Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 /ffi\ Uiís jriUiEM I ii m iuiir þingsjá þjóðviljans Fiskveiðilaganefnd Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu voru á alþingi rétt fyrir jólin sam- þykktar breytingar á lögunum um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu. Breytingartil- lögur þessar voru mótaðar af Fiskveiðilaganefndinni svonefndu, en sjávarút- vegsnefnd neðri deildartók þær upp óbreyttar til flutnings. — Við umræður um þetta mál á alþingi 19. desember s.l. sagði Gils Guðmundsson formað- ur Fiskveiðilaga- nefndarinnar, að sam- komulag hefði orðið um það innan nefndarinnar að leggja að þessu sinni aðeins fram tillögur um þau atriði sem nefndin öll varð sam- mála um en geyma aðrar breytingar þar til heildar- endurskoðun á fiskveiðum innan hinnar stækkuðu fiskveiðilögsögu væri lokið. — Þegar Gils hafði gert grein fyrir forsendum þessara tillagna vék hann almennt að störfum nefndarinnar, og fer meginhluti ræðu hans hér á eftir: Ég tel rétt, að gera hér nokkra grein fyrir störfum fiskveiðilaga- nefndarinnar fram að þessum tima og ætla þó aðeins að stikla á örfáum hinna stærri atriða. Nefnd þessi var upphaflega sett á laggir með bréfi sjávarútvegs- ráðherra 11. okt. 1971. Skipan nefndarinnar og verkefni. Nefndin er skipuö 5 alþm. samkvæmt. tilnefningu þing- flokka, og var henni upphaflega fengið það verkefni að fjalla um lög og reglur um togveiði- heimildir innan 12 milna fisk- veiðilögsögunnar, en eins og alþingismönnum er kunnugt, voru settar i lög fyrir 3-4 árum allviðtækar togveiðiheimildir, en þá með þvi ákvæði, að þær skyldu falla úr gildi i árslok 1971. Þær voru sem sagt settar til reynslu og siðan átti að taka ákvarðanir um framhaldið að fenginni þeirri reynslu. Sú varð niðurstaðan af störfum nefndarinnar haustið 1971, að rétt væri eins og þá stöð á, að framlengja óbreyttar eldri togveiðiheimildir um eitt ár, þ.e. tilársloka 1972, og fresta þar með endurskoðun þessarar heildar- endurskoðunar löggjafarinnar um nokkurt skeið. Þetta var gert fyrst og fremst með tilliti til þess, að fiskveiðilögsagan yrði á næsta ári, árið 1972, færð út i 50 milur og þess vegna væri eðlilegast að haga endurskoðun togveiði- laganna með tilliti til þessa. En þar að auki væri það að mörgu leyti æskilegt, að fjallað yrði ekki aðeins um togveiðiheimildar- lögin, heldur að leitazt yrði við að setja heildarlöggjöf um fiskveið- ar íslendinga inrian hinnar stækkuðu fiskveiðilögsögu. Þessi varð sem sagt niðurstaða nefndarinnar í fyrra og á hana var fallizt af alþingi, framlenging togveiðiheimilda var gerð með lögum nr. 89 hinn 24. des. 1971. Samkv. þeim lögum falla tog- veiðiheimildirnar úr gildi hin 31. des. n.k. og m.a. þess vegna er óhjákvæmilegt að gera að minnsta kosti ákveðnar breytingar nú eða taka afstöðu til þess hvort framlengja eigi þess» um lögum. Aukiö verksvið. Það var siðan i byrjun septem- ber mánaðar nú i haust sem sjávarútvegsráðherra fór þess formlega á leit við nefndina að hún héldi áfram störfum, og með ráðuneytisbréfi 14. sept. 1972 var verksvið nefndarinnar aukið verulega, og þar lagði ráðuneytið áherzlu á að hún fjallaði um býsna mörg atriði, sem snerta fiskveiðar innan fiskveiðilög- sögunnar nýju, og var það á engan hátt bundið við togveiði- lögin ein. 1 megindráttum var nefndinni Úr ræðu Gils Guðmundssonar alþingismanns um störf og verkefni nefndarinnar falið að taka til heildarendur- skoðunar þá löggjöf sem fyrir er um fiskveiðar innan fiskveiðilög- sögunnar og breyta þeim lögum með tilliti til hinnar stækkuðu fiskveiðilandhelgi. Fyrsta verk- efni nefndarinnar nú i haust, i sept. mánuði eftir að hún tók fyrir alvöru til starfa á ný, var ýmis gagnasöfnun og könnum ^eirra gagna sem henni bárust eftir þvi sem timi reyndist til. Þannig var þegar i byrjun safnað saman og farið yfir öll lög og reglugerðir, sem snert gátu þetta viðtæka verkefni. Þá var aflað upplýsinga um það, hve margir bátar væru hér á landi af hinum ýmsu stærö- um og hve margir bátar eða togarar af ýmsum stærðum væru i smiðum hérlendis og erlendis. Þá var einnig aflað margvislegra gagna um afla og aflasam- setningu bæði islenzkra og erlendra fiskiskipa og ennfremur var gerð athugun á veiðum isl. fiskiskipa með tilliti til hinna mis- munandi veiðarfæra sem þau nota. Leitaö álits samtaka. Nefndin skrifaði þegar i upphafi starfs sins i haust bréf til ýmissa stofnana og félagasam- taka. Hún sendi bréf til Haf- rannsóknarstofnunar, Fiskifélags tslands, L.I.Ú., Farmanna- og fiskimannasambands, svo og samhljóða bréf til Sjómannasam- bandsins og Alþýðusamb. fsl. Þessar stofnanir og samtök voru beðin að gera bréflega, svo fljótt sem kostur væri, grein fyrir til- lögum eða hugmyndum um heildarskipulag fiskveiðanna eða einstök atriði i sambandi við verkefnið, eftir þvi sem þessar stofnanir eða þessi félög vildu i té láta. — Sumar þessar stofnanir, svo sem Hafrannsóknarstofnun og Fiskifélag, sendu tiltölulega fljótt sinar tillögur, að minnsta kosti bráðabirgðatillögur, en önnur félagasamtök höfðu þann hátt á, að þau framsendu bréf nefndarinnar til aðildarfélaga sinna viðs vegar úti um land, og nefndinni hafa þegar raunar fyrir alllöngu i ýmsum tilvikum, — borizt bréf frá mörgum þessara aðildarfélaga með mismunandi itarlegum tillögum og hugmynd- um i sambandi við málið. Fundahöld. Fljótlega eftir að nefndin tók til starfa i haust ákvað hún að halda almenna fundi i öllum kjör- dæmum landsins, til þess, i fyrsta lagi að skýra útvegsmönnum og sjómönnum og öðrum sem áhuga hefðu á verkefni nefndarinnar og þó einkum til þess að gefa þessum aðilum kost á að koma tillögum sinum og hugmyndum á framfæri við nefndina ýmist á þessum fundum eða siðar eftir atvikum. A timabilinu frá 14. okt. til 2. nóv. s.l. hélt nefndin opinbera fundi i öllum kjördæmum landsins, nema Norðurl. eystra en fundur i þvi kjördæmi verður haldinn áður en langt um liður. Þessir fundir voru að visu misjafnlega sóttir, en þó má yfirleitt segja að þeir hafi verið fjölsóttir. Þar komu fram margar tillögur og hug- myndir, sem varða fiskveiðilög og reglur um fiskveiðar, ýmist al- menns eðlis ellegur þá tillögur sem miðuðust einkum við fiski- mið þess héraðs eða landshluta sem i hlut átti hverju sinni. Þá hafa nefndinni einnig i framhaldi þessara funda borizt fjölmörg bréf frá félagasamtökum, hags- munahópum og einsstaklingum þar sem hugmyndir og tillögur eru bornar fram, ýmist um fleiri atriði eða færri. Auk hinna almennu funda sem ég hef nú gert grein fyrir, sem haldnir voru viös vegar um land, hélt nefndin á timabilinu frá 11. sept. til 6. des. 25 nefndarfundi. Auk þeirra skriflegu tillagna, sem áður er getið og borizt hafa nefndinni, hafa einnig komið fram i þeim hátt á 2. hundr. ræð- um sem 80 manns héldu á hinum almennu fundum nefndarinnar ýmsar ábendingar og jafnvel tillögur, sem varðveittar eru i itarlegum fundargerðum sem ritari nefndarinnar Þórður Asgeirsson skrifstj. ritaði á öll- um fundum. Og þessar tillögur eða hugmyndir eru þá einnig til úrvinnslu fyrir nefndina. Verkefnin framundan. Eins og nærri má geta, þá er það mikið verk að vinna úr þess- um tillögum og hugmyndum, og þurfti i rauninni ekki að kQma neinum á óvart. Það er einnig Ijóst að verkefni nefndarinnar er þess eðlis, að það krefst mikillar vinnu og töluverðar nákvæmis- vinnu, þar sem taka verður, eftir þvi sem efni standa til og mögu- leikar leyfa, tillit til býsna marg- vislegra sjónarmiða. Það hefur lika óneitanlega tafið störf nefndarinnar að niðurstöður samningaviðræðna sem hafa átt sér stað við Breta og V-Þjóðverja hafa ekki legið fyrir. Þegar þetta allt var athugað hversu verkefn ið er mikið, hversu tillögurná'r sem Komnar eru iram eru marg- ar og sundurleitar, og hversu miklum erfiðleikum það hefur verið bundið að gera heildar- tillögur meðan óvissa rikir um ein og önnur atriði eins og ég hef þegár rakið, þá komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri timabært að leggja fram nægi- lega snemma fyrir jól endanlegar tillögur um veiðar innan fisk- veiðilögsögunnar. Þess vegna hefur nefndin haft þann háttinn á til þess að flýta málinu, að æskja þess að sjávarútvegsnefnd neðri deildar flytti ákveðnar breytingartillögur við það frumvarp sem hér hefur legið fyrir alþingi um breytingu á lög- um um bann gegn veiðum á botn- vörpu og flotvörpu. Og eins og fram er komið, þá hefur sjávarút- vegsnefnd deildarinnar orðið við þessum tilmælum. Fiskveiðilaga- nefnd leggur þannig til, að botn- vörpuheimildarlögin verði fram- lengd til vetrarvertiðarloka eða um 4 1/2 mán. Það er ætlun nefndarinnar eins og ég áðan sagði, að halda áfram störfum af fullum krafti strax og um hægist, eða þegar i janúarmánuði, og hún stefnir að þvi að skila endanlegu áliti ekki siðar en i byrjun marz- mánaðar á næsta ári. Eftirlitið skipti meginmáli. í sambandi við tillögunar vil ég aðeins leggja áherzlu á það, — og raunar svo þunga áherzlu, sem mér er auðið — að hið aukna eftir- lit með veiðum og veiðarfærum og stærð þess fisks sem veiddur er sem ráðgert er i þessum breytingartillögum er að dómi okkar i fiskveiðilaganefndinni ákaflega brýnt og þar má ekki sitja við orðin tóm, þarna verður að fylgja eftir i verki. Vitanlega kostar slikt eftirlit nokkra fjár- muni, e.t.v. talsverða fjármuni, en hér er lika mikið i húfi, svo mikið, að það má ekki hika við að afla nauðsynlegs fjár til þess að framkvæma eftirlitið af fullri ábyrgðartilfinningu og með full- um alvöruþunga. Ég vil svo að siðustu geta þess, að fiskveiðilaganefndin ihugaði og ræddi töluvert á siðustu fund- um sinum áður en hún skilaði af sér þessu bráðabirgðaáliti hvort ekki væri rétt að gera nú þegar nokkrar fleiri breytingartillögur á botnvörpulögunum og þá i friðunarátt. Það var m.a. mjög um það rætt, hvort setja ætti inn i lögin ákvæði um, að togveiðar verði hvergi leyfðar nær landi en 3 milur. Full samstaða náðist ekki innan nefndarinnar um þetta eða önnur frekari atriði, þ.e.a.s. það náðist ekki full samstaða um að leggja þetta til nú, og það biður þvi væntanlega framhaldsstarfs nefndarinnar að taka ákvörðun bæði um þessa breytingu og mjög margar aðrar, sem ræddar hafa verið i nefndinni. Ég vil svo að siðustu aðeins leggja áherzlu á það að i sam- bandi við heildarlöggjöf um þessi efni þarf að mörgu að hyggja og m.a. þarf að leitast við að gæta þess, að eðlileg hlutföll haldist milli veiðiheimilda og friðunar- aðgerða á fiskislóðum hinna ýmsu landshluta, svo og milli mismunandi veiðarfæra. Þá á ég við það, að með stórfelldri friðun i einum landshluta eða einu veiði- svæði getur farið svo, aö sókninni verði beint yfir á -nálægt veiði- svæði, sem þolir þá e.t.v. ekki hina auknu sókn. — Þvi meiri samstaða sem orðið getur um vinnubrögð og meginstefnu i þessum viðkvæmu og vandasömu málum, bæði nú i sambandi við þessa bráðabirgða- afgreiðslu og á komandi vetri, þegar málið i heild kemur til kasta þingsins, þvi betra fyrir alla aðila. Laga- breytingar Hér fara á eftir þær laga- breytingar, sem alþingi hefur nýlega samþykkt við lögin um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu: 1. gr. „1 stað orðanna „settri sam- kvæmt lögum nr. 44 5. april 1948” i 1. málsgrein 1. gr. laganna komiorðin: nr. 189 14. júli 1972. 2. g.\ A eftir 3. mgr. 1. gr. laganna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi ný málsgrein, svo hljóðandi: Ráðherra er heimilt að fenginni umsögn Haf- rannsóknastofnunarinnar að veita leyfi til loðnuveiða i landhelgi með flotvörpu. Getur ráðherra bundið leyfið þeim skilyrðum, er hann telur nauðsynleg. Skal það varða sviptingu veiðileyfa, ef bol- fiskur er veiddur i þetta veiðarfæri. 3. gr. A eftir lið C2 i 2. gr. laganna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi nýr liður, svo hljóðandi: C3. Frá linu réttvisandi suðaustur af Selskeri að 18 gr. vestlægri lengd er heimilt að veiða með botnvörpu og flot- vörpu utan linu, sem dregin er 12sjómilur utan við grunnlinu samkvæmt reglugerð nr. 189/1972. Á eftir lið G1 i 2. gr. laganna komi nýr liður svo hljóðandi: G2. Frá linu, réttvisandi vestur frá Bjargtöngum (grunnlinupunktur 26. skv. reglugerð nr. 189/1972) að linu réttvisandi norður frá Horni (grunnlinupunktur 1) er heimilt að veiða með botn- vörpu og flotvörpu utan linu, sem dregin er 12 sjómilur utan við grunnlinu samkvæmt reglugerð nr. 189/1972. 4. gr. Á eftir 3. gr. laganna (sbr. 1. nr. 21/1969) komi þrjár nýjar greinar, svo hljóðandi: a. (4. gr.) Nú á sér stað á tiiteknu veiðisvæði seiða- og smáfiskadráp i þeim mæli, að varhugavert eða hættu- legt getur talizt, og skal þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Haf- rannsóknastofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að sporna gegn þvi. Er ráðuneytinu heimilt með tilkynningu að loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tima fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauösynlegt þykir. Jafnan skalumsögn Hafrannsókna- stofnunarinnar liggja fyrir, áður en slikar timabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar. b. (5. gr.) Þrátt fyrir ákvæði laga þessara getur sjávar- útvegsráðuneytið auglýst ný friöunarsvæði og breytingar á eldri friðunar- svæðum enda hafi áður verið leitað álits Haf- rannsóknastofnunarinnar um slikar ákvarðanir. c. (6. gr.) Sjávarútvegsráðu- neytið skal beita sér fyrir auknu eftirliti með veiðum fiskiskipa innan fiskveiði- lögsögunnar, þar sem megináherzla er lögð á að fylgjast með veiðarfæra- búnaði skipanna, stærð þess fisks, sem veiddur er, svo og öðru þvi, er við kemur vernd fiskistofnannna. Aðrar greinar laganna breyti um röð i samræmi við þetta, þannig að 4. gr. verður 7. gr. o.s.frv. 5. gr. 1 stað orðanna ,,til ársloka 1972” i 8. gr. laganna (sbr. lög nr. 21/1969 og lög nr. 89/1971) komi: til 1. júli 1973. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.