Þjóðviljinn - 15.12.1972, Page 7
Föstudagur 15. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
Frá Laugaveginum sést ekkert hvað aðhaf/.t er handan við bárujárnið, en...
... ef skyggnzt er innfyrir girðinguna sést hvar gröftur er hafinn fyrir grunni hússins. (Ljósm. A.K.)
Þriggja hæða
þjónustuhýsi
að Laugav. 7
Skrifstofuvélar h/f áforma nú byggingu 3ja hæða
húss við Laugaveg 7 Rvik, en þar niður undan hefur
til langs tima verið eitt stærsta bilastæði miðbæjar-
ins.
Þessi bygging mun þó
ekki minnka bilastæði
þetta verulega,þvi kjalh
ari hússins verðu inn-
dreginn og þar undir
verða bilastæði.
Ottó Michelsen,
stjórnarformaður Skrif-
stofuvéla h/f, sagði
blaðinu að Skrifstofuvél-
ar hefðu haft makaskipti
við Landsbankann á lóð-
um, en Landsbankinn
hefði i stað fengið lóðina
að Laugavegi 75. Hús-
næði það sem ekrifstofu-
vélar eru nú f er i eigu
ESSO, en fyrirtækið
hefur til þessa tima flutt
6 sinnum á 25 ára starfs-
ferli.
Húsið verður 3 hæðir og er
fyrirhugað að leigja Landsbank-
anum megnið af neðstu hæðinni,
auk verulegs þúsnæðis i kjallar-
anum, og er aformað að Lands-
bankinn flytji Vegamótaútibú sitt
að Laugavegi 7.
Ilver hæð verður ca. 286 fer-
metrar.og fullbyggt er áætlað að
húsið muni kosta um 21 miljón
króna.
Blaðið spurði eftir þvi hvernig
slik bygging væri fjármögnuð, og
sagði Ottó, að hluti fjárins væri
fenginn frá hluthöfum sem fjár-
mögnuðu bygginguna, en að sjálf-
sögðu ætti fyrirtækið nokkurt fé
eftir 25 ára starf. Það sem á vant-
aði bjóst Ottó við að fengist úr al-
mennum by gginga r s jóðu m
landsmanna.
—úþ.
Ólíkur námsáhugi skólakrakka í
þróunarlöndum
og velferðarríkjum
STOKKHÓLMI —
Sænskir skólakrakkar hafa
minni áhuga á skólanum en
nemendur i öðrum löndum.
Þetta kemur fram i
bráðabirgðaniðurstöðum i
alþjóölegri könnun sem tók
til nemenda á ýmsum
aldursskeiðum i22 löndum,
að þvi er Sænska dagblaðið
skýrir frá. 30 þúsund
nemenduf í Svíþjóð tóku
þátt i könnuninni.
Neikvæðastir allra voru
sænskir tiu ára krakkar, siðan
hollenzkir, þá vesturþýzkir,
flæmskumælandi belgiskir og
finnskir. Mestur námsáhugi
meðal tiu ára nemenda reyndist
vera i þróunarlöndunum.
Þessi alþjóðlega rannsókn náði
til tiu ára krakka, fjórtán ára og
efstu bekkinga i menntaskólum
og iðnskólum. 1 Sviþjóð var lika
kannað viðhorf nemenda i siðasta
bekk skyldunámsins. Opinberar
niðurstöður könnunarinnar verða
birtar næsta vor.
Skáld ársins—Bók ársins
HELGAFELL
Unuhúsi
Veghúsastíg 7
Sími 1-68-37
Guðsgjafaþula
Skemmtilegasta bók
skemmtilegasta
íslendingsins.
Guðsgjafaþula
bók ársins eftir skáld
ársins, Halldór
Laxness. 37
Laxnessverk handa
yður að velja úr til
jólagjafa.
Ritsöfn Steins Steinarr,
Stefáns frá Hvítadal,
Hannesar Hafstein,
Jónasar Hall-
grimssonar í útg.
Tómasar, Jóns frá
Kaldaðarnesi i útg.
Kristjáns Albertssonar,
Arnar Arnarssonar.
Ritsafn Jóns Sigurðs-
sonar frá Kaldaðar
nesi.
Ljóð sögur, greinar,
þýðingar í útgáfu
Kristjáns Albertssonar.
Ritsafn Daviðs
Stefánssonar frá
Fagraskógi,
öll verk skáldsins í sjö
bindum.
,, Kópamaros"
nútíma þjóð-
félagsskáldsaga um
unglingavandamál
eftirÞráin Bertelsson.
,, Langferðir",
Ijóðabók eftir Heiðrek
Guðmundsson frá
Sandi, rammíslenzk og
listilega fögur Ijóð.
,,Að Laufferjum",
fágætlega falleg Ijóð
Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar.
Meistaraverk
Sigurðar Nordals
um Stephan
G., Einar Benediktsson
og Hallgrím Pétursson.
„Skeggræður gegnum
tiðina."
Samtalsbók Halldórs
Laxness og Matthiasar
Johannessen
Ljóðasafn Tómasar
Guðmundssonar,
ný útgáfa allra Ijóða
skáldsins í útgáfu
Kristjáns Karlssonar.