Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. desember 1972, ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. Blómakaup- menn kvarta LONDON — Blómakaupmenn i London kvarta sáran yfir sölunni á mistilteini þetta árið, aldrei hafi hún verið verri. — Við lifum á breyttum timum, sagði litill, útslitinn blómasali i Covent Garden. Já, og það er auð- velt að geta sér til um ástæðuna þegar stúlkurnar ganga um berar á Leicester Square. Fólk þarf ekki lengur á mistilteini að halda. Samkvæmt gömlum enskum sið var mistilteinn hengdur i loftið á jólunum og stæði kvenmaður undir mistilteininum mátti „stela” kossi ámælislaust. F élagsblað Iðju Blaðinu hefur borizt 2. tbl. Iðju, félagsblaðs verksmiðju- fólks i Reykjavik. Af efni blaðsins má geta frásagnar af 32. þingi ASÍ eftir Guðm. Guðna Guð- mundsson, Björn Bjarnason ræð- ir um iðnþróunaráætlunina og hann skrifar einnig grein um vinnutimastyttinguna og kjara- mál verkafólks. Þá er i blaðinu grein eftir Sören Sörenson, sem hann nefnir Strit og streita, en þar fjallar hann einkum um þá þætti vinnunnar, sem orsaka sál- ræna þreytu. Ýmislegt fleira efni er i blaðinu. Eggjahvíta °g æðakölkun Það er haft eftir þekktum sér- fræðingi i meinafræði við háskól- ann i Harvard i Bandarikjunum, S. McCully að nafni, að þegar mikils sé neytt af kjöti, eggjum og osti, en i þessum matvælum er mikið af aminósýrunni metiónin, breytist hún i aðra aminósýru, homocystein. Úr henni myndast svo eggjahvituefni, sem setjast i æðaveggi, en við það missa þeir þanþol sitt og verða harðir og litt sveigjanlegir. I þessu m.a. er hin svokallaða æðakölkun fólgin. Og sumir telja þessar breytingar undanfara þess, að kólesteról og fleiri efni setjist innan á æða- veggina og þrengi þannig æðarn- ar. Aðsendar yísur Einn lesenda blaðsins sendi okkur þessa visu i gær: Myrðir, særir mannkynsvon, mestur í glæpaförum. Bölvun yfir Blóð-Nixon brýzt á allra vörum. H. Enn þá rýrnar landsins lukka, litla krónan stöðugt smækkar. Vinstra brosið viðsjál hrukka, vandinn eykst, en ráðum fækkar. Landsvirkjun Framhald af bls. 3. Eins og að likum lætur; hefur ekki enn gefizt timi til að gera rækilega könnun á orsökum um- ræddrar bilunar á háspennulin- unni, enda megináherzla lögð á bráðabirgðaviðgerð hennar. Eng- inn vafi virðist þó leika á þvi, að alveg einstakur veðurofsi hafi verið orsök bilunarinnar, og sam- kvæmt lauslegum athugunum veðurstofunnar mun veðurhæð hafa verið 16 vindstig eða meira á þessu svæði, og vindmælir við Búrfell, sem er af fullkomnustu gerð, fór i botn og mældi þá 15 vindstig. Mál þetta verður kann- að áfram með öllum tiltækum ráðum og ráðuneytinu send skýrsla um niðurstöður strax og þær liggja fyrir. Kröfur þær, sem gerðar voru við hönnun Búrfellslinu i upphafi, voru mjög strangar og öllu meiri en gerðar voru til Sogslinu II, sem aldrei hefur bilað þau nær 20 ár, sem sú lina hefur verið i notkun. Ráðuneytinu verður einnig send nákvæm skýrsla um þær styrk- leikakröiur, sem gerðar voru tu Búrfellslinu og samanburður á þeim og samsvarandi kröfum, sem gerðar hafa verið til Sogslinu II. Eftir að bilun varð á Búrfells- linunni i nóv. 1970, var hún öll vandlega yfirfarin, og til öryggis voru nokkrir stálturnar styrktir þ.á m. þverunarturnarnir við Hvitá og Þjórsá. Ekki tókst að upplýsa til fulls, hverjar voru or- sakir þeirrar bilunar, og eftir rækilega könnun var ekki talið liklegt til árangurs að sækja neinn einstakan aðila til ábyrgðar á henni. Um gasaflstöðina i Straumsvik er það að segja, að önnur véla- samstæðan bilaði 22. þ.m. og hafði þá verið i gangi i 5 stundir, eftir að linan bilaði. Var hér um smávægilega bilun að ræða, en timafreka, og tók leit að biluninni og viðgerð á henni um 11 klst. Að öðru leyti var gasaflstöðin i full- um gangi, á meðan á viðgerð Búrfellslinunnar stóð. Astæða er til að leggja áherzlu á, að öryggi raforkukerfa getur ekki talizt nægilegt nema fyrir hendi séu mannvirki, sem gripa megi til, ef einhver þáttur kerf- anna bilar. Hefur verið að þvi stefnt að skapa slikt öryggi i kerfi Landsvirkjunar með byggingu varastöðva, þannig að ætið væri verulegt umframafl fyrir hendi til að taka við, ef bilanir yrðu. 1 litl- um raforkukerfum eins og hér á íslandi, er hins vegar erfitt að hafa ætið næg mannvirki til taks, eins og viðast er orðið i nágranna- löndunum. Úr þessu mun þó ræt- ast með frekari uppbyggingu og fjölgun orkuvera og flutningslina. Það hefur verið frá upphafi ljóst, að i þvi væri nokkur áhætta fólgin að hafa aðeins eina há- spennulinu frá Búrfelli, sem nú framleiðir rúmlega 2/3 allrar raf- orku kerfisins, enda búizt við, að það ástand stæði aðeins takmark- aðan tima. Þegar eftir bílunina, sem varð á háspennulinunni i nóvember 1970, var þvi sú ákvörðun tekin af stjórn Lands- virkjunar að flýta sem mest byggingu annarrar háspennulinu frá Búrfellsstöð, en áður hafði verið ráðgert að ljúka henni árið 1975. Var þegar hafizt handa um hönnun þeirrar linu og stefnt að þvi, að hún kæmist i notkun seint á þessu ári. Þvi miður hafa orðið tafir á verkinu, aðallega vegna verkfalla erlendis. Þvi er þó að mestu iokið og i höfuðatriðum að- einseftir að strengja vira á 17 km kafla, og standa þvi vonir til að hægt verði að taka linuna i rekst- ur f næsta mánuði. Virðingarfyllst F.h. stjórnar Landsvirkjunar Jóhannes Nordal.’' Ármannsfell Framhald af bls. 2. þessu fyrirtæki. Til að mynda ibúðir sem byggðar voru á Grimsstaðaholti, svo eitthvað sé nefnt. Hver seldi þær byggingar upp á prósentur? Þessu geta þeir frændurnir , borgarstjórinn og afgreiðslustjórinn , svarað. Ef við stöldrum hér aðeins við og litum á menntun eins þessara umræddu manna, þá vitum við að borgarstjórinn er lögfræðingur að mennt. Hvernig væri að þið Armannsfellingar birtuð lögfræðingatal Armannsfells, um leið og þið gerið aðra tilraun til svara? Um sölumenn og lögfræð- inga félagsins höfum við einmitt upplýsingar frá viðskiptamönn- um félagsins, eins og þið farið fram á að við öflum upplýsinga frá. Og reyndar aðrar og meiri. Þjóðviljinn hefur aldrei nefnt nafn Geirs Hallgrimssonar sem eignaraðila i Ármannsfelli, enda er Geir klókari maður en svo, að hann láti hengja sig i snöru ein- vafinni. Næst þegar þið sendið okkur linu, ættuð þið að hafa i henni svör en ekki yfirklór; fjalla um það sem að er spurt, ekki eitthvað allt annað. En vegna þess hvernig bréf ykkar hljóðar, er enn ástæða til að spyrja: Af hverju Ármanns- fell? — ú.þ. OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 4. janúar kl. 20. 30. Stjórnandi og einleikari Vladimir Askenazy. Efnisskrá: Mozart: Sinfónia nr. 35 (Haffner), Pianokonsert nr. 23 i A-dur, Pianokonsert nr. 20. i d-moll. Aðgöngumiðar eru seldir i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Áskriftarskirteini gilda ekki að þessum tónleikum. AUGLYSING um frest til tollafgreiðslu vara ó eldra gengi Ráðuneytið tilkynnir hér með þeim aðilum, sem hlut eiga að máli, að skv. 1. mgr. 1. gr. laga, um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um nýtt gengi islenzkrar krónu, nr. 97 20. desember 1972, rennur út frestur til tollafgreiðslu vara á eldra gengi, eins og það var skráð 15. des. sl. 30. des. n.k., enda hafi innflytjandi afhent að öllu leyti full- nægjandi skjöl til tollmeðferðar fyrir 18. des. sl. Skv. framansögðu verður tollaf- greiðsla að hafa átt sér stað fyrir lokun skrifstofa innheimtumanna rikisins föstu- daginn 29. des. 1972. Hins vegar er, skv. 2. mgr. 1. gr sömu laga, heimilt að tollafgreiða vöru, sem afhent hefur verið innflytjanda með leyfi tollyfirvalda gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutnings- gjalda, sbr. 15. gr. tollskrárlaga, á grund- velli gamla gengisins, enda eigi fullnaðar- tollafgreiðsla sér stað fyrir febrúarlok 1973 Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1972. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar til starfa við handlækningadeild Landspitalans. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 24160, og á staðnum. Ileykjavik, 28. desember 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar til starfa við taugalækningadeild Landspitalans. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 24160, og á staðnum. Ileykjavik, 28. desember 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar til starfa við endurhæfingar- og bæklunarlækninga- deild Landspitalans. Allar upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og i sima 24160. Reykjavik, 28. desember 1972 Skriístofa rikisspitalanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.