðviljinn hefur áður, og siðast nú fyrir fáum vikum, gert grein fyrir þessari „meginniðurstöðu”, og sýnt fram á óyggj- andi rök fyrir henni og þvi, hvernig núver- andi rikisstjórn hefur náð umtalsverðum árangri i viðleitni sinni til að „jafna met- in” verkafólki i hag. Þegar Þjóðviljinn varpaði ljósi á þessar staðreyndir urðu hins vegar Morgunblaðið og Alþýðublaðið ókvæða við og gripu til ómerkilegustu falsana og gífuryrða, en Jóhann Hafstein var svo seinheppinn að krefjast þess á alþingi, að hagrannsókna- deildin tæki saman skýrslu þá, sem Þjóð- viljinn birtir i dág og Morgunblaðið neyddist til að birta fyrir fáum dögum. Samkvæmt yfirliti hagrannsóknadeild- arinnar óx kaupmáttur timakaups verka- manna um 15% alls á árunum 1959—1970, en um 21,6%, ef iðnaðarmenn eru taldir með. Þetta er um einn þriðji af þvi sem þjóðartekjur á mann jukust á sama tima, ef við verkamenn er miðað, og innan við helmingur af vexti þjóðartekna, þó að iðn- aðarmenn séu taldir með i dæminu. En ár- leg kaupmáttaraukning á viðreisnarár- unum reynist hafa verið innan við 2% til jafnaðar sé miðað við meðaltal timakaups verkafólks og iðnaðarmanna. Þetta eru blákaldar staðreyndir, sem fram koma i yfirliti hagrannsóknadeildarinnar, — og þá jafnframt, að á tveim siðustu árum hefur þessi kaupmáttur hins vegar vaxið um 27%. Þetta kallar hagrannsóknadeildin „að jafna metin”, og má það vissulega til sanns vegar færa. Hitt gefur svo aftur auga leið, að hrikta hlýtur i ýmsum fúnum stoðum, þegar svo rösklega er tekið til hendinni, og i þeim skilningi á „veizlan”, sem Morgunblaðið telur rikisstjórnina hafa efnt til fyrir launafólk vissulega nokkurn þátt i þeim efnahagsvanda, sem rikisstjórnin vinnur nú að lausn á. Sjálfstæðismenn vita af langri reynslu, að það er að ýmsu leyti auðveldara að stjórna, ef launin eru naumt skömmtuð og af þeim klipið jafnan, þá vanda ber að höndum. En það mega þeir vita, sem nú býsnast daglega yfir veizluréttunum á borði verkafólks, að núverandi rikisstjórn ætlar sér hér annan hlut, eins og hún hefur svo augljóslega sýnt i verki. 2. umræða um fjárlögin Framlög til framkvæmda ekki í þeim mæli sem æskilegt væri önnur umræða um fjárlögin fyrir árið 1975 hófst á alþingi i gær. i upphafi þingfundar kvaddi Jóhann tlafstein sér hljóðs og kvað það „óhyggilegt og óþing- lcgt” að 2. umræða færi fram nú, þar sem óvissa rikti um efna- hagsmálin. Lagði þingmaöurinn til að umræðunni yrði frestað. Þingforseti Eysteinn Jónsson sagðist ekki geta oröiö við þessari ósk ræöumanns, og var þvi gengiö til dagskrár. — Þar eð of skammt var liðið frá útbýtingu nefndar- alits, þurfi að leita afbrigöa, og var óskað nafnakalls um hvort málið mætti koma fyrir. 29 þing- menn sögðu já, 22 greiddu ekki atvkæði, og 9 voru fjarstaddir. Geir Gunnarsson gerði fyrst grein fyrir störfum og vinnu- brögðum fjárveitinganefndar, kvað hana hafa haldið samtals 38 fundi frá þvi frumvarpinu var visað til hennar 26. okt. s.l. Alls hefðu nefndinni borizt um 450 er- indi, og hún hefði rætt við fjöl- marga forráðamenn rikisstofn- ana, félagasamtaka og sveitarfé- laga. Stæði nefndin sameiginlega að mörgum breytingartillögum. — Geir sagði, að nefndin hefði reynt að veita viðtöl eins lengi og nokkur vegur var, en kvaðst vilja að sú skoðun sin kæmi fram, að, þegar nefndin hefði setið að störf- um frá októberbyrjun og væri komin að þvi að afgreiða mál — og undirnefndir væru hvað harð- ast keyrðar — þá væri naumast hægt að ætlazt til þess, að nefnd- armenn hefðu nokkurn tima af- lögu til viðtala, sem fram hefðu getað farið fyrir mörgum vikum. — Geir þakkaði fulltrúum stjón- arandstöðunnar fyrir drengskap og heilindi i daglegum störfum nefndarinnar og þakkaöi sam- nefndarmönnum sinum fyrir samstarfið og hagsýslustjóra og starfsliði hans fyrir margháttaða aðstoð. Geir gagnrýndi það hve algengt það væri að nefndinni bærust um- sóknir eftir að auglýstur frestur væri útrunninn. Þess væru dæmi, að jafnvel ýmsar stofnanir rikis- ins og ráðuneyti hefðu nú allra siðustu daga sent beiðnir um f jár- veitingu fyrir jafnvel tugmiljónir kr. Þá ræddi Geir um störf undir- nefndar og gerði siðan grein fyrir einstökum breytingartillögum nefndarinnar. Að lokinni framsöguræðu Geirs mælti Matthias Bjarnason fyrir áliti 2. minnihluta nefndarinnar. Gert var ráð fyrir umræðum fram eftir kvöldi. Hér fer á eftir kafli úr áliti meirihluta fjárveitinganefndar: „Frá þvi núv. rikisstjórn tók við völdum, hefur kaupmáttur timakaups hækkað svo, að hann hefur aldrei verið jafnhár áður. Samtimis hefur orðið veruleg rýrnun þeirra þátta i fiskafla landsmanna, sem mestu máli skipta i þjóðarbúskapnum. Út- flutningsatvinnuvegirnir standa þvi höllum fæti, og sýnt er, að gripa verður til sérstakra efna- hagsráðstafana til að tryggja at- vinnuröyggi. Langsamlega mest- ur hluti útgjalda á fjárlögum er lögbundinn, svo sem greiðslur til almannatrygginga, sem h'afa hækkað um 4230 milj. kr. frá fjár- lögum ársins 1971 eða um 200%. Þá koma launahækkanir sam- kvæmt kjarasamningum fyrrv. rikisstjórnar við opinbera starfs- menn i des. 1970 i fyrsta sinn að fullu fram á næsta ári, og eru launaliðir i fjárlagafrumvarpinu um 3000 milj. kr. hærri en á fjár- lögum 1970 eða um 160%. Við afgreiðslu fjárlaga að þessu sinni er staða rikissjóðs þvi á þann veg, aö eigi er fært að gera tillögur um framlög til verklegra framkvæmda i þeim mæli, sem meirihl. nefndarinnar kysi, en i þeim tillögum, sem gerðar eru, er lögö áherzla á að greiða sem mest upp af þeim skuldum við sveitar- félög og aðra framkvæmdaaðila, sem rikissjóður safnaði upp á dögum viðreisnarstjórnarinnar. Nefndin hefur fyrir 2. umræðu lagt fram tillögur um skiptingu framlaga til allra helztu fram- kvæmdaliða. Tillögur um fjár- veitingar til byggingar mennta- skóla biða þó 3. umræðu svo og af- greiðsla ýmissa erinda. Við til- lögugerð i þessum málaflokkum hefur verið tekið tillit til þeirra lækkana á fjárveitingum á þessu ári, sem ákveðnar hafa verið samkv. heimild i bráðabirgðalög- um, er sett voru i júli s.l. Þær fjárveitingar, sem þannig koma ekki til útborgunar á árinu 1972, en eru endurveittar nú, nema samtals 174,6 milj. kr. og eru sundurliðaðar i fylgiskjali með nefndaráliti þessu. Samkvæmt núgildandi lögum um skólakostnað, sem sett voru árið 1967, skyldu fjárveitingar til stofnkostnaðar skólamannvirkja greiðast á eigi lengri tima en 3 ár- um. Næsta ár voru gefin út bráða- birgðalög um lengingu þessa timabils um eitt ár, að þvi er tók til fjárveitinga á þvi ári. Sú regla hefur siðan verið látin gilda án sérstakrar heimildar, og raunin hefur orðið sú, að við ákvörðun fjárveitinga, a.m.k. til dýrustu skólamannvirkjanna, hefur verið stefnt til lengra greiðslutimabils með þvi að veita hin fyrri ár timabilsins verulega lægri upp- hæðir en 1/4 heildarhluta rikis- sjóðs. Við lok 3. greiðsluárs hafa þannig i þeim tilvikum verið ógreiddar miklu hærri upphæðir en verið hefði, ef 4 ára reglunni hefði verið fylgt á eðlilegan hátt. Meö þessum hætti velti rikissjóð- ur á undan sér fjárhagsvanda, sem nú verður að leysa. Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengizt hefur á undanförnum árum, og þess, hvernig að hefur verið staðið af hálfu rikissjóðs á undanförnum árum, er þvi við ákvörðun fjárveitinga i þessum efnum við það miðað, að lögum um skólakostnað verði breytt á þann veg, að fjárveitingar skipt- ist að jafnaði á 4 ár, eins og gert hefur verið án heimildar frá árinu 1968, en heimilt sé þó, að fjárveit- ingar til þeirra skólamannvirkja, sem áttu að fá lokaframlag á fjárlögum 1973, megi skiptast á árið 1973 og 1974. 1 tillögum nefndarinnar er þessu væntan- lega heimildarákvæði beitt á þann veg, að i stað þess að greiða lokaframlag að fullu er i sumum tilvikum miðað við, að 1/3 hluti lokaframlagsins komi til greiðslu 1974. Frá þvi að teknar voru upp sér- stakar fjárveitingar til greiðslu á skuldum rikissjóðs vegna hafnar- framkvæmda frá þvi fyrir árið 1967, hafa inneignir hafnasjóða hjá rikissjóði vegna siðari ára náð verulegum upphæðum og námu um næstsiðustu áramót um 80 milj. kr. Það er stefna meirihl. fjvn., að slikir skuld.-'halar, sem fyrrv. rikisstjórn skildi eftir sig, verði greiddir sem fyrst. A þessu ári lækkuðu skuldir vegna Framhald á 19. siðu. þingsjá þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.