Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1972 DlOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóftviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (á"b.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 liinir). Askriftarverö kr. 223.00 á mánuði. Lausasöiuverö kr. 13.00. Prentun: Blaöaprent h.f. UTANRÍKISÞJÓNUSTAN MÁ EKKI „STAÐNA í EIGIN FÍNHEITUM” Umræða hefur löngum verið veruleg um islenzku utanrikisþjónustuna. í þá umræðu hefur jafnan skort að þeir menn, sem sjálfir hafa starfað i utanrikisþjón- ustunni,hafi viljað tjá sig um kost hennar og löst og að þeir sjálfir setji fram til opin- berrar umræðu tillögur sem verða mættu til nokkurra úrbóta. En nú hefur þetta breytzt, þvi nýlega er útkomin bók eins þeirra manna sem lengst hafa starfað i islenzku utanrikisþjónustunni; hér er átt við siðara bindi endurminninga Péturs Eggerz, sem nú starfar sem ,,siða- meistari” í utanrikisráðuneytinu. Þar segir maður frá sem gerst má til þekkja. Hefur hann starfað i utanrikisþjónustu íslendinga frá 1. október 1945. 1 bók hans koma fram margvislegar upplýsingar, sem almenningi hafa ekki verið kunnar fyrr. Þar skýrir siðameistari utanrikis- ráðuneytisins til dæmis frá afstöðu sinni til þess atburðar , er Guðmundur 1. Guð- mundsson, sendiherra Islands i Sviþjóð, meinaði fimm ungum íslendingum að nota kosningarétt sinn i sendiráðinu i London fyrir sveitastjórnarkosningar 1970. Um það mál segir Pétur Eggerz, eft- ir að hafa lýst tilraunum unga fólksins til þess að fá að kjósa og hvernig ambassa- dor íslands i London neitaði um fyrirgreiðslu: ,,Að standa fyrir framan sendiherrabústað islenzka rikisins og segjast ekki hafa ráð á húsaskjóli, er blettur á utanrikisþjónustunni.... Hver einasti íslendingur á kröfu á, að sendi- herra greiði götu hans, þegar það er hægt og krafan er sanngjörn. Enginn sendi- herra má staðna i eigin finheitum...” Siðan lýsir Pétur Eggerz þvi,að framkoma Guðmundar I. í nefndu tilviki er eins- dæmi, og fer ekki hjá þvi að menn velti fyrir sér þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að maður, sem siðameistari utanrikis- ráðuneytisins telur að setji blett á utan- rikisþjónustuna, eigi að sinna trúnaðar- störfum á hennar vegum áfram. En Pétur Eggerz lætur sér ekki nægja að nefna þetta eina tilfelli. Hann bendir einnig á iinnur dæmi, og verða þau ekki rakin öll hér. Skal loks minnzt á húsakaup islenzka sendiráðsins i Kaupmannahöfn, þar sem allt i einu kom i ljós að Islend- ingar hefðu ekki nægilega mikið rými fyrir sendiráð sitt. Þess vegna þurfti að kaupa stærra hús utan miðborgar Hafnar og selja um leið gamla sendiráðsbústað- inn sem er á tiltölulega þægilegum stað i Kaupmannahöfn. Og það voru Búlgarar, 16 sinnum fjölmennari en Islendingar, sem keyptu gamla bústaðinn; hann var þeim nægilega stór. ,,Mindreværdighedens monument” — minnisvarði minnimáttarkenndarinnar — segir Pétur Eggerz, að nýja sendiráðshús- næðið i Danmörku sé stundum kallað. En ekki er nóg að benda á mistök og hneyksli. Það verður lika að benda á leiðir til úrbóta. Það gerir Pétur Eggerz einnig i sinni bók. Til dæmis fjallar hann sérstak- lega um sendiráð íslands á Norðurlönd- unum og um nauðsyn þess, að Islendingar setji upp sendiráð i Asiu og Afriku. Hann leggur til að sendimenn okkar erlendis séu ekki látnir dveljast þar nema takmark- aðan tima i senn; ella sé hætta á þvi að þeir fjarlægist land sitt og þjóð og staðni ,,i eigin finheitum”. Utanrikisþjónustan er andlit okkar út á við. Þar verður að vera valinn maður i hverju rúmi. Nú hafa íslendingar undan- farna mánuði átt i deilu við aðrar þjóðir i landhelgismálinu. Þegar þeim átökum lýkur er sjálfsagt að láta kanna hversu einstök sendiráð hafa rækt skyldur sinar i þvi máli og hvernig það starf má færa til betri vegar. íslendingar hafa ekki efni á þvi að vanrækja þessi mál,og sóma okkar allra vegna er það beinlinis bráðnauðsyn- legt að rækja þau sem bezt. Menn sem „staðna i eigin finheitum” gera okkur litið gagn erlendis. Frestuðu yfirvinnubanni til 3. jan. Enn standa yfir samningar milli tiu verkalýðsfélaga og Is- lenzka álfélagsins. Hófst fyrsti samningafundur eftir jól kl. 10 i gærmorgun i húsakynnum Vinnu- veitendasambandsins i Garða- stræti. Stóð hann fram eftir degi i gær. Kjarasamningur hefur ekki verið i gildi siðan 1. desember og hafa samningar þótt ganga nokk- uð seint. Þannig hafa verkalýðs- félögin hótað yfirvinnubanni. Atti það að koma til framkvæmda 27. desember. Hefur þvi verið frestað til 3. janúar hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima. Lítið rœtt um togarakjörin Verðhækkunin á mjöli og lýsi hækkar fiskverð Fyrirsjáanlegt er að þrir liðir koma til með að hækka fiskverð- iö. Það er i fyrsta lagi gengisfell- ingin.sem hækkar fiskverðið i is- lenzkum krónum. Þá er fyrirsjá- anleg verðhækkun á beinaúr- gangi og slógi vegna verðhækk- unar á m jöli og lýsi á heimsmark- aði. Þá komur loðnuverð til með að hækka verulega af sömu ástæðum. Spáð er mikilli loðnugengd i vetur og hefja stórir bátar loðnu- veiðar eftir áramótin. Hins vegar er framhaldsaðal- fundur Landssambands islenzkra útvegsmanna á morgun, sagði Jón. Taka útvegsmenn þar af- stöðu til róðrabanns eftir áramót- in i sambandi við væntanlegt fisk- verð. Ég fer á fund i yfirnefnd siðdeg- is i dag. Ekki er gert ráð fyrir, að endanleg niðurstaða fáist á þeim fundi, sagði Jón að lokum. —g.m. Á aðalfundi klúbbsins öruggur akstur i Kópavogi fékk 31 öku- maður merki Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur, 5, 10, og 20 ára. Formaður var endurkjörinn Ingjaldur tsaksson, Yfirnefnd situr nú dag- lega á fundum til þess aö fjalla um fiskveröiö, sagöi Jón Sigurösson Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins í gær. Er stefnt aö því aö fiskverð verði tilbúiö núna í vikulokin, ef mögulegt er. 1 Menntamálaráðuneytinu i Addis Ababa. Frá vinstri: dr. Bo Akerrén, frú Britta Akcrrén, frú Guðný Bjarnar, Mahteme Selassie menntamálaráðherra, Arni Björnsson og Menghiston ræðismaður. ÍSLENDINGAR GEFA SKÓLA í EÞÍÓPÍU 14. desember fór fram i skrifstofu menntamálaráð- herra Eþíópíu A.S. Maht- eme Selassie. Árni Björns- son læknir sem um þær mundir starfaði viö sjúkra- hús í Addis Ababa afhenti ráöherranum fyrir hönd Flóttamannaráðs íslands formlega skóla i Goc. Við athöfnina flutti Árni Björnsson stutt ávarp þar sem hann skýrði aðdraganda þessarar gjafar, en skólinn er byggður fyrir fé sem safnaðist i fjársöfn- uninni Flóttafólk '71, 25. april 1971, en þá var um öll Norðurlönd safnað fé til ýmissar hjálpar við flóttafólk, m.a. i Eþiópiu og Súd- an. Afhenti Árni við þetta tæki- færi áritaðan skjöld sem festur verður á skólann i Goc en á hon- um kemur fram að skólinn sé gjöf frá islenzku þjóðinni. Skóli sá sem hér um ræðir mun rúma um 500 nemendur i hérað- inu, bæði flóttafólk og ibúa þá sem fyrir voru þegar flóttafólk tók að streyma þangað. Ráðherrann tók á móti gjöf þessari og þakkaði Islendingum fyrir skilning þeirra á vandamál- um flóttafólksins i Eþiópiu. Athöfn þessi kom i útvarpi og sjónvarpi landsins og helztu blöð- um og vakti mikla athygli. Viðstaddir athöfnina voru auk fréttamanna, ráðherrans og Arna Björnssonar, kona hans Guðný Bjarnar, ræðismaður Islands i Eþiópiu Fesseha Menghiston, hinn kunni tslandsvinur dr. Bo Ákerrén og kona hans og fulltrúar Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. (Orðrétt fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.