Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 1
Happdrætti Þjóðviljans Dregið hcfur verið i happdrætt- inu, og verða vinningsnúmerin birt þcgar lokaskil hafa verið gerð. Umboðsmenn úti á landi eru sem óðast að senda skilagiign, og má nefna að Gisli á Súgandafiröi sá til um, að allir miðar þangað sendir voru seldir, og meira til, og nam sala þar á miðum þeirri upp- hæð, að ættu aðrir umboðsmenn að ná henni, losaði heildarsala miða happdrættisins rúmar 8 miljónir á landinu. Umboðsmenn scndi uppgjör til skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettisnötu :i eða á afcreiðslu S-ííífSÍSSSSSS Samningafundir hafa legið niðri um kjör vélstjóra i frysti- húsum hér i Rvik. Eru þeir um 25 talsins. Hefur ekki verið boðaður samningafundur eftir jól. Þessar fallegu stelpur eru hér að dást að snjotittlingi, sem fannst úti á götu illa haldinn og segjum viö nánar frá þvi á bls. 3. Stúlkurnar heita, talið frá vinstri: Helga Eggertsdóttir, Birna Eggcrtsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Kristin Pálsdóttir og Asta Eggertsdóttir. (Ljósm. A.K.) Kl. 13 i gær sigldi brezki togarinn Brucella H 291 á varðskipið Öðin út af Aust- fjörðum, — nánar tiltekið út af Glettingi á miðunum þar. Skemmdir urðu á lunningu varðskipsins, en ekki urðu slys á mönnum, sagði Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgis- gæzlunni i gær. Ekki er vitað um skemmdir á togaranum. Brucella H 291 er gerður út af sama útgerðar- fyrirtæki og átti togarann Benella H 132. Klippti varð- skip togvfrana aftan úr þeim togara kl. hálf sex i fyrrakvöld út af Austfjörðum. Heitir út- gerðarfélagið J. Marr & Son Ltd. og hefur heimilisfestu i Fleetwood. g.m. Gott veður um allt land All-gott veður var um allt land i gær. Þó gékk á með éljum á Suð ur- og Suðvesturlandi.en að öðru leyti var veður gott. Fyrir norðan og austan var bjartviðri.en nokk- uð kalt. Sömu sögu er að segja frá Vestfjörðum; þar var kalt, en stillt veður og bjart. Nixons af íslandi Viö Islendingar erum í hernaöarbandalagi, sem lýtur forustu Bandaríkja Norður-Ameríku. Við búum við dvöl hermanna Banda- ríkjastjórnar i landi okkar. Striðsrekstur Banda- ríkjamanna í Víetnam magnast dag frá degi. Borgir eru lagðar i rúst í ægilegustu loftárásum sög- unnar. Sjúkrahús og skólar standa í björtu báli. Meira spreng jumagni hefur af Bandaríkjamönn- um verið varpað á lönd Indó-Kína en beitt var í allri síðari heimsstyrjöld- inni og eru þá kjarnorku- sprengjurnar, sem Banda- ríkjamenn vörpuðu á Hiro- shima og Nagasaki ekki undanskildar. Og enn magnar ríkis- stjórn Bandaríkjanna loft- hernað sinn gegn bænda- þjóð Víetnam, sem er snauð af öllu öðru en óbug- andi hugrekki og sigurvilja i baráttu sinni við morðóða ríkisstjórn auðugasta ríkis veraldar. Því sem er að gerast í Víetnam verður tæplega likt við neitt, sem við þekkjum úr hernaðarsög- unni — svo ójafn er leikur þeirra aðila, sem þar eigast við. Bandaríkjamenn eyða mannlifi og gróðri með sprengjuregni og eiturefn- um. Bandaríkjamenn látast ætla að undirrita f riðarskil- mála, sem samkomulag var orðið um fyrir 2 mán- uðum, en svíkja öll heit að forsetakosningum þar loknum. Nixon Bandaríkjaforseti og rikisstjórn hans standa fyrir stríðsglæpum, sem ekki verður jafnað við neitt nema verstu glæpaverk þýzku nazistanna. Hér er Blóð-Nixon um pyntingar að ræða, og hreint þjóðarmorð mark- miðið. Þessi morðglaða ríkis- stjórn hefur ekki einu sinni sagt Víetnömum strið á hendurog sú eyðing borga, sem nú stendur yfir, i stað undirritunar auglýstra frið- arskilmála hefurekki verið borin undir þjóðþing Bandarikjanna. Aðeins eitt getur stöðvað morðglaða stjórnarherrana i Washington: Þjóðir heimsins verða að sýna i verki, að illvirki Nix- onstjórnarinnar kalli slíkra iciui uy lynniTningu ynr hana sjálfa að í koll komi. Okkur íslendingum ber að hraða heimsendingu blóðhunda Nixons frá Kef lavíkurf lugvelli. Úrsögn íslands úr Atlanz- hafsbandalaginu er krafa dagsins. Yörubifreið valt hjá Hveragerði Það óhapp varð rétt hjá Hvera- gerði i gærdag aö stór vörubifreið valt út af veginum og skemmdist all-mikið. Ekki urðu nein slys á mönnum. Bandaríkjamenn að fremja þjóðarmorð í Vietnam Burt með hermenn Brezkur togari siglir á Óðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.