Þjóðviljinn - 15.12.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Síða 16
16. StÐA — ÞJÓÐWLJINN Föstudagur 15. desember 1972 SKII IN EFHR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 71. Pao fursti virðir beiðni hans ekki svars og gefur skipun um að hann skuli sviptur tignarklæðunum og varpað i fangelsi. „Ég væri jafn dómharður þótt lögbrjóturinn væri einn prinsanna, hvað þá tengda- sonur keisarans”, segir hann. 72. Prinsessan heyrir um handtöku Shih-mei og flýtir sér til Pao fursta og krefst að fá að heyra alla málavexti. Þegar hún heyrir um afbrot Shih-mei biður hún um að fá að hitta sækjandann. PIERPONT-URIN handa þeim sem gera kröfur um endingu. nákvæmni ogfallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. HERMANN JÓNSSON, úrsmiður, Lækjargötu 2 - Sími 19056. Xmiikinn er liakhjarl BUNAÐARBANKINN .1 GLLiiGÍAxN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu Hér segir frá þvi sem gerðist, kvöld eitt, er seint var orðið, hjá sómamannin- um herra Greppi. Það var kvöld. Herra Greppur lá i hægindastóln- um sínum og las í blaði. Hann lá á þann undarlega hátt, sem hann var vanur með fætur teygða beint upp i loftið. Við og við las hann upphátt: ,,Svartur, smáskrítinn köttur hef- ur tapazt. Þegar hann hljóp burt hafði hann rauða slaufu um hálsinn. Sá, sem finnur köttinn, má hafa hann að láni í f jórtán daga, meðan við erum i sumarleyfi." Þessa mynd hefur hann úlfur Helgi, sem er 7 ára, teiknað fyrir okkur af jólasveininum. Við þökkum honum kærlega fyrir. ,,Þetta var nú sorglegt," taut- aði herra Greppur. ,,Bara hann finn ist nú aftur." Herra Greppi þótti þetta afskap- lega leiðinlegt, en hann hélt þó áfram að lesa blaðið, þar til skyndh lega var barið að dyrum. Hann reisti sig upp á endann, ýtti búrinu með fimmfætta hárklóranum innundir háa rúmið og opnaði dyrnar. Á tröppunum fyrir utan stóð Diðr- ik bakarameistari með poka í hend- inni. ,,Gott kvöld, Greppur," sagði hann og gægðist tortryggnislega inní stofuna. ,,Hvernig hefurðu það?" ,,Ég hef það aldeilis ágætt," sagði herra Greppur. ,,Vilt þú ekki koma inn fyrir." „Jú takk," sagði herra Diðrik. ,,Ég tók kökupoka með mér, því mér datt í hug, að þig gæti langað í köku, áður en þú færir í háttinn. Gjörðu svo vel." Sjaldan færri útköll Aö því er Rúnar Bjarna- son slökkvi liðsst jóri i Reykjavik skýröi frá á blaðamannafundi hafa út- köll slökkvi liðsins í Reykjavík frá 1. jan. sl. verið 337 á 342 dögum og hafa útköll sjaldan verið færri, en voru það þó árið á undan eða 316. En starf slökkviliðsmanna er ekki bara bundið við slökkvistörf, þeir gegna einnig sjúkra- fluttningum og það sem af er árinu hafa sjúkraflutningar verið 9501, þar af 990 slysa- flutningar. 1 fyrra voru flutningarnir 9004, þar af slysa- flutningar 871. Svæði slökkviliðs Reykjavikur nær yfir Seltjarnarnes, Kópavog og Reykjavik, eða um 100 þúsund manna byggð. — Slökkviliðsmenn i Reykjavik eru 60 á fjórskiptum vöktum. 4 eldri Ferðafélags- árbækur komnarút Fiórar eldri árbækur Feröafé- lags islands, sem um skeið liafa verið svo til ófáanlegar, eru ný- komnar út ljósritaðar, en þetta eru árbækurnar 1942 og 1943, 1953 og 1954. Árbókin 1942 fjallar um Kerlingarfjöll og er til orðin fyrir samvinnu nokkurra félaga i Ferðafélaginu, en Jón Eyþórsson hafði aðalritstjórn með höndum. 1 Árbók 1943 eru ferðaþættir frá ýmsum stöðum og var hún unnin i samvinnu við Bandalag isl. farfugla. Árbókin 1953 er um Mýrasýslu og eftir Þorstein Þorsteinsson sýslumann, en Haraldur Sigurðs- son bókavörður skrifaði Arbók 1954 um Borgarf jarðar- sýslu norðan Skarðsheiðar, en sýslunni sunnan heiðar er lýst i Árbók 1950. Ljósprentun bókanna hafa Offsetmyndir hf. annazt. Næsta árbók Ferðafélagsins, 1973, verður um Svarfaðardal og er eftir Hjört Eldjárn á Tjörn, en auk hans lýsa Eiður Guðmunds- son frá Þúfnavöllum og Kolbeinn Kristinsson frá Skriðulandi fjallaleiðum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Með nafn Eiðs var nýlega rangt farið hér i blaðinu og er hann beðinn velvirðingar á þeim friistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.