Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1972 af erlendum vettvangi Mijamoto formaAur japanskra kommúnista (fyrir miAju) JAPAN: KOSNINGASIGUR KOMMÚNISTA Frjálslyndir demókratar, flokkur Tanaka, forsætisráð- herra Japans, héldu að vísu meirihluta sinum á þingi i kosningum þeim sem fram fóru i landinu þann tiunda desember. En þeir höfðu ekki neina ástæðu til aö kætast. Þeir misstu 26 þingsæti af 297 (alls situr 491 þingmaður i neðri deild þingsins). En annað þótti beim enn verra — helzti sigurvegari kosning- anna var Kommúnistaflokkur Japans. Máttarstólpar þjóðfé- lagsins skildu mætavel hvað á seyði var — verðbréf snarféllu i verði i kauphöllinni i Tokio um leið og fréttist um úrslit þessi. Kommúnistaflokkur Japans er hinn þriðji stærsti i heimi utan landa þeirra sem kommúnistar stjórna. Aðeins italski og franski flokkurinn eru sterkari. Meðlimir hans eru um 300 þúsund. A siðasta þingi hafði hann 14 þingsæti, en komst nú upp i 38, og hefur aldrei staðið betur að vigi. t fyrsta smn hefur flokkurinn styrk til að eiga fulltrúa i öllum þingnefndum, en stjórnarflokkurinn hefur til þessa getað brallað margt á bak viðtjöldin i nefndum þess- um við aðra og stærri — en ekki eins herskáa — stjórnar- andstöðuflokka 50 ára saga Kommúnistaflokkur Japans á fimmtiu ára afmæli um þessar mundir. Hann var stofnaður ári siðar en flokkurinn i Kina og fimm ár- um eftir Októberbyltingu og er þvi einhver elzti og reyndasti kom mú nistaflokkur hins þriðja heims. Fyrsta aldar- fjórðung ævi sinnar varð flokkurinn að starfa neðan- jarðar og margir foringjar hans urðu að fara i útlegð. Flokkurinn fékk óspart að kenna á handtökum, pynting- um og aftökum á þessum tima. Þegar striðinu lauk 1945, og hin pólitisku fangelsi voru opnuð, fögnuðu kommúnistar Bandarikjamönnum sem frelsurum. Formaður flokksins var þá Sanzo Nosaka, félagi Maos frá þeim tima er kinverskir kommúnistar bjuggu um sig i Jenan. Hann tók upp fremur milda stefnu. Flokkurinn fékk 35 þingsæti i kosningunum 1949. En um það leyti var kalda striðið að komast i al- gleyming, vigbúnaðarkapp- hlaup milli fyrrverandi bandamanna var i fullum gangi, Kóreustriðið skammt undan. Kommúnistaflokkur Japans tók upp mjög harða af- stöðu gegn Bandarikjamönn- um og herstöðvapólitik þeirra, byrjaði á að þjálfa skæruliða og búa til bensinsprengjur. Margt gerðist flokknum mót- hverft á þessum árum og i kosningunum 1952 þurrkaðist hann út á þingi. Sjálfstæð stefna Þrem árum siöar byrjaði flokkurinn að móta nýja stefnu undir forystu Kenji Mijamoto, sem nú er for- maður hans. F'lokkurinn sýndi bandariskri nærveru enga sáttfýsi. En minna fór fyrir áróðri fyrir „byltingu með valdbeitingu” og „alræði öreiganna”. Þess i stað var talað um „byltingu fyrir til- stilli meirihluta alþýðu” og „áhrifavald vinnnandi stétta”. Ennfremur talar flokkurinn ekki eins mikið um þjóðnýtingu og fyrr. Japanskir kommúnistar leggja á það mikla áherzlu að þeir séu óháðir risunum tveim, kommúnistaflokkum Kina og Sovétrikjanna. Þeir hafa krafizt þess að Sovétrikin skili aftur Kúrileyjum sunnanverðum. Og þeir hafa ásakað foringjana i Peking fyrir þá hentistefnu að „fyrirgefa Nixon allt". Nú er svo komið að Kinverjar hafa miklu betri samskipti við Sósialistaflokk Japans (næststærsta flokk landsins) en kommúnista. Kinverskum leiðtogum mun finnast, að japanskir kommúnistar séu endur- skoðunarsinnar á fleiri en einn veg. Þar að auki er það mjög áberandi hve mikið þeir leggja upp úr japanskri þjóð- erniskennd og þjóðarstolti, sem Kinverjar hafa kannski ekki sérlega góðar minningar um. Sterk staöa í borgum En óháð stefna gagnvart stórveldum dugar flokknum ekki ein til árangurs. Hann hefur rekið harða stefnu á sviði umhverfismála, skatta- mála og félagsmála — en stjórnvöld þar hafa undan- farna áratugi vart haft hugann við annað en að tryggja iðnaðarsamsteypum landsins vaxtarmöguleika — almannatryggingar eru mjög i skötuliki og spilling umhverfis gifurleg. Reyndar stendur flokkurinn enn sterkar að vigi en þing- mannatalan bendir til. Fimmti hver kjósandi i Tokio og Osaka kýs kommúnista og þriðji hver i Kioto. Sósialistar og kommúnistar stjórna i sameiningu Tokio, Osaka, Kioto, Saitama, Okajama og Okinawa. Úrelt kjördæma- skipan gerir það að verkum, að borgir hafa tiltölulega miklu færri fulltrúa á þingi en sveitirnar. Ef allt væri með felldu ætti til dæmis að fjölga þingmönnum Tokio um allt að fjörtiu prósent. Haft er fyrir satt, að Frjáls- lyndir demókratar ætli að nota sér þann gálgafrest sem þeir enn hafa til að reyna að knýja fram nýjar breytingar á kjör- dæmaskipan. Vilja þeir koma á kerfi litilla einmennings- kjördæma i þeirri von að með þvi móti megi hefta framgang kommúnista og sósialista. Þess vegna Armannsfell, en AF HVERJU? Þar sem blað yðar hefur að undanförnu gert málefni félags vors að umtalsefni óskum vér birtingar á eftirfarandi yfirlýs- ingu: Yfirlýsing frá Byggingafélaginu Ármannsfelli h.f. Vegna dylgja Þjóðviljans um úthlutun lóða og verkefna til Byggingafélagsins Armannsfells h.f. frá Reykjavikurborg skal upplýst, að félagið hefur aldrei fengiðnein verkefni fyrir Reykja- vikurborg án þess að áður kæmi til útboðs þar sem félagið hefur veriö lægstbjóðandi. Ætti það sizt að geta orðið félaginu til áfellis i augum forráðamanna Þjóð- viljans að stuðla þannig að léttari greiðslubyrði borgara Reykja- vikur með lágum tilboðum i útboðnar framkvæmdir. Þá skal ennfremur tekið fram að Borgar- stjórinn i Reykjavik, Birgir ísl. Gunnarsson er ekki hluthafi i fé- laginu og sama er að segja um fyrrverandi Borgarstjóra, Geir Hallgrimsson. Að lokum viljum vér lýsa furðu vorri yfir þeim viðbrögðum Þjóð- viijans vegna úthlutunar lóðar til félagsins i Stóragerði, sem fram hafa komið i skrifum blaðsins að undanförnu. Fáum vér ekki séð, að ástæða sé til að gera félagið tortryggilegt i þessu sambandi, enda gefur ferill þess i sambandi við byggingar og sölu ibúða undanfarin ár vart tilefni til slikr- ar tortryggni. Um það eru við- skiptavinir félagsins örugglega til vitnis, ef Þjóðviljinn sæi ástæðu til að athuga það mál i samræmi við heiðarlega fréttamennsku. Virðingarfyllst, f.h. Byggingarfélagið Armannsfell h.f. Armann Guðmundsson form. — 0 — Hananú! Þá er það á hreinu. Byggingarfélagið Armannsfell er sómafélag, sem ekki má vamm sitt vita! Grýttar eru brautir dyggðarinnar, drottinn minn. En spurningum er enn ósvaraö, Armannsfellingar góðir. Og það sem hér er birt eftir ykkur , heitir á islenzku máli yfirklór, meira að segja fremur ámátlegt. Fyrst i klórinu segið þið að fé- lagið hafi ekki fengið verkefni nema að undangengnu útboði. Hvað um lóðirnar við Stóragerði? Voru þær boðnar út, á annan veg en þann, að þær voru auglýstar lausar til að byggja á? Lóðir eru ekki boðnar út, það eigið þið meira að segja að vita. Svo haldið þið þvi fram að Birgir Isleifur sé ekki hluthafi i Ármannsfelli. Gott og vel. En hverjum seldi Benedikt Jónsson, afgreiðslustjóri Visis og stjórnar- maður Alþýðubtaðsútgáfunnar h.f. sinn hlut i félaginu, þegar kuldi mágaástar fór að gera vart við sig innan eigendafélagsins? Þessu geta þeir svarað Benedikt og borgarstjórinn. Það hefur nefnilega ýmislegt verið selt hjá Frh. á bls. 15 Skyndisöfnun vegna hörmungaí Managua Um hátiðarnar barst hingað til lands hjálparbeiðni vegna hörm- unganna i Managua i Nicaragua. Á jóladag sendi Rauði kross ts- lands fjárhæð til hjálparstafsins og sama gerði Hjálparstofnun kirkjunnar. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauöi kross Islands hafa ákveðið að efna til skyndifjársöfnunar til styrktar fórnarlömbum jarð- skjálftanna. Söfnunin mun standa til þrettándakvölds, 6. janúar og verða þegar gerðar ráðstafanir til sendingar á innkomnu er söfnun- inni lýkur. Framlögum má koma til þess-. ara aðila sem hér segir: Rauði kross Islands tekur við framlögum á skrifstofunni að öldugötu 4 og á giróreikning 90 000. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur á móti framlögum i Biskupsstofu, hjá sóknarprestum og á gíróreikning 20 001. Sem kunnugt er má greiða inn á gíróreikninga i öllum bönkum, sparisjóðum og póstafgreiðslum landsins. Þvi fé sem Rauða krossi Is- lands berst verður ráðstafað i samráði við Alþjóðasamband Rauða kross félaga, og þvi fé sem HjáJparstofnun kirkjunnar berst verður ráðstafað i samráði við Alkirkjuráðið i Genf. Hættu að reykja strax í da þú vaknar hressari í fyrramálið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.