Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 20
UÚOVIUINN
Föstudagur 15. desember 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar'
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Apótek Austurbæjar og
Laugavegsapótek annast
helgar-, kvöld- og næturþjón-
ustu vikuna 9.
desember.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstööinni.
Simi 21230.
ísland viðurkennir
DDR í desember
Þann 22. desember —
daginn eftir undirritun
samninga Þýzka alþýðu-
lýðveldisins og Sambands-
lýðveldisins Þýzkalands —
verður formlega gengið frá
viðurkenningu Þýzka
Tveir
báts-
brunar í
Keflavík
1 fyrradag kviknaði i tveim bát-
um i Keflavik. Var annar i slipp
en hinn var bundinn við bryggju.
Það var Sigurbjörg KE 14 sem i
kviknaði i slippnum. Eldurinn
kom upp klukkan 7 um kvöldið.
Var þá aðeins liðinn hálftimi frá
þvi smiðir yfirgáfu bátinn.
Byrjaði eldurinn i káetunni. Ekki
leið á löngu áður en hann var
kominn i brúna. Þaðan barst
eldurinn i kortaklefann eða
asdikið, eins og sjómenn nefna
hann. Skrokkur skipsins og véla-
rúm sluppu að mestu eða alveg
við skemmdir af eldinum. Hins
vegar hitnuðu tækin i asdikinu og
þola þau það illa án þess að
skemmast.
Sigurbjörg var i slipp vegna
vélayfirhalningar. Atti aðeins
eftir aö setja vélina niður. Ekki er
vitað hvernig kviknaði i bátnum.
Telja visir menn að 32 volta
straumur sem á bátnum er hafi
kveit i.
Hinn bátsbruninn varð i Kefla-
vikurhöfn, en þar brann litillega
báturinn Sjöstjarnan, sem er i
eigu samnefnds fyrirtækis,—
Sjöstjarnan skemmdist litið.
a Iþýöulýöveldisins — af
íslands hálfu. Þetta kom
fram í viötali er frétta-
maöur Þjóðviljans átti í
gær viö Lindner, verzlunar-
fulltrúa DDR á Islandi
p>á 7. desember hefur dvalizt
hér á landi verzlunarsendinefnd
frá DDR . Nefndin fer héðan i dag,
föstudag. Hún átti viðræður viö
islenzka aðila,en viðræðurnar eru
framhald viðræðna sem fram
fóru i Berlin i september undir
forustu Björgvins Guðmunds-
sonar af hálfu viðskiptaráðu-
neytisins.
Viðræðum um lang-
timaverzlunarsamning milli rikj-
anna er nú lokið, o| verður
samningurinn undirritaður i
janúarmánuði.
Verzlunarfulltrúinn skýrði og
frá þvi er áður kemur fram um
formlega viðurkenningu af
tslands hálfu á DDR. Þá staðfesti
hann, að keypt hefur verið hús við
Ægissiðu þar sem veröur sendi-
ráð Þýzka alþýðulýöveldisins á
íslandi.
Stórsigur vinstri
flokkanna í Japan
Kommúnistaflokkurinn er orðinn
þriðji stærsti flokkur landsins
Sigur Tanaka forsætisráðherra
i Japan og flokks hans i nýaf-
stiiðnum kosningum kom ekki á
óvart, en meginfyrirsagnir á
fréttum hlaða þar i landi af
kosningunum eru um hina gcysi-
legu aukningu á fylgi
kommúnistaflokksins, scm nú er
orðinn þriðji stærsti flokkur
landsins.
Fyrir kosningar var
kommúnistaflokkur Japans
fimmti stærsti flokkur landsins,
með 14 þingsæti, en fékk nú 38
þingsæti. Frjálslyndi flokkurinn,
flokkur Tanaka, fékk 282 sæti ,
sósia1 i s tafIokkurinn 118,
Komeito-flokkurinn (tengdur
Búddatrú) fékk 29, lýðræðis-
sósialistaflokkurinn 19.
t fyrstu ræðu sinni eftir
kosningarnar lýsti Tanaka yfir
sárum vonbrigðum með úrslitin,
einkum virtist hann óttast stór
aukið fýlgi vinstri flokkanna.
Sósialistaflokkurinn, sem beið
mikinn ósigur i kosningunum
1969, vann núna 31 þingsæti. Þessi
framgangur vinstri flokkanna
mun gera Tanaka ókleift að sýna
nokkra undanlátssemi gagnvart
Bandarikjunum, segir banda-
riska blaðið llerald Tribune.
Kosningasigur kommúnista
mun hafa það i för með sér, að
þeir geta miklu meir en áður látið
að sér kveða i þinginu og á ýms-
um vettvangi stjórnmála öðrum.
Þeir fá greiðari aðgang að
sjónvarpsumræðum, og þeir
fengu miklu meira en lágmarks-
styrk til að fá fulltrúa i hinni
mikilvægu stjórnunarnefnd þjóð-
þingsins, sem m.a. semur fjár-
lagafrumvarpið.
r
Ný utanrikisstefna Astralíu
Ekki taglhnýtingar USA
SYDNEY — Hin nýja rikisstjórn
Astraliu hefur tilkynnt að siðustu
áströlsku hermennirnir og
til rána
„Aöalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins i Suður-
laudskjördæmi haidinn i Hvera-
gerði 8. des. 1972 skorar á rikis-
stjórnina að hvika livergi i land-
hclgismálinu og veita brezkum og
vestur-þýzkum sjóræningju m
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið
Blaðburðarfólk óskast i
eftirtalin hverfi:
Hjaröarhaga
Skjól
Seltjarnarnes 1 og 2
Míöbæ
Sogamýri
Nökkvavog
þJÚÐVIlllNN
hernaðarráðgjafarnir verði
kvaddir heim frá Suður-Vietnam
fyrir áramót.
Samþykkt
Alþýðubandalagsins
á Suðuriandi um
landhelgismál:
engan frið til rána i islenzkri
fiskveiðilögsögu. Fundurinn lýsir
yfir fullum stuðningi sinum við
rikisstjórnina i þessu lifshags-
munamáli þjóðarinnar og heinir
þeirri áskorun til allra lands-
manna að sýna i hvivetna, að þeir
standi allir sem einn að baki
rikisstjórninni i þessu örlagarika
máli".
Astralia var eitt af þeim rikjum
sem Bandarikjastjórn fékk til
þess að senda lið til Suður-
Vietnam og taka þátt i bardögum
gegn herjum Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar.
Hin nýja rikisstjórn Verka-
mannaflokksins i Ástraliu undir
forsæti Gough Whitlam hefur
gjörbreytt stefnu landsins i utan-
rikismálum þá viku sem hún
hefur verið viö völd.
Stjórnin hefur bannað viðskipti
við Suður-Afriku, gert áróðurs-
skrifstofu Rhodesiu burtræka,
slitið stjórnmálasambandi við
Formósu, viðurkennt Peking
stjórnina og afnumið herskyldu.
Þá þykir það tiðindum sæta að
fulltrúar Astralfu á þingi
Sameinuðu þjóðanna eru hættir
að vera taglhnýtingar Bandarikj-
anna og hafa tekið upp sjálfstæða
utanrikisstefnu, m.a. greitt
atkvæði með þróunarlöndunum.
25 vélstjórar í
hr aðfr y stihúsum
semja
Kjaradeila stendur nú yfir milli
25 vélstjóra i Reykjavik við
Vinnuveitendasamband tslands
og Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna.
Hefur samningum verið skotið
til sáttasemjara. Var haldinn
samningafundur i fyrradag er
stóð til kl.'2 um nóttina.
Brandt endur-
kjörinn kanzlari
BONN 14/12 Willy Brandt
var í dag endurkjörinn
kanzlari Vestur-Þýzka-
lands næsta kjörtímabil.
Hlaut Brandt 269 af 271
atkvæðum þingmanna
stjórnarflokkanna, en 223
stjórnarandstæðingar
greiddu atkvæði gegn
kosningu hans.
V eitum engan frið
Bazel Vill herja
formaður samt á Israel
Bonn — Þrátt fyrir mikinn
ósigur Kristilega demókrata-
flokksins i þingkosningunum i
Vestur-Þýzkalandi, hefur
þingflokkurinn endurkosið
Rainer Barzel sem flokksleið-
toga á þinginu næsta árið.
Aðeins 204 af 234 þingmönn-
um flokksins greiddu atkvæði.
Fékk Barzel 165 atkvæði 25
greiddu atkvæði gegn honum
en aðrir seðlar voru ýmist
auðir eða ógildir
Þjóðaratkvæði
á
Norður-Irlandi
LÖNDON 14/12 Brezki
irlandsmálaráðherrann
Whitlaw skýrðifráþvi i dag að
hinn 8. marz næstkomandi
yrði efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu á Norður-írlandi.
Yrðu kjósendur látnir scgja
vilja sinn um það hvort
Norður-irland skyldi áfram
vcrða hluti á Bretlandi eða
sameinast irlandi.
Vopn og
skotfæri
sprengd
í loft upp
SAIGON 14/12 Byggingar i
Saigon hafa nötrað siðastliðið
dægur vegna gifurlegra
sprenginga i stærstu vopna-
birgðastöð hers Suður-
Vietnams i grennd við
borgina, sem stendur i björtu
báli.
Skæruliðar Þjóðfrelsis-
lireyfingar Suður-Vietnams
kontu sprcngingunum af staö,
og siðan hafa verið látlausar
keðjusprengingar, og miklir
eldar brutust út þegar i stað.
Skákmótið
í Texas
SAN ANTONIO
Stórmeistararnir Anatoli
Karpov og Tigran Petrosjan
frá Sovétrikjunum og Lajos
Portisch frá Ungverjalandi
urðu efstir og jafnir á alþjóð-
legu skákmóti i San Antonio i
Texas, en þvi lauk i fyrradag.
Fengu þeir allir 10 1/2
vinning og deila með sér
fyrstu verðlaununum, sem eru
7000 dalir, pða rúmar 600 þús.
isl. krónur. Flestir sterkustu
skákmenn heims tóku þátt i
þessu móti. Portisch tefldi við
Danann Bent Larsen i siðustu
umferðinni, og sigraði
Portisch eftir 34 leiki.
Heimsmeistarinn Bobby
Fischer kom til að horfa á
siðustu umferðina. Hann brást
ekki vana sinum og kom
stundarfjórðungi of seint, og
tafðist keppnin að sama skapi,
þar sem ekki þótti tilhlýðilegt
að byrja áður en hann kæmi.
Fischer hafði ýmislegt á horn-
um sér. Hann neitaði öllum
myndatökum og skammaðist
mjög út i sovézku skák-
mennina fyrir að tefla upp á
jafntefli.
Meðal keppenda voru
Karpov og Mecking frá
Brasiliu, Keres fra
Sovétrikjunum, Hort frá
Tékkóslóvakiu, Byrne frá
USA. og Kaplan frá Puerto
Rico.
BEIRUT — ldi Amin, hinn
herskái forseti Uganda, hefur
nú boðizt til að gerast Araba-
leiðtogi og stjórna „alþjóðleg-
um frelsisher" i styrjöld gegn
israel.
Til skamms tima var Amin
einn helzti vinur tsraels meðal
Afrikuþjóða, en snerist gegn
þessum fyrrverandi vinum
sinum skyndilega og rak alla
fsraelska hernaðarráðgjafa úr
landi, en þeir voru fjölmargir i
Uganda. Amin var sjálfur við
herþjálfun i tsrael i 5 ár og
kveðst þar öllum hnútum
kunnugur. Væri nú ekkert
fyrir Araba að gera annað en
fylgja sér og herja á Israel.
Þessa kokhreysti sýndi Amin i
ræðu sem hann hélt til að
fagna Feisal Arabiukonungi,
sem nú er i opinberri heim-
sókn i Uganda.
Geimfararnir
frá tunglinu
II O U S T O N 14/12
Bandarisku gcimfararnir
leggja af stað frá tunglinu á
fi mmtudagskvöld. Er þeir
hafa náð til geimfarsins á
tunglferjunni, cr Appoilo 17.
ætlað að vcra tvo sólarhringa
á braut umhverfis tunglið.
Geimfararnir Gernan og
Schmitt hafa safnað miklu
inagni af tunglgrjóti, sem talið
cr geti veitt mikla hjálp til að
ráða gátuna um uppruna og
aldur fylgihnattar jarðar.
Stjórn Gaullista
á fallanda fæti
PARÍS —Skoðanakönnun vegna
væntanlegra þingkosninga i
Frakklandi leiddi i ljós aö 45
prósent franskra kjósenda ætla
að kjósa kosningabandalag
sósialista og kommúnista, en að-
eins 38% styðja Gaullista-flokk-
inn sem uú fer með völd i landinu.
Kosningarnar eiga að verða i
marzmánuði n.k. 1 þessari sið-
ustu skoðanakönnun um siðustu
helgi kom i ljós að fylgi vinstri
flokkanna hafði aukizt um 2% sið-
asta mánuðinn, en fylgi Gaullista
hrakað um 4%. Miðflokkarnir,
sem nú eru i stjórnarandstöðu,
reyndust hafa 15% fylgi, og hafði
það aukizt um 2%.
Ef úrslit þingkosninganna
verða i samræmi viö þetta, geta
Gaullistar ekki myndað stjórn á
eigin spýtur. Georges Pompidou
nær þá ekki kosningu i fyrstu lotu
sem forseti, en samkvæmt
frönsku stjórnarskránni er þá
gengið til kosninga aftur viku sið-
ar, og er þá talið liklegt, að
Gaullistar biðli til miðflokkanna
um stuðning gegn vinstri flokkun-
um.
Samningar
ekki ennþá
gerðir
PARiS 14/12 — Viðræðum full-
trúa Norður-Vietnamstjórn-
ar, Le Duc Tho, og Kissingers,
ráögjafa Nixons, er lokiö i Paris i
bili a.m.k. Kissinger er kominn til
Bandarikjanna til að gcfa Nixon
skýrslu um viðræðurnar.
Stjórn Thieu i Saigon hefur
farið fram á vopnahlé um jólin,
en herlið hennar á viðast hvar i
vök að verjast. Þjóðfrelsishreyf-
ingin vill hins vegar ekki fallast á
vopnahlé, og stjórn Norður-Viet-
nams leggur áherzlu á að friðar
samningar verði undirritaðir nú
þegar, þannig að friður komist á
strax og einskis vopnahlés verði
þörf.