Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN | Föstudagur 29. desember 1972 Þorsteinn Erlingsson. í dag, 29. desember, eru ré+t 60 ár liðin síðan Þorsteinn Erlingsson skáld flutti ræðu um ,,samtök og samvinnu verkalýðsins" fyrir Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavik. Er það talin eina ræðan sem Þorsteinn nokkru sinni flutti reykvískum verka- mönnum að tilstuðlan félags þeirra. En Þorsteinn Erlingsson var einlægur verkalýðssinni og félags- hyggjumaður — eða sósíalisti eins og nú mundi vera sagt, — en þá var það orð lítt farið að tiðkast í íslenzku máli. Ræða Þorsteins er birt undir fyrirsögninni ,,Verkamannasamtökin" í 2. hefti fyrsta árgangs tímaritsins Réttar. En í siðasta Réttar-hefti, 4. hefti 1972, rif jar ritstjórinn, Einar Olgeirsson, upp þessa ræðu Þorsteins í grein sem hann nefnir ,,Þor- steinn Erlingsson og þingið í Basel". Gerir Einar þar grein fyrir þeim erlendu straumum sem léku um Þorstein og hann flutti verkamönnum hér í fundarsal KFUM-hússins við Amtmannsstíg. Þjóðviljinn birtir hér á síðunni nokkra parta úr ræðu Þorsteins yfir Dags- brúnarverkamönnum. Þótt hún beri greinilega merki síns tíma — bæði hvað snertir verkefni og bjart- sýni — þá er hún sígild hvatning um samstöðu og krafa um stéttarleg og menningarleg viðhorf. Af henni má því ýmislegt læra enn í dag. Vert er að hafa það í huga við lestur ræðunnar, að á dögum Þorsteins var ekki kominn upp hinn afdrifa- ríki klofningur í verkalýðs- hreyfingunni milli bylting- arsinna og hinna sem vilja fara leiðir þingræðis, svo að nokkuð sé einfölduð mynd- in af togstreitu kommún- ista og sósíaldemókrata. Flokkakerfi auðvaldsþjóð- félagsins var ekki til staðar á íslandi árið 1912, og Þor- steinn Erlingsson lifði það ekki að sjá Alþýðu- flokk/Aiþýðusamband verða til 1916. Nauðsyn heildarinnar er nauðsyn hvers einstaklings (Fyrsti hlutinn i n áli Þorsteins, þar sem hann ræðir- fund sósialistaforingjanna i Basel, er hér felldur niður, og gerðar eru fleiri úrfellingar, þótt ekki sé getið hverju sinni). Þeir vita það vel sjálfir jafnaðarmennirnir — daglauna- menn, iðnaðarmenn og sjómenn — að þeir eiga tvö sverð og bita hvorttveggju vel. Þeir eru svo mentaðir og svo vel að sér, að fjöldi hefir bundist föstum sam- tökum i löndunum um að standa saman eins og bræður til verndar hag sinum hvaðan sem háska er von. Og þeir hafa jafnvel tengt bönd milli rikjanna, til þess að koma i veg fyrir blóðugar styrjaldir, sem sprotnar eru af metnaðarhug stjórnmálamanna og herstjóra, og taumlausri fjár- muna- og valdagræðgi hinna ráðandi stétta. Þær troöa al- múgann undir fótum, og banna þeim rúm við borð náttúrunnar — jörðina. Fyrsta vopn og annað vopn. Félagsskapur og samvinna eru þvi fyrstu aðalvopn almúga- manna gegn þessum aðförum og órétti. Rikisstjórnir og ráðandi stéttir þjóðanna vita þetta og óttast aðfarir alþýðu sins eigin lands, engu siður en vopn og lið- sveitir óvina sinna. Nú virðist mest hætta á, að þjóðirnar hleypi til skipbrots upp á lif og. dauða, áður en jafnaðarmenn ná fullum yfirtökum — að valdsmenn og hernaðarvargar vilji svala þorstanum og taka úr sér glimu- skjálftann, áður en hinir geta flett þá vopnum. Jafnaðarmenn eiga ennfremur annað vopn, sem þeir hafa beitt lengi og kunna vel með að fara, en það er kosningarréttur þeirra. Hann er dýrasta eignin, það vita þeir vel, enda meta þeir hann beztan i eigu sinni, næstan lifinu. Og þess eru ekki fá dæmi, að menn hafa svift sjálfan sig lifinu, þegar þeir gátu ekki unnið fjeiögum sinum gagn með kosningarréttinum, en nutu styrks frá þeim. Um það get ég sjálfur borið vitni, og gæti nefnt dæmi, sem gerðist nálægt mér. Með þessu vopni hafa þeir unnið margan frægan sigur og konungar og keisarar óttast nú ekkert annað meira en að þeir vinni undan sér löndin og þjóð- irnar. Það er þegar komið svo langt i sumum löndum að jafnaðarmenn ráða miklu um það hver lög ganga fram og hver falla. Svo er það i Þýzkalandi, Sviss, Belgiu og Frakklandi, nú orðið á Englandi og einkum i Danmörku. Þar i landi eru þeir viðsvegar i meirihluta i sveitar- og bæjarstjórnum og t.d. i Kaup- mannahöfn sjálfri. Og mentun þeirra, ósérplægni og samheldni hefir unniö það, að hvarvetna hefur þótt batna við komu þeirra, framfarir aukist og fjárhagur þó fremur lagast en hitt. Væri nú mentun og manndómur hér á landi á borð við það, sem er hjá þessum mönnum, þá ætti árangurinn ekki að vera minni hér, þvi að við stöndum hér að mörgu leyti betur að vigi en þeir. Hervald og auðvald Hér er ekkert hervald, sem okkur verður ógnað með og á okkur sigað eins og alstaðar annarstaðar, ef nokkuð ber útaf. Ekkert auðvald, sem kasti út hundruðum þúsunda og miljónum til þess að vinna á móti okkur i niðurlægingu. Hér er atkvæðis- réttur bundinn við 25 ár og jafn fyrir alla, en annarstaðar er að honum þrengt á ýmsa vegu. t Danmörku t.d. fá menn ekki kosningarrétt fyrri en þeir eru 30 ára og til efri deildar hafa stór- eignamenn tiu- og tuttuguföld at- kvæði, þar sem óbrotinn verka- maður og smábóndi hefir aðeins eitt atkv. Viða um lönd er kosningarréttur að einhverju leyti bundinn við tekjur. Og bræður okkar verða þvi að klifrast yfir marga og háa þröskulda, þar sem við getum gengið áfram slétt gólf. Þótt við værum nú ekki jafn- okar þessara manna að ýmsu leyti, þá stöndum við á margan hátt þeim mun betur að vigi en þeir, að við aiþýðumenn — verka- menn, iðnaðarmenn og sjómenn — ættum að vera að öllu einráðir i bæjarstjórnum öllum og viðast i sveitarstjórnum. Langsterkasti flokkurinn i þinginu, og einvaldir þar að öllu leyti, ef við hefðum hagað okkur eitthvað svipað og þeir. Landstjórn og flokkaforingj- ar kæmi þar engu fram, nema að fá til þess samþykki fulltrúa alþýðunnar. Og það sem alþýðu- flokkurinn væri búinn að ræða, Villidýrin hópa sig þegar háski er á ferðum. Þá skipa moskusnautin sér í stóran hring, snúa höfðum út en hafa kálfa og mæður inni í hringnum. Óvinirnir mæta þar þéttum skógi af hornum . . . Svona sjálfsagt þótti Þorsteini skáldi að verkamenn verðu sig gegn óvinum sínum. undirbúa og samþykkja til þess að láta fulltrúana flytja — það hefði allt framgang og flest viö- stöðulaust. Þeir mundu læra af reynslunni, verða svo viðsýnir að hafa hag alls landsins engu siður fyrir augum en sinn eigin. Og þjóðin i heild sinni (öll alþýðan) mundi vænta þaðan hygginda og réttlætis. Lita vonglöð og örugg til framtiðarinnar með alþýðufull- trúana i fararbroddi — og væntanlega siðar með stjórnar- tauma i höndum. En þcssu er nú ekki hér að heiisa; þvi cr ver og miður. í stjórnmálum og landsmálum hefir alþýðu — verkamanna, iðnaðar— og sjómanna — litið gætt, og jafnvel i bæjarmálum iika. Ég man ekki eftir neinhi hugsjón, sem hún hafi barist fyrir eða styrkt til sigurs, eða fylkt sér um nokkur málefni, svo að þess hafi séð nokkurn stað. Ég hefi aftur á móti séð foringja stjórn- málaflokkanna tefla verkamönn- um, sjómönnum, lausamönnum og smábændum fram eins og peð- um. Ekki til þess að máta neinn ykkar óvin, heldur aðeins til þess að máta þann óvin, sem þeir voru að keppa við i þann svipinn, og vildu fella, ekki ykkar vegna, heldur vegna sjálfra sin. Og svo tvistraðir hafið þið verið hér i höfuðstaðnum að nálega enginn flokkur hefir tekið til ykkar, en látið ykkur elta sig inn i hverja áttina, og hver um sig búist við einhverju hrafli af ykkur á eftir sér. (Hér er sleppt alllöngum kafla úr ræðunni, þar sem Þorsteinn fjallarum ýmis nærtæk verkefni, sem verkalýöurinn gæti komið i framkvæmd, ef hann fylkti sér um þau af einhug og stórhug. Telur hann upp ýmsar þjóð- félagsumbætur sem við nú þekkj- um i almannatryggingum og fræðslukerfi. Siðan ræðir hann nokkuð um stéttarsamtök verka- lýðsins i öðrum löndum, og hvernig islenzku verkamennirnir gætu tekið þau sér til fyrir- myndar). En fyrst það er hvorki skortur á félagslyndi, heimska né féleysi, sem hrindir okkur niður i vesaldóminn fremur en hinum — hvað i ósköpunum er það þá? Ég fullyrði ekki að ég hitti á rétta svarið. En ég skal segja ykkur það samt. Fyrir mér er það ekkert vafamál — það er skortur á mentun, sem mest ber á milli — bcinlinis skortur á þekkingu. Allsherjargagn, ekki gróðagræðgi Talið þið við verkamenn og iðnaðarmenn i Danmörku eða á Englandi. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna þá menn þar, sem eru betur að sér i félags- fræði og skilja atvinnu- og viðskiptalifið stórum betur en þeir menn flestir hér á landi, sem lærðir eru kallaðir. (Einn ólærðan mann gæti ég undanskilið, Bene- dikt frá Auðnum i Þingeyjar- sýslu, og fleiri samherja hans i þvi héraði.) Og hvernig ætti annað að vera? Erlendis hafa verkamenn blöð sin og timarit tiltölulega góð og ódýr og fjölda smábæklinga, sem fræða þá og koma þeim i skilning um orsakir þess, sem gerist i kringum þá á félagslifs- og viðskiptasviðinu — hvað veldur dýrleika á nauðsynj- um þeirra, gróðafýkn og samtök- um auðmanna og óframsýni og samtakaleysi á hinu leitinu. Fræða þá um hvað veldur at- vinnuleysi og s.frv. Það eru jafnan sömu meinsemdirnar. Fólkið lærir þvi að skilja, að þess- konar geti ekki lagast fyrri en alþýðan sjálf sé orðin svo mentuð að hún geti tekið að sér alla fram- leiðslu og vöruskifti, og hafi fyrir augum allsherjargagn, en ekki gróðagræðgi einstakra manna. Að þessu stefna þeir — að menta sig og betra sem félags- bræður. Til þess leita þeir styrks og upphvatningar hvaðan sem þeir fá hana veitta af heilum hug. 1 þessum anda ala þeir upp börn sin. Þetta mentar þá — gerir þá við- sýna. Þeir læra það, að nauðsyn heildarinnar er nauðsyn hvers einstaklings. Að vera heildinni trúr er það sama og að vera sjálf- um sér trúr. Þetta kemst svo i blóðið, að þeim finst það jafn- sjálfsagt og að haga sér siðsam- lega. Að vekja tortrygni hver til annars — að laumast af krónu hagnaði að baki félaga sinna — telja þessir samtakamenn erlendis stórsvik við heildina og svivirðing á sóma einstak- lingsins. Þetta finst þeim sams- konar ódæði eins og okkur virðist það vera, að meiða barn eða annað þvilikt. — Þeim dettur naumast i hug að bregðast til-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.